fimmtudagur, 29. ágúst 2013

Hey ég er enn þá hérna (þó svo að allir aðrir séu farnir )

Jæja nú eru allir fjöskyldumeðlimir farnir af landi brott en Hekla fór út til Svíþjóðar á sunnudaginn.Ég hélt að hún færi á föstudag svo ég var ekkert að flýta mér í að kveðja hana en við skelltum okkur á kaffihús saman á menninganótt sem var á laugadaginn.
Fyrri part dags var ég að vekja athygli á aðstæðum flóttamann í Sýrlandi í flóttamannaskýli í fógetagarðinum og komst í fréttir stöðvar 2 fyrir vikið. Reyndar var skýlið sem átti að sýna hvernig flótta menn lifa mjög ríkmannlegt  og fengu við þær upplýsingar frá sýrlenskum flóttamanni  að aðeins ríkustu fjölskyldur myndi lífa svona og það var þegar fólk var að byrja að flýja fyrir bráðum tveimur árum síðan.


Næstu viku verður fullt að gera hjá mér þar sem ég hef meiri tíma til umráða en fólk sem er í skóla svo ég fór og kynnti ungmennaráð fyrir öllum nemendum í unglingadeildum  og var svoleiðis búinn í hálsinum.En vonast til þess að þetta hafa kveikt áhuga hjá eitthverjum að sækja um í ráðinu.
Svo í dag fórum ég og Krissa í viðtal hjá fréttum stöðvar 2 annað skipti hjá mér í þessari viku. um afleiðingar eineltis og hvernig mætti taka betur á einetismálum þá sérstaklega í grunnskólum.
Svo var minn síðasti Ungmennaráðsfundur í gærkvöldi efti þriggja ára setu í ráðinu sem fulltrúi.Það er svo sannarlega starf sem hefur elft mig og bætt mikið í gegnum tíðina.

Eftir dágóða leit hjá foreldrum mínu fundu þau íbúð sem hentar okkur reyndar er þetta íbúðin sem þau skoðuðu næstum fyrst en er það ekki eiginlega alltaf þannig það sem þú skoðar fyrst er rétta valið.

Nú fer dvöl minni i litlu kjallaraskonsunni að ljúka en við erum í augnablikinu fjögur í þessari íbúð. Þrjú mennsk og svo hann Loki labrador sem er orðinn ástfanginn af mér og finnst voða spennó að koma upp í til mín að kúra sem væri mjög kósý ef sófinn myndi rúma okkur bæði á sama fleti.

Ég segji bara bæ í bili góðar stundir


mánudagur, 19. ágúst 2013

Frá þessari sem veit ekki lögheimili sitt

Nú er ævintýrið hafið fyrir alvöru því á þriðjudaginn síðasta flutti ég inn til Gunndísar og Hansa og auðvitað Loka.í litla bílskúrskjallara skonsuna þeirra sem er mjög vel falin í kópavoginum,reyndar svo vel að ég á enn í erfiðleikum með að rata heim til min eða þá út úr hverfinu en þetta er allt að koma þegar ég flyt út þá verð ég orðinn snillingur í að rata um gamla bæinn í kópavogi.
Ég kláraði að vinna í gær  og er því kominn í sumarfrí yay svona á sama tíma og allir byrja í skólanum að nýju. Ég ætla að nýta tímann framm að burtför í að klára hitt og þetta, ganga frá lausum endum og byrja spinna nýja sem ég mun vinna að úti. Ég er loksins búinn að velja mér skóla til þess að taka fjarnám frá og varð Fjölbraut í Ármúla fyrir valinu og stefni ég að því að taka áfanga í sögu,íslensku og ensku.

Við Guðný Þóra eyddu helginni saman í að breyta herberginu hennar þar sem ég fékk hana til þess að geyma rúmmið mitt meðan ég er úti. Ég fékk það fylilega staðfest að Guðný er mun berti en ég í að sanka að sér dóti og endur nýja ekki svo við fylltum 3 stóra kassa af dóti sem henni var óþarft í tiltektinni. Á föstudag fórum við vinkonurnar svo í myndatöku hjá ljósmyndara sem að við höldum heppnaðist bara þokkalega.

Svo í morgun fór ég með Guðnýju í blóðbankan þar sem hún gaf blóð ég hefði viljað gefa með henni en ég uppfylli ekki um það bil 10 af þeim atriðum sem þarf að uppfylla til þess að mega gefa þangað til ég má gefa ef það verður þá verð ég bara að hvetja heilbrigða einstaklinga til þess að gefa allir að skella sér í blóðbankann það eru forréttindi að geta hjálpað öðrum með svona einföldum hætti.
http://blodbankinn.is/forsida/

Nú er líka URKÍ-H að fara afstað og ætla ég að vera tölvupósta master þennan veturinn frá amsterdam einnig tók ég að mér að sjá um auglýsingar og kynningar þar sem ég á erfitt með að sleppa takinu frá þessu frábæra starfi sem hefur gætt líf mitt svo mikilli gleði síðustu 5 ár.
hér er linkurinn að auglýsingamyndbandinu sem við gerðum fyrir þetta starfs ár.
http://www.youtube.com/watch?v=ISccSpe241M

Annars mun þessi vika fara í að gera hitt og þetta þar sem það er margt sem ég þarf að útrétta sem ég et ekki gert fyrr en í næstu viku. Reyndar fattaði ég í áðan að ég vissi hvorki hvar vegabréfið mitt væri né hvar ég ætti lögheimili þessi uppgötvun olli mér svo mikilum áhyggjum að ég hringdi í Pabba alla leið til Amsterdam til þess að fá þetta á hreint. Komst að því að vegabréfið mitt er hjá Afa og ég er með lögheimili á íslandi gaman að því ,
Pabbi og mamma komu sem sagt til amsterdam í gærkvöldi og fengu rigningu við fyrstu kynni og eru þessa stundina að leigja stúdio íbúð af  eitthverjum gæja í Hjaltalín þar til að þau finna álitlega íbúð til þess að búa í.

Nú kveð ég í bili
Góðar stundir
Bláklukka

mánudagur, 12. ágúst 2013

bergmálandi tómt hús og skemmtilegar upppákomur

Nú er allt að tæmast hérna hjá okkur á Lækjarkinn og farið að bergmála svona skemmtilega víðsvegar um húsið og það hefur sjaldan verið svona lítið af tilgangslausu drasli í kringum völuna .
Fyrir utan þessi 2 herbergi sem leigjendurnir eru nú þegar fluttir innan í  þeim herbergjum hefur sjaldan verið jafn mikið af dóti.
Húsgagna úrvalið úti á götu 
Pabbi,ég og mamma á gaypride
Síðast liðnar vikur hafa nokkuð reglulega staðið húsgögn,föt og annað innbú úti á götu hjá okkur ýmist til sölu eða gefins fer eftir hversu vænt um hlutina okkur þótti og hversu flottir okkur þykja þeir vera.um helgina losuðum við okkur við nokkur húsgögn en á laugardagskvöldið k stóðu hlutir á gömlu sjónvarpsborði úti. Fótbolti,blómavasi,kritar frítt skiltið okkar og fleira. Þegar ég fór að sofa klukkan 2 þá stóðu þeir þarna úti en klukkan 8 í morgun voru þeir farnir. Einhver hefur fundið þörf fyrir að fá nokkra hluti í innbú sitt á laugadagsnóttu gaman að því.
bugun eftir gay pride 
Annars var tekinn pása smá  frá flutningum á laugadag til þess að taka þátt í Gleðigöngunni og voru 3 meðlimir fjölskyldunar sem tóku þátt í atriði. Pabbi og mamma með aðstandendum hinseigin fólks  og ég með URKÍ  og höfðum öll gaman af. Svo fór ég á gay pride djamm um kvöldið og eyddi algjörlega allri minni orku,


Síðustu tvö kvöld hafa svo farið í að kveðja ættingja við fórum í matarboð til  Ömmu og Afa í föðurætt í gær þar sem mamma,pabbi og Hekla kvöddu ættina. Já Hekla er sem sagt að flytja til Malmö í Svíþjóð þar sem hún ætlar að læra Friðar og Átakafræði ,spennó spennó. Aðal djókurinn hjá pabba þessa dagana er að við fjölskyldan ætlum öll að prófa einstaklingsaðeild í evrópusambandið í mismunandi löndum.
Svo fórum við ég ,pabbi og mamma til ömmu og afa hérna í hafnarfirði í kvöldmat í kvöld en þar sem bræður mömmu búa allir í hafnarfirði hafa þær fjölskyldur bara droppað inn og kvatt þau.
Ég á eina viku eftir í vinnuni á leikjanámskeiðinu og þessa vikuna er ég að vinna sem stuðningur með nýju litlu síglöðu vinkonu  minni henni Kristjönu sem er með Willams heilkenni (google it),það er skemmtilega öðruvísi að vinna með henni og ég hugsa að ég gæti alveg hugsað mér að vinna sem stuðningsfulltrúi einhvern tímann.
Hún talr mjög óskýrt svo ég var i smá tíma að reyna skilja hana komst síðan að því að hún talar spænsku,ensku og íslensku í bland þar sem  mikill Dora Explorer aðdáandi  þar á ferð .
Packing master !
Banana kassinn góði
7 ára CISV pökkunar reynsla hefur komið sér mjög vel fyrir mig þar sem mér tókst að pakka öllum fataskápnum mínum  og snyrtidóti ofan í miðlungs stóra ferða tösku og eiga enn pláss. Einstaklega stolt af þessu afreki reyndar pakkaði ég fyrir viku síðan en fattaði svo að ég gæti ekki verið nakinn næsta mánuðinn svo ég brá á það ráð að taka frá nokkarar flíkur til þess að klæðast meðan ég er  á  milli eiginlegra heimila og skella þeim ofan í bananakassa ásamt öllu öðru sem ég mun nota á íslandi næsta mánuðinn. Svo nú má næstum segja að aleiga mín sé einn bananakassi.Frekar nett þegar það er svona by choice held að ég væri ekki til í að vera í þennig aðstöðu fyrir alvöru.En væri svo sannarlega til í að hjálpa sem flestum að komast úr slíkum aðstæðum.
Nú ætla ég að fara skella mér í að loft tæma sængur og kodda með ryksugunni og fara svo að njóta þéss að sofa í síðasta sinn í þessu húsi sem ég hef búið í stærstan part af minni ævi.
Blaklukka




sunnudagur, 4. ágúst 2013

Vala fer á flakk. (allavega næsta mánuðinn)

Nú er bara rúmur mánuður í að ég flytji út til Amsterdam þann 9.september.
En mínir ástkæru foreldrar keyra af stað eftir viku, nei þau eru ekki vitlaus og halda að þau geti keyrt frá Íslandi til Niðurlanda þau ætla með skipi  nánar tiltekið Norrænu.
Við erum ekki enn kominn með húsnæði úti en það mun komast á hreint þegar þau eru kominn út.
 Næstu viku þá mun ég flytja að heiman um stund. Svo næsta mánuðinn verð ég á flakki um ísland samt aðallega höfuðborgarsvæðið á milli húsa  hjá mínum frábæru vinum.
Leigjendurnir af húsinu eru nú þegar fluttir inn að hluta og eru þessa stundina að byggja gróðurhús í garðinum og ræða að þau ætli að borða fisk og brokkoli í kvöld alveg hreint yndislegt.
Ég er næstum búinn að pakka niður öllu mínu fararteski límdi meira að segja rennilásinn á ferðatöskunni minni saman með tonnataki áðan og mér finnst frekar tómlegt að hafa ekki fullt af  drasli í kringum mig. En það verður bara að hafa það.
Fyrir þá sem ekki vita þá er pabbi minn að fara í mastersnám í þróunarfræði við Háskólann í Amsterdam. Mamma er að stefna að því að skrifa mastersritgerð í bókmenntafræði.
Og ég ....... Það verður bara að koma í ljós :) heppna ég að eiga áhugamál sem eru alþjóðleg svo ég er að hugsa um að kynna mér CISV og Rauða Krossinn í nýju landi.Svo fæ ég að upplifa það að þurfa ekki að hjóla upp í móti í heilt ár.Svo væri rosalega gaman að fá að læra hollensku sem mér finnst hljóma skemmtilega mikill blanda af rosa mörgum tungumálum. En aðallega ætla ég að lifa fyrir stundina sem er að líða og taka á móti framtíðinni með brosi.
Ég er bara orðinn frekar spennt fyrir nýjum ævintýrum.
 Goede tijden
Blaklukka