þriðjudagur, 31. desember 2013

Flugelda fjör eða böl?

Um hver einustu áramót skjóta Íslendingar upp sprengjum fyrir gífurlegar fjárhæðir nærri alltaf frekar stórslysalaust .Reyndar er þetta ekki bundið alveg við  áramótin meira svona í kringum og flugeldasalan heldur áfram að þrettándanum. Enda löglegt að sprengja á því tímabili.Flugeldar eru mikill hluti af íslenskuþjóðinni.Ég heyrði einu sinni að ekkert annað land skjóti upp eins miklu miðað við höfðatölu. Ástæðan að ég held fyrir þessari sprengjugleði landans er sú að Ísland er  friðsælasta land heims. Hér búa örfáar hræður sem fæstar hafa kynnst því að vera hræddar um að missa heimili sitt vegna átaka eða hugsa hvort öll fjölskyldan lifi þann daginn.

Mig langar að segja ykkur frá litlum strák sem ég þekki  sem kom hérna með fjölskyldu sinni semflóttamaður hingað til lands frá stríðshrjáðu landi skömmu fyrir aldamótin. .Fyrstu áramót fjölskyldunar hér breyttust í hörmung því skyndilega upplifðu þau að hér væri að hefjast sprengjuárás í landinu sem þau höfðu haldið að væri svo friðsælt fljótlega áttuðu þeir fullorðnu sig á að "aðeins" væri um flugelda að ræða en litli strákurinn vissi þetta ekki. Það eina sem hann upplifði var hræðsla ekki bara við kvellina heldur líka að missa heimili sitt og að þetta væi honum að kenna stríðið hefði elt hann uppi. Þó tókst að lokum að koma honum í skilning um að um væri að ræða árlega íslenska hefð  semsagt að því miður þá myndu sprenguárásirnar snúa aftur að ári.

Þessa sögu sagði strákurinn mér fyrir nokkrum árum þegar ég spurði hann hvort hann ætlaði að sprengja mikið um áramótin.
Svo núna um hver áramót get ég ekki annað en hugsað um hvað þjóð sem aldrei hefur farið í stríð er skuggalega góð í að líkja eftir slíku og hvað ég er heppin að þegar skothríðin hefst get ég annað hvort horft á litadýrðina úti fyrir eða bara sest niður  róleg því  þetta er ekki alvöru stríð og enginn er í sérstakri hættu.

En þá fer ég samt að pæla hvað upplýsingar erum við að gefa út í samfélagið það er sem sagt allt í lagi að sprengja sprengju svo lengi sem þú heldur þér í góðri fjarlægð  þegar hún springur og notar hlífðargleraugu?

En ég óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að það taki á móti fólki með nýjum tækifærum en ekki flugelda slysi. 

-Bláklukka









sunnudagur, 22. desember 2013

Jólakveðja fjölskyldunnar 2013

Kæru vinir og vandamenn. 

Árið hefur verið viðburðarríkt hjá fjölskyldunni. Sem stendur býr ekkert okkar á Íslandi heldur erum við dreifð á þrjú lönd í Evrópu, og löndin sem um ræðir eru öll í Evrópusambandinu og því um einstaklingsaðildir að ræða. Ekki að við veltum okkur mikið upp úr því.


Í upphafi ársins skelltu hjónin sér í "sumarfrí", ekki á Kanarí, heldur til Afríku. Marokkó varð fyrir valinu og mæla þau með því að sólþyrstir Íslendingar prufi þetta til tilbreytingar frá Kanarí. Meðan hjónakornin voru í sólinni fékk Vala, yngsta dóttirin, að vera eftirlitslaus heima, eða nánast.


Fljótlega varð ljóst að hugmyndin um að flytja úr landi til eins árs gæti orðið að veruleika. Allt fór að miðast að því og boltinn fór að rúlla. Húsið sett á sölu og fataskápar og geymslur flokkaðar og Hafnfirðingar gátu gert kostakaup í götusölu ársins sem stóð í 3 mánuði. 
Húsið seldist þó ekki, en er enn til sölu fyrir áhugasama. 

Hera
Það fór svo að við höfum öll stundað nám þetta haustið, bæði í háskólum og fjölbrautaskóla.

Hera er nú á sínu þriðja ári af fjórum í leiklistar og leikstjórnar námi í leiklistar skólanum The Kogan Academy of Dramatic Arts í London
. Hún býr þar með kærasta sínum Guðmundi sem stundar tónlistarnám og er trymbill með meiru í hljómsveitinni Johnny and the Rest.  Nám Heru  er mjög tímafrekt og því sjáum  við ekki mikið af henni né nokkur annar utan veggja skólans. Henni líkar þó námið vel og það er frábært.
Hekla

Hekla hætti að starfa á leikskólanum Grænuborg í sumar en þar hefur hún starfað undanfarin tæp 2 ár. Hún fluttist til Malmö í Svíþjóð í haust til þess að læra friðar og átakafræði við háskólann þar og líkar það jette bra. 

Fjölnir tók sér ársleyfi frá því að vera sérstakur og ákvað að skella sér í eins árs mastersnám í þróunarfræði við háskólann í Amsterdam. Því fluttu hjónakornin með yngstu dömuna þangað nú í haust.
Vala

Vala lauk sínu öðru ári í framhaldsskóla í vor og varð loksins 18 ára og fékk því langþráðan kosningarétt. Í haust hefur hún svo stundað fjarnám við Fjölbraut í 
Ármúla og hollensku nám í háskólanum hér í Amsterdam. 




Arndis er enn í bókmenntafræði í Háskóla Íslands og er farin að flytja fyrirlestra með nýjustu tækni yfir hafið. Einng ákvað frúin að láta dökku lokkana hverfa og leyfa þeim gráu að taka yfirráðin á höfðinu og fer það
Arndís og Fjölnir
henni svona ljómandi vel.



Næsta ár mun vera fullt af nýjum ævintýrum fyrir fjölskylduna. Vala, Fjölnir og Arndís ætla að flytjast til Vestur-Afríku í rúmlega tvo mánuði þar sem Fjölnir mun gera rannsókn á menntun og Vala ætlar að bjarga heiminum á meðan og mamma hennar að hjálpa til. Mögulega mun sjást til okkar í heimalandinu á næsta ári. Nema ævintýri beri okkur á brott.

Við sendum ykkur öllum okkar bestu hátíðar og nýárskveðjur.

-Vala,Hekla,Hera,Fjölnir og Arndís.


Sendum með smá dansatriði sem við fjölskyldan höfum verið að vinna að:
Dansatriði fjölskyldunnar



laugardagur, 14. desember 2013

, Frón,Prófsæta og fjör.


Jæja já island,próf og desember hafa tafið mig i að skrifa blogg en nú hef ég loksins komið mer i það  húrra fyrir þvi. 
Eg sem sagt kom óvænt til Íslands 28. nov sem var voðalega gaman að koma folki að óvart með komu minni og eg er mjög stolt af mer að hafa þagað yfir förinni i heilar 3 vikur húrra fyrir mér :). Megin astæða þess að ég kom til Íslands var til þess að taka prof þott eg hefði alveg getað tekið þau uti hefði bara verið mun meira vesen.  Svo eg tók mín þrjú próf hér  og gekk alveg agætlega svo sem og svo er eg buinn að hafa tækifæri til að hitta fullt af yndislegu folki og fa rosalega mikið af frium mat ja það er frekar auðvelt að kaupa mig með eitthverju matarkyns. Svo er eg buinn að sjalfboðaliðast smá og verða kalt það er sko buið að vera frost a fróni en ég er vist islendingur og hristi þetta af mér svo for ég i bolusetningu a mánudag fyrir sierra leone för okkar. Kláraði bóluefnið við barnaveiki á landinu gaman af því og fór í íslenskupróf drulluslöpp eftir bólusetningu. 

En það stoppaði mig ekki  um að mæta sæt í próf því ég ólíkt mörgum hef tamið mér að fá próf sætuna en ekki ljótuna. Þar sem manni líður miklu betur þegar maður er hreinn og vel til hafður en skítugur og með ógreitt hár í joggingalla. Sjálfstraustið verður bara svo miklu meira. Í jólaprófunum í fyrra var ég mjög stressuð og í mörgum prófum, Svo fór ég á prófa tímabilinu í blóðprufu, til hjartalæknis og í lugnamyndatöku. Til þess að losa um smá stress og aukasjálfstraustið þá eyddi ég  góðum tíma fyrir hvert einasta próf í að gera mig sem fínasta, prófaði nýjar hárgreiðslur, málaði mig og notaði alla kjólana mína. ég mætti í spænsku próf í tjullpilsi samnemendum mínum til mikillar gleði.  Svo með þessu bjó ég til gervisjálfstraustið sem ég þurfti fyrir þessi próf sem ég stóðst með glans :). Hvet alla nema til þess að prófa að gefa sér smá tíma í ða gera sig til það er alveg þess virði að gefa sér auka 20 mín fyrir þetta. Að minnsta kosti finnst mér þetta alveg jafn mikilvægt og að lesa einusinni enn yfir glósurnar fyrir prófið. 
Reyndar geri ég þetta líka ef ég er ein heima og ætla að vera læra heima allan daginn þá smelli ég mér í sturtu fer í sokkabuxur og kjól eða pils. Bara svona fyrir sjálfa mig  því  maður ætti ekki að klæða sig uppp fyrir nokkurn nema sig sjálfan. Eins og á aðfangadagskvöld þá er öl fjölskyldan upp á klædd en flestir eru samt ekki nema bara með því fólki sem hefur séð þá grútmyglaða í náttfötum.
Bara svona pæling.
-Bláklukka

En ætla skella nokkrum myndum frá íslandi hér fyrir neðan.
Hitti Signý í ís í -12 stiga frosti. og hún fékk jólapakka

Einhyrningaskilti

Mirra Kristín smá hissa að sjá mig 

Óskar Sæmundur og Sandra að lesa

Kom þessum snillingum mest að óvart með komu minni

Súkkulaði URKí-H

Þrestirnar hans afa þeir koma stundum inn 

Kókómjólk,hrein nátturuafurð hvar skildu kókómjólkur kýrnar halda sig 

Kíktum í jóló innkaup og fann ég þessi  fínu horn.