sunnudagur, 5. janúar 2014

15 dagar í Sierra leone snilldina :D

 Jæja loksins komið nýtt ár :) 2014.
Hátíðarnar eru búnar að vera góðar þó þær hafi verið með ögn öðru sniði en við fjölskyldan eigum að venjast, systur mínar komu til Amsterdam og voru hjá okkur. Það var það pínu skrýtið að vera í öðru landi en Íslandi en samt heima hjá sér og með alla fjölskylduna hjá sér. Það er líka langt síðan við höfum varið svona miklum tíma saman öll fimm. Þó var ekki brugðið frá öllum venjulegum hefðum því við skypeuðum í jólaboð, fengum hangikjöt og horfðum á skaupið á gamlárs sem byrjaði rétt fyrir miðnætti hér, svo áramótin komu eiginlega svona hálf eitt hjá okkur.
En já nú er nýtt ár gengið í garð og ég er spennt fyrir öllum þeim ævintýrum sem það mun innihalda. Guðný vinkona ætlar að koma í heimsókn 9.jan og vera í 5 daga hjá mér og hlakkar okkur mikið til þess. 
Svo eru aðeins 15 dagar í að Seirra leone ævintýrið mikla hefjist. 


Sierra leone er í Vestur -Afríku.
Við förum héðan frá Amsterdam þann 19.jan til London og fljúgum svo daginn eftir til  Freetown höfuðborgar Sierra leone, þar verðum við í nokkra daga en svo förum við til  Kenema sem er þriðja stærsta borg landsins og þar munum við búa. Þjóðflokkkurinn sem býr á Kenemasvæðinu nefnist Mende og tala þau samnefnt tungumál auk ensku.
Fyrir þá sem ekki vita og eru bara vó ertu að fara til Afríku þá er pabbi sem sagt að fara gera rannsókn á þróun menntunnar
eftir styrjöld og hvaða síðbúnu áhrif stríð hefur á menntun. Það var borgarastyrjöld  í Sierra leone á árunum 1991-2002. Veit ekki alveg hvað hún gekk út á enda er það ekki aðalmálið.
Sjálf mun ég vera sjálfboðaliði við að kenna konum hannyrðar (algjörlega mín sérgrein),ensku  og fleira til þess að þær geti verið sjálfstæðari í samfélaginu.
Mamma mun svo vera í svipaðri sjálfboðavinnu.


Afríku fílar 
Í Sierra leone er víst mikil nátturufegurð og fjölbreytt dýralíf. M.a mikið af öpum og svo má finna stærsta land dýrið sjálfan Afríkufílinn. Hefði ekkert á móti  því að hitta einn svoleiðis. Einng má finna fjöldan allan af skriðdýrum sem ég er ekki alveg eins spennt fyrir.
En því miður eru engir gíraffar :( verð víst að bíða með það  að hitta frjálsan gíraffa eitthvað lengur.

Við erum byrjuð að huga að ýmsu fyrir ferðina, búinn að kaupa moskítónet, velja okkur bækur til að taka með, fara í allar bólusetningar (nema ég fyrir lifrabólgu en fer í hana á morgun) og finna það út að ef maður fer í messu hjá kaþólska prestinum þá er möguleika að hlaða raftæki á sama tíma. Við erum svona að koma okkur í að pakka bæði fyrir ferðina og svo dótinu sem fer ekki með þar sem við þurfum að losa íbúðina sem við búum í núna og finna nýja þegar við komum aftur til baka.
Yfirlitsmynd af Kenema
Nýlega fengum við  svo póst um hvað sé æskilegt að taka með okkur og huga að.   Til dæmis var okkur  bent á að við þyrftum ekki að taka með okkur kerti eins og við ætluðum  þar sem allir noti svo kallaða led lampa á kvöldin. Ég er mjög spennt að vita  hvernig það virkar :). Einnig fengum við mamma svona næstumdress code. Þar sem mamma er gift þá er æskilegt að  hún að klæðast pilsum eða kjólum sem ná niður að kálfum. En ég get gengið í aðeins styttri klæðnaði en helst ekki stuttbuxum. Nema þá bara heima við. Við þurfum líka að kaupa dýnu fyrir mig að sofa á, hérna í Hollandi þar sem það eru aðeins seldar fjölskyldudýnur  í Kenema. Svo vindsæng here I come :). 

Hitinn í Sierra leone er á þessum árstíma er svona á milli 20-30°c allan sólarhringinn, smá munur frá því sem maður hefur vanist í febrúar og mars í gegnum tíðina. Engin þörf á úlpu þetta vorið :), En mun hafa sólarvörnina við höndina.
Við erum kominn með stað til þess að búa á í Kenema og það er skilyrði að ráða kokk til þess að elda fyrir okkur líka. Sem okkur finnst öllum svolítið spennandi tilhugsun.

Við verðum í rúma 2 mánuði úti og förum svo aftur heim til Hollands 6.apríl. Pabbi mun klára námið sitt hér  í júlí .Ég er hins vegar ekki alveg búinn að ákveða hvað ég vil gera framhaldinu, en ætla sækja bæði um vinnu á Íslandi og erlendis í vor og sumar og leyfa svo bara ævintýrunum að ráða för. 

En hvernig sem hlutirnir fara þá mun ég ná að búa í að minnsta kosti þremur mismunandi löndum á árinu. Spennandi það.

Góðar stundir og gleðilegt nýtt ár :)



-Bláklukka

1 ummæli:

Unknown sagði...

Endilega skiljið eftir skilaboð.