Um hver einustu áramót skjóta Íslendingar upp sprengjum fyrir gífurlegar fjárhæðir nærri alltaf frekar stórslysalaust .Reyndar er þetta ekki bundið alveg við áramótin meira svona í kringum og flugeldasalan heldur áfram að þrettándanum. Enda löglegt að sprengja á því tímabili.Flugeldar eru mikill hluti af íslenskuþjóðinni.Ég heyrði einu sinni að ekkert annað land skjóti upp eins miklu miðað við höfðatölu. Ástæðan að ég held fyrir þessari sprengjugleði landans er sú að Ísland er friðsælasta land heims. Hér búa örfáar hræður sem fæstar hafa kynnst því að vera hræddar um að missa heimili sitt vegna átaka eða hugsa hvort öll fjölskyldan lifi þann daginn.
Mig langar að segja ykkur frá litlum strák sem ég þekki sem kom hérna með fjölskyldu sinni semflóttamaður hingað til lands frá stríðshrjáðu landi skömmu fyrir aldamótin. .Fyrstu áramót fjölskyldunar hér breyttust í hörmung því skyndilega upplifðu þau að hér væri að hefjast sprengjuárás í landinu sem þau höfðu haldið að væri svo friðsælt fljótlega áttuðu þeir fullorðnu sig á að "aðeins" væri um flugelda að ræða en litli strákurinn vissi þetta ekki. Það eina sem hann upplifði var hræðsla ekki bara við kvellina heldur líka að missa heimili sitt og að þetta væi honum að kenna stríðið hefði elt hann uppi. Þó tókst að lokum að koma honum í skilning um að um væri að ræða árlega íslenska hefð semsagt að því miður þá myndu sprenguárásirnar snúa aftur að ári.
Þessa sögu sagði strákurinn mér fyrir nokkrum árum þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði að sprengja mikið um áramótin.
Svo núna um hver áramót get ég ekki annað en hugsað um hvað þjóð sem aldrei hefur farið í stríð er skuggalega góð í að líkja eftir slíku og hvað ég er heppin að þegar skothríðin hefst get ég annað hvort horft á litadýrðina úti fyrir eða bara sest niður róleg því þetta er ekki alvöru stríð og enginn er í sérstakri hættu.
En þá fer ég samt að pæla hvað upplýsingar erum við að gefa út í samfélagið það er sem sagt allt í lagi að sprengja sprengju svo lengi sem þú heldur þér í góðri fjarlægð þegar hún springur og notar hlífðargleraugu?
En ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að það taki á móti fólki með nýjum tækifærum en ekki flugelda slysi.
-Bláklukka