Nú er allt að tæmast hérna hjá okkur á Lækjarkinn og farið að bergmála svona skemmtilega víðsvegar um húsið og það hefur sjaldan verið svona lítið af tilgangslausu drasli í kringum völuna .
Fyrir utan þessi 2 herbergi sem leigjendurnir eru nú þegar fluttir innan í þeim herbergjum hefur sjaldan verið jafn mikið af dóti.
 |
Húsgagna úrvalið úti á götu |
 |
Pabbi,ég og mamma á gaypride |
Síðast liðnar vikur hafa nokkuð reglulega staðið húsgögn,föt og annað innbú úti á götu hjá okkur ýmist til sölu eða gefins fer eftir hversu vænt um hlutina okkur þótti og hversu flottir okkur þykja þeir vera.um helgina losuðum við okkur við nokkur húsgögn en á laugardagskvöldið k stóðu hlutir á gömlu sjónvarpsborði úti. Fótbolti,blómavasi,kritar frítt skiltið okkar og fleira. Þegar ég fór að sofa klukkan 2 þá stóðu þeir þarna úti en klukkan 8 í morgun voru þeir farnir. Einhver hefur fundið þörf fyrir að fá nokkra hluti í innbú sitt á laugadagsnóttu gaman að því.
 |
bugun eftir gay pride |
Annars var tekinn pása smá frá flutningum á laugadag til þess að taka þátt í Gleðigöngunni og voru 3 meðlimir fjölskyldunar sem tóku þátt í atriði. Pabbi og mamma með aðstandendum hinseigin fólks og ég með URKÍ og höfðum öll gaman af. Svo fór ég á gay pride djamm um kvöldið og eyddi algjörlega allri minni orku,
Síðustu tvö kvöld hafa svo farið í að kveðja ættingja við fórum í matarboð til Ömmu og Afa í föðurætt í gær þar sem mamma,pabbi og Hekla kvöddu ættina. Já Hekla er sem sagt að flytja til Malmö í Svíþjóð þar sem hún ætlar að læra Friðar og Átakafræði ,spennó spennó. Aðal djókurinn hjá pabba þessa dagana er að við fjölskyldan ætlum öll að prófa einstaklingsaðeild í evrópusambandið í mismunandi löndum.
Svo fórum við ég ,pabbi og mamma til ömmu og afa hérna í hafnarfirði í kvöldmat í kvöld en þar sem bræður mömmu búa allir í hafnarfirði hafa þær fjölskyldur bara droppað inn og kvatt þau.
Ég á eina viku eftir í vinnuni á leikjanámskeiðinu og þessa vikuna er ég að vinna sem stuðningur með nýju litlu síglöðu vinkonu minni henni Kristjönu sem er með Willams heilkenni (google it),það er skemmtilega öðruvísi að vinna með henni og ég hugsa að ég gæti alveg hugsað mér að vinna sem stuðningsfulltrúi einhvern tímann.
Hún talr mjög óskýrt svo ég var i smá tíma að reyna skilja hana komst síðan að því að hún talar spænsku,ensku og íslensku í bland þar sem mikill Dora Explorer aðdáandi þar á ferð .
 |
Packing master ! |
 |
Banana kassinn góði |
7 ára CISV pökkunar reynsla hefur komið sér mjög vel fyrir mig þar sem mér tókst að pakka öllum fataskápnum mínum og snyrtidóti ofan í miðlungs stóra ferða tösku og eiga enn pláss. Einstaklega stolt af þessu afreki reyndar pakkaði ég fyrir viku síðan en fattaði svo að ég gæti ekki verið nakinn næsta mánuðinn svo ég brá á það ráð að taka frá nokkarar flíkur til þess að klæðast meðan ég er á milli eiginlegra heimila og skella þeim ofan í bananakassa ásamt öllu öðru sem ég mun nota á íslandi næsta mánuðinn. Svo nú má næstum segja að aleiga mín sé einn bananakassi.Frekar nett þegar það er svona by choice held að ég væri ekki til í að vera í þennig aðstöðu fyrir alvöru.En væri svo sannarlega til í að hjálpa sem flestum að komast úr slíkum aðstæðum.
Nú ætla ég að fara skella mér í að loft tæma sængur og kodda með ryksugunni og fara svo að njóta þéss að sofa í síðasta sinn í þessu húsi sem ég hef búið í stærstan part af minni ævi.
Blaklukka