laugardagur, 21. september 2013

Guns don´t kill people, people kill people with guns! Peace one day

Peace one day merkið 
Í dag þann 21.September er alþjóðlegi friðardagurinn haldinn hátíðlegur dagur sem mér finnst skipta að eigi að skipta alla máli því það er frekar furðulegt ef það er hugsað út í það að það þurfi að vera sérstakur dagur. Alþjóða friðardagurinn ætti að vera alla daga alls staðar það væri miklu eðlilegra.
Ég er þeirrar að lukku njótandi að vera fædd og uppalin í friðsælasta ríki heims samkvæmt The Institute for Economics and Peace.
 Ég ólst upp við það að geta farið ein út í búð frá unga aldri og eina hættan sem ég upplifði á leiðinni var umferðin,Þurfa aldrei að vera hrædd um að missa heimili mitt vegan mannlegra hamfara,
Hafa greiðan aðgang að menntun og heilsugæslu. Fá að njóta sömu réttinda þrátt fyrir að vera kvenkyns og samkynhneigð ,njóta málfrelsis og geta ferðast milli landshluta án þess að það sé neitt til tökumál ég þarf meira að segja ekki vegabréfið mitt til þessað geta ferðast til suma landa. Eina sprengingarnar sem ég heyrði voru í flugeldum.
.Einnig þegar ég var lítil voru eina byssurnar sem ég sá utan sjónvarps leikföng eða geymdar á góðum stað hjá bændum eða skyttum og aðeins notaðar til þess að skjóta dýr.
Ég lærði  það að byssur væru aðeins ætlaðar til þess að vara við eitthverju eða til þess að veiða. Aldrei til þess að skjóta aðra manneskju ekki einu sinni í leik.
Vopn  fyrir mér er semsagt bara eitthvað sem er notað í útlöndum á íslandi er enginn þörf fyrir þau lögreglan er ekki einu sinni með vopn hér er ekki herskyda né her og sérsveitin hefur aldrei hleypt af skoti úr byssu í útkalli aðeins þegar hún er að æfa sig. Vegna þessa þá þykir mjög sjálfsagt og ekkert óeðlilegt við það að lítil börn fari út í byssó og leiki sér að því að "drepa" hvort annað eða fari í tölvuleik þar sem maður halar inn fleiri stigum eftir hversu mikið maður skaðar eitthvern gott dæmi um þetta er Grand Theft Auto 5  sem fleiri tugir fólks biðu í ofvæni eftir að kaupa á dögunum.Fólk á öllum aldri spilar þessa leiki hefur oft ekki komist í kynni við að þurfa að vera hræddur við slík átök og þurfa aldrei að komast í kynni við þau. Svo hafa komið framm sagnir af því að ungir hermenn á átakasvæðum spili slíka tölvuleiki meðan þeir gegna skyldu og því getur kannski verið erfitt fyrir þá að grina á milli veruleika og hins tilbúina heims í tölvunni.
það er nefnilega svo að það er aldrei byssan,sprengjan eða hnífurinn sem drepur eða skaðar.Það þarf alltaf manneskju til þess að hleypa af  skoti til þess að sprengja eða stinga hnífnum. Stríð getur aldrei orðið nema mannveran taki þátt. 


CISV 
Frá því að ég var 11 ára hef ég verið svo heppin að taka þátt í alþjóðalegu friðarsumarbúðunum CISV. Grunn hugmynd þeirra búða er að ef þú átt vini í öðru landi þó svo það sé ólíkt þínu  þá langar þer ekki að fara í stríð við það land í framtíðinni. Búðirnar hafa haft mikill áhrif á mig og alltaf ef eitthvað gerist í þeim löndum sem vinir mínir búa þá kanna ég málið. Því mér stendur ekki á sama ða ísraelskur vinur minn hafi verið þvingaður í herinn eða fá ekki fréttir af egypskum vinkonu minni í fleiri vikur þegar ég veit að skólinn hennar er staðsettur nálægt frelsistorginu eða þegar lestinn sem vinur minn á spáni tekur reglulega fer útaf teinunum.
alvöru byssa
Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært er að til þess að geta unnið að friði þá þarf maður að byrja á sjálfum sér það er mun erfiðara að fá aðra til þess að gera eitthvað sem maður fylgir ekki sjálfur. Eins og áður segjir þá er mjög auðvelt að lifa við frið á íslandi og því er mjög auðvelt að vera friðarsinni á íslandi. Fyrir nokkrum árum tók ég til dæmis þá ákvörðun að leika mér aldrei að vopnum þá sérstaklega ekki byssum þó svo leikurinn  gangi ekki út á það að "drepa" aðra. Mjög vinsælt hópefli hjá ungu fólki í dag er Paint ball og Lazer-tag  leikir sem ganga út á að skjóta hitt liðið og safna stigum. Þegar hópar sem ég tengist inn í hafa  farið í slík hópefli hef ég einfaldlega sleppt því að fara stundum hefur þetta auðvitað uppskorið spurninngar og mér hefur verið bent á að það sé á mína ábyrgð að missa af fjörinnu. En ég sé bara ekkert fjör í því að leika mér í stríðsleikjum.
Leikfangabyssa

Svo eru það rökin sem oft koma inn í þessa umræðu að þð að leika ser með byssur sé ekki lærð hegðun og börn sem fái ekki slík leikföng finni sér bara eitthvað annað til þess að gera vopn úr  spítur eða noti höndina. Varla hafa börnin fæðst með þá hugsun að það sé eðlilegt að leika sér með byssur eins og þau fæðast ekki með þá hugsun að það sé eðliegt að leika sér með dúkkur þetta er allt lært svo afhverju að kenna barninu þínu að skjóta á aðra í stað þess að kenna því að knúsa aðra?



 Vona að þið eigið góðan friðardag
-Bláklukka



Engin ummæli: