laugardagur, 28. september 2013

Sorglegt tívolí ,Útibíó og Sýrlandssöfnun

Vatnið hérna gerir hárið mitt svona
Nú er ég að verða búinn að vera  hér í Hollandi í 3 vikur og finnst það vera enn lengra
Síðasta laugadag  fórum við til Haag að skoða og fagna  alþjóða friðardeginum en það voru mikil hátíðarhöld þar í borg vegna hans. Haag er allt öðru vísi en Amsterdam miklu rólegri og meira kósý samt er Amsterdam rosalega kósý,Þegar við vorum á leiðinni að sækja  bílinn til að fara heim löbbuðum við í gegnum ferða tívolí sorglegsta tívolí ever ekki einn einasti starfsmaður brosandi allir mjög þreyttir á þessu meira að segja konan á klósettinu reyndar hlýtur að sökka að vinna í tívolí á klósettinu. leit allt út eins það væri bara að detta í sundur.

enn sumar í hollandi 
á sunnudaginn fór ég svo á opin dag hjá CISV í Hollandi það ar mjög fínt þótt ég hafi  nú ekki skilið mikið en ég hugsa að um leið ég fer að æfa mig þá nái ég þessublessaða máli svo var fínt að vera foreldra laus í fyrsta sinn í 2 vikur hehe.
Þessa vikuna erum við öll búinn að vera voða dugleg að læra ég aðalega af því ég byrja í háskólanum á mánudaginn í hollensku og er að reyna klára sem mest af hinu áður. Svo er  búið að vera voða gott veður svo við mamma höfum verið  doldið að tana meðan við lesum smá skrýtið að vera í 20 stiga hita í lok september en vera samt heima hjá sér.
útibíó
á Fimmtudagskvöldið fórum við svo í útíbíó við stóra stöðuvatnið sem er hérna rétt hjá þetta var ósköp kósý þótt það hafi verið frekar kalt,tjaldið sjálft er úti í vatninu og svo er fullt af sólbekkjum á plast stólum ráða upp og boðið upp á flísteppi til þess að hafa utan um sig og þetta er frítt. Vð komumst líka að því að það er rosa flott sundlaugar aðstaða hérna sem við gætum vel hugsað okkur að prófa.
Ég hef fundið upp á mjög hressandi og styrkjandi líkamsrækt hérna þar sem að hjóla minnst  20 kílómetra á dag er ekkert stórmál. Ég er svo heppinn að búa í 13 hæða blokk með lyftu svo mjög fáir nota stigana hvorki bruna né hinn svo ég get hlaupið upp og niður þá eins og ég vill. Reyndar er annað sem ég hef tekið eftir hér er að það er alveg rosalega mikið af  fólki hér sem er í hjólastól eða gengur við göngugrind t.d eru svona 3 hjólastóla rampar á hverri hæð í þessari blokk stórmerkilegt.
Mamma fór að finna silfurskottur inni í svefnherbergi hjá sér í vikunni sem gerir þær að 8 skordýra tegundinni sem fundist hefur inni hjá mömmu og pabba mjög kósý eða þannig. En mamma hefur verið að finna silfurskottur alla vikuna um alla íbúð nema inni hjá mér. Ég er almennt ekki vinsæl meðal skordýra og ég kvarta ekki.

Og svona í endan áróður dagsins
Mömmu er ekki sama um manneskjur
Rauði Krossinn á íslandi er búinn að vera með söfnunarátak í gangi til stuðnings Sýrlandi með yfirskriftinni Mér er ekki sama og hefur verið að hvetja fólk að vera ekki sama og styrkja bágstadda á átakasvæðum og fólk sem hefur þurft að flýja til annara landa undanfarinn 2 ár. Loka hnykkur átaksins er að hvetja fólk til þess að taka mynd af sér  með skilti sem stendur á mér er ekki sama og svo eitthvað fact hvaðþér se´ekki sama um að sjálfsögðu tökum við myndir af okkar og ég hvet fólk til þess að sýna stuðning.
Nánar hér :
http://www.raudikrossinn.is/page/rki_syrlandssofnun


-Bláklukka






Engin ummæli: