sunnudagur, 19. janúar 2014

Það er komið að þessu Sierra leone ferðin hefst á morgun!!

Jæja þá er komið að þessu við erum komin til London og fluttum úr íbúðinni okkar í Amsterdam í dag.

 Síðustu dagar hafa farið í það að pakka niður því sem ekki fer með og velja þau föt sem fara með finnst frekar skrýtið að vera pakka niður til þess að flytja en vera samt ekki að fara heim og vera eitthvernvegin ekki heima hjá mér heldur og það hjálpar ekkert í öllu þessu rugli að þurfa bara að pakka smádóti þar sem íbúðin sem við búum í er leigð með gjörsamlega öllu.uppþvottalegi líka. Svo þótt við værum að flytja út í dag þá var íbúðin full af dóti þegar við stungum lyklunum inn um lúguna fyrir næstu leigendur.

Síðasta vika fór þó ekki í að pakka hjá okkur mömmu heldur komu vinkonur okkar í heimsókn og eyddum við því nokkrum dögum í að vera túristar og sýn heim borgina sem og að njóta samveru með þeim og vera túristar. Aftur kom þessi tilfinning að búa hér en vera samt ekki íbúi hérna en samt búa hérna ,wierd stuff sko!! Hef ekki hugmynd hvort einhver veit hvað ég er að meina

En ferðin hingað til London gekk mjög vel þótt það hafi verið smá veen með farangurinn þar sem við megum vera með 46 kíló hvert í fluginu til Sierra Leone en máttum bara vera með 20 kíló í fluginu í dag og litla handfarangurs tösku. En þetta hafðist þökk sé okkar frábæru pökkunarhæfileikum.

Mér finnst mjög skrýtið að vera ferðast á milli landa með einhverjum og þá sérstaklega foreldrum mínum hef ekki gert mikið af því síðustu  7 árin eða bara einu sinni og síðustu 3 ár hef ég bara ferðast tvisvar í flugvél milli landa með einhverjum öðrum og þá var það bara til  aðra leið hina ferðaðist ég ein.
Svo mér þótt algjör lúxus að geta talað við manneskjuna við hliðina á mér og vera ekki á taugum að dreifa smá úr mér og mun svo sannarlega njóta þess enn betur á morgun í okkar langa flugi til Freetown.

Eins og flestir held ég vita þá verðum við ekki í miklu netsambandi næstu mánuði þar sem við erum ekki alveg viss á rafmagninu hjá okkur sérstaklega þar sem það er þurka tímabil. Það er semsagt stöðugra rafmagn í rigningu.
En við tókum með okkur mikið að skrifblokkum og ætla ég að halda dagbók svo þegar  ég kemst á netið þá mun ég reyna að  skella inn smá bloggi um  hvernig gengur hjá okkur og pósta því svo á facebook eins og vanalega svo endilega fylgist með síðunni minni af og til :).
-Bláklukka


1 ummæli:

Sandra Karen sagði...

Ekkert smá spennandi ævintýri!! Hlakka til að heyra frá þér og ykkur og við Akureyringar sendum risaknús :)