laugardagur, 28. september 2013

Sorglegt tívolí ,Útibíó og Sýrlandssöfnun

Vatnið hérna gerir hárið mitt svona
Nú er ég að verða búinn að vera  hér í Hollandi í 3 vikur og finnst það vera enn lengra
Síðasta laugadag  fórum við til Haag að skoða og fagna  alþjóða friðardeginum en það voru mikil hátíðarhöld þar í borg vegna hans. Haag er allt öðru vísi en Amsterdam miklu rólegri og meira kósý samt er Amsterdam rosalega kósý,Þegar við vorum á leiðinni að sækja  bílinn til að fara heim löbbuðum við í gegnum ferða tívolí sorglegsta tívolí ever ekki einn einasti starfsmaður brosandi allir mjög þreyttir á þessu meira að segja konan á klósettinu reyndar hlýtur að sökka að vinna í tívolí á klósettinu. leit allt út eins það væri bara að detta í sundur.

enn sumar í hollandi 
á sunnudaginn fór ég svo á opin dag hjá CISV í Hollandi það ar mjög fínt þótt ég hafi  nú ekki skilið mikið en ég hugsa að um leið ég fer að æfa mig þá nái ég þessublessaða máli svo var fínt að vera foreldra laus í fyrsta sinn í 2 vikur hehe.
Þessa vikuna erum við öll búinn að vera voða dugleg að læra ég aðalega af því ég byrja í háskólanum á mánudaginn í hollensku og er að reyna klára sem mest af hinu áður. Svo er  búið að vera voða gott veður svo við mamma höfum verið  doldið að tana meðan við lesum smá skrýtið að vera í 20 stiga hita í lok september en vera samt heima hjá sér.
útibíó
á Fimmtudagskvöldið fórum við svo í útíbíó við stóra stöðuvatnið sem er hérna rétt hjá þetta var ósköp kósý þótt það hafi verið frekar kalt,tjaldið sjálft er úti í vatninu og svo er fullt af sólbekkjum á plast stólum ráða upp og boðið upp á flísteppi til þess að hafa utan um sig og þetta er frítt. Vð komumst líka að því að það er rosa flott sundlaugar aðstaða hérna sem við gætum vel hugsað okkur að prófa.
Ég hef fundið upp á mjög hressandi og styrkjandi líkamsrækt hérna þar sem að hjóla minnst  20 kílómetra á dag er ekkert stórmál. Ég er svo heppinn að búa í 13 hæða blokk með lyftu svo mjög fáir nota stigana hvorki bruna né hinn svo ég get hlaupið upp og niður þá eins og ég vill. Reyndar er annað sem ég hef tekið eftir hér er að það er alveg rosalega mikið af  fólki hér sem er í hjólastól eða gengur við göngugrind t.d eru svona 3 hjólastóla rampar á hverri hæð í þessari blokk stórmerkilegt.
Mamma fór að finna silfurskottur inni í svefnherbergi hjá sér í vikunni sem gerir þær að 8 skordýra tegundinni sem fundist hefur inni hjá mömmu og pabba mjög kósý eða þannig. En mamma hefur verið að finna silfurskottur alla vikuna um alla íbúð nema inni hjá mér. Ég er almennt ekki vinsæl meðal skordýra og ég kvarta ekki.

Og svona í endan áróður dagsins
Mömmu er ekki sama um manneskjur
Rauði Krossinn á íslandi er búinn að vera með söfnunarátak í gangi til stuðnings Sýrlandi með yfirskriftinni Mér er ekki sama og hefur verið að hvetja fólk að vera ekki sama og styrkja bágstadda á átakasvæðum og fólk sem hefur þurft að flýja til annara landa undanfarinn 2 ár. Loka hnykkur átaksins er að hvetja fólk til þess að taka mynd af sér  með skilti sem stendur á mér er ekki sama og svo eitthvað fact hvaðþér se´ekki sama um að sjálfsögðu tökum við myndir af okkar og ég hvet fólk til þess að sýna stuðning.
Nánar hér :
http://www.raudikrossinn.is/page/rki_syrlandssofnun


-Bláklukka






laugardagur, 21. september 2013

Guns don´t kill people, people kill people with guns! Peace one day

Peace one day merkið 
Í dag þann 21.September er alþjóðlegi friðardagurinn haldinn hátíðlegur dagur sem mér finnst skipta að eigi að skipta alla máli því það er frekar furðulegt ef það er hugsað út í það að það þurfi að vera sérstakur dagur. Alþjóða friðardagurinn ætti að vera alla daga alls staðar það væri miklu eðlilegra.
Ég er þeirrar að lukku njótandi að vera fædd og uppalin í friðsælasta ríki heims samkvæmt The Institute for Economics and Peace.
 Ég ólst upp við það að geta farið ein út í búð frá unga aldri og eina hættan sem ég upplifði á leiðinni var umferðin,Þurfa aldrei að vera hrædd um að missa heimili mitt vegan mannlegra hamfara,
Hafa greiðan aðgang að menntun og heilsugæslu. Fá að njóta sömu réttinda þrátt fyrir að vera kvenkyns og samkynhneigð ,njóta málfrelsis og geta ferðast milli landshluta án þess að það sé neitt til tökumál ég þarf meira að segja ekki vegabréfið mitt til þessað geta ferðast til suma landa. Eina sprengingarnar sem ég heyrði voru í flugeldum.
.Einnig þegar ég var lítil voru eina byssurnar sem ég sá utan sjónvarps leikföng eða geymdar á góðum stað hjá bændum eða skyttum og aðeins notaðar til þess að skjóta dýr.
Ég lærði  það að byssur væru aðeins ætlaðar til þess að vara við eitthverju eða til þess að veiða. Aldrei til þess að skjóta aðra manneskju ekki einu sinni í leik.
Vopn  fyrir mér er semsagt bara eitthvað sem er notað í útlöndum á íslandi er enginn þörf fyrir þau lögreglan er ekki einu sinni með vopn hér er ekki herskyda né her og sérsveitin hefur aldrei hleypt af skoti úr byssu í útkalli aðeins þegar hún er að æfa sig. Vegna þessa þá þykir mjög sjálfsagt og ekkert óeðlilegt við það að lítil börn fari út í byssó og leiki sér að því að "drepa" hvort annað eða fari í tölvuleik þar sem maður halar inn fleiri stigum eftir hversu mikið maður skaðar eitthvern gott dæmi um þetta er Grand Theft Auto 5  sem fleiri tugir fólks biðu í ofvæni eftir að kaupa á dögunum.Fólk á öllum aldri spilar þessa leiki hefur oft ekki komist í kynni við að þurfa að vera hræddur við slík átök og þurfa aldrei að komast í kynni við þau. Svo hafa komið framm sagnir af því að ungir hermenn á átakasvæðum spili slíka tölvuleiki meðan þeir gegna skyldu og því getur kannski verið erfitt fyrir þá að grina á milli veruleika og hins tilbúina heims í tölvunni.
það er nefnilega svo að það er aldrei byssan,sprengjan eða hnífurinn sem drepur eða skaðar.Það þarf alltaf manneskju til þess að hleypa af  skoti til þess að sprengja eða stinga hnífnum. Stríð getur aldrei orðið nema mannveran taki þátt. 


CISV 
Frá því að ég var 11 ára hef ég verið svo heppin að taka þátt í alþjóðalegu friðarsumarbúðunum CISV. Grunn hugmynd þeirra búða er að ef þú átt vini í öðru landi þó svo það sé ólíkt þínu  þá langar þer ekki að fara í stríð við það land í framtíðinni. Búðirnar hafa haft mikill áhrif á mig og alltaf ef eitthvað gerist í þeim löndum sem vinir mínir búa þá kanna ég málið. Því mér stendur ekki á sama ða ísraelskur vinur minn hafi verið þvingaður í herinn eða fá ekki fréttir af egypskum vinkonu minni í fleiri vikur þegar ég veit að skólinn hennar er staðsettur nálægt frelsistorginu eða þegar lestinn sem vinur minn á spáni tekur reglulega fer útaf teinunum.
alvöru byssa
Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært er að til þess að geta unnið að friði þá þarf maður að byrja á sjálfum sér það er mun erfiðara að fá aðra til þess að gera eitthvað sem maður fylgir ekki sjálfur. Eins og áður segjir þá er mjög auðvelt að lifa við frið á íslandi og því er mjög auðvelt að vera friðarsinni á íslandi. Fyrir nokkrum árum tók ég til dæmis þá ákvörðun að leika mér aldrei að vopnum þá sérstaklega ekki byssum þó svo leikurinn  gangi ekki út á það að "drepa" aðra. Mjög vinsælt hópefli hjá ungu fólki í dag er Paint ball og Lazer-tag  leikir sem ganga út á að skjóta hitt liðið og safna stigum. Þegar hópar sem ég tengist inn í hafa  farið í slík hópefli hef ég einfaldlega sleppt því að fara stundum hefur þetta auðvitað uppskorið spurninngar og mér hefur verið bent á að það sé á mína ábyrgð að missa af fjörinnu. En ég sé bara ekkert fjör í því að leika mér í stríðsleikjum.
Leikfangabyssa

Svo eru það rökin sem oft koma inn í þessa umræðu að þð að leika ser með byssur sé ekki lærð hegðun og börn sem fái ekki slík leikföng finni sér bara eitthvað annað til þess að gera vopn úr  spítur eða noti höndina. Varla hafa börnin fæðst með þá hugsun að það sé eðlilegt að leika sér með byssur eins og þau fæðast ekki með þá hugsun að það sé eðliegt að leika sér með dúkkur þetta er allt lært svo afhverju að kenna barninu þínu að skjóta á aðra í stað þess að kenna því að knúsa aðra?



 Vona að þið eigið góðan friðardag
-Bláklukka



föstudagur, 13. september 2013

Orðinn hjólandi innflytjandi

Þá er ég komin til Amsterdam og er bara að fíla það. það er haust og mun berta veður en hefur verið í allt sumar á íslandi
Við erum flutt inn í þessa fínu íbúð í stórri blokk sem heitir Langswater. íbúðin er leið með öllu innbúi og þa er verið að meina öllu sængum, sængurverum og myndum, þvottagrind og ýmsu dótarí frá fyrrum eigendum. Því miður passar fæst af þessu okkar og því leið okkur ekki alveg eins og við ættum heima herna. Því fórum við mamma svaðilför í ikea á þriðjudaginn að sjálfsögðu týndumst við á leiðinni þangað og enduðum að eitthverrju ástæðum á mac donalds og var þetta í 26 skiptii sem ég fer þangað er farið að gruna að þeim ferðum fari að fjölga þótt mér finnist Burger king betri.
En við loks römbuðum við í ikea og þessi verslun er ekkert lítill það tók okkur 4 tíma að fara í gegn að vísu vorum við að versla fullt. Svo kom að því að borga og þá fundum við ekki kassa þar sem maður gat fengið afgreiðslu svo við fórum á sjálfsafgreiðslu kassa. Sem hefur verið ansi skrautleg sjón en hófst á endanum og þá voru öryggisverðirnir farnir að gefa okkur óvinalegt auga. Eftir þessi átök ákváðum við að fá okkur ís ég fer í sjoppuna og greiði þá og þá er mér rétt 2 vöffluform þannig ég áttaði mig svo á að ég ætti að gera ísinn sjálf þá hófst leitin að ísvélinni hún fannst eftir smá leit þá fór ég að ýta á alla möguleika takka og ekkert virkaði svo sá ég handfang ofan á vélinni sem ég  togaði upp þá kemur þessi voða legi hávaði eins og fullt af lofti væri að fara út og rosalegt píp og svo sé ég að það er fjöldi fólks að stara á mig. Svo kemur kona sem var að versla til mín og segjir mér að setja  myntina sem  ég fékk þegar ég greiddi fyrir ísinn í velina og svo ýta á takkana. Eftir að ég vissi það gekk þetta allt ljómandi vel. Og nú er íbúðin okkar farinn að vera aðeins meira hómí og svo tók ég líka upp úr kassanum mínum í gær með dótinu að heiman.
tómatahnífar í körfu  so safe 

Í gær fórum við mamma á markóska veitingastaðinn sem er á horninu hjá okkur til þess að fara á netið þar sem við vorum ekki kominn með það heima fengum það í gærkvöldi við erum að vísu næstum einu viðskipta vinir þessa staðar og ítreka þeir við okkur í hvert skipti sem við komum að við séum alltaf velkominn og eigandinn bað okkur upp á te og tíramísú á mánudagskvöldið. svo eftir hádegi fórum við  að versla inn hitt og þetta sem okkur fannst vanta fyrir okkur það mun taka smá tíma að venjast því að geta farið í H og M sem og aðar búðir næstum hvenar sem er og maður þurfi ekki að kaupa hálfa búðina í einu eins og íslendingar eiga það til að gera.
 .Svo í gærkvöldi eldaði ég grænmetisbuff gerð úr sætri kartöflu og baunum. sem tókst bara ansi vel.
Svo þegar við fengum nettenginu í gærkvöldi þá gat ég byrjað í fjárnáminu við fengum þær upplýsingar að það myndi taka viku að fá internet en það þýðir víst 3 dagar  þeir segja bara vika til þess að maður verði ekki fyrir vonbrigðum.eitthvað annað en á íslandi þar sem vika þýðir tvær.

í Staadhus að skrá okkur 
í gær hjóluðum við mamma svo niður í bæ sem eru 10 kílometrar (virðast vera svona 4 ). Ég er enn að venjast allri þessari hjóla umferð og þar sem ég er með nánst enga hliðarsjón á er ég í sífellu  næstum búinn að hjóla á folk kannski ég fái með hliðarspegla til hjálpar. Niðri í miðbæ hittum við pabba og fórum við í stadhuis(ráðhúsið) að skrá okkur sem íbúa í landinu reyndar átti mamma og ég ekki að fá tima fyrr en í október en þar sem  pabbi er í háskólanum þá matti hann skrá sig fyrr og ákvað að prófa að taka okkur með. Skráningin tók  um tíu mín þegar við fundum rétta staðinn og 2 af þeim fóru í að tala við okkur 8 í að ljósrita og eitthvað stuff reyndar fór mikill tími í að skoða vegabréfin okkar þar sem islenskvegabréf eru með fleiri öryggisatriðum en aðrar þjóðir því að íbúar landsins eru svo fáir að það er  þægilegt að gera alls konar tilraunir með vegabréfin,
nýja bókasafnskorið :)
Við föttum ekki alveg af hverju við þurftum að panta tíma fyrir þetta þar sem þetta virtist ekki vera mikið mál en það er víst þannig sem virkarað vera innflytjandi það er alltaf vesen, Reyndar minna vesen því við erum frá  íslandi það er vanalega algjör lúxus að vera  frá íslandi,

Eftir skráninguna fórum við að leita að tungumálaskóla sem ég er að pæla í en fundum hann ekki það ruglar okkur smá að það eu vanalega 2 götur með sama nafni nema önnur heitir nýja eitthva sérstaklega ef þær liggja við síki. Svo fórum við á bókasafnið það er bar in á bókasafninu soldið spes en ég fékk bókasafnskort þar sem það er frítt fyrir fólk undir 19 ára plús fyrir mig nú get ég dempt mér í hollensku bókmenntirnar voðalega spennandi spurning um að læra hollensku fyrst.Fyrsta skrefið  í hollensku námi fjölskyldunar er að við höfum hengt upp um alla íbúð post it miða með hollensku orðunum yfir hina ýmsu hluti.
Svo sýdi pabbi okkur mun skemmtilegri leið heim úr miðbænum í gærkvöld sem liggur í gegnum almennings garða  og mun færri umferðaljós heldur en í okkar leið svo enduðum við í kínversku búðinni her í götunni sem er með næstum allt til sölu fyrir himilið meðal nannrs gífurleg fallegar hárkollur sem við mamma mátuðum gasalega smart .



Hafið þið það sem best
-bláklukka







miðvikudagur, 4. september 2013

Áhugamál mín eru ÖLL skammstöfuð þau heita ekki svona undarlegum nöfnum. URKÍ-H ,CISV,SÚFÍog UMH

Nú eru aðeins fjórir dagar í að ég fari út  og það muna verða fimm stút fullir dagar af hinum ýmsu hlutum. líkt og síðustu dagar hafa verið hjá mér.Nema síðasti föstudagur þá gerði ég nákvæmlega ekki neitt það er líka ljúft svona af og til.
Uppáhalds iðja mín í URKÍ-yfirlið

Fimmtudagurinn fór í að starta URKÍ -H um morgunin fór ég út á álftanes að kynna URKÍ þar að segja þegar ég komst loksins þangað með strætó, Strætó að því virðist ganga á álftanes þegar honum sýnist.Frekar gaman að koma í nýjan grunnskóla að kynna éger orðin svo vön því að kynna í grunnskólum Hafnarfjarðar að ég kann þá alla að verða utan af en það má ekki segja sömu sögu um Grunnskóla Álftanes þar sem það tók mig tíu mín að finna skrifstofuna. En að kynningunni lokinni þá fór ég inn í Hafnarjarðardeild til þess að klára að undirbúa kynningu um rauða krossinn í Víðistaða kirkju fyrir fermingabörn og skrifa undir fundargerð af mínum síðasta fundi í Stjórn í bili allavega. Um fjögurleitið fæ ég símtal frá séra Braga í Víðistaðakrkju sem spyr hvort við séum ekki að koma að kynna þá hafði hann beðið okkur um að koma á vitlausum degi  og því héldum við ða þetta væri á föstudeginum en var í raun á fiimmtudegi.
snillingarnir í URKÍ-H
Ég og Arndís Embla náðum að redda þessu á síðustu stundu og mættum með kynningu sem var að stórum hluta bara sýning  á myndböndum tengdum Rauða Krossinum kemur þá ekki í ljós að ekki var hægt að tengja hljóð við myndina svo ég varð að kjafta um rauða krossinn eftir minni í korter í stað þess að hafa flotta kynningu í fjörtíu mín.Loks var fyrsti fundur URKÍ -H um kvöldið og mættu flestar helstu krúttbombur hafnarfjarðar hressar eftir sumarið því miður komast ekki yngri stelpurnar næsta fimmtudag til þess að kveðja mig svo ég fékk meiri háttar knús frá þeim í lok fundar.Það er alveg heint merkilegt hvað mér þykir vænt um  krakkana sem  mæta í starfið þau eru öll svo ólíkir og                                                                                      spennandi karakterar.
Ein af myndatökumyndum
Um helgina kom ég mér loksin í það að versla skólabækur bunkinn er minni þessa önnina en oft áður en mikið ber á skáldsögum í kilju formi. Þetta mun greinilega vera mikill lestar vetur.
Einng fór ég í mat til ömmu og afa hans Hansa en amma hans er einmitt CISVari og staffaði með pabba auk þess sem mamma hans Hansa Magga og Móðursystir Ellý voru með pabba í búðum þegar þær voru JCs auk þess sem þau voru saman í SÚFÍ.(Sorry fólk sem talar ekki  CISV ). Svo fór ég til minna ömmu og afa í hfj á sunnudag og hitti þar litlu krúttbombu frændsystkynin Mirru,Ingu Fríðu og Kára.

í þessari viku er ég búinn að hringja eitthvern óran af símtölum fara tvisvar út að borða með tveimur mismunandi vina þyrpingum og skemmta mér vel bæði kvöldin. Svo fengum við vinkonurnar loksins að sjá myndirnar úr myndatökuni sem við fórum í , í ágúst og kou þær bar  nokkuð vel út.

Svo er það bara að pakka endanlega í töskurnar ,mæta í eins og eitt stykki brúðkaup og fljúga svo árla mánudags morguns til pabba og mömmu í Amsterdam :)

Þangað til næst
-Blaklukka