Ef ég eignast einn daginn dóttur, í staðinn fyrir að kalla mig mömmu. mun hún kalla mig punkt B.
Afþví að hvað sem gerist mun hún alltaf geta fundið leiðina til mín .
Ég mun mála sólkerfið á hendur hennar svo hún þurfi að læra allan heiminn ÁÐUR en hún getur sagt " oh, ég þekkji þetta eins og hendina á mér" og hún mun læra að þetta líf mun gefa þér kinnhest, bíða þess að þú standir aftur upp aðeins til þess að sparka þer aftur niður.
En með því að slá loftið úr þér er aðeins til þess að minna þig á hversu vel lungu þín elska bragðið af súrefni. Það eru sorgir sem ekki er hægt að laga með plástrum eða ljóðlist. Svo í fyrsta skiptið sem hún fattar að ofurhetjan er ekki að koma , tryggi ég að hún vita að hún þarf ekki að bera brigðina ein, afþví að það skiptir ekki máli hversu breitt þú teygjir fingur þína . hendur þínar verða ávallt of stuttar til þess að fanga allan þann sársauka sem þú vilt geta lagað. trúðu mér ég hef reynt, Og elskan ég mun segja henni. ekki setja nefið á þér upp í vindinn, ég kann þetta trick hef reynt það ótal sinnum.
Þú ert aðeins að finna lyktina af reyknum svo þú getir elst slóðina til brennandi hússins og fundið strákinn sem missti allt í brunanum. til þess að sjá hvort þú getir bjargað honum. Eða kannski að þú ættir að finna strákinn sem kveikti eldinn í upphafi,
En ég veit að hún mun gera það hvort sem er. svo í staðinn mun ég alltaf hafa auka súkkulaði og regnstígvél tilbúinn. Afþví að er ekkert hjartasár sem súkkulaði getur ekki lagað. Okei það eru sum hjártasár sem súkkulaði getur ekki lagað. En til þess eru stígvélin., Vegna þess að rigningin um hreinsa allt í burtu. Ef þú aðeins leyfir henni.
Ég vil að hún horfi á heiminn í gegnum stækkunargler til þess að hún geti uppgötvað sólkerfin sem aðeins finnast á í hugrheimi mannfólksins. Því það er þannig sem mamma kenndi mér. Það munu vera dagar eins og þessir, Það munu vera dagar eins og þessir sagði mamma. Þegar þú opnar hendur þínar til þess að grípa en endar aðeins með bruna og blöðrur., Þegar þú stígur út og reynir að fljúga og það sama fólk og þú reynir að bjarga eru þau sem standa á skikkjuni þinni. Þegar stígvélin þín eru full og þú stendur í vonbrigðum upp að hnjám. Þetta eru þeir dagar sem þú fræð enn meiri ástæðu til þess að segja takk. Því það er ekkert eins fallegt og hvernig hafið neitar að hætta að kyssa ströndina sama hversu oft hún sendir það í burtu. .Þú munt setja vindin í vinnuna , tapið. . Þú munt setja stjörnuna í nýtt upphaf aftur og aftur. og sama hversu oft nátturan þín er skemmd. Vertu viss um að hugur þinn lendi á fegurðinni sem kallað er lífið. Já á skalanaum einum til oftrausts Þá er ég fáranlega barnaleg. . En ég vil að hun viti að þessi heimur er gerður úr sykri. Hann getur molnað svo auðveldlega en þú átt ekki vera hrædd við að stnga tunguni út og finna bragðið.. "elskan" mun ég segja henni. Mundu að mamma þín er þinn verndari og pabbi þinn þinn varðmaður. og þú ert stúlkan með litlu hendurnar og stóru augun sem aldrei hættir að biðja um meira." mundu að góðir hlutir koma í þremur en það gera slæmir hlutir líka. Og afsakaðu þig alltaf ef þú hefur gert eitthvað rangt. en aldrei fyrir það hvernig augun þín hætta aldrei að skína. Rödd þín er lítil en aldrei nokkrun tíma hætta að láta hana heyrast. og þegar þeir finna þig og veita þér sársauka.Þegar þeir hræða þig með hörmungum heimsins og hatri. Beita þig áróðri á götum úti. Þá segjir þú þeim að þeir þurfi svo sannarlega að hitta móður þína.
Þetta ljóð er eftir ljóðlistakonuna Söruh Kay.
og er upprunalega á ensku.
laugardagur, 29. nóvember 2014
laugardagur, 25. október 2014
Trúleysi er kúl eða hvað?
Ég hef oft pælt í því í gegnum tíðina afhverju það þykji svona merkilegt að vera trúlaus þá sérstaklega hjá ungu fólki? Setninguna "Ég fermdist í kirkju en er sko ekkert kristin" ,heyri ég mjög reglulega og öllum virðist þykja hún fullkomlega eðlileg.
Að mínu mati er það jafn kúl að vera trúlaus og að vera vel upplýstur og kunna að gagnrýna trú sína.
Ég er skírð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hafði því tilheyrt þeim söfnuði eins og öll mín móður fjölskylda alla mína ævi.
En hafði aðeins sótt fermingar og skírnir frændsystkyna minna í kirkjuna. Að öðru leiti hafði ég ekki kynnst krikjunni sem ég tilheyrði.
Ég fór að vísu stundum í sunnudagaskóla sem barn en aðeins í Kópavogskirkju og hjá hvítasunnusöfnuðinum í Fljótshlíð. Auk þess tengdi ég það aldrei við að fara í kirkju meira svona bara á hitta önnur börn.
Ég er líkt og stór hluti barna sem skráð eru í lútherska söfnuði á Íslandi er ekki alin upp í við mikið kristnihald.
Þar að auki skilgreinir aðeins annað foreldri mitt sig sem kristinartrúar.
Þess vegna ákvað ég að skoða borgaralega fermingu.sem og hina "hefbundnu fermingu"
Eftir þó nokkrar pælingar ákvað ég að láta ferma mig í Fríkirkjunni og nota tækifærið og kynna mér þá trú sem ég hafði tilheyrt í síðustu 13 ár.
Ekki að ég hafi ekki fengið kristnifræði fræðslu (jája ég veit að þetta heitir trúarbragðafræði) í barnaskóla eins og önnur börn í landinu.
En í þeim fræðum er meira talað um söguna og staðreyndir en ekki íhuganir hvað hlutirnir merkja.
Þess vegna ólíkt að ég held mörgum fermingabörnum þá eyddi ég tíma í að skoða allt mögulegt fræðslu efni og ákvað að fara í fermingafræðslu með opin og jafnframt gagnrýnin huga.
Það hjálpaði mér mikið að leiða hugan að þessum efnum í 8.bekk. Ég varð fyrir miklu einelti á þessum tíma i skólanum og var því ekki í fermingafræðslu með skólafélögum mínum.
Svo ég kynntist nýjum krökkum og fékk fullkominn frið að vera "skrýtin" að hafa áhuga á kristni fræðslu.
Haldið í gagngrýnina ,en á margan hátt orðið trúaðari eða áttað mig á hvað ég hef alltaf verið trúuð.
Mér hefur alltaf liðið rosalega vel við að fara í messu en það þykir ekki kúl svo eg hef ekki gert mikið af því.
Eftir að ég varð veik af POTS hefur reynt mjög á mig að halda jákvæðu hugarfari og eldmóð.
Með því að hugleiða og lesa dæmisögur ekki bara kristnar er þær einnig lesa fallega texta og sálma. Það hefur hjálpað mikið. Ég hef alltaf verið smá fordómafull þegar ég hef heyrt fólk segja að það hafi fundið hjálp og stuðning í trúnni. En í alvöru trúin er ótrúleg hjálp þegar á reynir.
Í haust hef ég líka farið i messur öðru hverju til þess að hlusta og tæma hugann og líður svo miklu betur á eftir.
Bæði vegna þess að ég er orðin það gömul að það er orðið minna mál að synda á móti straumnum (ekki að ég hafi verið mikið í því að vera go with the flow í lífinu ) og vegna þess að í Sierra Leone fékk ég mjög oft þá spurningu hvers trúar ég væri og hvernig ég stundaði trú mína
Ég sagði fólki frá því hvernig á Íslandi það þætti ekki kúl að vera trúaður og því stundaði fók trú sína í svolitlu laumi til þess að vera ekki gagnrýnd.
Seting vinkonu minnar hana Maju situr eftir.
En sorglegt að fólk á Íslandi kunni ekki að virða einka lífskoðanir annara.
Þess vegna ákvað ég að byrja að fara í messu eins og mér hefur alltaf langað til að gera en ekki viljað vera gagnrýnd fyrir.
Jú því það virðist ekki vera kúl að vera trúaður.
Ætli það sé ekki hægt að koma með rökin að Biblían og þetta trúardæmi meiki bara ekki sens.
Það er rétt. Ég las Biblíuna nýlega, hún á margan hátt meikar ekkert sens.
og já Jesú hljómar eins sjalfselskur ungur maður sem talar um sig í 3. persónu ,þegar hann vill að fólk hlusti á hann (mannsonurinn) soldið spes.
En er þetta ekki bara túlkunaratriði.
Hún er líka skrifuð fyrir ótrúlega löngu síðan og fyrir þá sem ekki vita þá fyrir ótrúlega löngu síðan vissi fólk ekki jafnmikið um heiminn og við vitum í dag.
En trú var og er leið fólks til að skýra hið óútskýranlega. Líkt og Íslendingar trúðu/trúa á flökkusögur,álfa og tröll.
Það er nefnilega málið trú hver sem hún er. Er gerð til þess að hjálpa fólki að skýra það sem erfitt er að skýra út og koma orðum að því sem erfitt er að koma orðum að í gegnum dæmi sögur og umræður.
Og hjálpa fólki að leiða hugan og ræða það sem erfitt er að ræða.
Núna í seinni tíð er jú margt sem við höfum fengið skýringar á sem við höfðum ekki fyrir hundrað árum eða þúsund.
En það eru og verða alltaf mál sem erfitt er að ræða. dauðsföll, veikinda, samskiptavandamál.
Annað sem margir gagngrýna eru bænir.
Að biðja fyrir eða þakka guði fyrir hlutina. Guð hefur aldrei bjargað neinu eða hefur hann.
Það er öllum sem eru með réttu viti ljóst að það er ekki Guð sem er að lækna fólk.
Það er hins vegar þannig að þeir sem biðja fyrir veikum eða hlutunum fá oft ósk sína uppfyllta.
Að minu mati er það ekki vegna þess að þeir báðu guð og guð svaraði heldur vegna þess að hugur þeirra var við málefnið.
The secret sem var svo vinsælt hér fyrir nokkrum árum gengur út á það þar er bara búið að stroka trúarbrögð út.
Hún Henrietta sem við dvöldumm hja í Sierra Leone er mjög trúuð kona og jafnframt röggsöm kennir nemendum sínum að það sé gott að biðja til Guðs. En eins og með allt annað i lífinu þá á áttu ekki að ætlast til að aðrir geri hlutina fyrir þig jafnvel þegar Guð á í hlut.
Trúin er líka þannig að í raun er þetta bara fullt af fólki sem hefur valið sér eina og sömu fyrirmyndina út frá frásögnum af aðilanum.
Hvort sem það er Mohammed spámaður, Jesús Kristur eða John Lennon.
Þeir eru allir dauðir og höfðu allir góðan boðskap að bera. En einnig umdeildann.
Þess vegna skil ég ekki hvað er svona svakalega kúl að segjast vera trúleysingi.
Þegar þú hefur ekki kynnt þér hvað trú er.
Því jú ég á mjög góða vini sem eru trúlausir en það eru þeir afþví að þeir hafa skoðað trúarbrögð og fundið að það sé ekki við þeirra hæfi og svo einn sem virðist bara vera fæddur utan trúarbragða.
Svo ætli punkturinn minn sé ekki að það er bara ekkert kúl að vera trúlaus ef þú veist ekki hvað trúleysi er.
Að mínu mati er það jafn kúl að vera trúlaus og að vera vel upplýstur og kunna að gagnrýna trú sína.
Ég fermdist inn í kristnatrú eins og svo margir.
Sumarið sem ég varð 13 ára fór að líða að þeim áfanga að fermast eða fermast ekki. Það fóru miklar pælingar í gang hjá mér um þessi mál.Ég er skírð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hafði því tilheyrt þeim söfnuði eins og öll mín móður fjölskylda alla mína ævi.
En hafði aðeins sótt fermingar og skírnir frændsystkyna minna í kirkjuna. Að öðru leiti hafði ég ekki kynnst krikjunni sem ég tilheyrði.
Ég fór að vísu stundum í sunnudagaskóla sem barn en aðeins í Kópavogskirkju og hjá hvítasunnusöfnuðinum í Fljótshlíð. Auk þess tengdi ég það aldrei við að fara í kirkju meira svona bara á hitta önnur börn.
Ég er líkt og stór hluti barna sem skráð eru í lútherska söfnuði á Íslandi er ekki alin upp í við mikið kristnihald.
Þar að auki skilgreinir aðeins annað foreldri mitt sig sem kristinartrúar.
Þess vegna ákvað ég að skoða borgaralega fermingu.sem og hina "hefbundnu fermingu"
Eftir þó nokkrar pælingar ákvað ég að láta ferma mig í Fríkirkjunni og nota tækifærið og kynna mér þá trú sem ég hafði tilheyrt í síðustu 13 ár.
Ekki að ég hafi ekki fengið kristnifræði fræðslu (jája ég veit að þetta heitir trúarbragðafræði) í barnaskóla eins og önnur börn í landinu.
En í þeim fræðum er meira talað um söguna og staðreyndir en ekki íhuganir hvað hlutirnir merkja.
Þess vegna ólíkt að ég held mörgum fermingabörnum þá eyddi ég tíma í að skoða allt mögulegt fræðslu efni og ákvað að fara í fermingafræðslu með opin og jafnframt gagnrýnin huga.
Það hjálpaði mér mikið að leiða hugan að þessum efnum í 8.bekk. Ég varð fyrir miklu einelti á þessum tíma i skólanum og var því ekki í fermingafræðslu með skólafélögum mínum.
Svo ég kynntist nýjum krökkum og fékk fullkominn frið að vera "skrýtin" að hafa áhuga á kristni fræðslu.
Já ég skilgreini mig sem kristna manneskju .
Síðan ég fermdist fyrir næstum 6 árum síðan þá hef ég pælt mikið í trúarbrögðum og mér sem trúaða manneskju.Haldið í gagngrýnina ,en á margan hátt orðið trúaðari eða áttað mig á hvað ég hef alltaf verið trúuð.
Mér hefur alltaf liðið rosalega vel við að fara í messu en það þykir ekki kúl svo eg hef ekki gert mikið af því.
Eftir að ég varð veik af POTS hefur reynt mjög á mig að halda jákvæðu hugarfari og eldmóð.
Með því að hugleiða og lesa dæmisögur ekki bara kristnar er þær einnig lesa fallega texta og sálma. Það hefur hjálpað mikið. Ég hef alltaf verið smá fordómafull þegar ég hef heyrt fólk segja að það hafi fundið hjálp og stuðning í trúnni. En í alvöru trúin er ótrúleg hjálp þegar á reynir.
Í haust hef ég líka farið i messur öðru hverju til þess að hlusta og tæma hugann og líður svo miklu betur á eftir.
Bæði vegna þess að ég er orðin það gömul að það er orðið minna mál að synda á móti straumnum (ekki að ég hafi verið mikið í því að vera go with the flow í lífinu ) og vegna þess að í Sierra Leone fékk ég mjög oft þá spurningu hvers trúar ég væri og hvernig ég stundaði trú mína
Ég sagði fólki frá því hvernig á Íslandi það þætti ekki kúl að vera trúaður og því stundaði fók trú sína í svolitlu laumi til þess að vera ekki gagnrýnd.
Seting vinkonu minnar hana Maju situr eftir.
En sorglegt að fólk á Íslandi kunni ekki að virða einka lífskoðanir annara.
Þess vegna ákvað ég að byrja að fara í messu eins og mér hefur alltaf langað til að gera en ekki viljað vera gagnrýnd fyrir.
Trúarbrögð eiga það til að meika ekki sens
Hinsvegar leiðir þetta mig aftur að þeim pælingum afhverju er það skrýtið að barn sem er að fara fermast hafi áhuga á því að fermastJú því það virðist ekki vera kúl að vera trúaður.
Ætli það sé ekki hægt að koma með rökin að Biblían og þetta trúardæmi meiki bara ekki sens.
Það er rétt. Ég las Biblíuna nýlega, hún á margan hátt meikar ekkert sens.
og já Jesú hljómar eins sjalfselskur ungur maður sem talar um sig í 3. persónu ,þegar hann vill að fólk hlusti á hann (mannsonurinn) soldið spes.
En er þetta ekki bara túlkunaratriði.
Hún er líka skrifuð fyrir ótrúlega löngu síðan og fyrir þá sem ekki vita þá fyrir ótrúlega löngu síðan vissi fólk ekki jafnmikið um heiminn og við vitum í dag.
En trú var og er leið fólks til að skýra hið óútskýranlega. Líkt og Íslendingar trúðu/trúa á flökkusögur,álfa og tröll.
Það er nefnilega málið trú hver sem hún er. Er gerð til þess að hjálpa fólki að skýra það sem erfitt er að skýra út og koma orðum að því sem erfitt er að koma orðum að í gegnum dæmi sögur og umræður.
Og hjálpa fólki að leiða hugan og ræða það sem erfitt er að ræða.
Núna í seinni tíð er jú margt sem við höfum fengið skýringar á sem við höfðum ekki fyrir hundrað árum eða þúsund.
En það eru og verða alltaf mál sem erfitt er að ræða. dauðsföll, veikinda, samskiptavandamál.
Annað sem margir gagngrýna eru bænir.
Að biðja fyrir eða þakka guði fyrir hlutina. Guð hefur aldrei bjargað neinu eða hefur hann.
Það er öllum sem eru með réttu viti ljóst að það er ekki Guð sem er að lækna fólk.
Það er hins vegar þannig að þeir sem biðja fyrir veikum eða hlutunum fá oft ósk sína uppfyllta.
Að minu mati er það ekki vegna þess að þeir báðu guð og guð svaraði heldur vegna þess að hugur þeirra var við málefnið.
The secret sem var svo vinsælt hér fyrir nokkrum árum gengur út á það þar er bara búið að stroka trúarbrögð út.
Hún Henrietta sem við dvöldumm hja í Sierra Leone er mjög trúuð kona og jafnframt röggsöm kennir nemendum sínum að það sé gott að biðja til Guðs. En eins og með allt annað i lífinu þá á áttu ekki að ætlast til að aðrir geri hlutina fyrir þig jafnvel þegar Guð á í hlut.
Trúin er líka þannig að í raun er þetta bara fullt af fólki sem hefur valið sér eina og sömu fyrirmyndina út frá frásögnum af aðilanum.
Hvort sem það er Mohammed spámaður, Jesús Kristur eða John Lennon.
Þeir eru allir dauðir og höfðu allir góðan boðskap að bera. En einnig umdeildann.
Þess vegna skil ég ekki hvað er svona svakalega kúl að segjast vera trúleysingi.
Þegar þú hefur ekki kynnt þér hvað trú er.
Því jú ég á mjög góða vini sem eru trúlausir en það eru þeir afþví að þeir hafa skoðað trúarbrögð og fundið að það sé ekki við þeirra hæfi og svo einn sem virðist bara vera fæddur utan trúarbragða.
Svo ætli punkturinn minn sé ekki að það er bara ekkert kúl að vera trúlaus ef þú veist ekki hvað trúleysi er.
-Bláklukka
sunnudagur, 7. september 2014
Ég ætla ekki að gefast upp.
Ég ætla ekki að gefast upp
Ég ætla ekki að gefast upp
ekki séns ,
En mér langar til að gefast upp
Hætta að berjast á móti.
eg veit að ég á ekki að þurfa að berjast.
við hvað er ég að berjast?
mig sjálfa.
Ef ég myndi bara geta slakað á.
Þá kannski væri allt í lagi
ég veit það ekki?
Því ég er bara svo ótrúlega hrædd.
Ég er hrædd við heiminn.
Heiminn sem tekur opnum örmum á móti mér
og kreistir mig svo fast að ég meiði mig.
ég er bara svo ótrúlega hrædd.
að einn daginn
gefi höfuðið undan
og ég fæ heilaskaða.
Kvíðahnútur í maga.
Hann var ekki þarna áður
en er þarna núna.
Það er erfitt að standa á fætur
það er erfitt að anda.
eg veit ekki hvernig það er að svima ekki
vera með hausverk
Vera alltaf með náladoða.
finnast hjartað ætla hoppa út.
Minn eigin líkami er að bregðast mér
eða er ég kannski bara að missa vitið.
Svo ég set upp brosið
geri grín,
reyni að gleyma
bara í smástund
þessum aðstæðum
aðstæðum sem eru svo ...
svo óraunverulegar.
Ég varð 19 ára í sumar
Fólk spyr mig
og hvað er svo verið að stefna á að læra?
ég svara draumum minum
áætlunum mínum sem ég trúði
ég trúi ekki lengur.
Já mér er ætlað að verða ..
Mikilsverð.
Bjarga heiminum.
Verða ráðherra ,kannski forseti
Þess vegna ætla ég ekki að gefast upp
ég held áfram.
Því kannski einn daginn...
ég ætla ekki að gefast upp
ég held áfram fyrir björtu dagana.
það er ekkert til hjá mér
sem heitir að taka því rólega.
Ef ég myndi bara geta slakað á
Þá ,þá líður mér að
ég missi þá litlu stjórn
þessa litlu stjórn sem ég á eftir.
Það er svo mikið farið þegar þú hefur
misst stjórn a meðvitund.
Það er erfitt að taka mark á manneskju
sem getur orðið ósjálfbjarga hvenar sem er.
Um leið og ég viðurkenni veikindi mín
þá finnst mér ég vera búinn að tapa
Tap fyrir sjálfri mér.
í hvert skipti sem ég kemst ekki
framm úr af svima.
Sem ég nærri æli af áreynsluna
við það eitt að fara upp stiga.
Titra svo mikið að ég get ekki borðað.
Eða bara sit í enskutíma og skil ekki.
einfalda setningu.
Þá finnst mér baráttu tapað.
vegið að sjálfstæði mínu.
ég er að gefast upp.
Ég segi sorrý.
Þegar það líður yfir mig.
Ég veit að þetta er ekki mín sök
en ykkur brá.
ofan á allt annað
þá langar mér ekki að hræða fólk.
Ég er með P.O.T syndrome.
Ein af þúsundum
það bara veit það enginn.
Afþví ég lít ekki út
fyrir að vera veik.
ég er orðin vön
því að ljúga
og segja
ha ég ?
ég er bara góð.
Myndbandið
https://www.youtube.com/watch?v=8ZT9wERMIfc&feature=youtu.be
Ég ætla ekki að gefast upp
ekki séns ,
En mér langar til að gefast upp
Hætta að berjast á móti.
eg veit að ég á ekki að þurfa að berjast.
við hvað er ég að berjast?
mig sjálfa.
Ef ég myndi bara geta slakað á.
Þá kannski væri allt í lagi
ég veit það ekki?
Því ég er bara svo ótrúlega hrædd.
Ég er hrædd við heiminn.
Heiminn sem tekur opnum örmum á móti mér
og kreistir mig svo fast að ég meiði mig.
ég er bara svo ótrúlega hrædd.
að einn daginn
gefi höfuðið undan
og ég fæ heilaskaða.
Kvíðahnútur í maga.
Hann var ekki þarna áður
en er þarna núna.
Það er erfitt að standa á fætur
það er erfitt að anda.
eg veit ekki hvernig það er að svima ekki
vera með hausverk
Vera alltaf með náladoða.
finnast hjartað ætla hoppa út.
Minn eigin líkami er að bregðast mér
eða er ég kannski bara að missa vitið.
Svo ég set upp brosið
geri grín,
reyni að gleyma
bara í smástund
þessum aðstæðum
aðstæðum sem eru svo ...
svo óraunverulegar.
Ég varð 19 ára í sumar
Fólk spyr mig
og hvað er svo verið að stefna á að læra?
ég svara draumum minum
áætlunum mínum sem ég trúði
ég trúi ekki lengur.
Já mér er ætlað að verða ..
Mikilsverð.
Bjarga heiminum.
Verða ráðherra ,kannski forseti
Þess vegna ætla ég ekki að gefast upp
ég held áfram.
Því kannski einn daginn...
ég ætla ekki að gefast upp
ég held áfram fyrir björtu dagana.
það er ekkert til hjá mér
sem heitir að taka því rólega.
Ef ég myndi bara geta slakað á
Nei , get ekki slakað á lífinu.
tekið því rólega. Þá ,þá líður mér að
ég missi þá litlu stjórn
þessa litlu stjórn sem ég á eftir.
Það er svo mikið farið þegar þú hefur
misst stjórn a meðvitund.
Það er erfitt að taka mark á manneskju
sem getur orðið ósjálfbjarga hvenar sem er.
Um leið og ég viðurkenni veikindi mín
þá finnst mér ég vera búinn að tapa
Tap fyrir sjálfri mér.
í hvert skipti sem ég kemst ekki
framm úr af svima.
Sem ég nærri æli af áreynsluna
við það eitt að fara upp stiga.
Titra svo mikið að ég get ekki borðað.
Eða bara sit í enskutíma og skil ekki.
einfalda setningu.
Þá finnst mér baráttu tapað.
vegið að sjálfstæði mínu.
ég er að gefast upp.
Ég segi sorrý.
Þegar það líður yfir mig.
Ég veit að þetta er ekki mín sök
en ykkur brá.
ofan á allt annað
þá langar mér ekki að hræða fólk.
Ég er með P.O.T syndrome.
Ein af þúsundum
það bara veit það enginn.
Afþví ég lít ekki út
fyrir að vera veik.
ég er orðin vön
því að ljúga
og segja
ha ég ?
ég er bara góð.
Myndbandið
https://www.youtube.com/watch?v=8ZT9wERMIfc&feature=youtu.be
-Bláklukka
sunnudagur, 6. júlí 2014
H-A-P-P-Y happy!!!
Ég tel mig vera frekar hamingjusama manneskju og fæ oft
hrós fyrir hvað ég sé brosmild, sem ég er. Eitt af því skemmtilegasta sem ég
geri er að brosa (og tala ,enda er ég kölluð Vala ) J.
En já, ég er oftast frekar happy með lífið, enda er margt sem
ég get verið ánægð með. Fjölskylduna mína, vini, tækifærið til að leggja
málefnum sem mér eru kær lið, friðsæla landið sem ég er frá og auk þessa, hamingjugefandi
hluti sem eru í gangi í mínu lífi þá stundina.
Eins og núna þá er ég í vinnu sem ég hlakka alltaf til að
mæta í og líður alltaf rosalega vel í. Þar að auki er ég með frábæra
vinnuveitendur og vinnufélaga. Það er ekki annað hægt en að vera hamingjusöm
með það!
Sem hamingjusöm manneskja þá hef pælt í því hvað felst í því
að vera hamingjusamur með lífið. Er það að hafa allt sem maður óskar sér? Eiga
nóg af peningum? Eða taka á móti þeim rússíbana sem lífið er?
Fyrir mig þá er það rússíbanareiðin, því þannig hefur líf
mitt verið. Upp og niður með ótal dívum
og snúningum. En það er alveg sama hvað ég
hef orðið hrædd, stressuð eða reið þá hef ég hingað til lifað það af, næstum heil à húfi, alla leið.
En svo er það þannig að fólk höndlar erfiðleika, svo sem áföll,veikindi með mjög mismunandi hætti. Sumir verða
skapillir eða árásagjarnir meðan aðrir loka sig af og enn aðrir tækla hlutina
með gleði.
Ég tilheyri gleði hópnum. Ef mér líður illa og ég á erfitt
með einhverjar aðstæður þá set ég upp bros og geri gjarnan grín að aðstæðunum. Sérstaklega þegar
ég meiði mig (eins og flestir vita sem þekkja mig þá stunda ég slíkt stíft).
Þetta er eitthvað sem rugar oft fólk og fer í taugarnir því vegna þess að þetta eru ekki þau
viðbrögð sem fólk býst við. Mamma benti mér á þetta fyrir einu eða tveimur árum
síðan þar sem þessi viðbrögð mín komu henni að óvart.
Síðan þá hef ég pælt í þessu. Afhverju geri ég þetta, af
hverju bregst ég við með gleði í krefjandi aðstæðum? Jú, til þess að
mér líði aðeins betur í sálinni. En stærri faktor er, til þess að fólkinu í
kringum mig líði betur.

Þegar þú getur ekki hróflað við staðreyndum lífsins þá
verður maður bara að finna leið til að vinna með þeim svo afhverju ekki að
brosa yfir því spaugilega.
Að sjálfsögðu brotna ég niður öðru hverju leyfi mér að opna
flóðagáttirnar og emja smá. En ef ég myndi ekki setja hamingjuna í fyrsta sæti
þá held ég að líf mitt væri ein allsherjar
sorgarsaga.
Sérstaklega vegna þess að heimurinn er ekkert svo yndislegt
pleis og er fullur af skelfilegum atburðum og aðstæðum sem við mannfólkið
virðumst ekki geta ráðið við. Heimurinn er líka fullur af frábærum hlutum sem
við getum ráðið við og gert enn betri.
Ég er mjög fegin að hafa áttað mig á því, nokkuð ung, að
það er ómögulegt að bjarga öllum heiminum. Við getum bjargað einhverju einu sem
gæti einmitt verið hluturinn sem hjálpar enn fleirum.
Svo er ekki bara um að gera að byrja á því að brosa og láta
svo bara framhaldið ráðast?
-Bláklukka
Hugmyndin af titili bloggsins kemur frá Seirra
Leone en í skólanum sem við pabbi vorum að kenna landafræði í en þar hrósuðu
krakkarnir okkur með því að stafa orðið „happy“ fyrir okkur.
föstudagur, 20. júní 2014
Bréf til forsætisráðherra
Kæri Sigmundur
Ég heiti Valgerður og er nýlega 18 ára sem þýðir... jú ég fékk nýlega kosningarétt. Þess hef ég beðið með eftir væntingu síðustu rúmlega 10 ár.
Frá því
að ég man eftir mér hef ég velt fyrir mér stjórnmálum og stjórnkerfinu á Íslandi
myndað mér skoðanir á málunum og þær hafa breyst mikið í gegnum árin helstu
áhrifavaldarnir í skoðunum mínum líkt og annara einstaklinga er aldur , búseta og
reynsla af lífinu.
Stjórnmálaskoðanir mínar þessa stundina hallast
mjög á vinstri vænginn .
En það þýðir þó ekki að ég sé sammála öllum innan flokksins, eða ég sé á móti öllum málefnum annara flokka.
En þetta veistu vonandi verandi maður á miðjum aldri með nokkra ára stjórnmálareynslu og þar að auki forsætisráðherra þjóðarinnar.
En það þýðir þó ekki að ég sé sammála öllum innan flokksins, eða ég sé á móti öllum málefnum annara flokka.
En þetta veistu vonandi verandi maður á miðjum aldri með nokkra ára stjórnmálareynslu og þar að auki forsætisráðherra þjóðarinnar.
Eins og áður sagði þá hef ég fylgst með
stjórnmálum á Íslandi frá blautu barnsbeini.
Nánast alla mína ævi hefur verið sami forsetinn
við völd.
Og í 16 af þeim 18 árum sem ég hef lifað, þá hefur Framsóknarflokkur og eða Sjálfstæðisflokkur setið í ríkisstjórn Íslands. Þetta er ansi langur tími en við búum í lýðræðisríki svo það er meirihlutinn sem ræður ,ekki satt?
Og í 16 af þeim 18 árum sem ég hef lifað, þá hefur Framsóknarflokkur og eða Sjálfstæðisflokkur setið í ríkisstjórn Íslands. Þetta er ansi langur tími en við búum í lýðræðisríki svo það er meirihlutinn sem ræður ,ekki satt?
Í öll þau ár sem þessir flokkar hafa verið við
stjórnvölin ,þá hef talið mig geta treyst ríkistjórnina , þó svo að ég hefði að öllu jafna ekki kosið þessa flokka sjálf.
En ég hef treyst ráðherrum ríkistjórnarinnar til þess að vinna þá vinnu sem þeir á inn á sitt borð eins vel og samviskusamlega og mögulegt er.
En ég hef treyst ráðherrum ríkistjórnarinnar til þess að vinna þá vinnu sem þeir á inn á sitt borð eins vel og samviskusamlega og mögulegt er.
Því miður þá get ég ekki sagt þetta um þá
ríkisstjórn sem nú situr ,þá sérstaklega ekki um þig. Ég hef jafnvel þann slæma grun að þið hafið ekki hugmynd hvað þið eruð að gera
Ég fæ
sting í hjartað í nánast hvert skipti sem ég sé mynd af þér,nafn þitt eða
starfstitil í fjölmiðlum og hugsa „hvað gerðist núna?“, „hversu slæmt er það...“
eða „ Hvað er hann að reyna verja núna..“.
Það gerir mig afar sorgmædda og vonsvikna að geta ekki treyst því að sjálfur forsætisráðherra sé að vinna störf sín almennilega.
Að sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar virðist ekki kunna að biðjast afsökunar á mistökum sínum , að sjálfur forsætisráðherra leyfi sér koma illa framm við fólk opinberlega og að sjálfur forsætisráðhera lands míns sem ég elska svo heitt virðist jafnvel vera óhæfur í starfi.
Það gerir mig afar sorgmædda og vonsvikna að geta ekki treyst því að sjálfur forsætisráðherra sé að vinna störf sín almennilega.
Að sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar virðist ekki kunna að biðjast afsökunar á mistökum sínum , að sjálfur forsætisráðherra leyfi sér koma illa framm við fólk opinberlega og að sjálfur forsætisráðhera lands míns sem ég elska svo heitt virðist jafnvel vera óhæfur í starfi.
Það er nefnilega eitt að vera óhæfur í starfi, Sigmundur.
Þegar þú ert fjölmiðlamaður eða rekur verslun. Það er öllu verra þegar þú ert óhæfur í valdamestu stöðu landsins. Það hefur nefnilega gríðarmikill áhrif á nánast alla íbúa landsins og út fyrir landsteinana. Svo ekki sé minnst á framtíðina.
Þegar þú ert fjölmiðlamaður eða rekur verslun. Það er öllu verra þegar þú ert óhæfur í valdamestu stöðu landsins. Það hefur nefnilega gríðarmikill áhrif á nánast alla íbúa landsins og út fyrir landsteinana. Svo ekki sé minnst á framtíðina.
Þú ræður að sjálfsögðu hvort þú takir þetta til
þín eða ákveður að hundsa þetta litla bréf mitt eins og svo margt annað.
En ég skrifa þér þetta bréf þar sem það er mér afar erfitt að vera frá jafn ríku og þróuðu landi okkar, en vera með sitjandi ríkisstjórn sem ég treysti að engu leiti.
En ég skrifa þér þetta bréf þar sem það er mér afar erfitt að vera frá jafn ríku og þróuðu landi okkar, en vera með sitjandi ríkisstjórn sem ég treysti að engu leiti.
Eitt hollráð að lokum „ Góð samvinna allra er lykill að farsælli
útkomu“.
Með kveðju
Valgerður
mánudagur, 26. maí 2014
Ungt fólk er miðaldra fólk framtíðar
Unglingsár mín hafa
af miklu leiti einkennst af samfélagsumræðu um skuldafjármögnun,niðurskurð, endurfjármögnunlána,
greiðsluvanda, samdrátt í samfélaginu,afskriftir ,bág kjör almennings, skuldaleiðréttingu, rannsóknarsýrslu alþingis, endurreisn banka, landsdóm,kennutöluflakk
og neikvæðni.
![]() |
Ungmennaráð Hafnarfjarðar vor 2013 |
Fyrir tómstundanörd
eins og mig þýddi þetta einfaldlega ekki væru lengur til peningar til að fjármagna tómstundastarfið.
Þá eru tveir möguleikar í boði. Gefast upp eða reka hlutina nánast á núlli.
Síðustu
ár hef ég setið óteljandi fundi þar sem hinir ýmsu aðilar hafa sagt mér sem og
öðrum félögum mínum á svipuðum aldri af fjármagni sem einu sinni var til. Fjármagn sem eldri systkyni okkar
fengu að njóta en við munum aðeins eftir að bíða spennt yfir að fá að njóta.
Í því ungmenna
félagsstarfi sem ég stunda hef ég fylgst með mörgum jafnöldrum mínum gefast upp
vegna skorts á þolinmæði og útsjónarsemi um hvernig sé hægt að halda áfram með
nánast ekkert í höndunum.
Aðrir eru eins og
ég sem hafa með árunum orðið sjálfmenntaðir snillingar í að reka hlutina á
núllinu. Já það er nefnilega hægt að reka hlutina á þannig og hafa það bara
nokkuð gott þegar allir leggja hönd á plóg.
Í stað þess að panta
mat í veisluna þá er hægt að gera annan skemmtilegan hitting til þess að búa til matinn fyrir veisluna.
Í stað þess að borga
fyrir dýran gestafyrirlesara á námskeið ,þá er hægt að finna einhvern annan jafn
góðan til að koma sem er til að fá aðeins gleði,kaffisopa og þakklæti fyrir.
Í staðinn fyrir tónleika
með þekktum tónlistarmönnum þá er hægt að halda frumkvöðla tónleika sem nýju fólki
sem vill koma sér á framfæri og oft miklu skemmtilegra.
Það að búa á Íslandi
þar sem hlutirnir eru aðeins einn tölvupóst eða tvö símtöl í burtu er oft ansi
gott.
Þetta er eitthvað
sem fáir hafa áttað sig á ,að margt það unga fólk sem er stíga sín fyrstu
skref í heimi þeirra fullorðnu nú. Er það fólk sem er búið að eyða sínum
unglingsárum í að hugsa út hvernig sé hagkvæmast og ódýrast að framkvæma hvern
einn og einasta viðburð, samkomu og
ferðalag.
Það er eitthvað sem
vð höfum þurft að gera algjörlega án þess að vera spurð áður. Afþví að fólk á
aldur við foreldra okkar eða sem stundum verra er í sumum tilfellum foreldrar okkar klúðruðu
fjármálum landsins sem bitnar svo á okkur algjörlega óumbeðið.
Ég tel nefnilega
lítið vit í því að fólk sem fæddist fyrir 1985 stjórni landinu og best væri að
fólk sem fætt er eftir 1990 fengi að stjórna við erum enn saklaus og eigum ekki
klúðurslega fjármálasögu að baki. Því miður verður þjóðin að bíða þar til að
við höfum efni á að mennta okkur og flytja að heiman.
Ungt fólk, sjáið þið
til er miðaldra fólk framtíðar.
miðvikudagur, 23. apríl 2014
Með pólitík á heilanum.
Frá því að ég man eftir mér þá hef ég haft áhuga á stjórnmálum og þá öllu
heila klabbinu alveg sama hvort það séu sveitastjórnarmál, spilltir forsetar
eða eitthvað þar á milli. Meðan vinir mínir gátu nefnt og lýst kostum allra
bestu knattspyrnu stjarnanna þá gat ég talið upp ráðherra ríkisstjórnarinnar og
helstu áhersluatriði allra flokka landsins.
Ungmennaráðum landsins hefur fjölgað töluvert síðustu ár svo svona stjórnmálakrökkum eins og mér gefast fleirri tækifæri til að láta ljós okkar skína og vona ég að það verði til þess að slíkir krakkar komi meira fram á sjónarsviðið.
Ég vona svo sannarlega að
jafnaldrar mínir kjósi sem flestir í okkar fyrstu sveitastjórnarkosningum og
viti að þau þurfi ekki að kjósa eins og mamma og pabbi eða amma og afi, og það
er allt í lagi að skipta 1000 sinnum um skoðun áður en þú ákveður þig. Það er
líka fínt að muna ef maður kýs vitlaust þá getur maður bara valið eitthvað
annað næst. Það er nóg af molum í kassanum, bara smakka þangað til að þú finnur
þinn uppáhalds. Svo finnst manni kannski ekki sá sami bestur alla ævi.
Uppskriftum á molum er nefnilega stundum breytt.
Ein af mínum fyrstu
minningum er frá sveitastjórnarkosningunum 2002, ég var þá sex ára. Ég fór með
pabba á kjörstað að kjósa, eins og alltaf, en mátti ekki koma með honum inn í
kjörklefann þar sem ég gæti haft áhrif á atkvæði hans (og mögulega af því á
Íslandi eru leynilegar kosningar). Síðan þá hef ég beðið eftir því að fá
að kjósa sjálf og biðin langa endar loksins þann 31. maí aðeins 12 árum og
12 kosningum síðar.
Líkt og sum börn hlýða á tónleika eða
fara á íþróttaviðburði þar sem fyrirmyndirnar spila þá eru kosningar mínir
íþróttaviðburðir. Ég hef lagt það í vana minn, frá níu ára aldri eða
síðan ég flutti í Hafnarfjörð, að heimsækja kosninga skrifstofur til að kynna
mér helstu stefnu og baráttumál frambjóðenda og myndað mér síðan skoðun þegar
ég hef kynnt mér málið og hverjum ég myndi gefa atkvæði mitt ef ég mætti kjósa.
Sumir taka því illa þegar barn spyr þá spjörunum úr eða þykir það krúttlegt
sérstaklega þegar barn er eins vel inn í málunum og ég var. Mér þykir og hefur
alltaf þótt það vera dæmi um stórann galla fyrir frambjóðanda að kunna ekki að
meta barn með áhuga á málunum af því ef þú getur ekki virt framtíð landsins þá
áttu ekki mikið erindi við að stýra landinu. En flestir hafa ávallt tekið mér
vel og aðstoðað mig við að kynda undir stjórnmála áhugann. Ég kynnti sjálf
undir áhuga minn með því að vakna fyrir allar aldir til að horfa á
kosingasjónvarpið og í seinni tíð að með því vaka alla nóttina til þess að
fylgjast með nýustu tölum.
15 ára afmælinu mínu fagnaði
ég svo í mínu fyrsta kosingapartíi á kosingaskrifstofu Vinstri Grænna í Hafnarfirði 2010 og var það stór gjöf að fá
að hlusta á símtölin sem mörkuðu upphaf bæjarstjórnarviðræðna í Hafnarfirði.
Þetta sama kvöld tók ég líka þá ákvörðun að bjóða mig fram á lista VG árið
2014.
Síðustu ár hefur
barnalýðræði aukist mikið í landinu og hef ég fengið að taka þátt í þeirri
þróun og þykja mér það mikil forréttindi. Ég tók sæti í Ungmennaráði
Hafnarfjarðar haustið 2010 fyrir grunnskólann minn og svo fyrir hönd fólks á
aldrinum 16-18 ára seinna. Þegar ég tók sæti var ráðið í raun bara hópur unglinga
sem höfðu mismikinn áhuga á stjórnmálum og hittust reglulega til þess að ræða
málin. Nú fjórum árum síðar þá hefur ráðið talsverð áhrif í bænum, fundar
reglulega með bæjaryfirvöldum og hefur oft mikið að segja um málefni sem varða
unga fólkið í bænum. Auk þess hafa síðustu ár verið haldnar ráðstefnur á vegum
UMFÍ sem bera heitið „Ungt fólk og lýðræði“ þar sem ungt fólk frá öllu landinu
kemur saman og ræðir hvernig megi auka áhrif ungs fólks í stjórnsýslu landsins
og leggur fram áskoranir til stjórnvalda. Ég hef verið þeirrar lukku aðnjótandi
að taka tvisvar þátt í þessari árlegu ráðstefnu.
Ungmennaráðum landsins hefur fjölgað töluvert síðustu ár svo svona stjórnmálakrökkum eins og mér gefast fleirri tækifæri til að láta ljós okkar skína og vona ég að það verði til þess að slíkir krakkar komi meira fram á sjónarsviðið.
Málið er að það þykir
ekki kúl að hafa áhuga á stjórnmálum. Ég tók stjórnmálafræði í
menntaskóla í fyrra og því miður er bara boðið upp á einn áfanga. Í áfanganum
voru um 30 nemendur og allir voru með kosingarétt fyrir utan einn, mig, og
enginn talaði eða spurði spurninga nema einn, ég. Það er eitthvað sem er búið
að planta inn í ungt fólk að lands og bæjarstjórnmál eigi að vera leiðinleg.
Þetta sé bara fullt af fúlu liði með áhyggjuhrukkur að tuða í hvoru öðru daginn
út og inn. Sem ég viðurkenni alveg að það lítur svolítið þannig út á
yfirborðinu en um leið og grafið er aðeins dýpra þá sést að það býr mun meira
að baki. Þetta er hreint og beint sorglegt af því margir hafa mikinn áhuga á skólapólitík
en gera ekki samansem merki á milli hinnar „venjulegu“ pólitíkur sem er það
nákvæmlega sama, bara önnur málefni.
fimmtudagur, 10. apríl 2014
Næstum því
Síðustu tvær vikur höfum við dvalið á Freetown skaganum þar sem það þótti tilvalið að skella sér í smá sumarfrí fyrst við vorum í landi með 350 kilometra strandlengju og sól alla daga.
Við höfum fríið á ströndinni Lakka en þar var bókstaflega sandur upp að dyrum eða 5-20 metrar út í haf (svona eftir hvort var flóð eða fjara) á Pauls beach bar & resturant & guesthouse. Síðustu 3 dagana dvöldum við svo í bæ sem heitir Aberdin en þar eru flestar hjálparstofnanirnar eru með höfuðstöðvar, m.a. UN. Þar eru líka flest gistihúsin á Freetown svæðinu staðsett og Pelican bátabryggjan sem er nýtt til að koma fólki með spíttbát á flugvöllinn. Við dvöldum á Diana guesthouse sem er nefnt eftir Díönu prinsessu (Amma er pottó ánægð með það). Það fyndna var að þetta er sama gistiheimili og við dvöldum fyrstu nóttina okkar áður en við fórum til Kenema. Þá fannst mér það alveg hræðilegt því það voru rakaskemmdir í loftinu, sprunginn sturtubotn, illfær troðningur að húsinu og fàranlega heitt. Ég vildi því sofa upp í hjá mömmu og pabba en ekki í sérherbergi eins og boðið var upp á og búið að greiða fyrir.
Skemmst er frá því að segja að núna er þetta bara mjög hreint og fínt og það liggur þessi líka fína gata upp að gistiheimilinu en samt er þetta nàkvæmlega sama pleisið. Standardinn hjá mér mögulega aðeins búinn að lækka á þessum rúmlega tveimur mánuðum.
Ferðamannalandið Sierra Leone
Túristalandið Sierra Leone er einkar skrautlegt og orðin sem kannski lýsa því best eru: "næstum því". Dæmi um þetta er t.d. þegar pabbi bauð vin okkar Mohammed bílstjóra (Íslamtrúarmenn hér heita Mohammed, Hassan eða Abdulh en við aðgreindum með starfstitlum þeirra), upp á drykk þegar hann kom í heimsókn. Mohammed bað um tonik en afgreiðslustúlkan sagði: "nei en við eigum kók". Hann spyr þá hvort að hún eigi parrot (sierra leonskt peru gos) og afgreiðslustúlkan svaraði neitandi en sagði honum að það væri til malt. Eitt kvöldið fórum við à veitingastað og við mamma ætluðum að fá kjúklingavefjur en þjónninn tilkynnir okkur að matseðillinn sé sko ekki matseðill þessa veitingastaðar heldur annars en þau noti bara sama matseðil þar sem þau eiga oft ýmislegt sem er nefnt á þessum matseðli. Svona næstum því.
Að vísu er landið í heild svona næstum þvi, næstum því gott gatnakerfi, næstum því rafmagn og næstum því lýðræði.
Pauls beach bar & resturant & guesthouse
Við dvöldum í 10 daga á gisihúsi við stöndinni Lakka eftir að við komum frá Kenema. Þegar við komum þangað er eigandinn úti á sjó og herbergið sem við pöntuðum ekki laust. Í ljós kom að þetta er bara þriggja herbergja gistihús, eitt herbergi í langtíma leigu, eitt sem eigandinn gistir í og svo eitt sem er leigt út.
Paul |
Aðstoðarmaður Pauls er hann Abubaka sem er ekki múslimi þó svo nafn hans sé það, ástæðan er að systkini hans og foreldar voru öll drepin í stríðinu og kristið fólk ól hann upp en hann var of stór til að breyta um nafn. Abu er yndislegur ungur smekkmaður sem vildi allt fyrir mann gera og minnti okkur á Hassan enda hafa þeir sama mottó sem er "just be a good human being to everyone". Gott mottó þykir mér.
Gestirnir í hinu leigherberginu voru gagnkynhneið hjón og spikfeitur blàr hvolpur (gæludýr hér voru oft blá vegna bólusetningar). Hjónin voru vægast sagt skrautleg en konan heitir Channel og er á aldrinum 20.-30. ára, frá Sierra Leone og mjög spes karakter, já bara mjög spes, ég get ekki lýst því beint. Eiginmaðurinn, Jey, er 66. ára, fyrrverandi hermaður bandaríska hersins og er að njóta elli áranna. Hann eyðir öllum peningunum sínum sem hann fær í lífeyri í að eiga unga konu, búa í heitu landi, á strönd, og eiga einhverskonar viðskipti í Freetown. Á hverjum degi fór hann inn í Freetown "to do some bissness" í gangster fötunum sýnum sem voru terlínbuxum við skyrtu og með hatt og skjalatösku á támjóum skóm.
Svo fékk Jay malaríu og byrjaði að ganga í bútasaums náttbuxum og var plantað í sandinn af konunni sinni á dýnu með púðum undir höfðinu, undir sólskyggni í þrjá daga eða á meðan hann jafnaði sig. Að vísu var Abu á því að þetta væri í raun Channel að kenna því hún sé í raun norn og hafi eitrað fyrir honum svo hún fài peningana hans. Spúkí stöff. Eftir fimm daga "sambúð" braust út heljarinnar rifrildi á milli hjónana sem gekk aðalega út á peninga og týnda skartgripi sem Jay geymir í blàrri snyrtibuddu í koddaverinu sínu. Rifrildið endaði með morðhótunum, 200 þúsund dollurum í sjónum, lögregluheimssókn og skilnaði auk þess sem þau voru rekin af gistihúsinu. Þau eru samt ekki skilin lengur held ég ,því þau tóku saman seinna um daginn en því komumst við að því þegar þau sóttu feita, bláa hvolpinn, Skrautlegt vesenis fólk en góð skemmtun að fylgjast með þegar þú þarft ekki að vera flækt í líf þeirra.
Ferðalagið heim
Það var mjög skrýtin tilfinning að fara frá Seirra Leone svo allt öðruvísi en ég hef áður upplifað með að fara heim frá útlöndum. Þar sem ég er búinn að búa í landinu en samt ekki og svo var ég ekki á leiðinni til Íslands. En samt á leiðinni heim. Fyrst á leiðinni heim til Evrópu svo á leiðinni heim til Hollands og svo fer ég heim til Íslands, frá Hollandi.
Við tókum sömu tegund af bát til baka og við komum á til Freetown. Skiljum ekki hugmyndafræðina með að hafa flugvöllinn í 30 mín siglingu frá borginni en það er víst margt í heiminum sem maður mun aldrei skilja.
Báturinn sem við sigldum með í þetta skiptið var í mun betra ástandi en sá sem við komum með til Freetown ,
það drapst samt á honum á leiðinni.
Flugið okkar fór klukkan 23:50 en síðasta bátsferð var klukkan 18 við vorum beðin um að vera mætt niður á bryggju klukkan 17 til þess að við myndum ekki missa af ferðinni.
Klukkan 18:40 vorum við mætt á flugvallarsvæðið við hliðið inn á svæðið þurftum við að fara út úr bílnum og sýna vegabréf og leitað var í handfarangri svolítið svekk fyrir lögreglukonuna sem leitaði hjá mér að ég átti engan pening sama hvað hún leitaði vel.
eftir þetta tékk vorum við keyrð að flugstöðvarbílastæðinu og fengum farangurinn okkar (hann kom í öðrum bíl frá bátnum). Þegar við komum inn flugstöðvarbygginguna klukkan þá 19, þá voru vegabréfin okkar skoðuð aftur
og við settum niður til að bíða eftir að geta tékkað okkur inn í flugið klukkan 20:30 svo allir farþegar biðu salla rólegir á gjörsamlega tómum flugvelli fyrir utan okkur 40 sem vorum að fara í þetta flug.
Loksins var opnað fyrir innritun og áður en við fórum í röðina fyrir það voru vegabréfin athuguð.
Það þurfti tvær manneskjur til að tékka alla farþega inn eina til þess að líma merkingar á töskur og vigta þær og eina til að skoða vegabréf, skoða flugmiðan og útbúa brottfararspjöld. Hver innritun tók svona 10 mín sem var fínt því þá var tíminn notaður í eitthvað annað en að bíða eftir flugi. Loksins þegar þær voru búnar að þessu þá gátum við farið í gegnum tollinn. En fyrt þurfti að sjálfsögðu að athuga vegabréfin okkar svo gegnum við tíu skref að vegabréfseftirlitinu. Þar sem ...... vegabréfin okkar voru skoðuð og stimpluð, fingraförin okkar tekin og við gerðum grein fyrir veru okkar í landinu.
Næst fórum við í gegnum tollinn sjálfan sem er með eitt hlið og um 20 starfsmönnum. Mamma var tekinn þar sem hún var með vökva í töskunni, kókdós sem ég hafði gleymt.
Mamma var látin gera grein fyrir öllu í töskunni sinni og eldspýturnar hennar, brauð og fleira í þeim dúr gert upptækt og hún grunuð um að ætla gera eitthvað glæpsamlegt með tannþræðinum sínum þar sem tollverðirnir höfðu ekki séð svoleiðis áður.
Þegar við komum í gegnum tollinn tók við okkur risastórt ekkert þar sem við biðum í þrjá tíma að gera ekkert fengum okkur að vísu að borða á veitingastaðnum þar sem það var einn réttur í boði hamborgari og franskar samt matseðill með um 40 réttum.
Loksins klukkan 23:40 þá kallað á okkur að flugvélin væri komin frá Gambíu Frekar spes að fljúga frá Gambíu til Sierra Leone og svo til London þar sem það er frekar úr leið. En eins og ég sagði áður það er margt í heiminum sem ekki er hægt að skilja.
Áður en við fórum út í vél þá var leitað í töskunum okkar og vegabréfin sjálfsögðu tékkuð tvisvar.
Flugið var mjög gott og þótti mér mjög fallegt og áhugavert að sjá borgarljósin á leiðinni (gat ekki sofnað) og hvernig þau jukust eftir því sem við flugum norðar.
Þegar við komum á Gatwick klukkan 7 um morgunin vorum við öll mjög þreytt og svo var mjög skrýtið að meira helmingur fólksins í kringum okkur var hvítt og voðalega fáir eitthvað í kringum mann.
Þar sem það voru 5 tímar í flugið til Amsterdam þá ákváðum við að leggja okkur og fundum þennan fína sófa í það. Ég sofnaði ekki alveg svo ég heyri litla stelpu hrópa: Mamma,mamma sjáðu sofandi fjölskylduna eru þau veik?
kannski smá drusluleg að sjá á bekk umkringd ferðatöskum með úfið hár.
um 17 vorum við loksins kominn til Hollands skrýtið að finnast maður vera kominn heim þegar maður kemur á Schiphol. Við eyddum kvöldinu í að borða kebab ,fá víðáttufælni í stórmarkaði ,fara í sturtu með heitu vatni og liggja undir sæng að horfa á sjónvarpið og vera á netinu á sama tíma þar til við lognuðumst útaf frá DR. Phil.
Ég er farin að hlakka mikið til að fara til íslands þó það verði skrýtið á síðustu 20 dögum hef ég gist á 5 stöðum hver öðrum ólíkari og það verður mjög skemmtilegt að komast í sitt "nátturulega umhverfi" þar sem bíða min nóg af verkefnum ný vinna, framboð , Rauði Kross, nýtt heimili og íslenskt vor.
Það var mjög skrýtin tilfinning að fara frá Seirra Leone svo allt öðruvísi en ég hef áður upplifað með að fara heim frá útlöndum. Þar sem ég er búinn að búa í landinu en samt ekki og svo var ég ekki á leiðinni til Íslands. En samt á leiðinni heim. Fyrst á leiðinni heim til Evrópu svo á leiðinni heim til Hollands og svo fer ég heim til Íslands, frá Hollandi.
Við tókum sömu tegund af bát til baka og við komum á til Freetown. Skiljum ekki hugmyndafræðina með að hafa flugvöllinn í 30 mín siglingu frá borginni en það er víst margt í heiminum sem maður mun aldrei skilja.
Báturinn sem við sigldum með í þetta skiptið var í mun betra ástandi en sá sem við komum með til Freetown ,
það drapst samt á honum á leiðinni.
Flugið okkar fór klukkan 23:50 en síðasta bátsferð var klukkan 18 við vorum beðin um að vera mætt niður á bryggju klukkan 17 til þess að við myndum ekki missa af ferðinni.
Klukkan 18:40 vorum við mætt á flugvallarsvæðið við hliðið inn á svæðið þurftum við að fara út úr bílnum og sýna vegabréf og leitað var í handfarangri svolítið svekk fyrir lögreglukonuna sem leitaði hjá mér að ég átti engan pening sama hvað hún leitaði vel.
eftir þetta tékk vorum við keyrð að flugstöðvarbílastæðinu og fengum farangurinn okkar (hann kom í öðrum bíl frá bátnum). Þegar við komum inn flugstöðvarbygginguna klukkan þá 19, þá voru vegabréfin okkar skoðuð aftur
og við settum niður til að bíða eftir að geta tékkað okkur inn í flugið klukkan 20:30 svo allir farþegar biðu salla rólegir á gjörsamlega tómum flugvelli fyrir utan okkur 40 sem vorum að fara í þetta flug.
Loksins var opnað fyrir innritun og áður en við fórum í röðina fyrir það voru vegabréfin athuguð.
Það þurfti tvær manneskjur til að tékka alla farþega inn eina til þess að líma merkingar á töskur og vigta þær og eina til að skoða vegabréf, skoða flugmiðan og útbúa brottfararspjöld. Hver innritun tók svona 10 mín sem var fínt því þá var tíminn notaður í eitthvað annað en að bíða eftir flugi. Loksins þegar þær voru búnar að þessu þá gátum við farið í gegnum tollinn. En fyrt þurfti að sjálfsögðu að athuga vegabréfin okkar svo gegnum við tíu skref að vegabréfseftirlitinu. Þar sem ...... vegabréfin okkar voru skoðuð og stimpluð, fingraförin okkar tekin og við gerðum grein fyrir veru okkar í landinu.
Næst fórum við í gegnum tollinn sjálfan sem er með eitt hlið og um 20 starfsmönnum. Mamma var tekinn þar sem hún var með vökva í töskunni, kókdós sem ég hafði gleymt.
Mamma var látin gera grein fyrir öllu í töskunni sinni og eldspýturnar hennar, brauð og fleira í þeim dúr gert upptækt og hún grunuð um að ætla gera eitthvað glæpsamlegt með tannþræðinum sínum þar sem tollverðirnir höfðu ekki séð svoleiðis áður.
Þegar við komum í gegnum tollinn tók við okkur risastórt ekkert þar sem við biðum í þrjá tíma að gera ekkert fengum okkur að vísu að borða á veitingastaðnum þar sem það var einn réttur í boði hamborgari og franskar samt matseðill með um 40 réttum.
Loksins klukkan 23:40 þá kallað á okkur að flugvélin væri komin frá Gambíu Frekar spes að fljúga frá Gambíu til Sierra Leone og svo til London þar sem það er frekar úr leið. En eins og ég sagði áður það er margt í heiminum sem ekki er hægt að skilja.
Áður en við fórum út í vél þá var leitað í töskunum okkar og vegabréfin sjálfsögðu tékkuð tvisvar.
Flugið var mjög gott og þótti mér mjög fallegt og áhugavert að sjá borgarljósin á leiðinni (gat ekki sofnað) og hvernig þau jukust eftir því sem við flugum norðar.
Þegar við komum á Gatwick klukkan 7 um morgunin vorum við öll mjög þreytt og svo var mjög skrýtið að meira helmingur fólksins í kringum okkur var hvítt og voðalega fáir eitthvað í kringum mann.
Þar sem það voru 5 tímar í flugið til Amsterdam þá ákváðum við að leggja okkur og fundum þennan fína sófa í það. Ég sofnaði ekki alveg svo ég heyri litla stelpu hrópa: Mamma,mamma sjáðu sofandi fjölskylduna eru þau veik?
kannski smá drusluleg að sjá á bekk umkringd ferðatöskum með úfið hár.
um 17 vorum við loksins kominn til Hollands skrýtið að finnast maður vera kominn heim þegar maður kemur á Schiphol. Við eyddum kvöldinu í að borða kebab ,fá víðáttufælni í stórmarkaði ,fara í sturtu með heitu vatni og liggja undir sæng að horfa á sjónvarpið og vera á netinu á sama tíma þar til við lognuðumst útaf frá DR. Phil.
Ég er farin að hlakka mikið til að fara til íslands þó það verði skrýtið á síðustu 20 dögum hef ég gist á 5 stöðum hver öðrum ólíkari og það verður mjög skemmtilegt að komast í sitt "nátturulega umhverfi" þar sem bíða min nóg af verkefnum ný vinna, framboð , Rauði Kross, nýtt heimili og íslenskt vor.
-Bláklukka
miðvikudagur, 19. mars 2014
Glæpakvenndi, Íþróttir og ....
Nú er síðasta vikan okkar hér í Kenema að
líða undir lok og erum við að fara til
Freetown á föstudaginn. Það hefur verið frábært tækifæri að
búa hér síðustu tvo mánuði og kynnast lífi og landi sem er svona ólíkt því sem
maður hefur alist upp við. Það er líka skrýtið hvað margt hér er örðið svo
eðlilegt að mér þykjji það ekki frásögu færandi þó svo að það sé sennilega mjög áhugavert að segja frá og sumt sem ég
hef ákveðið að geya að segja frá þar til heim er komið þar sem það er ekki hægt
að segja frá því á “prenti”. En hér kemur samt síðasta bloggið um lífið hér í
Kenema.
Handtaka
og dómsmál
Á
dögunum var móðir mín handtekinn og leidd fyrir dóm. Hvaða glæp framdi hún er
spurt. Jú hún ferðaðist um hjálmlaus sem farþegi á mótorhjóli líkt og meiri
hluti fólks hér gerir svo reif hún kjaft við lögguna. Eða meira svona benti
lögregluþjóninum sem handtók hna að það væri frekar undarlegt að færa hana á
lögreglustöðina á mótorhjóli með engan hjálm fyrir þann glæp að vera á
mótorhjóli með engan hjálm. Löggur fíla það víst ekki að vera bent á mistök sín
samkvæmt föður mínum lögreglumanninum sjálfum.
Mamma
fékk leyfi til að hringja í mig og láta vita að hún hefði verið handtekin af
því hún hafði verið á leiðinni að hitta mig. Frekar fyndið símtal að fá frá
mömmu sinni. En ég mætti á lögreglustöðina fylgduliði af innfæddu fólki sem
ruglaði lögguna aðeins, þar sem hvítt fólk á ekki að þekkja svona mikið af
innfæddum hvað þá að búa með þeim.
Pabbi
fékk svo fregnir af handtöku eiginkonu sinnar nokkru síðar frá þriðja aðila
(sem er mjög algeng leið til þess að heyra fregnir hér). Pabba fannst þetta grunsamlegt að heyra og
hélt jafnvel að einhver væri að reyna ræna konunni sinni og væri þess vegna að
tæla hann í burtu. Svo hann hringdi í mömmu þar sem ég svaraði og staðfesti
handtöku móður minnar.
Í
ljós kom eftir skýrslutöku að mamma yrði leidd fyrir dóm vegna brota sinna og
var henna ekið þangað á mótorhjóli þó með hjálm í þetta skiptið. Í dómnum þótti hún ósiðsamlega klædd enda
hafði hún ekki gert ráð fyrir því að vera handtekinn hvað þá leidd fyrir dóm
þegar hún klæddi sig.
Klæðnaðinum
var þó bjargað með því að láta hana setja upp gríðarstórt hárnet. Við eigum því
miður ekki mynd.
Hún
var dæmd til þess að greiða 150 þúsund Leones eða mánaðarlaun meðal launþegi
hér í sekt fyrir brot sín og minnt á það að vera með hjálm framvegis.
Nú er hún orðin þekkt sem hvíta
glæpakvendið í Kenema og er stoppuð reglulega út á götu til þess að ræða
handtökuna.
Landafræðikennsla
og grunnskóli.
Síðustu vikur höfum við pabbi verið að
kenna landafræði í ríkisgrunnskóla hér í Nyandeyama hverfinu þar sem við búum.
Krakkarnir sem eru í 3-6.bekk og á
aldrinum 7-14 ára hafa flest ekki séð heimskort áður og þykjir því afar
spennandi að læra um heiminn og koma með frábærar og krefjandi spurningar, eins
og hver bjó til heiminn? Afhverju er fólk mismunandi á litinn? Hvað gerist inn
flugvél? Hvað gerist í Ameríku? Hér er Ameríka land draumana og var ég svo
“vond” að segja krökkunum frá því að Amerika væri ekki alveg eins og í
kvikmyndunum sem þau hafa séð. Þá kom spurning frá einni: Afhverju eru þeir þá
að búa til kvikmyndir ef það er ekki allt satt í þeim? Góð spurning.
Það sem mer þykir þó áhugaverðast við að
koma inn í grunnskóla hér er að sjá hvað hann er ólíkur íslenskum skóla. Hér
eru í kringum 90 börn í bekk stelpur í
meirihluta í yngri bekkjum. Skólastofurnar eru álíka stórar þeim íslensku en
aðeins 20 borð semsagt um 4 börn við hvert borð og fæst eiga fleira en eina
stílabók fyrir allar námsgreinar svo það þarf að nota plássið vel. Hér er
páfagaukslærdómur notuð mikið og rím. Svo eru sumir kennarana ekki að fullu
læsir. Að auki fer kennsla í skólum hér framm á ensku eða á að gera það. En
enska er ekki móðurmál nemanda. Svolítið skrítið að ætlast til þess að barn
taki mikið upp á tungumáli sem það talar ekki reiðbrennandi þess vegna stelast
kennarar til þess að kenna á kríó svo börnin skilji.
Einnig brýtur það gegn barnasáttmálanum
þar sem þar segjir að börn eigi rétt á
menntun á tungumáli sem það hefur góð völd á.
ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR
Spot
event eða íþrótta viðburður er mjög vinsælt meðal fólks hér að mæta á.
Sérstaklega hjá ungu kynslóðinni.
Á
hverju ári heldur hver og enn skóli semagt stóran íþróttadag. Þar sem nemendur
keppa sín á milli í liðakeppni og er skólanum skipt upp í 5 lið eftir litum.
Íþróttagreinarnar eru fjölbreyttar t.d Boðhlaup, hástökk,
nálarþræðingarboðhlaup og langstökk í öllum greinum er kept á sokkunum svo
allir standi jafnt að vígi fótalega séð.
Keppnin
stendur vanalega frá hádegi til sólseturs( kl 19) og er spiluð fimm laga mix
kasetta undir allan tímann á fullum hljóðstyrk svo allt hverfið heyri. Oftast
eru þetta lögin, All the ladys með fyrrnefndum texta,Moonlightshadow remix, To
late to love, Feeling og I like to move it move it remix.
Því
miður vitum við ekki hvar skólarnir finna allt þetta rafmagn, því ekki höfum
við kynnst því.
Ég hef nú þegar mætt á tvo íþróttaviðburði og leiddist jafn mikið í
bæði skiptin. Mögulöga afþví að mér þykir leiðinlegt að horfa á flestar
íþróttir og það voru engar íþróttir í gangi bara uppstillingar fyrir þær. Auk
þess eru alltaf um 500 “áhorfendur” sem eru næstum allir á röltinu á sama tíma
svo engine kemst neitt áfram og enginn
heyrir almennilega í hvorum öðrum vegna hárrar tónlistar.
Þó ætla ég í þriðja skiptið á morgun á
viðburð hjá half ríkisrekna múslimamenntaskólanum í Kenema. Þar sem Mariama
vinkona mín era ð fara keppa fyrir rauðaliðið og mun ég hvetja hana áfram að
íslenskum sið og dansa fyrir hana að hennar ósk.
Gangs og T.C.M
Hér í Kenema er mjög mikið um klíkur og
gengi. Það er mikil bárátta á milli gengja og innan þeirra um hverjir séu
bestir og æðstir í kenema en flest gera almenningi mjög lítið. Í raun eru þetta
bara vinahópar með heiti og sérmerkingar, klúbbkofa sem þau spila mjög háa tónlist í og fara um alla borg til
þess að graffa skammstöfun gengisins á veggi.
Sumar skammstafirnar eru net skondnar
eins og t.d K.K.K , S.S og L.A.M.E
Okkur Hassan þykja þessi gengi jafn
hallærisleg svo við ákvaðum að stofna okkar eigin. The cute mangos (T.C.M)
meðlimir eru aðeins fjórir. Ég,Hassan, Watta og Mariama, Svo höfum við tvær
vendar mæður mömmu og Henriettu. Pabbi bennti okkur á að við séum núþegar
varasöm þarsem við erum alþjóðlegt gengi með glæpakvenndi sem verndara.
Svo
passið ykkur meðlimur TCM er á leið til Íslands!
15 hlutir sem ég hafði ekki séð,gert eða upplifað
áður en við komum hingað.
1. Vera andvaka fyrir
klukkan 10 að kvöldi til.
2. Sjá börn leika sér með
sveðju úti á götu.
3. Sjá 2 ára barn leika sér
með þvottaefnispoka eitt úti á verönd.
4. Sofa út til klukkan 8
5. Geta ekki sturtað niður
sjálf, afþví vatnstunnan er svo stór.
6. Vera föst inni á
klósetti í niðamyrkri með niðurgang með
kakkalakka, eðlu og vespu mmér til félagsskaps.
7. Finna ekki
klósettpappírinn vegna myrkurs
8. Versla Klósettrúllur í
stykkjatali
9. Vera með einstakt hár
sem margir vilja snetra
10. Borða næstum hrísgrjón í
hvert mál (hélt alltaf að gjrón væri Asíumatur)
11. Vera voða hamingjusöm að
það sé ekki sól
12. Vera kalt í 25 stiga
hita
13. Eyða góðum tíma á hverju
kvöldi að leita að vasaljósum til þess að geta leitað að betri vasaljósum.
14. Geta aldrei verið alveg
ein.
Og að lokum.
15. Vera með nokkuð eðlilegt litaval á fötum. Allt í
lagi að vera í fimmlitum fatnaði.
Hlakka til að koma til
Íslands þann 12. Apríl
-Bláklukka
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)