Árið hefur verið viðburðarríkt hjá fjölskyldunni. Sem stendur býr ekkert okkar á Íslandi heldur erum við dreifð á þrjú lönd í Evrópu, og löndin sem um ræðir eru öll í Evrópusambandinu og því um einstaklingsaðildir að ræða. Ekki að við veltum okkur mikið upp úr því.
Í upphafi ársins skelltu hjónin sér í "sumarfrí", ekki á Kanarí, heldur til Afríku. Marokkó varð fyrir valinu og mæla þau með því að sólþyrstir Íslendingar prufi þetta til tilbreytingar frá Kanarí. Meðan hjónakornin voru í sólinni fékk Vala, yngsta dóttirin, að vera eftirlitslaus heima, eða nánast.
Húsið seldist þó ekki, en er enn til sölu fyrir áhugasama.
![]() |
Hera |
Hera er nú á sínu þriðja ári af fjórum í leiklistar og leikstjórnar námi í leiklistar skólanum The Kogan Academy of Dramatic Arts í London. Hún býr þar með kærasta sínum Guðmundi sem stundar tónlistarnám og er trymbill með meiru í hljómsveitinni Johnny and the Rest. Nám Heru er mjög tímafrekt og því sjáum við ekki mikið af henni né nokkur annar utan veggja skólans. Henni líkar þó námið vel og það er frábært.
![]() |
Hekla |
Hekla hætti að starfa á leikskólanum Grænuborg í sumar en þar hefur hún starfað undanfarin tæp 2 ár. Hún fluttist til Malmö í Svíþjóð í haust til þess að læra friðar og átakafræði við háskólann þar og líkar það jette bra.
Fjölnir tók sér ársleyfi frá því að vera sérstakur og ákvað að skella sér í eins árs mastersnám í þróunarfræði við háskólann í Amsterdam. Því fluttu hjónakornin með yngstu dömuna þangað nú í haust.
![]() |
Vala |
Vala lauk sínu öðru ári í framhaldsskóla í vor og varð loksins 18 ára og fékk því langþráðan kosningarétt. Í haust hefur hún svo stundað fjarnám við Fjölbraut í
Ármúla og hollensku nám í háskólanum hér í Amsterdam.
Arndis er enn í bókmenntafræði í Háskóla Íslands og er farin að flytja fyrirlestra með nýjustu tækni yfir hafið. Einng ákvað frúin að láta dökku lokkana hverfa og leyfa þeim gráu að taka yfirráðin á höfðinu og fer það
![]() |
Arndís og Fjölnir |
Við sendum ykkur öllum okkar bestu hátíðar og nýárskveðjur.
-Vala,Hekla,Hera,Fjölnir og Arndís.
Sendum með smá dansatriði sem við fjölskyldan höfum verið að vinna að:
Dansatriði fjölskyldunnar
1 ummæli:
Kæra fjölskylda. Takk fyrir yndislega, fræðandi og skemmtilega jólakveðju. Lífið ykkar er spennandi og fullt af þori og dugnaði. Og...dansatriðið ykkar er frábært. Mikið svakalega eruð þið sambítuð! (Nýyrði)
Ástarkveðja,
Hildur.
Skrifa ummæli