þriðjudagur, 31. desember 2013

Flugelda fjör eða böl?

Um hver einustu áramót skjóta Íslendingar upp sprengjum fyrir gífurlegar fjárhæðir nærri alltaf frekar stórslysalaust .Reyndar er þetta ekki bundið alveg við  áramótin meira svona í kringum og flugeldasalan heldur áfram að þrettándanum. Enda löglegt að sprengja á því tímabili.Flugeldar eru mikill hluti af íslenskuþjóðinni.Ég heyrði einu sinni að ekkert annað land skjóti upp eins miklu miðað við höfðatölu. Ástæðan að ég held fyrir þessari sprengjugleði landans er sú að Ísland er  friðsælasta land heims. Hér búa örfáar hræður sem fæstar hafa kynnst því að vera hræddar um að missa heimili sitt vegna átaka eða hugsa hvort öll fjölskyldan lifi þann daginn.

Mig langar að segja ykkur frá litlum strák sem ég þekki  sem kom hérna með fjölskyldu sinni semflóttamaður hingað til lands frá stríðshrjáðu landi skömmu fyrir aldamótin. .Fyrstu áramót fjölskyldunar hér breyttust í hörmung því skyndilega upplifðu þau að hér væri að hefjast sprengjuárás í landinu sem þau höfðu haldið að væri svo friðsælt fljótlega áttuðu þeir fullorðnu sig á að "aðeins" væri um flugelda að ræða en litli strákurinn vissi þetta ekki. Það eina sem hann upplifði var hræðsla ekki bara við kvellina heldur líka að missa heimili sitt og að þetta væi honum að kenna stríðið hefði elt hann uppi. Þó tókst að lokum að koma honum í skilning um að um væri að ræða árlega íslenska hefð  semsagt að því miður þá myndu sprenguárásirnar snúa aftur að ári.

Þessa sögu sagði strákurinn mér fyrir nokkrum árum þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði að sprengja mikið um áramótin.
Svo núna um hver áramót get ég ekki annað en hugsað um hvað þjóð sem aldrei hefur farið í stríð er skuggalega góð í að líkja eftir slíku og hvað ég er heppin að þegar skothríðin hefst get ég annað hvort horft á litadýrðina úti fyrir eða bara sest niður  róleg því  þetta er ekki alvöru stríð og enginn er í sérstakri hættu.

En þá fer ég samt að pæla hvað upplýsingar erum við að gefa út í samfélagið það er sem sagt allt í lagi að sprengja sprengju svo lengi sem þú heldur þér í góðri fjarlægð  þegar hún springur og notar hlífðargleraugu?

En ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að það taki á móti fólki með nýjum tækifærum en ekki flugelda slysi. 

-Bláklukka









sunnudagur, 22. desember 2013

Jólakveðja fjölskyldunnar 2013

Kæru vinir og vandamenn. 

Árið hefur verið viðburðarríkt hjá fjölskyldunni. Sem stendur býr ekkert okkar á Íslandi heldur erum við dreifð á þrjú lönd í Evrópu, og löndin sem um ræðir eru öll í Evrópusambandinu og því um einstaklingsaðildir að ræða. Ekki að við veltum okkur mikið upp úr því.


Í upphafi ársins skelltu hjónin sér í "sumarfrí", ekki á Kanarí, heldur til Afríku. Marokkó varð fyrir valinu og mæla þau með því að sólþyrstir Íslendingar prufi þetta til tilbreytingar frá Kanarí. Meðan hjónakornin voru í sólinni fékk Vala, yngsta dóttirin, að vera eftirlitslaus heima, eða nánast.


Fljótlega varð ljóst að hugmyndin um að flytja úr landi til eins árs gæti orðið að veruleika. Allt fór að miðast að því og boltinn fór að rúlla. Húsið sett á sölu og fataskápar og geymslur flokkaðar og Hafnfirðingar gátu gert kostakaup í götusölu ársins sem stóð í 3 mánuði. 
Húsið seldist þó ekki, en er enn til sölu fyrir áhugasama. 

Hera
Það fór svo að við höfum öll stundað nám þetta haustið, bæði í háskólum og fjölbrautaskóla.

Hera er nú á sínu þriðja ári af fjórum í leiklistar og leikstjórnar námi í leiklistar skólanum The Kogan Academy of Dramatic Arts í London
. Hún býr þar með kærasta sínum Guðmundi sem stundar tónlistarnám og er trymbill með meiru í hljómsveitinni Johnny and the Rest.  Nám Heru  er mjög tímafrekt og því sjáum  við ekki mikið af henni né nokkur annar utan veggja skólans. Henni líkar þó námið vel og það er frábært.
Hekla

Hekla hætti að starfa á leikskólanum Grænuborg í sumar en þar hefur hún starfað undanfarin tæp 2 ár. Hún fluttist til Malmö í Svíþjóð í haust til þess að læra friðar og átakafræði við háskólann þar og líkar það jette bra. 

Fjölnir tók sér ársleyfi frá því að vera sérstakur og ákvað að skella sér í eins árs mastersnám í þróunarfræði við háskólann í Amsterdam. Því fluttu hjónakornin með yngstu dömuna þangað nú í haust.
Vala

Vala lauk sínu öðru ári í framhaldsskóla í vor og varð loksins 18 ára og fékk því langþráðan kosningarétt. Í haust hefur hún svo stundað fjarnám við Fjölbraut í 
Ármúla og hollensku nám í háskólanum hér í Amsterdam. 




Arndis er enn í bókmenntafræði í Háskóla Íslands og er farin að flytja fyrirlestra með nýjustu tækni yfir hafið. Einng ákvað frúin að láta dökku lokkana hverfa og leyfa þeim gráu að taka yfirráðin á höfðinu og fer það
Arndís og Fjölnir
henni svona ljómandi vel.



Næsta ár mun vera fullt af nýjum ævintýrum fyrir fjölskylduna. Vala, Fjölnir og Arndís ætla að flytjast til Vestur-Afríku í rúmlega tvo mánuði þar sem Fjölnir mun gera rannsókn á menntun og Vala ætlar að bjarga heiminum á meðan og mamma hennar að hjálpa til. Mögulega mun sjást til okkar í heimalandinu á næsta ári. Nema ævintýri beri okkur á brott.

Við sendum ykkur öllum okkar bestu hátíðar og nýárskveðjur.

-Vala,Hekla,Hera,Fjölnir og Arndís.


Sendum með smá dansatriði sem við fjölskyldan höfum verið að vinna að:
Dansatriði fjölskyldunnar



laugardagur, 14. desember 2013

, Frón,Prófsæta og fjör.


Jæja já island,próf og desember hafa tafið mig i að skrifa blogg en nú hef ég loksins komið mer i það  húrra fyrir þvi. 
Eg sem sagt kom óvænt til Íslands 28. nov sem var voðalega gaman að koma folki að óvart með komu minni og eg er mjög stolt af mer að hafa þagað yfir förinni i heilar 3 vikur húrra fyrir mér :). Megin astæða þess að ég kom til Íslands var til þess að taka prof þott eg hefði alveg getað tekið þau uti hefði bara verið mun meira vesen.  Svo eg tók mín þrjú próf hér  og gekk alveg agætlega svo sem og svo er eg buinn að hafa tækifæri til að hitta fullt af yndislegu folki og fa rosalega mikið af frium mat ja það er frekar auðvelt að kaupa mig með eitthverju matarkyns. Svo er eg buinn að sjalfboðaliðast smá og verða kalt það er sko buið að vera frost a fróni en ég er vist islendingur og hristi þetta af mér svo for ég i bolusetningu a mánudag fyrir sierra leone för okkar. Kláraði bóluefnið við barnaveiki á landinu gaman af því og fór í íslenskupróf drulluslöpp eftir bólusetningu. 

En það stoppaði mig ekki  um að mæta sæt í próf því ég ólíkt mörgum hef tamið mér að fá próf sætuna en ekki ljótuna. Þar sem manni líður miklu betur þegar maður er hreinn og vel til hafður en skítugur og með ógreitt hár í joggingalla. Sjálfstraustið verður bara svo miklu meira. Í jólaprófunum í fyrra var ég mjög stressuð og í mörgum prófum, Svo fór ég á prófa tímabilinu í blóðprufu, til hjartalæknis og í lugnamyndatöku. Til þess að losa um smá stress og aukasjálfstraustið þá eyddi ég  góðum tíma fyrir hvert einasta próf í að gera mig sem fínasta, prófaði nýjar hárgreiðslur, málaði mig og notaði alla kjólana mína. ég mætti í spænsku próf í tjullpilsi samnemendum mínum til mikillar gleði.  Svo með þessu bjó ég til gervisjálfstraustið sem ég þurfti fyrir þessi próf sem ég stóðst með glans :). Hvet alla nema til þess að prófa að gefa sér smá tíma í ða gera sig til það er alveg þess virði að gefa sér auka 20 mín fyrir þetta. Að minnsta kosti finnst mér þetta alveg jafn mikilvægt og að lesa einusinni enn yfir glósurnar fyrir prófið. 
Reyndar geri ég þetta líka ef ég er ein heima og ætla að vera læra heima allan daginn þá smelli ég mér í sturtu fer í sokkabuxur og kjól eða pils. Bara svona fyrir sjálfa mig  því  maður ætti ekki að klæða sig uppp fyrir nokkurn nema sig sjálfan. Eins og á aðfangadagskvöld þá er öl fjölskyldan upp á klædd en flestir eru samt ekki nema bara með því fólki sem hefur séð þá grútmyglaða í náttfötum.
Bara svona pæling.
-Bláklukka

En ætla skella nokkrum myndum frá íslandi hér fyrir neðan.
Hitti Signý í ís í -12 stiga frosti. og hún fékk jólapakka

Einhyrningaskilti

Mirra Kristín smá hissa að sjá mig 

Óskar Sæmundur og Sandra að lesa

Kom þessum snillingum mest að óvart með komu minni

Súkkulaði URKí-H

Þrestirnar hans afa þeir koma stundum inn 

Kókómjólk,hrein nátturuafurð hvar skildu kókómjólkur kýrnar halda sig 

Kíktum í jóló innkaup og fann ég þessi  fínu horn.


miðvikudagur, 27. nóvember 2013

Ég og mitt ósjálfráðataugakerfi við erum ekki alveg sammála.

Veikindi  geta  verið af ýmsum toga sum eru mjög sýnileg önnur ekki.         

Þann 6.mars á þessu ári  var ég greind með króniskt heilkenni sem heitir Postural orthostatic tachycardia syndrome  kallað p.o.t.s og er tegund af dysautonomiu.
 17 ára ég hafði sjaldan heyrt orðið kronikst og vissi eiginlega ekki  hvað það væri og aldrei heyrt um heilkennið sem ég er  greind með seinna kom í ljós flestir læknar ekki heldur.
Eftir rúmlega 9 mánaða tímabil af óvissu hvað gæti verið að mér og var ég farin að halda að þetta væri bara í hausnum á mér. Fyrst var haldið að ég væri ólétt  svo var ekki. Svo að ég væri með hjartagalla svo með heilaæxli, eða krabbamein. Sem betur fer var ekkert að undantöldu raunin. 
Tilfinningar mínar á tímabili
En áfram var ég með endalausan svima og líðandi yfir mig í tíma og ótíma. En alltaf  kom  allt eðlilegt úr öllu sem var athugað hjá mér nema loksins í nóvember fékk ég svarið að ég væri járnlítil og  fór strax að vinna í því og hélt að þetta væri lausn málana. En allt kom fyrir ekki. Eftir áramótin fóru yfirliðin að koma aftur og nú var mun styttra á milli. Það ótrúlega er samt hvað mér tókst að slasa mig lítið við að vera alltaf að detta niður bara nokkrir heilahristingar. Einhver lýsti því fyrir mér að það væri bara eins og ég væri full þegar það líður yfir mig þar sem ég dett algjörlega slök í gólfið.
En allavega þann 6.mars fór ég enn og aftur til læknis í svo brjáluðu veðri þetta skiptið var það taugalæknir og fékk ég þær fréttir að ég væri með truflun í ósjálfráðataugakerfinu sem væri kallað P.O.T.S. Þarna loksins var komið nafn á þetta "ástand" þetta var ekki allt í hausnum á mér :)
Næsta setning var ekki alveg eins jákvæð það er ekki hægt að lækna P.O.T.s :( en að er hægt oft hægt að halda einkennunum niðri með ýmsum aðferðum :). Mjög blendnar tilfinningar hjá mér þarna þar sem ég gat ekki alveg fundið hvort það væri gott að vera kominn með nafn á þetta eða ekki. Því um leið og eitthvað fær  heiti þá líður manni svolítið eins og það sé komið til að vera sem P.O.T. S svo sannarlega er fyrir mig þar sem það er ekki til lækning enn þá bara hægt að halda þessu niðri. En POTS er samt ekki banvænt.
Alltaf gott að minna sig á þetta 
Eins og áður sagði þá er POTS truflun í ósjálfráða taugakerfinu. Ósjálfráða taugakerfið stjórnar öllu sem líkaminn gerir án þess að þú þurfir að pæla í því. Svo sem hjartslætti,blóðþrýstingi,meltingu, sjáöldrum, hluta af öndun, munnvatnsmyndun,táramyndun, jöfnum líkamshita, úrgangslosun,viðbragði og fleiru. En þá er spurningin hvað gerist ef líkaminn ræður ekki við að láta þetta virka, Jú þá líður yfir mann þegar  blóðþrýstingurinn lækkar skyndilega við ótrúlegustu aðstæður og maður fær enga viðvörun hnígur bara niður, Blóðflæðið er í ójafnvægi svo það er alltaf náladoði eitthverstaðar, Maður finnur ekki fyrir svengd svo maður þarf að muna að borða, meltingin fer í rugl að öllu leiti, það er eiginlega alltaf of kalt eða of heitt (er ekki að fíla að vera kominn á breytingaskeiðið 18 ára gömul). Þolið fer út um þúfur allt í einu er rosalega erfitt að hjóla hratt eða taka á sprett og maður er alltaf þreyttur. Mér hafði aldrei grunað að svona  margt mikilvægt í líkamanum sem er í raun ekki undir okkar stjórn.
Ég byrjaði strax á lyfjum við yfirliðunum svokölluðum beta blokkum. Beta blokkarnir höfðu enginn áhrif á mig loks var skammturinn  kominn upp í 350mg á dag og ekkert að hjálpa (eðlilegt fyrir stelpu eins og mig er víst 160 mg)svo ég fékk að skipta um lyf. 
Nú er ég á lyfjum sem hafa þá verkun að ég finn að það sé að líða yfir mig sem er mikill plús fyrst ég er að lenda í þessu yfurhöfuð (og sparar hausnum höggin)þ Nú fæ ég oft tækifæri til þess að ná að setjast eða leggjast. Ég er að vísu með smávægilegt ofnæmi fyrir lyfjunum og fæ marbletti að ástæðulausu en ég er sátt við að lifa með því þar sem ég veit að það er ekki hættulegt.
Ef ég passa upp á að borða reglulega, næ að drekka um 3 litra af vatni á dag og er í nokkuð jöfnum hita allan daginn og hreyfi mig í hæfilegu magni þá er ég næstum alveg einkennalaus og í góðu standi. 
Hins vegar er það mun meira en að segja það að halda þessu gullna jafnvægi. Svo ég á það til að hugsa svolítið mikið if you cant make it fake it. Því ég skammast mín næstum því fyrir það að hafa ekki sömu orku og jafnaldrar mínir og geta ekki gert sömu hluti og þeir. Svo ég geri hlutina þótt það eigi ekki að vera mögulegt fyrir mig nema að keyra bíl það verður að bíða. Síðasta vor náði ég öllum 8 áföngunum sem ég var í því ég ætlaði það tók að vísu 8 yfirlið, heilahristing og sitthvað fleira og ég man ekkert eftir að hafa mætt í stjórnmálafræðiprófið mitt en ég náði með glæsibrag svo ég er sátt. Seinna kom svo í ljós að margir vina minna náðu ekkert öllum prófunum sínum.
Ég keyri mig út fyrir heiminn og gef af mér stundum kannski aðeins of mikið en oft þegar ég er ein  þá get ég ekki meira. Svo ég leyfi mér að vera veik þar sem enginn sér mig því þá bitnar það bara a mér. Ég veit að það er ekkert eðlilegt að upplifa það að maður geti ekki gert neitt til þess að flýja sársauka sem er ekki hægt að lýsa því hann er allstaðar og þú hefur enga stjórn á honum.  Já það sökkar að hafa enga stjórn á sínum eigin líkama.
Á þannig mómentum þá átta ég mig á hvað við ráðum í raun litlu um líf okkar ekki valdi ég þetta.
Ég lýsti þessum sársauka fyrir  taugalækninum minum og hann spurði mig hvernig mér liði þegar ég væri í þessu ástandi og ég sagðist ekki vita það og þá spurði hann mig hvort mér liði eins og ég væri að fara deyja og þá áttaði ég mig á því á svarið er já. Mér líður einmitt eins og ég sé að fara deyja.

En sorg og sút hjálpar engum til lengdar og því reyni ég alltaf að taka deginum með brosi og hugsa um það jákvæða því það er svo miklu léttara.

hlutur sem ég mæli með fyrir alla: Áður en þú ferð að sofa á kvöldin hugsaðu um tvo hluti sem þú varst ánægður með þann daginn og tveggja hluta sem þú hlakkar til á morgun. Þarf ekki að vera eitthvað stórt bara einhvern þú hittir munt hitta eða hvað þú borðaðir  eða ætlar að borða.

Elskum það sem við höfum :)



-Bláklukka 

Ástæðan afhverju ég skrifa þetta blogg er til þess að vekja athygli á Dysautonomiu og til þess að leyfa kannski einni manneskju sem er að gagna í gegnum það sama og ég að vita að þú ert ekki einn. Líka afþví ég var að þýða bækling fyrir vefinn www.dysautonomiainternational.org/   sem verður að ég held fyrsti bæklingurinn á íslensku um truflanir í ósjálfráða taugakerfinu.












fimmtudagur, 14. nóvember 2013

Á flótta

Hrikalega langt síðan síðast bara búið að era svolítið mikið að gera undan farið amma kom í heimsókn, mikið að gera í skólanum var að klára núna síðasta enskuverkefni annarinnar bara lokaprófið eftir,og svo fyrstu helgina í nóvember fór ég til Belgíu til þess að leiðbeina í hlutverkaleiknum Á flótta á vegum Flæmska Rauða Krossins.
Á flótta er sem sagt hlutverkaleikur sem leyfir þáttakendum að upplifa margt í veruleika flóttamanna á einum sólarhring.
Ég tók sjálf þátt árið 2010 á Íslandi og byrjaði svo að vera leiðbeinandi í leiknum fyrra. Sem sagt það sem leiðbeinandi gerir er að leika á móti þáttakndum sem landamæraverðir ,lögregla og skrifstofufólk Leikurinn kemur upphaflega frá danmörku en er haldin af rauða kross deildum víða um Evrópu og svo er svipaður leikur spilaður í Mexícó sem gengur út á að upplifa ða smygla sér yfir landamæri Bandaríkjana en hann er ekki á vegum Rauða krossins.

Sjálfri finnst mér svona hlutverkaleikir sem eru svona learning by doing rosalega sniðugir og mun skemmtilegra að læra um svona "þung" málefni á þennan hátt í staðinn fyrir að sitja og hlusta á fyrirlestur og svo festist það betur.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég leiðbeini fyrir utan ísland og fyrsta skipti sem leikurinn er settur upp í Belgíu. Svo þetta var  aðeins öðruvísi en á Íslandi, við vorum fjögur frá Íslandi, Ég sem tók lest frá  Amsterdam aðeins minna vesen núna því flæmski hlutinn er styttra frá Hollandi og við vorum ekki úti í rassgati. Rauða Kross "tvíburarnir" Þrúður og Arnar  sem komu með flugi frá íslandi, Þau eru ekki tvíburar bara einkar samrýnd systkyni sem ég hélt  til langs tíma að væru tvíburar og svo hún Guðný sem er búinn að vera ferðast  um Afríku og Evrópu síðastliðna árið eða svo.
Við þurftum að vera kominn til Belgíu sólarhring áður en leikurinn byrjaði sem við erum óvön því við mætum vanalega á svæðið svona 3 tímum áður en við byrjum leikinn.
En það var bara gaman að eyða sólarhring  í góðum félagsskap. Við team Iceland fórum og skoðuðum bæinn Eeklo (borið fram Eygló). Heimsóttum kirkjugarð útlanda kirkjugarðar er alltaf spennandi og flottar krikjur.

Svo á laugadagsmorgninum fór stór hluti af leiðbeinendunum í heimsókn á heimili fyrir hælisleitendur í Eeklo. Við fengum túr um húsið sem var mjög áhugavert og þarna búa minnir mig um 40 manns og inni í húsið er nánast eins og lítill bær . Það er skóli, atvinnumiðstöð fyrir stöf innan heimilisins, mötuneyti, Leikstofa og fleira. En samt sorglegt að þetta sem bara lítið svona heimili en samt búa þarna 40 manns bæði fjölskyldur og enstaklingar en þetta hús í Eelko tekur sérstaklega á móti ungu fólki undir 18 ára sem flýr eitt frá heimalandinu sínum. Eftir 6 mánuði getur fólk svo sótt um að fara í eigin íbúð þar að segja ef málið þeirra er komið inn í kerfið og þú ert bara að bíða eftir niðurstöðu. Það sem mér þótti þó merkilegast var að það séu flóttamenn frá ákveðnum löndum m.a Afganistan sem fá hæli vegna mannúðarástæðna fá  nánast aldrei frambúðar hæli heldur bara í 5 ár í senn og þá er staðan endurmetin og endurskoðað hvort hælinu sé framlengt m.a byggt á því hvort aðstæður í heimalandinu séu nægilega góðar til þess að fara til baka að ákvörðunaraðilana mati.
Mér finnst þetta næstum jafn slæmt og að bíða í langan tíma eftir svari því á 5 árum þá getur þú byggt upp líf þitt á ný , lært tungumálið í nýja landinu og margt fleira svo er þér kannski bara vísað úr landi og þá þarftu að byrja upp á nýtt . Það hlýtur að vera ömurlegt að lifa í þeirri óvissu.

Allavega þegar við komum til baka þá þurftum að byrja  leikinn og vorum kynnt fyrir strákunum sem ætluðu að elda fyrir okkur þessa helgina. En þeir koma Afganistan og eru flóttamenn.

Eftir leikinn þá er alltaf umræða um stöðu flóttamanna í heiminum og svo um stöðu flóttamanna í landinu sem leikurinn er haldinn. Umræðan hófst á því að annar af stákunum sem elduðu matinn sagði sína sögu þá komí ljós að hann er 17 ára sem sagt fæddur 1996 og flúði frá heimalandinu ásamt fleiri strákum á sínum aldri  3 árum  fyrr eða 2010 bjóst engan veginn við að hann væri yngri en ég þar sem hann var miklu eldri í útliti. En hann er  einmitt með hæli hér í 5 ár og svo verður staðan endurskoðuð  svo næst þegar  farið verður yfir hans mál þá er hann orðinn fullorðinn og gæti þess vegna verið sendur tilbaka. Sem er frekar leitt að heyra en hey svona er lífið og kerfið.

Var mjög sátt við þessa helgi og lærði mikið bæði um flóttamenn og svo í hollensku fékk að nota  hana þessa helgi til eitthvers annars hedur en að fara út í búð.

-Bláklukka 




fimmtudagur, 31. október 2013

Skyndihjálp mikilvægur hlekkur í daglegu lífi


Skyndihjálp eftir að hafa spurt nokkra einstaklinga hvað þeir hugsa þegar þeir heyra skyndihjálp þá er svarið mjög gjarnan, Endurlífgun sem jú er mjög mikilvegur hlutur að kunna en það er nokkuð ljóst að flestir eru svo heppnir að þurfa aldrei að endurlíga manneskju á lífsleiðinni. Hins vegar kemst fólk aldrei í gegnum lífið án þess að komast í kynni við skyndihjálp af eitthverju leiti. Það eru nefnilega daglegu óhöppin sem þú þarft að vita hvað er rétt að gera. Hvernig á að bregðast við blóðnösum, Hvað á að gera ef einhver  dettur á höfuðið eða hvernig á að bregðast við þegar þú kemur að bílslysi, og hvenar er tími til þess að hringja í 1-1-2?




Þegar ég var á aldrinum 4-9 ára  þá bjuggum við fjölskyldan í Fljótshlíð Svo við þurftum að fara yfir Hellisheiði til þess að fara milli höfuðborgarsvæðisns og Fljótshlíðar og fórum á milli í nánast hvað veðri sem er. Í janúar 2002 ég þá 6 ára vorum við mamma og pabbi á leiðinni heim úr bænummeð stútfullan bíl af dóti. Það var mjög þungfært á heiðinni svo við fórum mjög hægt yfir ég man sérstaklega eftir því að þetta var með fyrstu skiptunum sem ég gat lesið alveg sjálf á skiltið um hversu mörg dauðsföll höfðu orðið á árinu og var mikið að pæla hvernig það væri að vera bara einhver tala á skilti. Þegar við erum að keyra niður kambana þá missir pabbi stjórn á bílnum og við fljúgum út af veginum og bílinn veltur fjóra og hálfa veltu og endar sem sagt á hvolfi. Við sluppum með nokkarar skrámur gleraugun hans pabba brotnuðu og ég týndi skónum .Því aðkoman að þessu var hræðileg. Okkur var hjálpað út úr bílnum í gegnum framrúðuna, Vinsamleg hjón tóku mig síðan í fangið  fóru með mig inn í hlýja bílinn sinn meðan björgunarsveitin og lögreglan komu þau gáfu mér kakó og súkkulaðikex og konan settist fyrir gluggan svo ég sá ekki alla ringulreiðina fyrir utan  og leyfði mér að spyrja um allt sem ég vildi um slysið og svo töluðum við um fullt af hlutum sem mér þótti skemmtilegir. Enn þá næstum 12 árum síðar man ég eftir þessum hjónum sem voru svona rosalega góð við mig og man enn betur eftir þessari konu en bílveltunni sjálfri. Það var ekki fyrr en ég fór á mitt fyrsta skyndihjálparnámskeið 13 ára að ég lærði að þetta hafi verið það sem er kallað sálgræn skyndihjálp eða bara áfallahjálp. Sem er alveg jafn mikilvægt að kunna og hina almennu skyndihjálp.

Ég vann á leikjarnámskeiði í 3 vikur í sumar og gerðist ábyrg fyrir öllu skyndihjálpar tengdu
þar sem ég var eina sem var búinn að fara á lengra námskeið heldur en örnámskeiðið sem bærinn býður upp á með því þessari aukaskyndihjálpar kunnáttu þá gat ég komið okkur hjá því nokkrum sinnum að þurfa að hringja á meiri hjálp frá yfir mönnum og gat vitað hvenar það væri tími til að senda börnin heim eða hvenar við gátum bara skellt frosnum baunum á báttið og látið þau hvíla sig í hálftíma,


yfirlið-myndin er sviðsett
Fyrir rúmu ári síðan þá var ég stödd í Tékklandi í svokölluðum alþjóðlegum Námstefnubúðum á vegum CISV við vorum 29 ungmenni á aldrinum 16-19 ára  frá 17 löndum og svo 5 manns sem voru á aldrinum 23-27 ára staffi sem voru með umsjón yfir okkur meðal annars ein manneskja sem átti að sjá um skyndihjálp en hafði bara farið á skyndihjálparnámskeið fyrir 14 árum. í annari viku búðana þá líður yfir mig fyrirvaralaust þegar ég er að hlaupa upp stiga . Allavega þá dett ég niður á stigapalli og enginn sér það en vinkona mín kemur að mér  liggjandi þarna á gólfinu og telur að ég sé meðvitundarlaus en hafði ekki hugmynd hvernig hún ætti að ganga úr skugga um það svo hún nær í fleira fólk til að spyrja þau álits og stungu þau upp á að ég væri kannski bara að leggja mig þarna. Þessar pælingar stóðu víst yfir í um 2 mín þar til að vinkonan sem kom fyrst að mér  ákveður loks  að reyna vekja mig sem henni tekst eftir smá stund og ég segji henni að ég hafi svo sannarlega ekki að leggja mig þarna. Svo er mér gefið vatn og að borða. Þar sem  ég hélt að það hefði bara liðið yfir mig af hita enda næstum 30 stiga hiti. En hálftíma síðar þá líður aftur yfir mig og í þetta skipti rek ég hnakkan í borð áður en ég dett í gólfið fyrir framan 15 mannns meðal þeirra var norska stelpan Susanne  sem var hinn einstaklingurinn með skyndihjálparkunnáttu. Hún bendir á að þetta höfuðhögg gæti hafað skapað heilahristing en það voru ekki margir sem höfðu trú á því , Nokkru síðar kasta ég upp og er kominn með mikinn hausverk og var viss um að ég væri með  heilahristing en enginn vildi trúa mér og sögðu mér að ég væri bara rugluð eftir höfuðhöggið nema Susanne sem enginn hlustaði á því hún var með mjög mikið mígreni og þeim fannst líklegt að hún væri  rugluð líka.(Smá kaldhæðið að einu 2 sem kunnu skyndihjálp væru veikastir í búðunum )en við  höndluðm  þetta sjálfar og tékkaði hún á mér á 2 tíma fresti alla nóttina. Daginn eftir líður svo aftur yfir mig og ég var lögð inn á spítala í 3 daga og staffið skammað fyrir að hlusta ekki á mig með heilahristinginn og þau væru heppin að það hefði ekki farið verr. Nokkrum dögum síðar þegar ég er kominn aftur i búðirnar en þurfti samt að vera í rúminu þá snýr  eypska stelpan  sig illa á fæti og getur ekki stigið í fótinn. Bæði ég og norska stelpan vorum veikar  En þar sem allir voru búnir að átta sig að við vorum einu manneskjurnar sem vissum hvað átti að gera þá vorum við vaktar til þess að búa  um fótinn  og fórum svo aftur í rúmið og þegar hún fer á slysó daginn eftir fáum vð hrós fyrir að hafa búið rétt um fótin þar sem hnéskelin hafði hreyfst til.

Eftir þessa reynslu þá vorum við Susanne sammála um að það væri frekar sorglegt að af 34 manneskjum þá værum einu sem hefðum skyndihjálpar kunnáttu og fórum að pæla afhverju er þetta ekki jafn sjálfsagt og að læra stærðfræði? Það ætti að byrja kenna skyndihjálp strax í 1.bekk það er alveg hægt að kenna það sem nýtist eftir aldri.


Síðasta árið hef ég lent í því nokkuð reglulega að það líði yfir mig þar sem ég er með heilkenni sem lætur líkaman minn "slökkva" á sér við hinar ýmsu aðstæður. Í þessum yfirliðum mínum hef ég fengið tækifæri til að kynnast mismunandi viðbrögðum fólks við því að það líði yfir einhvern meðal annars eftir því hvort það viti hvernig á að bregðast við manneskju í yfirliði eða ekki. meðal annars kennararnir mínir í MK (sorry með að hafa eyðilagt þó nokkar kennslustundir og 3 próf það var í alvöru óvart). Ég lenti einu sinni í þvi að það var potað í mig með priki þar til ég vaknað ,einu sinni var dropað vatni á mig  og einum datt í hug að labba með mig upp og niður stig til þess að hressa mig við. Að sjálfsögðu voru allar þessar manneskjur að reyna gera sitt besta til þess að hjálpa en það hefði verið þægilegra fyrir alla aðila að kunna skyndihjálp.
Ég hef samt verið svo heppin að í næstum helming tilfella þegar það hefur liðið yfir mig þá hef ég verið á stað þar sem fólk veit hvað það á að gera í Ungmennastarfi Rauða Krossins í Hafnarfirði og enn og aftur biðs ég afsökunar á yfirliðsveseni á mér sérstaklega í Örnu Bergrúnar og Þóru þið eruð yndislegar og eruð búnar að vera mér frábær hjálp síðastliðin vetur.

Svo ég hvet alla til þess að skella  sér á almennilegt 12 tíma skyndihjálparnámskeið hjá Rauða Krossinum. Þíð hugsið kannski 12 tímar vá það er langt en ég get lofað ykkur að þetta eru 12 tímar af skemmtun.
http://www.raudikrossinn.is/page/rki_frettir&detail=6608

Svo fyrir fólk með snjallsíma þá er voðasniðugt að hlaða niður  skyndihjálpa -appi breska Rauða Krossins.


P.S Hvet svo alla til þess að kauða neyðarkall björgunarsveitana.

sunnudagur, 27. október 2013

Að halda óþarfaskoðunum fyrir sjálfan sig,

Að undanförnu hef ég veitt vefgreinum sem fjalla um samskipti fólks, þá sérstaklega þeim sem fjalla um slæm samskipti, aukna eftirtekt. Svo ég fór að pæla, hvað er það sem fær fólk til að láta niðrandi ummæli falla i garð annara?
Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta er keðjuverkun. Á einhverjum tímapunkti, fyrir langa löngu, var að einhver sem braut einhvern einstakling niður og sá einstaklingur lét það bitna á einhverjum öðrm og svo koll af kolli. En hvað fær maður út úr því að níðast á öðrum? Það er ráðgáta sem fólk hefur reynt að skýra árum saman. Mér sjálfri finnst besta skýringin vera að við gerum það til þess að láta okkur sjálfum líða betur, til þess að koma okkar eigin reiðum tilfinningum í burtu  frá okkur sjálfum. 
Ég hef lengi skilið þessa tilfinningu að vilja lumbra á öðrum þar sem ég hef fengið mun meira skítkast á mig en margir á minum aldri hafa. Ég viðurkenni fúslega að ég hef hugsað þá hugsun að ég væri til í að sjá suma skólafélaga mína í grunnskóla gráta undan mér eða hljóta líkamlega áverka eftir mig sem ég veitti þeim af ásettur áði. Slíkar hugsanir finnast mér vera í lagi svo lengi sem ég læt þær ekki í ljós við aðra. 
Sem betur fer hafa fáir grátið undan mér og ég hef aldrei beitt neinn ofbeldi. Ég man eftir því að hafa einu sinni slegið strák í bekknum mínum utan undir. Sjokkið af gjörðum mínum var svo mikið að ég grét í margar klukkustundir eftir á vegna samviskubits. Ég kallað þetta lengi aumingjaskap, að geta ekki beitt aðra líkamlegu ofbeldi, en er sem betur fer farinn að líta á þennan "veikleika" sem styrkleika.
Hvað meiðyrði varðar þá er ég sek um að hafa látið orð falla í garð annara sem hafa sært. Ýmist viljandi eða óvart. Þvi ég held að alltof oft segi maður eitthvað sem maður pælir ekkert í. Sú gullna setning, sem fáir fylgja eftir, þ.á.m. ég, er "að sem einum finnst fyndið finnst öðrum særandi". 
        Meðal þeirra vefgreina sem ég hef lesið að undanförnu eru greinar um dónalega viðskiptavini í matvöruverslum. Sjálf vann ég í matvöruverslun í nokkur ár  og það er ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér við algjörlega ókunnuga starfsmenn sem  eru að meðhöndla matinn þeirra. Margir þykjast þekkja aðstæður manns fullkomnlega. Mér er sérstaklega minnistæður maður sem var fastakúnni og honum var búið að takast að græta nánst hvern einasta kassastarfsmann verslunarinnar og okkur var gefið leyfi til þess að standa upp frá kassanum og biðja yfirmann að afgreiða hann ef við treystum okkur ekki til þess sjálf. Þessi eini maður er sennilega búinn að eyðileggja daginn fyrir hundruðum fólks ef kenningin um keðjuverkunina er rétt.
        Annað form af meiðyrðum sem eru sennilega orðin hvað algengust í dag eru ummæli í garð annara á vefnum. Í dag er svo rosalega auðvelt að skrifa eitthvað á netið og pæla svo ekkert meira í því þar sem þú sérð sjaldan viðbrögð annara sem lesa ummæli þín. Oft er fólk meira að segja ekki að tala til einhvers sérstaks einstaklings og þá er enn erfiðara að vita hvaða áhrif ummæli manns hafa því þegar maður skrifar ummæli t.d. á ummælakerfi DV eða Fréttablaðsins. það er nefnilega ekki endilega þannig að bara sá sem fréttin er um lesi heldur kannski sonur eða barnabarn manneskjunar líka en það er eitthvað sem fólk pælir sennilega ekkert í. Oft hef sé verið búinn að skrifa einhver ummæli um einhverja frétt sem ég hef skoðun á en hugsað svo: "ok, hverjum gagnast það að vita þessa skoðun mína? Mun ég  græða á því að birta hana? Langoftast er svarið það að engum gagnast að lesa skoðun mína og ég mun ekkert græða á því að birta hana. Það er því mín skoðun að maður eigi bara að láta eitthvað frá sér sem maður getur sætt sig við að hafa skrifað eftir 10 ár.  Auðvitað  fylgja þessu fáir en ég held að ef maður hefur eitthvað svona í huga sér þá fylgjir maður því allavega í svona helming tilfella.
        En stundum ætti maður bara að halda hlutunum fyrir sjálfan sig þar sem öllum öðrum er sama um þær.


-Bláklukka

p.s Gleðilegan etur nú er bara klukkutíma munur milli Fróns og Niðurlanda

  


þriðjudagur, 22. október 2013

BENELUX helgin




Pieter hinn "Hollendingurinn" og ferðapal

Um helgina fór ég til Belgíu á BENELUX cisv helgi. Sem er haldin til skiptis af ungliðum í Belgíu, Luxemborg og Hollandi. Ég lagði afstað klukkan 11 á föstudagsmorgun hér frá Amsterdam til Den Haag þar sem ég hitti Pieter og Emi og við tókum öll saman lest til Brussel. Emi er frá Belgíu en er að læra í Haag svo þegar við komum til Brussel fór hún heim til sín en ég og Peiter ákvaðum að halda áfram til Merine þar sem helgin var haldin. Þar sem það var rúmur klukkutími í lestina þangað ákvaðum við að fara á okkur að borða. Svo við fórum út af lestarstöðinni og sjáum það sem vð héldum að væri verslunarmiðstöð  og förum þangað inn kom í ljós að inni mátti bara  finna  nektardansstaði,hanskabúðir og lífrænaveitingastöðum.og  hjólabrettasvæði. En við fengum okkur að borða á einum af lífrænustöðunum og fórum svo aftur á lestarstöðina og fengum okkur Starbucks (fyrsta sinn sem ég fæ nafnið mitt skrifað rétt þar). Svo fórum við á spor fjögur eins og stóð á miðanum en hvergi mátti sjá lestina okkar á tímatöflum. Svo voru bara 3 mín í að lestin ætti að koma samkvæmt miðanum  og okkur ekki farið að lýtast á blikuna og Peiter  var að hringja í staffið  þá heyrir kona sem stóð rétt hjá í okkur og við værum að fara til Tielt eins og hún og sagði okkur að við værum á réttum stað og flygði okkur svo alla leið til Tielt erum ekki viss um hvar við hefðum endað ef hún hefði ekki aðstoðað okkur.  érstaklega því að Peiter heyrði ekkert hvað staffið væri að segja í símann ekki afþví það væri hávaði í kringum okkur heldur af því að hann væri heyrnarlaus og  heyrnaimplantið hans virki ekki til að heyra í síma ..Þegar við komum á "lestarstöðina" í Tielt meira svona lestarteinar og skúr þá áttum við að taka  strætó þegar við förum í afgreiðsluna þá er okkur tilkynnt að stoppustöðin sem við ætluðum á sé ekki til. Svo við hringjum aftur í staffið ég talaði í þetta skiptið og þeir fundu hvaða strætó við ættum að taka og hann átti að koma einum og hálfum tíma seinna. Rétt þegar við erum byrjuð að bíða segjir  Pieter mér að heynartækið hans sé batteríislaust svo hann heyri ekki lengur í mér. En hann geti talað við mig ég gat bara ekki svarða þar sem hann sé mjög lélegur í varalestri. Loksins kom strætó og við ætluðum inn  en neinei þá fer strtóbílstjórinn aftast í vagninn og leggur sig í 10 mín spes. Svo föttum við að  við höfum ekki hugmynd hvar við eigum að fara út og ekkert leiðarskilti svo Pieter spyr annan farþega á hollensku  hvar stoppustöðin okkar sé og hvot hann geti sagt mér þegar við eigum að fara út þar em hann sé sko heyrnarlaus. Frekar fyndinn svipur sem kom á manninn en hanngerði þetta samt fyrir okkur. Þegar á stoppustöðina var komið héldum við að ferðinni væri lokið og við myndum sjá búðasvæðið en nei svo var ekki svo ég hringji aftur í staffið og það kom einhver maður að sækja okkur.Svo eftir 10 tíma að ferðast um 200 kílómetra. Þegar við komum á svæðið þá fengum við kvöldmat vatnssúpu með quiana höfrum ekki spennt saðsamt og þuurt brauð. Eftir allt þetta ferðalag var ég að sjálfsögðu mjög þreytt og langaði að fara sofa en var með svo mikið FOMO (fear of missing out) að ég hélt út til að verða 1 og fór þá að sofa í kaldasta svefnherbergi ever fékk að vita það að það væri mjög eðlilegt í Belgíu að kinda sem minnst í svefnherbergjum.
Bear presure og Francie 
Þema helgarinar var vísindi svo öll Activityin  áttu að tengjast því,fyrsta Activity  átti að vera planað af Hollendingum en þar sem við vorum bara 3 frá Hollandi og ekkert frá hollandi heldur ég frá Íslandi, Pieter frá Suður-Afríku og Sayaka frá Japan þá gáfum við staffinu réttinn af activityinu til þess að gera þeirra stærra.
Home staff Activityið var með yfirskriftina It is not rocket science! og gekk út á það að búa til Vatnsgeimflaugar,nota ímyndunaraflið , hugsa út fyrir kassan, hafa trú á sjálfum sér og mest af öllu að hafa smá gaman. Skipt var í hópa eftir löndum. Holland og Þýskaland voru saman og hét liðið okkar The Tapping Cows og flaugin okkar Bear Pressure.
Activityið hjá Luxemborgar krökkunum voru kaffiborðs umræður um hvort ákveðnir vísindatengdir hlutir væru réttir eða rangir. Eins og fóstureyðingar ,Líknardrap (sem er löglegt í öllum þremur löndum),3D prentarar, Kjarnorka, Klónun. og  Erfðabreytt matvæli. Niðurstaða umræðunar var að ekkert af þessu er algjörlega rétt eða rangt. Sem var mjög áhugavert.
Activity Belgíu var svo bara með skemmtilega sniði einskonar ratleikur þar sem við þurftum að finna lausnarorði í algjöru myrkri meðan við forðuðumst Zomibes. Rosalega gaman að fara í svoleiðis leik með 40 manns á aldrinum 17 -25 ára fólki.
Hvítir sloppar sem allir eiga 
Í miðju Belgíska activityinu fer ég að fá þennan rosa hausverk og svima svo ég endaði með því að þurfa að leggjast útaf og leggja mig meðan hinir fóru Parti með vísinda þema þar sem allir virðast eiga hvítasloppa nema ég .Eftir um klukkutíma í rúminu og einni sterkri verkjatöflu síðar fór ég í partíð en þótti skynsamlegra að taka áfengislaust kvöld. Það var mjög góð ákvörðun þar sem það veitti ekki af mér að aðstoða fólk í rúmið seinna um kvöldið .
Pieter kom með absinthe flösku með sér og var að bjóða fólki upp á skot(í þreföldum skotglösum) blönduðum í hreint vodka.og sagði öllum að það væri eðlilegt að drekka absinthe svona svo,einhverjir áttuðu sér enganveginn á áfengismagninu í þessu og tóku nokkur slík skot. Útkoman : Vægast sagt skrautleg, verst varð hún fyrir Suví vinkonu mína sem er finnskur skiptinemi í Belgíu en hún ákvað að hún væri sjóræninga einhyrningur  og veltist um allan garð og var orðinn rennblaut í gegn undir lok og endaði á því að hlaupa á tré með hausinn á undan sér (fallegur dynkurinn við það högg). Þá loksins náðum við 4 sem ekki vorum að drekka henni, og bárum hana á milli okkar í rúmmið þar sem nú voru komnar 2 ástæður til þess að hún myndi sennilega æla bráðlega og hún var hætt að geta staðið.
Svo ég fór að pæla afhverju skildi það vera að þegar fólk er orðið drukkið þá hefur oft enginn  áhyggjur af t.d höfuðhöggum eða öðrum slysum.
Suvi að reyna vera fáguð og fela kúluna á enninu eftir tré áreksturin
Búðasvæðið var eins og eftir styrjöld morguninn eftir og það eftir friðarsamtök hehe.
Svo allir hjálpuðust við að þrífa nema þeir sem ekki voru í ástandi til þess.
Svo voru Niðursuðu pylsur með súrkáli og sinnepi í hádegismat er ekki mikið fan af belgískum mat. Þeir gera gott súkkulaði og vöfflur  en that is about it !
Leggja okkur á Grand place






Svo eftir hádegismat fóru þeir sem voru á bíl heim en við hin biðum úti  í skítakulda á  búðarsvæðinu eftir lestinni okkar í 2 tíma í viðbót. Þegar við komum aftur á lestarstöðina góðu í Tielt þá var hún lokuð svo við gátum ekki keypt okkur miða svo við fórum nokku miðalaus í lestina sem betur fer er ekki tékkað á miðum heldur á sunnudögum í innanlandslestum.
Svo Þegar við komum til Brussel voru 4 tímar í að lestin okkar færi svo   við Pieter, Suvi og Francie fórum  á Grand Place sem er torgið í Brussel með öllum fancy byggingunm og fengum okkur Belgískar kartöflur með majonesi og lögðum okkur innan um alla túristana. Ekki allir sem geta sagt að þeir hafi lagt sig á þessu torgi.
 Komst loksins heim eftir frábæra helgi um 12 leitið er ekki frá því að þþað var bara svolítið homie að finna ilminn úr coffie shops þegar ég kom á central hér í Amsterdam :)

góðar stundir
-Bláklukkan









miðvikudagur, 16. október 2013

Rigning og spennandi bókasöfn!

fékk mér ís svo ólitríkur jarðaberja, súkkulaði og bláberja.


Á þriðjudaginn var ég allan daginn að læra á einu af háskólabókasöfnunum í miðborginni sem eru öll mjög kósý í hádeginu sest ég fyrir framan lesstofuna og er að fá mér að borða og er  á facebook í símanum á meðan og með allt dótið mitt í kjöltunni og svo síman ofan á, Svona til þess að taka sem minnst pláss. Skyndilega gengur að mér maður og byrjar að tala við mig á fullu hollensku greinilega eitthvað sem honum þotti mjög mikilvægt ég bið hann um að tala ensku. Þá  spyr hann mig hvort ég sé ný flutt hingað og ég svara því játandi. Þá segjir hann við mig já veistu ekki hvað það er hættulegt að vera með símann uppi við svo hann sæist og töskuna mína opna fyrir framan alla. Það væri mjög auðvelt að stela frá mér. fannst þetta frekar skrýtið og hann sá það greinilega á andlitinu á mér. Svo hann tók dæmi: Það myndi eitthver koma að mér og bjóðast til þess að henda safaflöskunni minn fyrir mig og hann gæti tekið símann minn í leiðinni. Sé þetta ekki alveg fyrir mér gerast en þakkaði honum fyrir ábendinguna. Stundum held ég að það sé bara fínt að vera nett kærulaus íslendingur sem treystir samfélaginu og held ekki að einhver myndi kafa ofan í töskuna mína fyrir framan mig og ræna frá mér í fullri kaffiteríu af fólki en who knows? Undarlegir hlutir gerast á hverjum degi.
Fékk að vera með á skyndihjálparköldi í Rauða Krossinum
Um kvöldið tók ég þá ákvörðun að breyta hollensku tímunum mínum þar sem hitt er of mikið álag fyrir mig og ég var búinn að vera með svima og streitu síðustu 5 daga af of álagi ætlaði ekki að breyta til í lífi mínu í eitt ár til þess að vera stressuð yfir námi hef gert nóg af því síðustu misserin.Svo núna er ég kominn í tíma sem fer hægar yfir námsefnið og vona innilega að það taki ekki eins mikið á.
Á miðvikudaginn fór ég svo í síðasta morgun hollensku tímann minn. Á leiðinni finn ég skyndilega þessa rosalegu sveitalykt áttaði mig reyndar ekkert á hað lykt þetta væri eða það væri óvenjulegt að finna hana. Þar til ég sá að allir í kringum mig voru að gretta sig í framan og sumir héldu fyrir nefið svo ég fattaði að þetta væri lykt eins og það væri verið að beraá eitthverstaðar nálægt. Komst svo að því að það er sveitabær inni í miðri borg.
Eftir skóla hjá pabba, ákvaðum við að fara í Ikea að kaupa gestarúm. Svo kom í ljós að vera fáranlega flókið að setja saman, og ég fór að velta fyrir mér hversu mörg Ikea related slys verði á ári hverju. Fór í smá rannsóknar vinnu  komst að því að það eru um 5000-10.000 slys tengd ikea húsgögnum í Bandaríkjunum á hverju ári. Aðallega á fingrum,tám og brjóstkassa.

Á leiðinni heim byrjaði að rigna rosalega, og kom upp þetta samtal  

Nýja Ikea húsgagnið þarna er pabbi í töku 4 
Pabbi:Það er byrjað að rigna 

Mamma: er það?
Pabbi: nei þetta eru snjókoma
Mamma: í 15 stiga hita?
Pabbi: Nei, ég sé núna að þetta eru fjaðrir ...
Við mamma: Ha??
Ég: Pabbi, þetta eru fjúkandi laufblöð ...
Spurning hvort óbeinar maríjuna reykingar séu farnar að hafa áhrif á heila föður míns.
Allavega í þessari rosalegu rigningu fór ég á mitt fyrsta Queer kvöld hér hjá háskólafélaginu. Fyrst fór ég heim til Marjolein sem er stelpa sem býr hér í hverfinu og bauðst til að taka mig með sér. 
Svo tókum við trammið niður í bæ. Mitt fyrsta skipti í traminu síðan ég kom. Það var mjög gaman á Q-kvöldinu og það var mikið helgið að mér hvað mér þætti óþægilegt að það væri reykt inni og var alltaf að fara út til að anda.
 Marjolein að fara í hraðbanka og ég fór með henni og í götunni þar sem hraðbankinn er þá eru borgarstarfsmenn að setja upp jólaskreytingar ekki seinna vænna 9.október.

Jólaskreyting

Á fimmtudaginn fór ég í hádeginu niður í bæ til þess að læra á bókasafni fór á 3 bókasöfn og allir lessalir voru fullir svo ég endaði á því að læra í aðal kaffítéríunni sem var mjög skrautleg reynsla þar sem það var fullt af fólki að reyna að fá fólk í skólafélögin sín. Ég eyddi til dæmis svona u.þ.b korteri í að ræða kristni mína og hversu kristin ég væri og hvort ég myndi nota kristní mína til þess að öðlast styrk til þess að stunda nám mitt. Niðurstaða samtalsins var að það myndi sennilega ekki henta mér að vera í Kristna Skólafélaginu.

Á föstudags eftir miðdegi  fattaði ég að ég ætti eftir að lesa bókina A Thousend Splended Suns  fyrir laugadagskvöld því ég væri að fara í munnlegt próf . Frekar spes að fara í próf kukkan 9 á laugadagskvöldi. Bókin er rúmar 400 blaðsíður svo það tók mig allan laugadaginn að lesa hana þar sem ég hafði ýmislegt annað að gera líka. En það tókst og ég fékk 9 fyrir prófið, sem var á skype,hélt að þetta ætti bara að vera símtal en kom í ljós að kennarinn vildi hafa myndsímtal. Maðurinn var í eldhúsinu heima hjá sér gaman að sjá inna á ókunnugt  íslenskt heimili en hann var í slopp og með aftur greitt hár. Verð að segja að þetta er svolítið annað en ég bjóst við en allir hafa mismunandi stíl.
Pabbi var svooo svangur 
Hehe beygla með hassi. 


Í gær fór ég með pabba til þess að staðfesta nýja hollensku tímann minn og svo fórum við og fengum okkur beyglu á staðnum beagle and beans sem er mjög kósý lífrænn animal friendly staður. Svo fórum við á bókasafn að læra. Ég veit ekki mjög spennandi alltaf á bókasafni að læra. En það er mjög gaman að þurfa ekki að fara alltaf á sama bókasafnið og hvert og eitt bókasafn hefur mismunandi kosti og galla.




geymslugangurinn á floti 
Það er búið að vera nærri stanslaus rigning frá því á föstudaginn og á sunnudag var rok í þokkabót. Eins og flestir vita þá er  Holland undir sjávarmáli og geymslurnar  í blokkinni okkar er í þokkabót neðan jarðar svo þegar það riginir þá fer allt á flot og vatnið er á sumum stöðum nokkara sentimetra djúpt eins gott að gleyma ekki eitthverju á gólfinu sem ekki má blotna. Ég skellti mér út í búð á sunnudaginn og bjóst ekki við svona mikilli rigningu svo ég varð alveg gegnblaut og vá hvað ég elska að vera með gleraugu í rigningu. gotta love it!


-Bláklukka














föstudagur, 11. október 2013

Að vera fyrsta flokks innflytjandi

Frá því að ég flutti hingað til Hollands fyrir næstum fimm vikum síðan hef ég veitt því meiri og meiri athygli hversu mikill munur er á hvernig er komið framm við þig eftir því hvaðan þú ert.

Frá því að ég hef verið svona 10 -11 ára þá hef ég  pælt mikið í því hvernig skildi það vera, að vera innflytjandi. Hvernig það sé að læra nýtt mál og að hafa ekki alla fjölskylduna í sama ladi og þú býrð í.
Sennilega bæði af því að ég gekk í grunnskóla sem er með starfandi móttökudeild fyrir innflytjendur svo það voru alltaf nokkrir krakkar frá öðrum löndum en Íslandi  með mér í bekk. En líka af því að ég hef alltaf  haft mikinn áhuga á fólki.
Nú er sjálf orðinn innflytjandi. Einhver sagði við mig að þetta yrði pottþétt bara alveg eins og að vera skiptinemi nema ég myndi búa með fjölskyldunni minni. Að vera nýr íbúi í landi með fjölskyldunni er allt annað en að vera skiptinemi. Þar sem þegar þú ert skiptinemi þá þarftu ekki að læra á kerfið í landinu. Eða pæla í leigu að hvernig þú eigir að finna þér félagsskap annara en í fjölskyldunni.
Margir hlutir sem maðr pælir ekkert í heima eru orðnir ótrúlega snúnir, Eins og að lesa á umferðamerkingar með texta eða tilkynningar til íbúa í blokkinni þær eru allar á tungumáli sem þú skilur ekki. Eða úti í búð og bara almennt úti þegar þú þarft að eiga snögg samskipti við fólk og þarft að útskýra að þú skiljir hann ekki.eða þegar þú fattar ekki að það sé verið að ávarpa þig og verður með því eginlega dónalegur Sérstaklega þegar einhver öskrar á þig þegar maður er að hjóla(ok,ég er reyndar stundum fegin að ég skilji ekki fólk þá). Svo er það að læra á kerfið hvernig snýr maður sér til þess að fara til læknis eða hvernig og hvar hefur maður samband vegna reikninga. t.d ber öllum starfsmönnumm hins opinbera skilda að tala aðeins hollensku í síman og það er vanalega  skellt á þig ef þú talar ensku.Eða hvernig póst þjónustan virkar lærðum það í síðustu viku að ef þú ert ekki heima þegar pakkinn þinn kemur þá er hann afhentur næsta nágranna sem er heima.
Svo er það annað sem maður gerir sér ekki grein fyrir fyrr en maður er fluttur það að þekkja ekki einn einasta mann fyrir utan fjölskylduna sína. Svo maður rekst ekki á neitt kunnulegt andlit. Maður þarf að byggja tengslanetið  sjálfur. Ég finn t.d mikinn mun á foreldrum mínum með þetta pabbi er í skóla á daginn með fólki sem hann þekkir en mamma í fjarnámi og eina fólkið sem hún hittir er þegar hún sinnir erindum eða fer  í jóga. Samskipti við annað fólk hefur mikil áhrif á andlega líðan manns. Það munar strax fyrir mig að vera á hollensku námskeiði.

Annað sem ég hef komist að síðustu vikur er að hollendingar eru ekki alltaf hrifnir af útlendingum ef þeir tala ekki þeirra tungumál. Fyrir flest tómstundar mál eru hollenskir hópar og svo hópar fyrir útlendinga.T.d reyndi ég að verða meðlimur í ungliðahreyfingu Rauða Krossins hérna en fékk það svar að fyrst þyrfti ég að verða fluent í Hollensku og þau stungu upp á að ég myndi kannski bara skipta um sjálfboðaliða samtök ef ég væri ósátt.
Annað sem ég hef tekið eftir er að það skiptir miklu máli hvaðan þú kemur úr heiminum hvernig er komið framm við þig. Ég hef verið spurð nokkrum sinnum hvort ég sé pólsk þegar ég segjist ekki vera hollensk og hafa flutt hingað með fjölskyldunni.hef meira að segja verið beðinn afsökunar að manneskja hafi haldið að ég væri pólsk en alderi ef fólk heldur að ég sé hollensk. Svo hef ég verið spurð afhveru ég búi í  Osdorp sem er hverfi sem mjög mikið af íbúðum á vegum borgarinnar eru staðsettar í ,fyrst ég sé íslensk nú íslensk. Osdrop er sko fyrir innflytjendur.ekki fólk eins og mig. Síðustu daga hafa líka nokkrir spurt okkur pabba hvort við séum ekkert hrædd í hverfinu okkar út af öllum stórhættulegu innflytjendunum. Það búa mjög mikið af bæði aröbum,berbumog austur evrópu búum hér sem eiga víst að vera stórhættulegir.  Mér sýnsat þessir sem búa í húsinu okkar vera voða blíðlegir og flest allir tala meira að segja hollensku sín á milli þar sem þetta er oft önnur kynslóð fjölskyldna í landinu.
Þeir sem ég hef talað við finnst nefnilega munur á því hvaða landi þú kemur frá og ein stelpa úr  Q-félaginu hérna sagði að þetta myndi byggjast á því að þeir sem væru frá evrópusambandslöndum væu mun velkomnari hér en aðrir. Hljómar rökrétt en svo fór ég að pæla bíddu margar austur evrópu þjóðir eru í evrópusambandinu en ekki ísland t.d er mikið af grikkjum búsettir hér og oft er komið mjög illa framm við þá. Ég tók eftir því þegar ég heimsótti Fanny vinkonu mína til Delft í síðustu viku kærastinn hennar er búinn að búa hér í hálft ár og er í fínni vinnu hjá háskólanum. Hann er samt bara kominn jafn langt í kerfinu og ég sem er búinn að búa hér í 4 vikur við fengum bæði staðfestingarbréf í síðustu viku að við værum kominn mað lögheimili hér. Hann var líka að segja mér að hann hafi verið stöðvaður af löggunni hér því hann þótti grunsamlegur í útliti en það komi aldrei fyrir vini hans sem séu með norður evrópulegt útlit. Furðulegt þykjir mér og þetta eru fordómar sem fólk áttar sig ekki á að það hefur.
Hérna þykir eðlilegra að búa í innan við 50 metra fjarðlægð frá coffie shop en nálægt múslimum.

Spurning hvort það sé líklegra að Tyrkneski fjölskyldufaðirinn sem er fæddur í hollandi eða útdópaði ungi maðurinn frá noregi sem kom til Amsterdam til að prófa dóp sé líklegri til þess að ráðast á þig þegar þú ert að rölta heim?

-Bláklukka