fimmtudagur, 29. ágúst 2013

Hey ég er enn þá hérna (þó svo að allir aðrir séu farnir )

Jæja nú eru allir fjöskyldumeðlimir farnir af landi brott en Hekla fór út til Svíþjóðar á sunnudaginn.Ég hélt að hún færi á föstudag svo ég var ekkert að flýta mér í að kveðja hana en við skelltum okkur á kaffihús saman á menninganótt sem var á laugadaginn.
Fyrri part dags var ég að vekja athygli á aðstæðum flóttamann í Sýrlandi í flóttamannaskýli í fógetagarðinum og komst í fréttir stöðvar 2 fyrir vikið. Reyndar var skýlið sem átti að sýna hvernig flótta menn lifa mjög ríkmannlegt  og fengu við þær upplýsingar frá sýrlenskum flóttamanni  að aðeins ríkustu fjölskyldur myndi lífa svona og það var þegar fólk var að byrja að flýja fyrir bráðum tveimur árum síðan.


Næstu viku verður fullt að gera hjá mér þar sem ég hef meiri tíma til umráða en fólk sem er í skóla svo ég fór og kynnti ungmennaráð fyrir öllum nemendum í unglingadeildum  og var svoleiðis búinn í hálsinum.En vonast til þess að þetta hafa kveikt áhuga hjá eitthverjum að sækja um í ráðinu.
Svo í dag fórum ég og Krissa í viðtal hjá fréttum stöðvar 2 annað skipti hjá mér í þessari viku. um afleiðingar eineltis og hvernig mætti taka betur á einetismálum þá sérstaklega í grunnskólum.
Svo var minn síðasti Ungmennaráðsfundur í gærkvöldi efti þriggja ára setu í ráðinu sem fulltrúi.Það er svo sannarlega starf sem hefur elft mig og bætt mikið í gegnum tíðina.

Eftir dágóða leit hjá foreldrum mínu fundu þau íbúð sem hentar okkur reyndar er þetta íbúðin sem þau skoðuðu næstum fyrst en er það ekki eiginlega alltaf þannig það sem þú skoðar fyrst er rétta valið.

Nú fer dvöl minni i litlu kjallaraskonsunni að ljúka en við erum í augnablikinu fjögur í þessari íbúð. Þrjú mennsk og svo hann Loki labrador sem er orðinn ástfanginn af mér og finnst voða spennó að koma upp í til mín að kúra sem væri mjög kósý ef sófinn myndi rúma okkur bæði á sama fleti.

Ég segji bara bæ í bili góðar stundir


Engin ummæli: