Skyndihjálp eftir að hafa spurt nokkra einstaklinga hvað þeir hugsa þegar þeir heyra skyndihjálp þá er svarið mjög gjarnan, Endurlífgun sem jú er mjög mikilvegur hlutur að kunna en það er nokkuð ljóst að flestir eru svo heppnir að þurfa aldrei að endurlíga manneskju á lífsleiðinni. Hins vegar kemst fólk aldrei í gegnum lífið án þess að komast í kynni við skyndihjálp af eitthverju leiti. Það eru nefnilega daglegu óhöppin sem þú þarft að vita hvað er rétt að gera. Hvernig á að bregðast við blóðnösum, Hvað á að gera ef einhver dettur á höfuðið eða hvernig á að bregðast við þegar þú kemur að bílslysi, og hvenar er tími til þess að hringja í 1-1-2?
Þegar ég var á aldrinum 4-9 ára þá bjuggum við fjölskyldan í Fljótshlíð Svo við þurftum að fara yfir Hellisheiði til þess að fara milli höfuðborgarsvæðisns og Fljótshlíðar og fórum á milli í nánast hvað veðri sem er. Í janúar 2002 ég þá 6 ára vorum við mamma og pabbi á leiðinni heim úr bænummeð stútfullan bíl af dóti. Það var mjög þungfært á heiðinni svo við fórum mjög hægt yfir ég man sérstaklega eftir því að þetta var með fyrstu skiptunum sem ég gat lesið alveg sjálf á skiltið um hversu mörg dauðsföll höfðu orðið á árinu og var mikið að pæla hvernig það væri að vera bara einhver tala á skilti. Þegar við erum að keyra niður kambana þá missir pabbi stjórn á bílnum og við fljúgum út af veginum og bílinn veltur fjóra og hálfa veltu og endar sem sagt á hvolfi. Við sluppum með nokkarar skrámur gleraugun hans pabba brotnuðu og ég týndi skónum .Því aðkoman að þessu var hræðileg. Okkur var hjálpað út úr bílnum í gegnum framrúðuna, Vinsamleg hjón tóku mig síðan í fangið fóru með mig inn í hlýja bílinn sinn meðan björgunarsveitin og lögreglan komu þau gáfu mér kakó og súkkulaðikex og konan settist fyrir gluggan svo ég sá ekki alla ringulreiðina fyrir utan og leyfði mér að spyrja um allt sem ég vildi um slysið og svo töluðum við um fullt af hlutum sem mér þótti skemmtilegir. Enn þá næstum 12 árum síðar man ég eftir þessum hjónum sem voru svona rosalega góð við mig og man enn betur eftir þessari konu en bílveltunni sjálfri. Það var ekki fyrr en ég fór á mitt fyrsta skyndihjálparnámskeið 13 ára að ég lærði að þetta hafi verið það sem er kallað sálgræn skyndihjálp eða bara áfallahjálp. Sem er alveg jafn mikilvægt að kunna og hina almennu skyndihjálp.
Ég vann á leikjarnámskeiði í 3 vikur í sumar og gerðist ábyrg fyrir öllu skyndihjálpar tengdu
þar sem ég var eina sem var búinn að fara á lengra námskeið heldur en örnámskeiðið sem bærinn býður upp á með því þessari aukaskyndihjálpar kunnáttu þá gat ég komið okkur hjá því nokkrum sinnum að þurfa að hringja á meiri hjálp frá yfir mönnum og gat vitað hvenar það væri tími til að senda börnin heim eða hvenar við gátum bara skellt frosnum baunum á báttið og látið þau hvíla sig í hálftíma,
Fyrir rúmu ári síðan þá var ég stödd í Tékklandi í svokölluðum alþjóðlegum Námstefnubúðum á vegum CISV við vorum 29 ungmenni á aldrinum 16-19 ára frá 17 löndum og svo 5 manns sem voru á aldrinum 23-27 ára staffi sem voru með umsjón yfir okkur meðal annars ein manneskja sem átti að sjá um skyndihjálp en hafði bara farið á skyndihjálparnámskeið fyrir 14 árum. í annari viku búðana þá líður yfir mig fyrirvaralaust þegar ég er að hlaupa upp stiga . Allavega þá dett ég niður á stigapalli og enginn sér það en vinkona mín kemur að mér liggjandi þarna á gólfinu og telur að ég sé meðvitundarlaus en hafði ekki hugmynd hvernig hún ætti að ganga úr skugga um það svo hún nær í fleira fólk til að spyrja þau álits og stungu þau upp á að ég væri kannski bara að leggja mig þarna. Þessar pælingar stóðu víst yfir í um 2 mín þar til að vinkonan sem kom fyrst að mér ákveður loks að reyna vekja mig sem henni tekst eftir smá stund og ég segji henni að ég hafi svo sannarlega ekki að leggja mig þarna. Svo er mér gefið vatn og að borða. Þar sem ég hélt að það hefði bara liðið yfir mig af hita enda næstum 30 stiga hiti. En hálftíma síðar þá líður aftur yfir mig og í þetta skipti rek ég hnakkan í borð áður en ég dett í gólfið fyrir framan 15 mannns meðal þeirra var norska stelpan Susanne sem var hinn einstaklingurinn með skyndihjálparkunnáttu. Hún bendir á að þetta höfuðhögg gæti hafað skapað heilahristing en það voru ekki margir sem höfðu trú á því , Nokkru síðar kasta ég upp og er kominn með mikinn hausverk og var viss um að ég væri með heilahristing en enginn vildi trúa mér og sögðu mér að ég væri bara rugluð eftir höfuðhöggið nema Susanne sem enginn hlustaði á því hún var með mjög mikið mígreni og þeim fannst líklegt að hún væri rugluð líka.(Smá kaldhæðið að einu 2 sem kunnu skyndihjálp væru veikastir í búðunum )en við höndluðm þetta sjálfar og tékkaði hún á mér á 2 tíma fresti alla nóttina. Daginn eftir líður svo aftur yfir mig og ég var lögð inn á spítala í 3 daga og staffið skammað fyrir að hlusta ekki á mig með heilahristinginn og þau væru heppin að það hefði ekki farið verr. Nokkrum dögum síðar þegar ég er kominn aftur i búðirnar en þurfti samt að vera í rúminu þá snýr eypska stelpan sig illa á fæti og getur ekki stigið í fótinn. Bæði ég og norska stelpan vorum veikar En þar sem allir voru búnir að átta sig að við vorum einu manneskjurnar sem vissum hvað átti að gera þá vorum við vaktar til þess að búa um fótinn og fórum svo aftur í rúmið og þegar hún fer á slysó daginn eftir fáum vð hrós fyrir að hafa búið rétt um fótin þar sem hnéskelin hafði hreyfst til.
Eftir þessa reynslu þá vorum við Susanne sammála um að það væri frekar sorglegt að af 34 manneskjum þá værum einu sem hefðum skyndihjálpar kunnáttu og fórum að pæla afhverju er þetta ekki jafn sjálfsagt og að læra stærðfræði? Það ætti að byrja kenna skyndihjálp strax í 1.bekk það er alveg hægt að kenna það sem nýtist eftir aldri.
Síðasta árið hef ég lent í því nokkuð reglulega að það líði yfir mig þar sem ég er með heilkenni sem lætur líkaman minn "slökkva" á sér við hinar ýmsu aðstæður. Í þessum yfirliðum mínum hef ég fengið tækifæri til að kynnast mismunandi viðbrögðum fólks við því að það líði yfir einhvern meðal annars eftir því hvort það viti hvernig á að bregðast við manneskju í yfirliði eða ekki. meðal annars kennararnir mínir í MK (sorry með að hafa eyðilagt þó nokkar kennslustundir og 3 próf það var í alvöru óvart). Ég lenti einu sinni í þvi að það var potað í mig með priki þar til ég vaknað ,einu sinni var dropað vatni á mig og einum datt í hug að labba með mig upp og niður stig til þess að hressa mig við. Að sjálfsögðu voru allar þessar manneskjur að reyna gera sitt besta til þess að hjálpa en það hefði verið þægilegra fyrir alla aðila að kunna skyndihjálp.
Ég hef samt verið svo heppin að í næstum helming tilfella þegar það hefur liðið yfir mig þá hef ég verið á stað þar sem fólk veit hvað það á að gera í Ungmennastarfi Rauða Krossins í Hafnarfirði og enn og aftur biðs ég afsökunar á yfirliðsveseni á mér sérstaklega í Örnu Bergrúnar og Þóru þið eruð yndislegar og eruð búnar að vera mér frábær hjálp síðastliðin vetur.
Svo ég hvet alla til þess að skella sér á almennilegt 12 tíma skyndihjálparnámskeið hjá Rauða Krossinum. Þíð hugsið kannski 12 tímar vá það er langt en ég get lofað ykkur að þetta eru 12 tímar af skemmtun.
http://www.raudikrossinn.is/page/rki_frettir&detail=6608
Svo fyrir fólk með snjallsíma þá er voðasniðugt að hlaða niður skyndihjálpa -appi breska Rauða Krossins.
P.S Hvet svo alla til þess að kauða neyðarkall björgunarsveitana.
Þegar ég var á aldrinum 4-9 ára þá bjuggum við fjölskyldan í Fljótshlíð Svo við þurftum að fara yfir Hellisheiði til þess að fara milli höfuðborgarsvæðisns og Fljótshlíðar og fórum á milli í nánast hvað veðri sem er. Í janúar 2002 ég þá 6 ára vorum við mamma og pabbi á leiðinni heim úr bænummeð stútfullan bíl af dóti. Það var mjög þungfært á heiðinni svo við fórum mjög hægt yfir ég man sérstaklega eftir því að þetta var með fyrstu skiptunum sem ég gat lesið alveg sjálf á skiltið um hversu mörg dauðsföll höfðu orðið á árinu og var mikið að pæla hvernig það væri að vera bara einhver tala á skilti. Þegar við erum að keyra niður kambana þá missir pabbi stjórn á bílnum og við fljúgum út af veginum og bílinn veltur fjóra og hálfa veltu og endar sem sagt á hvolfi. Við sluppum með nokkarar skrámur gleraugun hans pabba brotnuðu og ég týndi skónum .Því aðkoman að þessu var hræðileg. Okkur var hjálpað út úr bílnum í gegnum framrúðuna, Vinsamleg hjón tóku mig síðan í fangið fóru með mig inn í hlýja bílinn sinn meðan björgunarsveitin og lögreglan komu þau gáfu mér kakó og súkkulaðikex og konan settist fyrir gluggan svo ég sá ekki alla ringulreiðina fyrir utan og leyfði mér að spyrja um allt sem ég vildi um slysið og svo töluðum við um fullt af hlutum sem mér þótti skemmtilegir. Enn þá næstum 12 árum síðar man ég eftir þessum hjónum sem voru svona rosalega góð við mig og man enn betur eftir þessari konu en bílveltunni sjálfri. Það var ekki fyrr en ég fór á mitt fyrsta skyndihjálparnámskeið 13 ára að ég lærði að þetta hafi verið það sem er kallað sálgræn skyndihjálp eða bara áfallahjálp. Sem er alveg jafn mikilvægt að kunna og hina almennu skyndihjálp.
Ég vann á leikjarnámskeiði í 3 vikur í sumar og gerðist ábyrg fyrir öllu skyndihjálpar tengdu
þar sem ég var eina sem var búinn að fara á lengra námskeið heldur en örnámskeiðið sem bærinn býður upp á með því þessari aukaskyndihjálpar kunnáttu þá gat ég komið okkur hjá því nokkrum sinnum að þurfa að hringja á meiri hjálp frá yfir mönnum og gat vitað hvenar það væri tími til að senda börnin heim eða hvenar við gátum bara skellt frosnum baunum á báttið og látið þau hvíla sig í hálftíma,
![]() |
yfirlið-myndin er sviðsett |
Eftir þessa reynslu þá vorum við Susanne sammála um að það væri frekar sorglegt að af 34 manneskjum þá værum einu sem hefðum skyndihjálpar kunnáttu og fórum að pæla afhverju er þetta ekki jafn sjálfsagt og að læra stærðfræði? Það ætti að byrja kenna skyndihjálp strax í 1.bekk það er alveg hægt að kenna það sem nýtist eftir aldri.
Síðasta árið hef ég lent í því nokkuð reglulega að það líði yfir mig þar sem ég er með heilkenni sem lætur líkaman minn "slökkva" á sér við hinar ýmsu aðstæður. Í þessum yfirliðum mínum hef ég fengið tækifæri til að kynnast mismunandi viðbrögðum fólks við því að það líði yfir einhvern meðal annars eftir því hvort það viti hvernig á að bregðast við manneskju í yfirliði eða ekki. meðal annars kennararnir mínir í MK (sorry með að hafa eyðilagt þó nokkar kennslustundir og 3 próf það var í alvöru óvart). Ég lenti einu sinni í þvi að það var potað í mig með priki þar til ég vaknað ,einu sinni var dropað vatni á mig og einum datt í hug að labba með mig upp og niður stig til þess að hressa mig við. Að sjálfsögðu voru allar þessar manneskjur að reyna gera sitt besta til þess að hjálpa en það hefði verið þægilegra fyrir alla aðila að kunna skyndihjálp.
Ég hef samt verið svo heppin að í næstum helming tilfella þegar það hefur liðið yfir mig þá hef ég verið á stað þar sem fólk veit hvað það á að gera í Ungmennastarfi Rauða Krossins í Hafnarfirði og enn og aftur biðs ég afsökunar á yfirliðsveseni á mér sérstaklega í Örnu Bergrúnar og Þóru þið eruð yndislegar og eruð búnar að vera mér frábær hjálp síðastliðin vetur.
Svo ég hvet alla til þess að skella sér á almennilegt 12 tíma skyndihjálparnámskeið hjá Rauða Krossinum. Þíð hugsið kannski 12 tímar vá það er langt en ég get lofað ykkur að þetta eru 12 tímar af skemmtun.
http://www.raudikrossinn.is/page/rki_frettir&detail=6608
Svo fyrir fólk með snjallsíma þá er voðasniðugt að hlaða niður skyndihjálpa -appi breska Rauða Krossins.
P.S Hvet svo alla til þess að kauða neyðarkall björgunarsveitana.