miðvikudagur, 16. maí 2018

Strákurinn frá Ísrael sem hatar að hata landið sitt

Þetta blogg hefur mér langað að skrifa lengi, þar sem ég mögulega hef aðeins annað sjónarhorn á deilur Palestínu og Ísreals en margir.
Nú þykjir mér tími til
Þannig vill til að ég á 11 ísrealeska víni. 8 þeirra eru  verðandi eða verandi hermenn, 1 hann hefur lokið herskyldu og hefur ekki áhuga á frekari störfum fyrir ísrealeska herinn og svo eru tveir þeirra Salman og Ido eru Palistínu -Ísrealear* og munu því ekki þurfa að þjóna ísrealska hernum þar sem þeir gætu snúist gegn ísrealsmönnum á ögurstundi.
Þessir vinir mínir eiga það sameiginlegt að ég kynntist þeim í gegnum fríðarsumarbúðasamtökin CISV.
Þegar ég var á aldrinum 11 -17 ára.

Sumarið 2012 þegar ég var 17 ára, dvaldi ég í sumarverkefni í Tékklandi ásamt 28 öðrum ungmennum frá 17 löndum. Meðal þáttakanda voru 2 af vinum mínum frá Ísreal.
Keren sem ég hef þekkt frá því við vorum 11 ára og vorum saman í  sumarbúðum í Danmörku 2006.
Og Ziv (sem ég hélt  áður en ég hitti hann að væri stelpa af nafninu að dæma).
Ziv er sá ísrealski vinur minn sem fékk mig til að breyta hugmyndum mínum um þjóð sína.

Ziv er yndislegur ungur maður sem hefur mjög sterkar skoðanir á lífinu.
Hann dúxaði í menntaskóla sem þýðir að hann fær tækifærið  að gerast orustuflugmaður. Sem sagt einn af þessum gæjum sem stjórnar tölvu og myrðir fullt af fólki án þess að þurfa nokkurn tímann að sjá það. bara ýta á takka og búmm fullt af fólki dautt.
Aðeins bestu nemendur landsins fá þetta tækifæri.
En Ziv vinur minn stóð frammi fyrir vandamáli.
 Hann hafði enga löngun til þess að gerast orrustuflugmaður. Hann hafði og hefur enga löngun til þess að gerast  hermaður yfirhööfuð.

Meðan bekkjarfélagar hans biðu spennt eftir því að komast i herinn. kveið Ziv þeim 2 árum sem herskyldan er meira og meira.Eftir því sem nær dróg.
Að vísu stendur til boða að þjóna ekki hernum en það hefur líka sínar afleiðingar.
Þeir einstaklingar í Ísrael sem ekki fara í herinn eru kallaðir "saravanim" sem á íslensku væri rola og aumingji.
Ef þú ferð ekki í herinn er það skráð í öll opinber gögn og þér ber að tilkynna að þú hafir ekki farið í herinn þegar þú sækjir um starf í Ísrael og það eru alls ekki allir sem vilja hafa "saravanim" í vinnu.

Fjölskyldan þin lifir gjarnan í skömm að einhver hafi ekki farið í herinn.
Eins og Ziv orðaði þetta sjálfur við mig þegar ég spurði hann afhverju hann sleppti því þá ekki að fara í herinn.
" Í Ísrael er ein og sértrúarsöfnuður við búum í ríkinu sem okkar var gefið og við fylgjum reglum trúarinnar. Öll sem eitt. Ef þú efast þá ertu útskúfaður."

Ég held nefnilega að það sé auðvelt fyrir okkur frá friðsælasta ríki í heimi að segja að strákur eins og Ziv sé bara gunga að fylgja sinnai sannfæringu og fara ekki í herinn ,hlut sem búið að  búa hann undir frá blautu barnsbeini.
En þegar þú ert 17 að verða 18 er ekki eins og það sé ekkert mál að ákveða að gefa sér minni tækifæri í lífinu í heimalandi sínu og snúa baki við fjölskyldu sinni.
Flestir á þessum aldri eiga í vandræðum með að ákveða hvert þeir ætli í háskóla núna eða bíða í nokkur ár eða hvort þeir séu nógu þroskaðir til þess að flytja að heiman.

Vinur minn treysti sér ekki til þess að segja nei við herskyldunni. En fór í seinni inntöku 2013 og valdi sér það starf að starfa á skiptiborði þjónustumiðstövar.







.







*
Fyrir þá sem vilja lesa sér meira til um Palestínu Ísreala.
http://en.wikipedia.org/wiki/Arab_citizens_of_Israel

Engin ummæli: