Við erum flutt inn í þessa fínu íbúð í stórri blokk sem heitir Langswater. íbúðin er leið með öllu innbúi og þa er verið að meina öllu sængum, sængurverum og myndum, þvottagrind og ýmsu dótarí frá fyrrum eigendum. Því miður passar fæst af þessu okkar og því leið okkur ekki alveg eins og við ættum heima herna. Því fórum við mamma svaðilför í ikea á þriðjudaginn að sjálfsögðu týndumst við á leiðinni þangað og enduðum að eitthverrju ástæðum á mac donalds og var þetta í 26 skiptii sem ég fer þangað er farið að gruna að þeim ferðum fari að fjölga þótt mér finnist Burger king betri.
En við loks römbuðum við í ikea og þessi verslun er ekkert lítill það tók okkur 4 tíma að fara í gegn að vísu vorum við að versla fullt. Svo kom að því að borga og þá fundum við ekki kassa þar sem maður gat fengið afgreiðslu svo við fórum á sjálfsafgreiðslu kassa. Sem hefur verið ansi skrautleg sjón en hófst á endanum og þá voru öryggisverðirnir farnir að gefa okkur óvinalegt auga. Eftir þessi átök ákváðum við að fá okkur ís ég fer í sjoppuna og greiði þá og þá er mér rétt 2 vöffluform þannig ég áttaði mig svo á að ég ætti að gera ísinn sjálf þá hófst leitin að ísvélinni hún fannst eftir smá leit þá fór ég að ýta á alla möguleika takka og ekkert virkaði svo sá ég handfang ofan á vélinni sem ég togaði upp þá kemur þessi voða legi hávaði eins og fullt af lofti væri að fara út og rosalegt píp og svo sé ég að það er fjöldi fólks að stara á mig. Svo kemur kona sem var að versla til mín og segjir mér að setja myntina sem ég fékk þegar ég greiddi fyrir ísinn í velina og svo ýta á takkana. Eftir að ég vissi það gekk þetta allt ljómandi vel. Og nú er íbúðin okkar farinn að vera aðeins meira hómí og svo tók ég líka upp úr kassanum mínum í gær með dótinu að heiman.
tómatahnífar í körfu so safe |
Í gær fórum við mamma á markóska veitingastaðinn sem er á horninu hjá okkur til þess að fara á netið þar sem við vorum ekki kominn með það heima fengum það í gærkvöldi við erum að vísu næstum einu viðskipta vinir þessa staðar og ítreka þeir við okkur í hvert skipti sem við komum að við séum alltaf velkominn og eigandinn bað okkur upp á te og tíramísú á mánudagskvöldið. svo eftir hádegi fórum við að versla inn hitt og þetta sem okkur fannst vanta fyrir okkur það mun taka smá tíma að venjast því að geta farið í H og M sem og aðar búðir næstum hvenar sem er og maður þurfi ekki að kaupa hálfa búðina í einu eins og íslendingar eiga það til að gera.
.Svo í gærkvöldi eldaði ég grænmetisbuff gerð úr sætri kartöflu og baunum. sem tókst bara ansi vel.
Svo þegar við fengum nettenginu í gærkvöldi þá gat ég byrjað í fjárnáminu við fengum þær upplýsingar að það myndi taka viku að fá internet en það þýðir víst 3 dagar þeir segja bara vika til þess að maður verði ekki fyrir vonbrigðum.eitthvað annað en á íslandi þar sem vika þýðir tvær.
í Staadhus að skrá okkur |
nýja bókasafnskorið :) |
Hafið þið það sem best
-bláklukka
Engin ummæli:
Skrifa ummæli