miðvikudagur, 16. október 2013

Rigning og spennandi bókasöfn!

fékk mér ís svo ólitríkur jarðaberja, súkkulaði og bláberja.


Á þriðjudaginn var ég allan daginn að læra á einu af háskólabókasöfnunum í miðborginni sem eru öll mjög kósý í hádeginu sest ég fyrir framan lesstofuna og er að fá mér að borða og er  á facebook í símanum á meðan og með allt dótið mitt í kjöltunni og svo síman ofan á, Svona til þess að taka sem minnst pláss. Skyndilega gengur að mér maður og byrjar að tala við mig á fullu hollensku greinilega eitthvað sem honum þotti mjög mikilvægt ég bið hann um að tala ensku. Þá  spyr hann mig hvort ég sé ný flutt hingað og ég svara því játandi. Þá segjir hann við mig já veistu ekki hvað það er hættulegt að vera með símann uppi við svo hann sæist og töskuna mína opna fyrir framan alla. Það væri mjög auðvelt að stela frá mér. fannst þetta frekar skrýtið og hann sá það greinilega á andlitinu á mér. Svo hann tók dæmi: Það myndi eitthver koma að mér og bjóðast til þess að henda safaflöskunni minn fyrir mig og hann gæti tekið símann minn í leiðinni. Sé þetta ekki alveg fyrir mér gerast en þakkaði honum fyrir ábendinguna. Stundum held ég að það sé bara fínt að vera nett kærulaus íslendingur sem treystir samfélaginu og held ekki að einhver myndi kafa ofan í töskuna mína fyrir framan mig og ræna frá mér í fullri kaffiteríu af fólki en who knows? Undarlegir hlutir gerast á hverjum degi.
Fékk að vera með á skyndihjálparköldi í Rauða Krossinum
Um kvöldið tók ég þá ákvörðun að breyta hollensku tímunum mínum þar sem hitt er of mikið álag fyrir mig og ég var búinn að vera með svima og streitu síðustu 5 daga af of álagi ætlaði ekki að breyta til í lífi mínu í eitt ár til þess að vera stressuð yfir námi hef gert nóg af því síðustu misserin.Svo núna er ég kominn í tíma sem fer hægar yfir námsefnið og vona innilega að það taki ekki eins mikið á.
Á miðvikudaginn fór ég svo í síðasta morgun hollensku tímann minn. Á leiðinni finn ég skyndilega þessa rosalegu sveitalykt áttaði mig reyndar ekkert á hað lykt þetta væri eða það væri óvenjulegt að finna hana. Þar til ég sá að allir í kringum mig voru að gretta sig í framan og sumir héldu fyrir nefið svo ég fattaði að þetta væri lykt eins og það væri verið að beraá eitthverstaðar nálægt. Komst svo að því að það er sveitabær inni í miðri borg.
Eftir skóla hjá pabba, ákvaðum við að fara í Ikea að kaupa gestarúm. Svo kom í ljós að vera fáranlega flókið að setja saman, og ég fór að velta fyrir mér hversu mörg Ikea related slys verði á ári hverju. Fór í smá rannsóknar vinnu  komst að því að það eru um 5000-10.000 slys tengd ikea húsgögnum í Bandaríkjunum á hverju ári. Aðallega á fingrum,tám og brjóstkassa.

Á leiðinni heim byrjaði að rigna rosalega, og kom upp þetta samtal  

Nýja Ikea húsgagnið þarna er pabbi í töku 4 
Pabbi:Það er byrjað að rigna 

Mamma: er það?
Pabbi: nei þetta eru snjókoma
Mamma: í 15 stiga hita?
Pabbi: Nei, ég sé núna að þetta eru fjaðrir ...
Við mamma: Ha??
Ég: Pabbi, þetta eru fjúkandi laufblöð ...
Spurning hvort óbeinar maríjuna reykingar séu farnar að hafa áhrif á heila föður míns.
Allavega í þessari rosalegu rigningu fór ég á mitt fyrsta Queer kvöld hér hjá háskólafélaginu. Fyrst fór ég heim til Marjolein sem er stelpa sem býr hér í hverfinu og bauðst til að taka mig með sér. 
Svo tókum við trammið niður í bæ. Mitt fyrsta skipti í traminu síðan ég kom. Það var mjög gaman á Q-kvöldinu og það var mikið helgið að mér hvað mér þætti óþægilegt að það væri reykt inni og var alltaf að fara út til að anda.
 Marjolein að fara í hraðbanka og ég fór með henni og í götunni þar sem hraðbankinn er þá eru borgarstarfsmenn að setja upp jólaskreytingar ekki seinna vænna 9.október.

Jólaskreyting

Á fimmtudaginn fór ég í hádeginu niður í bæ til þess að læra á bókasafni fór á 3 bókasöfn og allir lessalir voru fullir svo ég endaði á því að læra í aðal kaffítéríunni sem var mjög skrautleg reynsla þar sem það var fullt af fólki að reyna að fá fólk í skólafélögin sín. Ég eyddi til dæmis svona u.þ.b korteri í að ræða kristni mína og hversu kristin ég væri og hvort ég myndi nota kristní mína til þess að öðlast styrk til þess að stunda nám mitt. Niðurstaða samtalsins var að það myndi sennilega ekki henta mér að vera í Kristna Skólafélaginu.

Á föstudags eftir miðdegi  fattaði ég að ég ætti eftir að lesa bókina A Thousend Splended Suns  fyrir laugadagskvöld því ég væri að fara í munnlegt próf . Frekar spes að fara í próf kukkan 9 á laugadagskvöldi. Bókin er rúmar 400 blaðsíður svo það tók mig allan laugadaginn að lesa hana þar sem ég hafði ýmislegt annað að gera líka. En það tókst og ég fékk 9 fyrir prófið, sem var á skype,hélt að þetta ætti bara að vera símtal en kom í ljós að kennarinn vildi hafa myndsímtal. Maðurinn var í eldhúsinu heima hjá sér gaman að sjá inna á ókunnugt  íslenskt heimili en hann var í slopp og með aftur greitt hár. Verð að segja að þetta er svolítið annað en ég bjóst við en allir hafa mismunandi stíl.
Pabbi var svooo svangur 
Hehe beygla með hassi. 


Í gær fór ég með pabba til þess að staðfesta nýja hollensku tímann minn og svo fórum við og fengum okkur beyglu á staðnum beagle and beans sem er mjög kósý lífrænn animal friendly staður. Svo fórum við á bókasafn að læra. Ég veit ekki mjög spennandi alltaf á bókasafni að læra. En það er mjög gaman að þurfa ekki að fara alltaf á sama bókasafnið og hvert og eitt bókasafn hefur mismunandi kosti og galla.




geymslugangurinn á floti 
Það er búið að vera nærri stanslaus rigning frá því á föstudaginn og á sunnudag var rok í þokkabót. Eins og flestir vita þá er  Holland undir sjávarmáli og geymslurnar  í blokkinni okkar er í þokkabót neðan jarðar svo þegar það riginir þá fer allt á flot og vatnið er á sumum stöðum nokkara sentimetra djúpt eins gott að gleyma ekki eitthverju á gólfinu sem ekki má blotna. Ég skellti mér út í búð á sunnudaginn og bjóst ekki við svona mikilli rigningu svo ég varð alveg gegnblaut og vá hvað ég elska að vera með gleraugu í rigningu. gotta love it!


-Bláklukka














Engin ummæli: