sunnudagur, 6. október 2013

Als vliegen achter vliegen vliegen, vliegen vliegen vliegensvlug!

Hello allemaal !
Eins og áður kom framm þá byrjaði ég að læra hollensku síðasta mánudag. Tímarnir byrja klukkan korter yfir níu á morgnana svo ég legg af stað að heiman klukkan svona tuttugu mín yfir átta. ÞAð er  allt öðruvísi að fara um á morgnana miklu meiri umferð og frekar spes að sjá 20 hjól á hverjum einustu ljósum. Við erum 13 í tíma saman frá  11 löndum. flestir eru búnir að búa hérna jafnlengi og ég svona ca mánuð. En svo eru nokkrir búnir að vera í um hálft ár svo af eitthverjum undarlegum ástæðum er stelpan frá Rúmeníu búinn að búa í Hollandi í fimm og hálft ár. Á einni viku er ég búinn að læra jafnmikið í hollensku og ég lærði á einu ári í spænsku. Sem gefur mér það að tungumálakennsla á íslandi er ekkert sérstaklega góð. Það má bara tala hollensku í tíma og við gerum 2 -3 verkefni á dag heima sem er lestexti og svo 40 spurningar úr honum og munnlegar æfingar. Þetta eru svona 9 tímar á dag í hollensku nám sem er alveg rosalega mikið og ég hef ekki tíma fyrirmarkt annað ef ég ætla að klára heimanámið. En kosturinn er að maður þarf ekki að skila verkefnum inn heldur bara læra orðaforðan svo það er í lagi ða klára ekki alveg allt ef maður hefur allavega kynnt sér efnið. Sem betur fer finnst mér þetta voða gaman og það er góður andi í bekknum og þetta er bara mánuður.

Á þriðjudagskvöldið kom pípari að kíkja á klósettið okkar ég var ein heima því Mamma og Pabbi eru í yoga á þriðjudögum félagslífið á uppleið hjá okkur. Alla vega kemur píparinn hérna  korter yfir 8 sagðist ætla koma milli 6-8 og ég vissi að Rana ( fánýtur fróðleikur Rana er yfirheiti froska í liffræði )  sem á íbúðina ætti  koma með honum svo ég var ekkert stressuð yfir þessu en svo er hann bara einn og talaði bara hollensku ætlaði að vera voða kurteis og heilsaði á hollensku og gaf manninum að ég talaði hollensku og það var liðið svo lítið á samtalið þegar ég náði að leiðrétta þetta. náði að hann skildi heldur ekki afhverju Rana væri ekki hérna. Svo loksins kom hún og þá hafði orðið eitthver misskilningur á milli þeirra. En hef lært að vera ekkert að heilsa á hollensku fyrr en ég er orðin klár á tungumálinu

Á fimmtudaginn  fór ég  að heimsækja Gríska CISV vinkonu mína til Delft og ég  tók ég lest í fyrsta skipti hér í  Hollandi eftir að týnast í svona hálftíma sem er frekar stutt því hér er ekki hægt að reikna út að maður sé hjá síki eða í eitthverri götu því þær eru fáranlega langar. En ég komst loksins á réttan stað þá þurfti ég gjöruð svo vel að finna stæði. Fyrir hjólið eitthvað sem ég hafði  aldrei pælt í heima fann ekki stæði svo ég lagði því bara svona nokkurnvegin á milli tveggja hjóla og vonaði að það væri löglegt. Svo fór ég að kaupa miða ákvað að fara í miðasöluna til að vera alveg örugg. Þar var ekkert sérstaklega löng röð en allir sem voru á undan mér tóku sér dágóðan tíma í að kaupa miða m.a annars hjón sem hættu við að taka lestina eftir 5 mínnutna af greiðslu. Allavega loksins kom að mér  fæ miðan minn labba frá og ætla fara lesa á hann þá missi ég allt úr höndunum á mér. eitthver kall hjálpar mér að taka allt upp og byrjar að spjalla við mig á hollensku annað skipi í þessri viku, Hollendingar eru einkar spjallglöð þjóð við ókunnuga. Svo næ ég að lesa á miðan minn og það stendur stórir 2 á honumm og ég hugsa já lestin hlýtur að fara frá spori 2(komst að því að ég var bara með miða á second class) og finn það en þar voru engar merkingar hvert lestin væri að fara og enginn til að spyrja, en ég vissi að ég væri að fara í áttina að haag svo ég fór upp í þá lest og vonaði það besta. Komst síðan að því að ég væri í réttri lest þegar ég var að skrá mig inn á wifið í lestinni og sá að ég ætti að vera komin 10 mín yfir 14 til Delft. á leiðinni stoppaði lestinn mjög regluleg en það var aldei sagt  hvar við værum maður þuarf bara kíkja út um gluggan til að sja hvar maður er. Svo ég ákvað að klukkan 14:10 myndi ég bara far út úr lestinni og vona það besta sem skilaði mér á réttan stað. Ég átti yndislegan dag með vinkonu minni og kærastanum hennar, hann býr og vinnur í háskólanum í Delft En hún er í heimsókn hjá honnummeðan hún býður efitr að háskólinn sinn í Aþenu byrji að kenna aftur en þeir ráku alla starfsmenn tiil þess að spara svo það er enginn kennsla.
Í lestinni á leiðinni heim var búið að kveikja á skjá sem sagði hvar maður var svo enginn þurfti að rýna út í myrkrið. Þegar ég kem á lestarstöðina þurfti ég á klósettið og klæða mig betur áður en ég hjólaði heimsvo ég borga 50 sent til konunar enn og aftur hlýtur að sökka að vinna sem klósett starfsmaður. Þessi reynadar gerði margt í vinnunni. skipaði manni sem var að fara út að þvo hendurnar og rak á eftir mér að vera svona lengi inni soldið spes og stressandi. En ég dreif mig af stað og það var ekki búið að fjarlæga hjólið mitt, Að sjálfsögðu týndist ég á leiðinni og hjólaði inn í Rauða hverfis hlutan af Singel sem er aðalgatan í Amsterdam. Frekar fríkí að sjá vændiskonu í rauða ljósi út í glugga vera lesa bók því það var svo lítið að gera. En ég ákvað að hjóla bara áfram þar til ég vissi hvar ég væri sem virkaði sem betur fer og ég náði inn í stóra almennings garðinn sem ég þarf að hjóla í gegnum áður en hann lokaði hins vegar var slökkt á öllum ljósastaurum svo ég hjólaði í algjörumyrkri með pínulitlu ljósluktina hans Pabba, En é komst heim heil á húfi.

Á föstudagsmorgni vakna ég upp við þrumuveður sem þýddi að sjálfsögðu fáranlega mikil rigning og ég sem gleymdi regnfötunum. Svo ég fór út í gallbuxum og  vatnsheldu Zo-on úlpunni minni en kom samt gegnum blaut í skólann. Svo ég var að drepast úr kulda allan tíman svo þegar tíminn var búinn í ´hadeginu hélt ég að það væri enn svona vont veður en neinei þá er  bara 20 stiga hiti og logn og við segjum að ísland sé með hraðr veður breytingar.

Í gærkvöldi fórum við mamma svo í okkar fyrsta kvenfélagspartý finnst smá fyndið að vera gengin í kvenfélag 18 ára gömul en só what ég hef  nú aldrei beint synt með staumnum.

-Bláklukka,

E.S

titill bloggsins er orðaleikur til að æfa sig í að segja V sagt F svo ég er kölluð Fala í skólanum.
á íslensku er hann : Ef flugurnar fjúgja fyrir aftend flugurnar, Þá munu flugurnar fljúga eins og elding .
á föstudaginn eftir hádegi tók ekki mynd fyrir hádegi


Hundakúksskiltið fyrir utan blokkina okkar skiltin hérna er mjög nákvæm


Eldaði  pínu lítinn kjúkling múslimarnir ekkert að sprauta vatni  kjötið eins og er gert á íslandi

Við mamma erum orðnar Sushii snillingar 

ég og Fany gríska vinkona mín

á leiðinni í kvenfélagspartý 

Týnd í rauðahverfinu

Engin ummæli: