Nú er ég búinn að búa á heimili án rafmagns og rennandi
vatns í meira en heilan mánuð. Þessar aðstæður eru mun betri en þær hljóma. Svo
ég hef það óskaplega yndislegt með enn yndislegra fólki alla daga og öll kvöld,
eða reyndar ekki öll kvöld því fer að sofa upp úr 9 á kvöldin. En alla daga já.
Meira segja Watta Wati er orðin besta vinkona mín og er ég
spurð reglulega hvort ég sé móðir hennar sem ég er ekki svona ef einhver var að
pæla.
Hassan í trjánum
Á dögunum fórum við fjölskyldan ( Pabbi,mamma, Hassan,
Watta, ég og Jeneba) í ævintýralegtferðalag. Reyndar var MR. Murreison með þar
sem hann bauð sér sjálfur og pabba fannst of vandró að segja að hann mætti ekki
koma.
Ferðinni var heitið í Gola Regnskóginn sem er stærsti
regnskógur í Vestur- Afríku. Skógurinn er í u.þ.b 80 kílómetra fjarlægð frá
Kenema, og eins og maðurinn á skrifstofu Gola saÞar sem Sierra Leone og Líberíu
kemur ekkert svo vel saman.
Ekki nóg með það að vegurinn væri 2svar verri en
Þórsmerkurvegurinn í leysingum þá var farartækið okkar (eitt sinn bifreið)
eitthvað það skrautlegasta sem ég hef kynnst. Við hefðum ekki treyst þessum til
frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, En með undraverðum hætti komumst við alla leið
og til baka. Í fyrsta lagi voru enginn belti nema í framsætunum sem var í agi
þar sem fólk hér veit hvort sem er ekkert hvernig þau virka. í öðru lagi voru
göt á hínum ýmsu stöðum hægt að skoða götuna í gegnum gólfið og önnur
afturhurðin var bara hálf og ekki hægt að skrúfa upp gluggann. Í þriðja lagi
sauð á bílnum á svona 20 mín fresti og annað framm dekkið ásamt dempara datt
bókstaflega af á leiðinni í skóginn. Svo því var bara sparkað undir aftur og
haldið áfram.
Semsagt afar skrautlegur 6 tíma bíltúr með klifrandi barn um
allan bíl nánast allan tímann.
Í skóginum var mjög fínt við reyndum að sja apa en það gekk
lítið, í Gola má finna villtar dýratgundir sem finnast aðeins þarna í heminum
eins og dvergflóðhest og eitaraða froska. Það er skemmst frá því að segja að
við sáum eðeins apa skott og skordýr en það var samt frábært . Okkur þótti
öllum gaman en Hassan var eins og annar drengur þegar hann kom og sást varla
alla ferðina þar sem hann var inni í skógi að kynna sér og skoða. Sannkallað
nátturbarn þar á ferð.
Krió.
Þó svo að flestir hér tali ensku þá eru 1.tungumál flestra mende
eða krio. Mér þótti mjög merkilegt að heyra það að í landi þar sem stór hluti
íbúa fara ekki í skóla séu allir allavega tvítyngdir. Það tala semsagt allir
krio sem er einskonar löskuð enska og svo tala allir tungumál síns þjóðflokks
og í austur hlutanum þar sem við búum er mende fyrsta mál flestra.
Krio er mjög skemmtilegt tungumál sem þróaðist útfrá ensku
af þrælum í Ameriku. Þegar þrælar voru fluttir frá Kanada til Vestur-Afriku af
Bretum varð tungumálið útbreitt. Þar sem
þetta er í raun sú enska sem þrælar pikkuðu upp af enskumælandi fólki þá
byggist málið upp á stikkorðum og þá aðallega í boðhætti. Allan liðlangan daginn
heyrir meður fólk skipa hvert öðru fyrir. Þeir sem þekkja mig vita að mér líkar
afar illa að vera skipað fyrir svo það tók mig smá tíma að venjast þessu.
Einnig er hægt að heyra að í raun er þetta beinþýdd enska úr
öðru tungumáli sem heyrist á mínum uppáhaldssetningum sem ég hef lært og eru :
How did you spend your night? –Hvernig svafstu?
How do you spend your head?-Við hvað fæstu?
Let me go now!- Ég er að fara.
Sumt fólk segir þetta í hvert skipti sem það fer, hvort sem
það sé á klósettið eða í ferðalag.
Að búa í nýjum menningarheimi
Það er svo ótal margt
öðruvísi hér en heima þó er mjög margt sem er eins sem ég bjóst ekki við.
Það eru þessir ótal smáu hlutir sem eru svo ólíkir okkar
menningu.
Hér er allt skólp opið og rusl brennt, Þú getur keypt allt
út á götu og þá er ég að meina allt, t.d. soðið egg eða bíl, Karlmenn leiðast t.d.
til að sýna vináttu. Við pabbi sáum tvo lögregluþjóna leiðast yfir götu um
daginn og vorum að hugsa um að hvetja lögguna á Íslandi að taka þetta upp.
Svo eru líka aðeins stærri hlutir eins og að hér er enginn
millivegur á hlutnum það er bara annað hvort eða. Eins og í sambandi við mat,
ég hef verið að reyna að koma því til skila að ég þurfi ekki kjúkling í matinn
á hverju kvöldi ég sé mjög sátt við það fá þá bara einu sinni í viku og fá sósu
og grænmeti eins og innfæddir heimilismeðlimir fá alla daga. Þetta skilja
Jeneba og Hassan sem svo að mér finnst kjúklingur vondur. Ef mér þætti hann
góður þá myndi ég vilja hann á hverjum degi.
Hér er heimilishaldi algjörlega skipt á milli kynjana. Karlinn
ræður öllu utan heimilisins en konan innan heimilisins og þau skipta sér ekki
af valdisviði hins aðilans og eiga sumir hér mjög erfitt með að skilja að á Íslandi
geti hjón tekið ákvarðanir um hlutina saman. Enn og aftur þá er það annað hvort
eða og ekkert þar á milli.
Hassans skoðun á Íslandi
Hassan tjáði okkur hugsanir sínar um Ísland á dögunum. Svona
í fyrsta lagi hverjum datt þetta nafn í hug, Ísland, það mun alltaf verða
miskilningur með það. Svona fyrst við búum ekki inn í ísklumpum. Svo hver
meikar að búa í landi þar sem eru nánast engin tré því þá hlýtur að vera
endalaus vindur. Þá fór hann að pæla í litla fólkinu hvað kemur fyrir það í miklum
vindi? Fýkur það ekki bara upp í loftið? Og hvað gerum við þegar búðin er lokuð
og við verðum svöng og það er ekkert til í matinn? Við hljótum að svelta því
það eru enginn ávaxtatré. Hverskonar land er það sem þarf að kaupa allt til að
komast af. Svo finnst honum ferlega fyndið að við eldum inni og notum vanalega
rafmagn til þess. Hvað ætlum við að gera þegar það verður rafmagnslaust. Svelta
líka.
Hann hló hér af Íslandi heila kvöldstund og skellir enn öðru
hvoru upp úr þagar hann hugsar um Ísland. Yndislegt.
Ég vildi gjarnan geta skrifað meira en vegna netleysis og
rafmagnserfiðleika og þeirrar ástæðu að ég er sífellt á spani allan daginn og
sé engan tilgang með að hanga í tölvunni sífellt. Fólk veður bara að vera
duglegt að heimsækja mig og bjóða mér í heimsókn þegar ég kem heim svo ég geti
sagt því sögur.
En enda þetta eins og síðast á nokkrum punktum.
-Pabbi ætlar ekki að taka þátt í Mottumars þetta árið. Þar
sem hann er frekar fríki með mottu og er
þegar kallaður Sir/Father/Brother/Dr. Phil.
-Watta Wati er orðin mjög góð vinkona okkar allra þá sérstaklega
matarlega séð.
-Ég er orðin fóstur Mamma og er spurð hvort ég sé mamma
Wöttu reglulega og foreldar mínir fóstur
amma og afi Watty Waty sem bý með okkur. Bendi systrum mínum á að ma og pa eru
orðin spennt fyrir barnabörnum
.
-Ég hef eignast mjög góða vinkonu hér sem heitir Mariame og
býr við hliðina á okkur, hún færir mér u.þ.b 1 kíló af mat á dag úr garðinum
hjá sér.
-Við fórum á ströndina á sunnudag þar var full strönd af
fólki sem var ekki að leitast eftir tani.
-Við erum orðin mjög vön áhættu mótorkrossi sem felst í því
að vera á mótorkrossbraut, sem farþegi á hjóli, sem er afar kraftlaust og með
lélegum ökumanni. Afar stressandi.
-Við erum á kolveitnakúrum og borðum aðeins hvítt brauð, hrísgrjón, kartöflur,
pasta og kók. Svo bjór hjá mömmu og pabba.
-Bláklukkan
1 ummæli:
Takk flotta stelpa, svo gaman og fræðandi að lesa bloggin þín. Þú ert góður penni, hef sagt það aður en góð vísa er aldrei of oft kveðin. Bestu kveðjur til ykkar. rósa
Skrifa ummæli