Frá því að ég flutti hingað til Hollands fyrir næstum fimm vikum síðan hef ég veitt því meiri og meiri athygli hversu mikill munur er á hvernig er komið framm við þig eftir því hvaðan þú ert.
Frá því að ég hef verið svona 10 -11 ára þá hef ég pælt mikið í því hvernig skildi það vera, að vera innflytjandi. Hvernig það sé að læra nýtt mál og að hafa ekki alla fjölskylduna í sama ladi og þú býrð í.
Sennilega bæði af því að ég gekk í grunnskóla sem er með starfandi móttökudeild fyrir innflytjendur svo það voru alltaf nokkrir krakkar frá öðrum löndum en Íslandi með mér í bekk. En líka af því að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki.
Nú er sjálf orðinn innflytjandi. Einhver sagði við mig að þetta yrði pottþétt bara alveg eins og að vera skiptinemi nema ég myndi búa með fjölskyldunni minni. Að vera nýr íbúi í landi með fjölskyldunni er allt annað en að vera skiptinemi. Þar sem þegar þú ert skiptinemi þá þarftu ekki að læra á kerfið í landinu. Eða pæla í leigu að hvernig þú eigir að finna þér félagsskap annara en í fjölskyldunni.
Margir hlutir sem maðr pælir ekkert í heima eru orðnir ótrúlega snúnir, Eins og að lesa á umferðamerkingar með texta eða tilkynningar til íbúa í blokkinni þær eru allar á tungumáli sem þú skilur ekki. Eða úti í búð og bara almennt úti þegar þú þarft að eiga snögg samskipti við fólk og þarft að útskýra að þú skiljir hann ekki.eða þegar þú fattar ekki að það sé verið að ávarpa þig og verður með því eginlega dónalegur Sérstaklega þegar einhver öskrar á þig þegar maður er að hjóla(ok,ég er reyndar stundum fegin að ég skilji ekki fólk þá). Svo er það að læra á kerfið hvernig snýr maður sér til þess að fara til læknis eða hvernig og hvar hefur maður samband vegna reikninga. t.d ber öllum starfsmönnumm hins opinbera skilda að tala aðeins hollensku í síman og það er vanalega skellt á þig ef þú talar ensku.Eða hvernig póst þjónustan virkar lærðum það í síðustu viku að ef þú ert ekki heima þegar pakkinn þinn kemur þá er hann afhentur næsta nágranna sem er heima.
Svo er það annað sem maður gerir sér ekki grein fyrir fyrr en maður er fluttur það að þekkja ekki einn einasta mann fyrir utan fjölskylduna sína. Svo maður rekst ekki á neitt kunnulegt andlit. Maður þarf að byggja tengslanetið sjálfur. Ég finn t.d mikinn mun á foreldrum mínum með þetta pabbi er í skóla á daginn með fólki sem hann þekkir en mamma í fjarnámi og eina fólkið sem hún hittir er þegar hún sinnir erindum eða fer í jóga. Samskipti við annað fólk hefur mikil áhrif á andlega líðan manns. Það munar strax fyrir mig að vera á hollensku námskeiði.
Annað sem ég hef komist að síðustu vikur er að hollendingar eru ekki alltaf hrifnir af útlendingum ef þeir tala ekki þeirra tungumál. Fyrir flest tómstundar mál eru hollenskir hópar og svo hópar fyrir útlendinga.T.d reyndi ég að verða meðlimur í ungliðahreyfingu Rauða Krossins hérna en fékk það svar að fyrst þyrfti ég að verða fluent í Hollensku og þau stungu upp á að ég myndi kannski bara skipta um sjálfboðaliða samtök ef ég væri ósátt.
Annað sem ég hef tekið eftir er að það skiptir miklu máli hvaðan þú kemur úr heiminum hvernig er komið framm við þig. Ég hef verið spurð nokkrum sinnum hvort ég sé pólsk þegar ég segjist ekki vera hollensk og hafa flutt hingað með fjölskyldunni.hef meira að segja verið beðinn afsökunar að manneskja hafi haldið að ég væri pólsk en alderi ef fólk heldur að ég sé hollensk. Svo hef ég verið spurð afhveru ég búi í Osdorp sem er hverfi sem mjög mikið af íbúðum á vegum borgarinnar eru staðsettar í ,fyrst ég sé íslensk nú íslensk. Osdrop er sko fyrir innflytjendur.ekki fólk eins og mig. Síðustu daga hafa líka nokkrir spurt okkur pabba hvort við séum ekkert hrædd í hverfinu okkar út af öllum stórhættulegu innflytjendunum. Það búa mjög mikið af bæði aröbum,berbumog austur evrópu búum hér sem eiga víst að vera stórhættulegir. Mér sýnsat þessir sem búa í húsinu okkar vera voða blíðlegir og flest allir tala meira að segja hollensku sín á milli þar sem þetta er oft önnur kynslóð fjölskyldna í landinu.
Þeir sem ég hef talað við finnst nefnilega munur á því hvaða landi þú kemur frá og ein stelpa úr Q-félaginu hérna sagði að þetta myndi byggjast á því að þeir sem væru frá evrópusambandslöndum væu mun velkomnari hér en aðrir. Hljómar rökrétt en svo fór ég að pæla bíddu margar austur evrópu þjóðir eru í evrópusambandinu en ekki ísland t.d er mikið af grikkjum búsettir hér og oft er komið mjög illa framm við þá. Ég tók eftir því þegar ég heimsótti Fanny vinkonu mína til Delft í síðustu viku kærastinn hennar er búinn að búa hér í hálft ár og er í fínni vinnu hjá háskólanum. Hann er samt bara kominn jafn langt í kerfinu og ég sem er búinn að búa hér í 4 vikur við fengum bæði staðfestingarbréf í síðustu viku að við værum kominn mað lögheimili hér. Hann var líka að segja mér að hann hafi verið stöðvaður af löggunni hér því hann þótti grunsamlegur í útliti en það komi aldrei fyrir vini hans sem séu með norður evrópulegt útlit. Furðulegt þykjir mér og þetta eru fordómar sem fólk áttar sig ekki á að það hefur.
Hérna þykir eðlilegra að búa í innan við 50 metra fjarðlægð frá coffie shop en nálægt múslimum.
Spurning hvort það sé líklegra að Tyrkneski fjölskyldufaðirinn sem er fæddur í hollandi eða útdópaði ungi maðurinn frá noregi sem kom til Amsterdam til að prófa dóp sé líklegri til þess að ráðast á þig þegar þú ert að rölta heim?
-Bláklukka
1 ummæli:
Þú ættir klárlega að fara í námið sem ég er í eða eitthvað svipað eftir menntaskóla! Þú hefur góða hugsjón sem alltof marga skortir :* -Heklan
Skrifa ummæli