sunnudagur, 27. október 2013

Að halda óþarfaskoðunum fyrir sjálfan sig,

Að undanförnu hef ég veitt vefgreinum sem fjalla um samskipti fólks, þá sérstaklega þeim sem fjalla um slæm samskipti, aukna eftirtekt. Svo ég fór að pæla, hvað er það sem fær fólk til að láta niðrandi ummæli falla i garð annara?
Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta er keðjuverkun. Á einhverjum tímapunkti, fyrir langa löngu, var að einhver sem braut einhvern einstakling niður og sá einstaklingur lét það bitna á einhverjum öðrm og svo koll af kolli. En hvað fær maður út úr því að níðast á öðrum? Það er ráðgáta sem fólk hefur reynt að skýra árum saman. Mér sjálfri finnst besta skýringin vera að við gerum það til þess að láta okkur sjálfum líða betur, til þess að koma okkar eigin reiðum tilfinningum í burtu  frá okkur sjálfum. 
Ég hef lengi skilið þessa tilfinningu að vilja lumbra á öðrum þar sem ég hef fengið mun meira skítkast á mig en margir á minum aldri hafa. Ég viðurkenni fúslega að ég hef hugsað þá hugsun að ég væri til í að sjá suma skólafélaga mína í grunnskóla gráta undan mér eða hljóta líkamlega áverka eftir mig sem ég veitti þeim af ásettur áði. Slíkar hugsanir finnast mér vera í lagi svo lengi sem ég læt þær ekki í ljós við aðra. 
Sem betur fer hafa fáir grátið undan mér og ég hef aldrei beitt neinn ofbeldi. Ég man eftir því að hafa einu sinni slegið strák í bekknum mínum utan undir. Sjokkið af gjörðum mínum var svo mikið að ég grét í margar klukkustundir eftir á vegna samviskubits. Ég kallað þetta lengi aumingjaskap, að geta ekki beitt aðra líkamlegu ofbeldi, en er sem betur fer farinn að líta á þennan "veikleika" sem styrkleika.
Hvað meiðyrði varðar þá er ég sek um að hafa látið orð falla í garð annara sem hafa sært. Ýmist viljandi eða óvart. Þvi ég held að alltof oft segi maður eitthvað sem maður pælir ekkert í. Sú gullna setning, sem fáir fylgja eftir, þ.á.m. ég, er "að sem einum finnst fyndið finnst öðrum særandi". 
        Meðal þeirra vefgreina sem ég hef lesið að undanförnu eru greinar um dónalega viðskiptavini í matvöruverslum. Sjálf vann ég í matvöruverslun í nokkur ár  og það er ótrúlegt hvað fólk lætur út úr sér við algjörlega ókunnuga starfsmenn sem  eru að meðhöndla matinn þeirra. Margir þykjast þekkja aðstæður manns fullkomnlega. Mér er sérstaklega minnistæður maður sem var fastakúnni og honum var búið að takast að græta nánst hvern einasta kassastarfsmann verslunarinnar og okkur var gefið leyfi til þess að standa upp frá kassanum og biðja yfirmann að afgreiða hann ef við treystum okkur ekki til þess sjálf. Þessi eini maður er sennilega búinn að eyðileggja daginn fyrir hundruðum fólks ef kenningin um keðjuverkunina er rétt.
        Annað form af meiðyrðum sem eru sennilega orðin hvað algengust í dag eru ummæli í garð annara á vefnum. Í dag er svo rosalega auðvelt að skrifa eitthvað á netið og pæla svo ekkert meira í því þar sem þú sérð sjaldan viðbrögð annara sem lesa ummæli þín. Oft er fólk meira að segja ekki að tala til einhvers sérstaks einstaklings og þá er enn erfiðara að vita hvaða áhrif ummæli manns hafa því þegar maður skrifar ummæli t.d. á ummælakerfi DV eða Fréttablaðsins. það er nefnilega ekki endilega þannig að bara sá sem fréttin er um lesi heldur kannski sonur eða barnabarn manneskjunar líka en það er eitthvað sem fólk pælir sennilega ekkert í. Oft hef sé verið búinn að skrifa einhver ummæli um einhverja frétt sem ég hef skoðun á en hugsað svo: "ok, hverjum gagnast það að vita þessa skoðun mína? Mun ég  græða á því að birta hana? Langoftast er svarið það að engum gagnast að lesa skoðun mína og ég mun ekkert græða á því að birta hana. Það er því mín skoðun að maður eigi bara að láta eitthvað frá sér sem maður getur sætt sig við að hafa skrifað eftir 10 ár.  Auðvitað  fylgja þessu fáir en ég held að ef maður hefur eitthvað svona í huga sér þá fylgjir maður því allavega í svona helming tilfella.
        En stundum ætti maður bara að halda hlutunum fyrir sjálfan sig þar sem öllum öðrum er sama um þær.


-Bláklukka

p.s Gleðilegan etur nú er bara klukkutíma munur milli Fróns og Niðurlanda

  


Engin ummæli: