En mínir ástkæru foreldrar keyra af stað eftir viku, nei þau eru ekki vitlaus og halda að þau geti keyrt frá Íslandi til Niðurlanda þau ætla með skipi nánar tiltekið Norrænu.
Við erum ekki enn kominn með húsnæði úti en það mun komast á hreint þegar þau eru kominn út.
Næstu viku þá mun ég flytja að heiman um stund. Svo næsta mánuðinn verð ég á flakki um ísland samt aðallega höfuðborgarsvæðið á milli húsa hjá mínum frábæru vinum.

Ég er næstum búinn að pakka niður öllu mínu fararteski límdi meira að segja rennilásinn á ferðatöskunni minni saman með tonnataki áðan og mér finnst frekar tómlegt að hafa ekki fullt af drasli í kringum mig. En það verður bara að hafa það.
Fyrir þá sem ekki vita þá er pabbi minn að fara í mastersnám í þróunarfræði við Háskólann í Amsterdam. Mamma er að stefna að því að skrifa mastersritgerð í bókmenntafræði.
Og ég ....... Það verður bara að koma í ljós :) heppna ég að eiga áhugamál sem eru alþjóðleg svo ég er að hugsa um að kynna mér CISV og Rauða Krossinn í nýju landi.Svo fæ ég að upplifa það að þurfa ekki að hjóla upp í móti í heilt ár.Svo væri rosalega gaman að fá að læra hollensku sem mér finnst hljóma skemmtilega mikill blanda af rosa mörgum tungumálum. En aðallega ætla ég að lifa fyrir stundina sem er að líða og taka á móti framtíðinni með brosi.
Ég er bara orðinn frekar spennt fyrir nýjum ævintýrum.
Goede tijden
Blaklukka
Engin ummæli:
Skrifa ummæli