 |
Pieter hinn "Hollendingurinn" og ferðapal |
Um helgina fór ég til Belgíu á BENELUX cisv helgi. Sem er haldin til skiptis af ungliðum í Belgíu, Luxemborg og Hollandi. Ég lagði afstað klukkan 11 á föstudagsmorgun hér frá Amsterdam til Den Haag þar sem ég hitti Pieter og Emi og við tókum öll saman lest til Brussel. Emi er frá Belgíu en er að læra í Haag svo þegar við komum til Brussel fór hún heim til sín en ég og Peiter ákvaðum að halda áfram til Merine þar sem helgin var haldin. Þar sem það var rúmur klukkutími í lestina þangað ákvaðum við að fara á okkur að borða. Svo við fórum út af lestarstöðinni og sjáum það sem vð héldum að væri verslunarmiðstöð og förum þangað inn kom í ljós að inni mátti bara finna nektardansstaði,hanskabúðir og lífrænaveitingastöðum.og hjólabrettasvæði. En við fengum okkur að borða á einum af lífrænustöðunum og fórum svo aftur á lestarstöðina og fengum okkur Starbucks (fyrsta sinn sem ég fæ nafnið mitt skrifað rétt þar). Svo fórum við á spor fjögur eins og stóð á miðanum en hvergi mátti sjá lestina okkar á tímatöflum. Svo voru bara 3 mín í að lestin ætti að koma samkvæmt miðanum og okkur ekki farið að lýtast á blikuna og Peiter var að hringja í staffið þá heyrir kona sem stóð rétt hjá í okkur og við værum að fara til Tielt eins og hún og sagði okkur að við værum á réttum stað og flygði okkur svo alla leið til Tielt erum ekki viss um hvar við hefðum endað ef hún hefði ekki aðstoðað okkur. érstaklega því að Peiter heyrði ekkert hvað staffið væri að segja í símann ekki afþví það væri hávaði í kringum okkur heldur af því að hann væri heyrnarlaus og heyrnaimplantið hans virki ekki til að heyra í síma ..Þegar við komum á "lestarstöðina" í Tielt meira svona lestarteinar og skúr þá áttum við að taka strætó þegar við förum í afgreiðsluna þá er okkur tilkynnt að stoppustöðin sem við ætluðum á sé ekki til. Svo við hringjum aftur í staffið ég talaði í þetta skiptið og þeir fundu hvaða strætó við ættum að taka og hann átti að koma einum og hálfum tíma seinna. Rétt þegar við erum byrjuð að bíða segjir Pieter mér að heynartækið hans sé batteríislaust svo hann heyri ekki lengur í mér. En hann geti talað við mig ég gat bara ekki svarða þar sem hann sé mjög lélegur í varalestri. Loksins kom strætó og við ætluðum inn en neinei þá fer strtóbílstjórinn aftast í vagninn og leggur sig í 10 mín spes. Svo föttum við að við höfum ekki hugmynd hvar við eigum að fara út og ekkert leiðarskilti svo Pieter spyr annan farþega á hollensku hvar stoppustöðin okkar sé og hvot hann geti sagt mér þegar við eigum að fara út þar em hann sé sko heyrnarlaus. Frekar fyndinn svipur sem kom á manninn en hanngerði þetta samt fyrir okkur. Þegar á stoppustöðina var komið héldum við að ferðinni væri lokið og við myndum sjá búðasvæðið en nei svo var ekki svo ég hringji aftur í staffið og það kom einhver maður að sækja okkur.Svo eftir 10 tíma að ferðast um 200 kílómetra. Þegar við komum á svæðið þá fengum við kvöldmat vatnssúpu með quiana höfrum ekki spennt saðsamt og þuurt brauð. Eftir allt þetta ferðalag var ég að sjálfsögðu mjög þreytt og langaði að fara sofa en var með svo mikið FOMO (fear of missing out) að ég hélt út til að verða 1 og fór þá að sofa í kaldasta svefnherbergi ever fékk að vita það að það væri mjög eðlilegt í Belgíu að kinda sem minnst í svefnherbergjum.
 |
Bear presure og Francie |
Þema helgarinar var vísindi svo öll Activityin áttu að tengjast því,fyrsta Activity átti að vera planað af Hollendingum en þar sem við vorum bara 3 frá Hollandi og ekkert frá hollandi heldur ég frá Íslandi, Pieter frá Suður-Afríku og Sayaka frá Japan þá gáfum við staffinu réttinn af activityinu til þess að gera þeirra stærra.
Home staff Activityið var með yfirskriftina It is not rocket science! og gekk út á það að búa til Vatnsgeimflaugar,nota ímyndunaraflið , hugsa út fyrir kassan, hafa trú á sjálfum sér og mest af öllu að hafa smá gaman. Skipt var í hópa eftir löndum. Holland og Þýskaland voru saman og hét liðið okkar The Tapping Cows og flaugin okkar Bear Pressure.
Activityið hjá Luxemborgar krökkunum voru kaffiborðs umræður um hvort ákveðnir vísindatengdir hlutir væru réttir eða rangir. Eins og fóstureyðingar ,Líknardrap (sem er löglegt í öllum þremur löndum),3D prentarar, Kjarnorka, Klónun. og Erfðabreytt matvæli. Niðurstaða umræðunar var að ekkert af þessu er algjörlega rétt eða rangt. Sem var mjög áhugavert.
Activity Belgíu var svo bara með skemmtilega sniði einskonar ratleikur þar sem við þurftum að finna lausnarorði í algjöru myrkri meðan við forðuðumst Zomibes. Rosalega gaman að fara í svoleiðis leik með 40 manns á aldrinum 17 -25 ára fólki.
 |
Hvítir sloppar sem allir eiga |
Í miðju Belgíska activityinu fer ég að fá þennan rosa hausverk og svima svo ég endaði með því að þurfa að leggjast útaf og leggja mig meðan hinir fóru Parti með vísinda þema þar sem allir virðast eiga hvítasloppa nema ég .Eftir um klukkutíma í rúminu og einni sterkri verkjatöflu síðar fór ég í partíð en þótti skynsamlegra að taka áfengislaust kvöld. Það var mjög góð ákvörðun þar sem það veitti ekki af mér að aðstoða fólk í rúmið seinna um kvöldið .
Pieter kom með absinthe flösku með sér og var að bjóða fólki upp á skot(í þreföldum skotglösum) blönduðum í hreint vodka.og sagði öllum að það væri eðlilegt að drekka absinthe svona svo,einhverjir áttuðu sér enganveginn á áfengismagninu í þessu og tóku nokkur slík skot. Útkoman : Vægast sagt skrautleg, verst varð hún fyrir Suví vinkonu mína sem er finnskur skiptinemi í Belgíu en hún ákvað að hún væri sjóræninga einhyrningur og veltist um allan garð og var orðinn rennblaut í gegn undir lok og endaði á því að hlaupa á tré með hausinn á undan sér (fallegur dynkurinn við það högg). Þá loksins náðum við 4 sem ekki vorum að drekka henni, og bárum hana á milli okkar í rúmmið þar sem nú voru komnar 2 ástæður til þess að hún myndi sennilega æla bráðlega og hún var hætt að geta staðið.
Svo ég fór að pæla afhverju skildi það vera að þegar fólk er orðið drukkið þá hefur oft enginn áhyggjur af t.d höfuðhöggum eða öðrum slysum.
 |
Suvi að reyna vera fáguð og fela kúluna á enninu eftir tré áreksturin |
Búðasvæðið var eins og eftir styrjöld morguninn eftir og það eftir friðarsamtök hehe.
Svo allir hjálpuðust við að þrífa nema þeir sem ekki voru í ástandi til þess.
Svo voru Niðursuðu pylsur með súrkáli og sinnepi í hádegismat er ekki mikið fan af belgískum mat. Þeir gera gott súkkulaði og vöfflur en that is about it !
 |
Leggja okkur á Grand place |
Svo eftir hádegismat fóru þeir sem voru á bíl heim en við hin biðum úti í skítakulda á búðarsvæðinu eftir lestinni okkar í 2 tíma í viðbót. Þegar við komum aftur á lestarstöðina góðu í Tielt þá var hún lokuð svo við gátum ekki keypt okkur miða svo við fórum nokku miðalaus í lestina sem betur fer er ekki tékkað á miðum heldur á sunnudögum í innanlandslestum.
Svo Þegar við komum til Brussel voru 4 tímar í að lestin okkar færi svo við Pieter, Suvi og Francie fórum á Grand Place sem er torgið í Brussel með öllum fancy byggingunm og fengum okkur Belgískar kartöflur með majonesi og lögðum okkur innan um alla túristana. Ekki allir sem geta sagt að þeir hafi lagt sig á þessu torgi.
Komst loksins heim eftir frábæra helgi um 12 leitið er ekki frá því að þþað var bara svolítið homie að finna ilminn úr coffie shops þegar ég kom á central hér í Amsterdam :)
góðar stundir
-Bláklukkan