sunnudagur, 26. janúar 2014

Ein vika síðan við komum til Kenema.

Jæja þá erum við búinn að vera í Sierra Leone í að verða viku og hefur mér bara orðið kalt einu sinni og það var í morgun ,sólin bjargaði því þó og var kominn 35 stiga hiti klukkustund síðar
Hér er flest frekar  ólíkt því sem maður á að kynnast en þetta er allt að venjast.
Við komum hér síðasta mánudag frá London í hrikalega flottri flugvél hún var skreytt með myndum af stjörnukerfinu að utan. Upplifunin hófst strax í fluginu þar sem við flugum yfir Sahara eyðimörkina og þar sem ég hef aldrei séð eyðimörk með eigin augum þótti mér þetta hrikalega mikilfenglegt.
Flugvöllurinn og ferðin til Kenema
Við lentum á þjóðarflugvelli Sierra Leone um  hálf  fimm síðdegis og við okkur tók 40 stiga hiti og brennheit sól um leið og leið og við komum inn í flugvallarbygginguna þá þurftum við að fylla út eyðublað með öllum helstu persónu upplýsingum og ástæðu þess að við værum að heimsækja landið. Þessu þurfti svo að skila inn í vegabréfseftirlitinu en þar voru tekin fingraför hjá okkur lika og andlitsmynd allt til þess að fá stimpill inn í landið. Að vísu þurfti pabbi líka að borga 10 us dollara til að fá sinn stimpil. Næst tók við að ná í töskurnar sem gekk vel nema mamma varð hrædd við alla ungu mennina sem voru að bjóða ýmislegt til sölu þar sem það hafði verið varað við þeim við okkur. Þegar töskurnar voru fundnar þá þurftum við að fara í gegnum tollinn sem var meira svona gangur merktur A4 blöðum Customs þar átti að láta okkur sýna ofan í töskurnar en þá hvíslaði maðurinn sem lét pabba borga fyrr eitthverju að tollverðinum svo við sluppum við það. Næst tók við bátsferð yfir flóan til Freetown (flugvöllurinn er hinumegin við flóann).Það var mjög freskandi að fara í bátinn eftir allan hitann á flugvellinum. Þetta var pínu lítill bátur sem var troðfullur af fólki og farangri og einhver maður sem hefur verið þarna áður sagði okkur að svona bátur hafði sokkið nýlega mjög hughreystandi að heyra.
Þegar við komum til Freetown tók Henrietta sem við munum búa hjá á móti okkur ásamt dóttur sinni og fylgdi hún okkur á Guesthouseið okkar þar sem okkar beið matur og enn meiri hiti.
Morguninn eftir þá lögðum við af stað í leigubíl til Kenema þar sem við munum búa næstu 2 mánuði og er hinu megin í landinu við Freetown og rúmur 6 tíma akstur. Bílinn var lítll fólksbíll og það var ekki hægt að loka skottinu út af farangri og það þurfti að púsla okkur inn í bílinn til þess að geta komið öllu með.
Á leiðinni sáum við margt forvitnilegt m.a hermann stýra umferð með pálmagreinum, mútanir til að komast í gegnum vegatálma  og rosalega mikið af trjám og svo stundaði Henrietta viðskipti í gegnum bílglugga m.a verslaði hún fugl í matinn vitum ekki alveg hverskonar samt en hann var mjög góður. Fyrir þennan leigubíl greiddi pabbi  500.000 leones eða 15000 íslenskar.
Kenema og húsið okkar
Við búum í frekar stóru húsi og hér búa 4 manneskjur fyrir utan okkur. Það er Henrietta sem er einskonar ráðskona og rekur skóla fyrir einstæðar mæður í húsinu. Svo er það Jeneba sem eldar fyrir okkur og um eins árs dóttir hennar Watta hún fílar okkur ekki enn  og grætur þegar hún sér okkur  og svo Hassan sem hjálpar við ýmislegt eins og fara að versla og þess háttar okkur skilst að hann hafi verið hérna þegar Henrietta flutti inn svo hún leyfði honum að vera. Svo er það sérvisku kötturinn Mimi og svo bjuggu hér 2 hressar hænur þegar við komum.                                                                                    

Fólk hér í Kenema er mjög vinalegt og er að það siður að heilsa fólki með því að spyrja hvernig það hafi það. Svo eru mjög margir sem hafa sjaldan séð hvítt fólk og stelst til að snerta okkur í laumi bæði börn og fullorðnir. Börnin gera það að vísu ekki laumulega heldur gefa manni five eða hlaupa í fangið hjá pabba þá sérstaklega lítil stelpa sem býr hér út á horni sem kemur hlaupandi á móti pabba í hvert skipti þegar við komum framhjá. Einng kalla krakkar oft á eftir okkur "puntje" og hlægja. Puntje þýðir semsagt hvítingi.

Matur og húsverk

Það hefur verið svolítið erfitt að venjast því að þurfa ekki að gera nein húsverk eða sinna eldamennsku þar sem við erum með fólk vinnu við að gera þessa hluti fyrir okkur og ef við gerum þá þð erum við að taka vinnu frá þeim. Flest sem við höfum borðað og drukkið hér hefur verið mjög gott. Venjulegur morgunmatur hér er annað hvort brauðbollur með ýmist hnetusmjöri rjómaost  eða sardínum á      ( en sardínur eru eitt af fáu sem ég get ekki borðað.svo ég sleppi þeim) eða eggjakaka og steiktir bananar í pylsubrauði. Í hádegis og kvöldmat er svo mjög algengt að borða grænmetið yam (sem er eins og blanda af sætri og venjulegri kartöflu) með ýmiskonar sósu. Það eru víst til 3 tegundir af yami  ,kínverskt,coco og venjulegt og það er víst munur á þeim sem við finnum því miður ekki pabbi heldur að þetta sé aðeins minni munur en á gullauga og rauðum kartöflum,Henriettu þótti  mjög undarlegt þegar mamma stakk upp á piparsúpu með kínversku yami þannig súpa passar víst bara með venjulegu yami svo það væri svolítil áhætta að prófa það.Þetta er flókið mál sko.Svo erum við búinn að smakka ýmiskonar kjöt m.a fuglinn sem keyptur var á leiðinni til Kenema og aðra hænuna sem var hér þegar við komum. Henrietta varð pirruð á henni svo hún drap hana og át. Basic.Hún var frekar seig og skrýtin á bragðið svo kötturinn og hin hænan fengu afganginn.                        
Við fengum þær upplýsingar áður en við komum að það væri ekki mögulegt að fá neitt kalt að drekka eða yfirhöfuð að finna eitthvað kalt í Kenema en það kom í ljós að svo er ekki. Svo ég hef tekið miklu ástfóstri við kalt sprite sem er selt hér úti á verslunargötunni, mér sjálfri til undrunar þar sem það er drykkur sem mér þykir vondur. Einnig erum við óðum að venjast því að nota rétt vatn fyrir rétt hluti. Sem sagt einn bala sem er til matargerðar,einn til þvotta og svo auðvitað drykkjarvatn sem fæst bæði í flöskum og svo það sem algengara er í hálfslítra pokum pínu spes að drekka vatn úr poka og alltaf hálfan liter í einu því ef pokinn er opnaður þá er ekki hægt að geyma hann og svo er vatnið í þeim öruggara en í flöskum þar sem það er hægt að selja óhreint vatn í flöskunum og erum við pabbi búinn að brenna okkur á því og fá í magann en það er allt að lagast.

Svefnvenjur og rafmagn 

Það er alls ekki stöðugt rafmagn hjá okkur sem er svo sem í lagi þar sem það er ekki mikil þörf á því. Ástæðan fyrir þessu óstöðuga rafmagni er sú að raflínurnar liggja first í gegnum Bo aðra stærstu borg landsins svo oftast er ekki næg spenna eftir til þess að rafmagnið berist alla leið til okkar í Kenema.
En það sem fylgir rafmagnsleysinu er að fólk hér notar sólarljósið sem er á milli 6 á morgnana til klukkan  7 á kvöldin sem þýðir að folk fer að sofa svona upp úr 9 á kvöldin og þegar við sofum til klukkan hálf 8 á morgnana þá erum við að sofa mjög lengi út. Svo það er nokkuð ljóst að sólarhringurinn verður allt annar hjá okkur þegar við snúum til baka.


Gateway skólinn 
 Eins og ég sagði áður þá rekur Henrietta skóla hér í húsinu ætluðum einstæðum mæðrum sem vilja vera sjálfstæðari í lífinu. Sumar hafa misst mennina sína og sumir eiginmannana hafa farið frá þeim þegar þær urðu óléttar. Í skólanum læra þær bæði að reikna og skrifa og svo að sauma fatnað sem þær geta selt til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni. Flestar þeirra eiga nokkur börn alveg frá 1 árs upp í 9 ára samt eru þær allar undir  þrítugu. 
Samkvæmt Henriettu sem hefur verið einstæð móðir í 20 ár og kom öllum börnunum sínumm þremur í háskóla, þá vill hún kenna konunum að þær þurfa ekki eiginmann til þess að vegna vel í lífinu. 
Henrietta er einstaklega mögnuð kvenréttindakona og er maður orðlaus næstum á hverju kvöldi þegar hún er að segja okkur frá lífi sínu.

Hef þetta ekki lengra í bili þó svo að ég gæti skrifað heila bók í hvert skipti þarf líka að eiga eitthverjar sögur ósagðar þegar ég kem heim :)

Óska öllum góðra stunda úr hitanum 
-Bláklukka

Set nokkrar myndir hér með.

Þetta er hún Bintú vinkona mín  með svipinn sinn sem breytist aldrei
Fuglinn sem var  keyptur á leiðinni og við höfum ekki hugmynd um nafnið á 


Watta litla og Henrietta.

Tan? Nei því miður er þetta bara moldarfar eftir að labba hér mjög smart

Vinkona Pabba sem kemur hlaupandi á móti honum í hvert skipti sem hún sér hann 









sunnudagur, 19. janúar 2014

Það er komið að þessu Sierra leone ferðin hefst á morgun!!

Jæja þá er komið að þessu við erum komin til London og fluttum úr íbúðinni okkar í Amsterdam í dag.

 Síðustu dagar hafa farið í það að pakka niður því sem ekki fer með og velja þau föt sem fara með finnst frekar skrýtið að vera pakka niður til þess að flytja en vera samt ekki að fara heim og vera eitthvernvegin ekki heima hjá mér heldur og það hjálpar ekkert í öllu þessu rugli að þurfa bara að pakka smádóti þar sem íbúðin sem við búum í er leigð með gjörsamlega öllu.uppþvottalegi líka. Svo þótt við værum að flytja út í dag þá var íbúðin full af dóti þegar við stungum lyklunum inn um lúguna fyrir næstu leigendur.

Síðasta vika fór þó ekki í að pakka hjá okkur mömmu heldur komu vinkonur okkar í heimsókn og eyddum við því nokkrum dögum í að vera túristar og sýn heim borgina sem og að njóta samveru með þeim og vera túristar. Aftur kom þessi tilfinning að búa hér en vera samt ekki íbúi hérna en samt búa hérna ,wierd stuff sko!! Hef ekki hugmynd hvort einhver veit hvað ég er að meina

En ferðin hingað til London gekk mjög vel þótt það hafi verið smá veen með farangurinn þar sem við megum vera með 46 kíló hvert í fluginu til Sierra Leone en máttum bara vera með 20 kíló í fluginu í dag og litla handfarangurs tösku. En þetta hafðist þökk sé okkar frábæru pökkunarhæfileikum.

Mér finnst mjög skrýtið að vera ferðast á milli landa með einhverjum og þá sérstaklega foreldrum mínum hef ekki gert mikið af því síðustu  7 árin eða bara einu sinni og síðustu 3 ár hef ég bara ferðast tvisvar í flugvél milli landa með einhverjum öðrum og þá var það bara til  aðra leið hina ferðaðist ég ein.
Svo mér þótt algjör lúxus að geta talað við manneskjuna við hliðina á mér og vera ekki á taugum að dreifa smá úr mér og mun svo sannarlega njóta þess enn betur á morgun í okkar langa flugi til Freetown.

Eins og flestir held ég vita þá verðum við ekki í miklu netsambandi næstu mánuði þar sem við erum ekki alveg viss á rafmagninu hjá okkur sérstaklega þar sem það er þurka tímabil. Það er semsagt stöðugra rafmagn í rigningu.
En við tókum með okkur mikið að skrifblokkum og ætla ég að halda dagbók svo þegar  ég kemst á netið þá mun ég reyna að  skella inn smá bloggi um  hvernig gengur hjá okkur og pósta því svo á facebook eins og vanalega svo endilega fylgist með síðunni minni af og til :).
-Bláklukka


sunnudagur, 5. janúar 2014

15 dagar í Sierra leone snilldina :D

 Jæja loksins komið nýtt ár :) 2014.
Hátíðarnar eru búnar að vera góðar þó þær hafi verið með ögn öðru sniði en við fjölskyldan eigum að venjast, systur mínar komu til Amsterdam og voru hjá okkur. Það var það pínu skrýtið að vera í öðru landi en Íslandi en samt heima hjá sér og með alla fjölskylduna hjá sér. Það er líka langt síðan við höfum varið svona miklum tíma saman öll fimm. Þó var ekki brugðið frá öllum venjulegum hefðum því við skypeuðum í jólaboð, fengum hangikjöt og horfðum á skaupið á gamlárs sem byrjaði rétt fyrir miðnætti hér, svo áramótin komu eiginlega svona hálf eitt hjá okkur.
En já nú er nýtt ár gengið í garð og ég er spennt fyrir öllum þeim ævintýrum sem það mun innihalda. Guðný vinkona ætlar að koma í heimsókn 9.jan og vera í 5 daga hjá mér og hlakkar okkur mikið til þess. 
Svo eru aðeins 15 dagar í að Seirra leone ævintýrið mikla hefjist. 


Sierra leone er í Vestur -Afríku.
Við förum héðan frá Amsterdam þann 19.jan til London og fljúgum svo daginn eftir til  Freetown höfuðborgar Sierra leone, þar verðum við í nokkra daga en svo förum við til  Kenema sem er þriðja stærsta borg landsins og þar munum við búa. Þjóðflokkkurinn sem býr á Kenemasvæðinu nefnist Mende og tala þau samnefnt tungumál auk ensku.
Fyrir þá sem ekki vita og eru bara vó ertu að fara til Afríku þá er pabbi sem sagt að fara gera rannsókn á þróun menntunnar
eftir styrjöld og hvaða síðbúnu áhrif stríð hefur á menntun. Það var borgarastyrjöld  í Sierra leone á árunum 1991-2002. Veit ekki alveg hvað hún gekk út á enda er það ekki aðalmálið.
Sjálf mun ég vera sjálfboðaliði við að kenna konum hannyrðar (algjörlega mín sérgrein),ensku  og fleira til þess að þær geti verið sjálfstæðari í samfélaginu.
Mamma mun svo vera í svipaðri sjálfboðavinnu.


Afríku fílar 
Í Sierra leone er víst mikil nátturufegurð og fjölbreytt dýralíf. M.a mikið af öpum og svo má finna stærsta land dýrið sjálfan Afríkufílinn. Hefði ekkert á móti  því að hitta einn svoleiðis. Einng má finna fjöldan allan af skriðdýrum sem ég er ekki alveg eins spennt fyrir.
En því miður eru engir gíraffar :( verð víst að bíða með það  að hitta frjálsan gíraffa eitthvað lengur.

Við erum byrjuð að huga að ýmsu fyrir ferðina, búinn að kaupa moskítónet, velja okkur bækur til að taka með, fara í allar bólusetningar (nema ég fyrir lifrabólgu en fer í hana á morgun) og finna það út að ef maður fer í messu hjá kaþólska prestinum þá er möguleika að hlaða raftæki á sama tíma. Við erum svona að koma okkur í að pakka bæði fyrir ferðina og svo dótinu sem fer ekki með þar sem við þurfum að losa íbúðina sem við búum í núna og finna nýja þegar við komum aftur til baka.
Yfirlitsmynd af Kenema
Nýlega fengum við  svo póst um hvað sé æskilegt að taka með okkur og huga að.   Til dæmis var okkur  bent á að við þyrftum ekki að taka með okkur kerti eins og við ætluðum  þar sem allir noti svo kallaða led lampa á kvöldin. Ég er mjög spennt að vita  hvernig það virkar :). Einnig fengum við mamma svona næstumdress code. Þar sem mamma er gift þá er æskilegt að  hún að klæðast pilsum eða kjólum sem ná niður að kálfum. En ég get gengið í aðeins styttri klæðnaði en helst ekki stuttbuxum. Nema þá bara heima við. Við þurfum líka að kaupa dýnu fyrir mig að sofa á, hérna í Hollandi þar sem það eru aðeins seldar fjölskyldudýnur  í Kenema. Svo vindsæng here I come :). 

Hitinn í Sierra leone er á þessum árstíma er svona á milli 20-30°c allan sólarhringinn, smá munur frá því sem maður hefur vanist í febrúar og mars í gegnum tíðina. Engin þörf á úlpu þetta vorið :), En mun hafa sólarvörnina við höndina.
Við erum kominn með stað til þess að búa á í Kenema og það er skilyrði að ráða kokk til þess að elda fyrir okkur líka. Sem okkur finnst öllum svolítið spennandi tilhugsun.

Við verðum í rúma 2 mánuði úti og förum svo aftur heim til Hollands 6.apríl. Pabbi mun klára námið sitt hér  í júlí .Ég er hins vegar ekki alveg búinn að ákveða hvað ég vil gera framhaldinu, en ætla sækja bæði um vinnu á Íslandi og erlendis í vor og sumar og leyfa svo bara ævintýrunum að ráða för. 

En hvernig sem hlutirnir fara þá mun ég ná að búa í að minnsta kosti þremur mismunandi löndum á árinu. Spennandi það.

Góðar stundir og gleðilegt nýtt ár :)



-Bláklukka