Á flótta er sem sagt hlutverkaleikur sem leyfir þáttakendum að upplifa margt í veruleika flóttamanna á einum sólarhring.
Ég tók sjálf þátt árið 2010 á Íslandi og byrjaði svo að vera leiðbeinandi í leiknum fyrra. Sem sagt það sem leiðbeinandi gerir er að leika á móti þáttakndum sem landamæraverðir ,lögregla og skrifstofufólk Leikurinn kemur upphaflega frá danmörku en er haldin af rauða kross deildum víða um Evrópu og svo er svipaður leikur spilaður í Mexícó sem gengur út á að upplifa ða smygla sér yfir landamæri Bandaríkjana en hann er ekki á vegum Rauða krossins.
Sjálfri finnst mér svona hlutverkaleikir sem eru svona learning by doing rosalega sniðugir og mun skemmtilegra að læra um svona "þung" málefni á þennan hátt í staðinn fyrir að sitja og hlusta á fyrirlestur og svo festist það betur.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég leiðbeini fyrir utan ísland og fyrsta skipti sem leikurinn er settur upp í Belgíu. Svo þetta var aðeins öðruvísi en á Íslandi, við vorum fjögur frá Íslandi, Ég sem tók lest frá Amsterdam aðeins minna vesen núna því flæmski hlutinn er styttra frá Hollandi og við vorum ekki úti í rassgati. Rauða Kross "tvíburarnir" Þrúður og Arnar sem komu með flugi frá íslandi, Þau eru ekki tvíburar bara einkar samrýnd systkyni sem ég hélt til langs tíma að væru tvíburar og svo hún Guðný sem er búinn að vera ferðast um Afríku og Evrópu síðastliðna árið eða svo.
Við þurftum að vera kominn til Belgíu sólarhring áður en leikurinn byrjaði sem við erum óvön því við mætum vanalega á svæðið svona 3 tímum áður en við byrjum leikinn.
En það var bara gaman að eyða sólarhring í góðum félagsskap. Við team Iceland fórum og skoðuðum bæinn Eeklo (borið fram Eygló). Heimsóttum kirkjugarð útlanda kirkjugarðar er alltaf spennandi og flottar krikjur.
Svo á laugadagsmorgninum fór stór hluti af leiðbeinendunum í heimsókn á heimili fyrir hælisleitendur í Eeklo. Við fengum túr um húsið sem var mjög áhugavert og þarna búa minnir mig um 40 manns og inni í húsið er nánast eins og lítill bær . Það er skóli, atvinnumiðstöð fyrir stöf innan heimilisins, mötuneyti, Leikstofa og fleira. En samt sorglegt að þetta sem bara lítið svona heimili en samt búa þarna 40 manns bæði fjölskyldur og enstaklingar en þetta hús í Eelko tekur sérstaklega á móti ungu fólki undir 18 ára sem flýr eitt frá heimalandinu sínum. Eftir 6 mánuði getur fólk svo sótt um að fara í eigin íbúð þar að segja ef málið þeirra er komið inn í kerfið og þú ert bara að bíða eftir niðurstöðu. Það sem mér þótti þó merkilegast var að það séu flóttamenn frá ákveðnum löndum m.a Afganistan sem fá hæli vegna mannúðarástæðna fá nánast aldrei frambúðar hæli heldur bara í 5 ár í senn og þá er staðan endurmetin og endurskoðað hvort hælinu sé framlengt m.a byggt á því hvort aðstæður í heimalandinu séu nægilega góðar til þess að fara til baka að ákvörðunaraðilana mati.
Mér finnst þetta næstum jafn slæmt og að bíða í langan tíma eftir svari því á 5 árum þá getur þú byggt upp líf þitt á ný , lært tungumálið í nýja landinu og margt fleira svo er þér kannski bara vísað úr landi og þá þarftu að byrja upp á nýtt . Það hlýtur að vera ömurlegt að lifa í þeirri óvissu.
Allavega þegar við komum til baka þá þurftum að byrja leikinn og vorum kynnt fyrir strákunum sem ætluðu að elda fyrir okkur þessa helgina. En þeir koma Afganistan og eru flóttamenn.
Eftir leikinn þá er alltaf umræða um stöðu flóttamanna í heiminum og svo um stöðu flóttamanna í landinu sem leikurinn er haldinn. Umræðan hófst á því að annar af stákunum sem elduðu matinn sagði sína sögu þá komí ljós að hann er 17 ára sem sagt fæddur 1996 og flúði frá heimalandinu ásamt fleiri strákum á sínum aldri 3 árum fyrr eða 2010 bjóst engan veginn við að hann væri yngri en ég þar sem hann var miklu eldri í útliti. En hann er einmitt með hæli hér í 5 ár og svo verður staðan endurskoðuð svo næst þegar farið verður yfir hans mál þá er hann orðinn fullorðinn og gæti þess vegna verið sendur tilbaka. Sem er frekar leitt að heyra en hey svona er lífið og kerfið.
Var mjög sátt við þessa helgi og lærði mikið bæði um flóttamenn og svo í hollensku fékk að nota hana þessa helgi til eitthvers annars hedur en að fara út í búð.
-Bláklukka
Engin ummæli:
Skrifa ummæli