Ég kláraði að vinna í gær og er því kominn í sumarfrí yay svona á sama tíma og allir byrja í skólanum að nýju. Ég ætla að nýta tímann framm að burtför í að klára hitt og þetta, ganga frá lausum endum og byrja spinna nýja sem ég mun vinna að úti. Ég er loksins búinn að velja mér skóla til þess að taka fjarnám frá og varð Fjölbraut í Ármúla fyrir valinu og stefni ég að því að taka áfanga í sögu,íslensku og ensku.
Við Guðný Þóra eyddu helginni saman í að breyta herberginu hennar þar sem ég fékk hana til þess að geyma rúmmið mitt meðan ég er úti. Ég fékk það fylilega staðfest að Guðný er mun berti en ég í að sanka að sér dóti og endur nýja ekki svo við fylltum 3 stóra kassa af dóti sem henni var óþarft í tiltektinni. Á föstudag fórum við vinkonurnar svo í myndatöku hjá ljósmyndara sem að við höldum heppnaðist bara þokkalega.
Svo í morgun fór ég með Guðnýju í blóðbankan þar sem hún gaf blóð ég hefði viljað gefa með henni en ég uppfylli ekki um það bil 10 af þeim atriðum sem þarf að uppfylla til þess að mega gefa þangað til ég má gefa ef það verður þá verð ég bara að hvetja heilbrigða einstaklinga til þess að gefa allir að skella sér í blóðbankann það eru forréttindi að geta hjálpað öðrum með svona einföldum hætti.
http://blodbankinn.is/forsida/
Nú er líka URKÍ-H að fara afstað og ætla ég að vera tölvupósta master þennan veturinn frá amsterdam einnig tók ég að mér að sjá um auglýsingar og kynningar þar sem ég á erfitt með að sleppa takinu frá þessu frábæra starfi sem hefur gætt líf mitt svo mikilli gleði síðustu 5 ár.
hér er linkurinn að auglýsingamyndbandinu sem við gerðum fyrir þetta starfs ár.
http://www.youtube.com/watch?v=ISccSpe241M
Annars mun þessi vika fara í að gera hitt og þetta þar sem það er margt sem ég þarf að útrétta sem ég et ekki gert fyrr en í næstu viku. Reyndar fattaði ég í áðan að ég vissi hvorki hvar vegabréfið mitt væri né hvar ég ætti lögheimili þessi uppgötvun olli mér svo mikilum áhyggjum að ég hringdi í Pabba alla leið til Amsterdam til þess að fá þetta á hreint. Komst að því að vegabréfið mitt er hjá Afa og ég er með lögheimili á íslandi gaman að því ,
Pabbi og mamma komu sem sagt til amsterdam í gærkvöldi og fengu rigningu við fyrstu kynni og eru þessa stundina að leigja stúdio íbúð af eitthverjum gæja í Hjaltalín þar til að þau finna álitlega íbúð til þess að búa í.
Nú kveð ég í bili
Góðar stundir
Bláklukka
Engin ummæli:
Skrifa ummæli