miðvikudagur, 23. apríl 2014

Með pólitík á heilanum.

 Frá því að ég man eftir mér þá hef ég haft áhuga á stjórnmálum og þá öllu heila klabbinu alveg sama hvort það séu sveitastjórnarmál, spilltir forsetar eða eitthvað þar á milli. Meðan vinir mínir gátu nefnt og lýst kostum allra bestu knattspyrnu stjarnanna þá gat ég talið upp ráðherra ríkisstjórnarinnar og helstu áhersluatriði allra flokka landsins. 
Ein af mínum fyrstu minningum er frá sveitastjórnarkosningunum 2002, ég var þá sex ára. Ég fór með pabba á kjörstað að kjósa, eins og alltaf, en mátti ekki koma með honum inn í kjörklefann þar sem ég gæti haft áhrif á atkvæði hans (og mögulega af því á Íslandi eru leynilegar kosningar). Síðan þá hef ég beðið eftir því að fá að kjósa sjálf og biðin langa endar loksins þann 31. maí aðeins 12 árum og 12 kosningum síðar.
      Líkt og sum börn hlýða á tónleika eða fara á íþróttaviðburði þar sem fyrirmyndirnar spila þá eru kosningar mínir íþróttaviðburðir. Ég hef lagt  það í vana minn, frá níu ára aldri eða síðan ég flutti í Hafnarfjörð, að heimsækja kosninga skrifstofur til að kynna mér helstu stefnu og baráttumál frambjóðenda og myndað mér síðan skoðun þegar ég hef kynnt mér málið og hverjum ég myndi gefa atkvæði mitt ef ég mætti kjósa. Sumir taka því illa þegar barn spyr þá spjörunum úr eða þykir það krúttlegt sérstaklega þegar barn er eins vel inn í málunum og ég var. Mér þykir og hefur alltaf þótt það vera dæmi um stórann galla fyrir frambjóðanda að kunna ekki að meta barn með áhuga á málunum af því ef þú getur ekki virt framtíð landsins þá áttu ekki mikið erindi við að stýra landinu. En flestir hafa ávallt tekið mér vel og aðstoðað mig við að kynda undir stjórnmála áhugann. Ég kynnti sjálf undir áhuga minn með því að vakna fyrir allar aldir til að horfa á kosingasjónvarpið og í seinni tíð að með því vaka alla nóttina til þess að fylgjast með nýustu tölum.
15 ára afmælinu mínu fagnaði ég svo í mínu fyrsta kosingapartíi á kosingaskrifstofu Vinstri Grænna  í Hafnarfirði 2010 og var það stór gjöf að fá að hlusta á símtölin sem mörkuðu upphaf bæjarstjórnarviðræðna í Hafnarfirði. Þetta sama kvöld tók ég líka þá ákvörðun að bjóða mig fram á lista VG árið 2014.

Síðustu ár hefur barnalýðræði aukist mikið í landinu og hef ég fengið að taka þátt í þeirri þróun og þykja mér það mikil forréttindi. Ég tók sæti í Ungmennaráði Hafnarfjarðar haustið 2010 fyrir grunnskólann minn og svo fyrir hönd fólks á aldrinum 16-18 ára seinna. Þegar ég tók sæti var ráðið í raun bara hópur unglinga sem höfðu mismikinn áhuga á stjórnmálum og hittust reglulega til þess að ræða málin. Nú fjórum árum síðar þá hefur ráðið talsverð áhrif í bænum, fundar reglulega með bæjaryfirvöldum og hefur oft mikið að segja um málefni sem varða unga fólkið í bænum. Auk þess hafa síðustu ár verið haldnar ráðstefnur á vegum UMFÍ sem bera heitið „Ungt fólk og lýðræði“ þar sem ungt fólk frá öllu landinu kemur saman og ræðir hvernig megi auka áhrif ungs fólks í stjórnsýslu landsins og leggur fram áskoranir til stjórnvalda. Ég hef verið þeirrar lukku aðnjótandi að taka tvisvar þátt í þessari árlegu ráðstefnu.

Ungmennaráðum landsins hefur fjölgað töluvert síðustu ár svo svona stjórnmálakrökkum eins og mér gefast fleirri tækifæri til að láta ljós okkar skína og vona ég að það verði til þess að slíkir krakkar komi meira fram á sjónarsviðið.

Málið er að  það þykir ekki kúl að hafa áhuga á stjórnmálum. Ég tók stjórnmálafræði  í menntaskóla í fyrra og því miður er bara boðið upp á einn áfanga. Í áfanganum voru um 30 nemendur og allir voru með kosingarétt fyrir utan einn, mig, og enginn talaði eða spurði spurninga nema einn, ég. Það er eitthvað sem er búið að planta inn í ungt fólk að lands og bæjarstjórnmál eigi að vera leiðinleg. Þetta sé bara fullt af fúlu liði með áhyggjuhrukkur að tuða í hvoru öðru daginn út og inn. Sem ég viðurkenni alveg að það lítur svolítið þannig út á yfirborðinu en um leið og grafið er aðeins dýpra þá sést að það býr mun meira að baki. Þetta er hreint og beint sorglegt af því margir hafa mikinn áhuga á skólapólitík en gera ekki samansem merki á milli hinnar „venjulegu“ pólitíkur sem er það nákvæmlega sama, bara önnur málefni.

Ég vona svo sannarlega að jafnaldrar mínir kjósi sem flestir í okkar fyrstu sveitastjórnarkosningum og viti að þau þurfi ekki að kjósa eins og mamma og pabbi eða amma og afi, og það er allt í lagi að skipta 1000 sinnum um skoðun áður en þú ákveður þig. Það er líka fínt að muna ef maður kýs vitlaust þá getur maður bara valið eitthvað annað næst. Það er nóg af molum í kassanum, bara smakka þangað til að þú finnur  þinn uppáhalds. Svo finnst manni kannski ekki sá sami bestur alla ævi. Uppskriftum á molum er nefnilega stundum breytt.

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Næstum því

Síðustu tvær vikur höfum við dvalið á Freetown skaganum þar sem það þótti tilvalið að skella sér í smá sumarfrí fyrst við vorum í landi með 350 kilometra strandlengju og sól alla daga.
     Við höfum fríið á ströndinni Lakka en þar var bókstaflega sandur  upp að dyrum eða 5-20 metrar út í haf (svona eftir hvort var flóð eða fjara) á Pauls beach bar & resturant & guesthouse. Síðustu 3 dagana dvöldum við svo í bæ sem heitir Aberdin en þar eru flestar hjálparstofnanirnar eru með höfuðstöðvar, m.a. UN. Þar eru líka flest gistihúsin á Freetown svæðinu staðsett og Pelican bátabryggjan sem er nýtt til að koma fólki með spíttbát á flugvöllinn. Við dvöldum á Diana guesthouse sem er nefnt eftir Díönu prinsessu (Amma er pottó ánægð með það). Það fyndna var að þetta er sama gistiheimili og við dvöldum fyrstu nóttina okkar áður en við fórum til Kenema. Þá fannst mér það alveg hræðilegt því það voru rakaskemmdir í loftinu, sprunginn sturtubotn, illfær troðningur að húsinu og fàranlega heitt. Ég vildi því sofa upp í hjá mömmu og pabba en ekki í sérherbergi eins og boðið var upp á og búið að greiða fyrir. 
Skemmst er frá því að segja að núna er þetta bara mjög hreint og fínt og það liggur þessi líka fína gata upp að gistiheimilinu en samt er þetta nàkvæmlega sama pleisið. Standardinn hjá mér mögulega aðeins búinn að lækka á þessum rúmlega tveimur mánuðum. 

Ferðamannalandið Sierra Leone
Túristalandið Sierra Leone er einkar skrautlegt og orðin sem kannski lýsa því best eru: "næstum því". Dæmi um þetta er t.d. þegar pabbi bauð vin okkar Mohammed bílstjóra (Íslamtrúarmenn hér heita Mohammed, Hassan eða Abdulh en við aðgreindum með starfstitlum þeirra), upp á drykk þegar hann kom í heimsókn. Mohammed bað um tonik en afgreiðslustúlkan sagði: "nei en við eigum kók". Hann spyr þá hvort að hún eigi parrot (sierra leonskt peru gos) og afgreiðslustúlkan svaraði neitandi en sagði honum að það væri til malt.  Eitt kvöldið fórum við à veitingastað og við mamma ætluðum að fá kjúklingavefjur en þjónninn tilkynnir okkur að matseðillinn sé sko ekki matseðill þessa veitingastaðar heldur annars en þau noti bara sama matseðil þar sem þau eiga oft ýmislegt sem er nefnt á þessum matseðli. Svona næstum því.
Að vísu er landið í heild svona næstum þvi, næstum því gott gatnakerfi, næstum því rafmagn og næstum því lýðræði.
  
Pauls beach bar & resturant & guesthouse
Við dvöldum í 10 daga á gisihúsi við stöndinni Lakka eftir að við komum frá Kenema.  Þegar við komum þangað er eigandinn úti á sjó og herbergið sem við pöntuðum ekki laust. Í ljós kom að þetta er bara þriggja herbergja gistihús, eitt herbergi í langtíma leigu, eitt sem eigandinn gistir í og svo eitt sem er leigt út.
Paul
Eigandinn, Paul, er að öllum líkindum mafíosa foringi af útlitinu að dæma með myndarlega skúffu, vantar nokkrar tennur , leggjastuttur með stóra bumbu. Hann á 2 eiginkonur 9 börn og 2 hjákonur. Elsta barnið hans er næstum jafn gömul mér eða um hálfum sólarhring eldri. 
Aðstoðarmaður Pauls er hann Abubaka sem er ekki múslimi þó svo nafn hans sé það, ástæðan er að systkini hans og foreldar voru öll drepin í stríðinu og kristið fólk ól hann upp en hann var of stór til að breyta um nafn. Abu er yndislegur ungur smekkmaður sem vildi allt fyrir mann gera og minnti okkur á Hassan enda hafa þeir sama mottó sem er "just be a good human being to everyone". Gott mottó þykir mér.
Gestirnir í hinu leigherberginu voru gagnkynhneið hjón og spikfeitur blàr hvolpur (gæludýr hér voru oft blá vegna bólusetningar). Hjónin voru vægast sagt skrautleg en konan heitir Channel og er á aldrinum 20.-30. ára, frá Sierra Leone og mjög spes karakter, já bara mjög spes, ég get ekki lýst því beint. Eiginmaðurinn, Jey, er 66. ára, fyrrverandi hermaður bandaríska hersins og er að njóta elli áranna. Hann eyðir öllum peningunum sínum sem hann fær í lífeyri í að eiga unga konu, búa í heitu landi, á strönd, og eiga einhverskonar viðskipti í Freetown. Á hverjum degi fór hann inn í Freetown "to do some bissness" í gangster fötunum sýnum sem voru terlínbuxum við skyrtu og með hatt og skjalatösku á támjóum skóm.  
Svo fékk Jay malaríu og byrjaði að ganga í bútasaums náttbuxum og var plantað í sandinn af konunni sinni á dýnu með púðum undir höfðinu, undir sólskyggni í þrjá daga eða á meðan hann jafnaði sig. Að vísu var Abu á því að þetta væri í raun Channel að kenna því hún sé í raun norn og hafi eitrað fyrir honum svo hún fài peningana hans. Spúkí stöff.  Eftir fimm daga "sambúð" braust út heljarinnar rifrildi á milli hjónana sem gekk aðalega út á peninga og týnda skartgripi sem Jay geymir í blàrri snyrtibuddu í koddaverinu sínu. Rifrildið endaði með morðhótunum, 200 þúsund dollurum í sjónum, lögregluheimssókn og skilnaði auk þess sem þau voru rekin af gistihúsinu.  Þau eru samt ekki skilin lengur held ég ,því þau tóku saman seinna um daginn en því komumst við að því þegar þau sóttu feita, bláa hvolpinn, Skrautlegt vesenis fólk en góð skemmtun að fylgjast með þegar þú þarft ekki að vera flækt í líf þeirra.

Ferðalagið heim 
Það var mjög skrýtin tilfinning að fara frá Seirra Leone svo allt öðruvísi en ég hef áður upplifað með að fara heim frá útlöndum. Þar sem ég er búinn að búa í landinu en samt ekki og svo var ég ekki á leiðinni til Íslands. En samt á leiðinni heim. Fyrst á leiðinni heim til Evrópu svo á leiðinni heim til Hollands og svo fer ég heim til Íslands, frá Hollandi.

Við tókum sömu tegund af bát til baka og við komum á til Freetown. Skiljum ekki hugmyndafræðina með að hafa flugvöllinn í 30 mín siglingu frá borginni en það er víst margt í heiminum sem maður mun aldrei skilja.
Báturinn sem við sigldum með í þetta skiptið var í mun betra ástandi en sá sem við komum með til Freetown ,
það drapst samt á honum á leiðinni.
Flugið okkar fór klukkan 23:50 en síðasta bátsferð var klukkan 18 við vorum beðin um að vera mætt niður á bryggju klukkan 17 til þess að við myndum ekki missa af ferðinni.
Klukkan 18:40 vorum við mætt á flugvallarsvæðið við hliðið inn á svæðið þurftum við að fara út úr bílnum og sýna vegabréf og leitað var í handfarangri svolítið svekk fyrir lögreglukonuna sem leitaði hjá mér að ég átti engan pening sama hvað hún leitaði vel.
eftir þetta tékk vorum við keyrð að flugstöðvarbílastæðinu og fengum farangurinn okkar (hann kom í öðrum bíl frá bátnum). Þegar við komum inn flugstöðvarbygginguna klukkan þá 19, þá voru vegabréfin okkar skoðuð aftur
og við settum niður til að bíða eftir að geta tékkað okkur inn í flugið klukkan 20:30 svo allir farþegar biðu salla rólegir á gjörsamlega tómum flugvelli fyrir utan okkur 40 sem vorum að fara í þetta flug.
Loksins var opnað fyrir innritun og áður en við fórum í röðina fyrir það voru vegabréfin athuguð.
Það þurfti tvær manneskjur til að tékka alla farþega inn eina til þess að líma merkingar á töskur og vigta þær og eina til að skoða vegabréf, skoða flugmiðan og útbúa brottfararspjöld. Hver innritun tók svona 10 mín sem var fínt því þá var tíminn notaður í eitthvað annað en að bíða eftir flugi. Loksins þegar þær voru búnar að þessu þá gátum við farið í gegnum tollinn. En fyrt þurfti að sjálfsögðu að athuga vegabréfin okkar svo gegnum við tíu skref  að vegabréfseftirlitinu. Þar sem ...... vegabréfin okkar voru skoðuð og stimpluð, fingraförin okkar tekin og við gerðum grein fyrir veru okkar í landinu.
Næst fórum við í gegnum tollinn sjálfan sem er með eitt hlið og um 20 starfsmönnum. Mamma var tekinn þar sem hún var með vökva í töskunni, kókdós sem ég hafði gleymt.
Mamma var látin gera grein fyrir öllu í töskunni sinni og eldspýturnar hennar, brauð og fleira í þeim dúr gert upptækt og hún grunuð um að ætla gera eitthvað glæpsamlegt með tannþræðinum sínum þar sem tollverðirnir höfðu ekki séð svoleiðis áður.
Þegar við komum í gegnum tollinn tók við okkur risastórt ekkert þar sem við biðum í  þrjá tíma að gera ekkert fengum okkur að vísu að borða á veitingastaðnum þar sem það var einn réttur í boði hamborgari og franskar samt matseðill með um 40 réttum.
Loksins klukkan 23:40 þá kallað á okkur að flugvélin væri komin frá Gambíu Frekar spes að fljúga frá Gambíu til Sierra Leone og svo til London þar sem það er frekar úr leið. En eins og ég sagði áður það er margt í heiminum sem ekki er hægt að skilja.
Áður en við fórum út í vél þá var leitað í töskunum okkar og vegabréfin sjálfsögðu tékkuð tvisvar.
Flugið var mjög gott og þótti mér mjög fallegt og áhugavert að sjá borgarljósin á leiðinni (gat ekki sofnað) og hvernig þau jukust eftir því sem við flugum norðar.
Þegar við komum á Gatwick klukkan 7 um morgunin vorum við öll mjög þreytt og svo var mjög skrýtið að meira helmingur fólksins í kringum okkur var hvítt og voðalega fáir eitthvað í kringum mann.
Þar sem það voru 5 tímar í flugið til Amsterdam þá ákváðum við að leggja okkur og fundum þennan fína sófa í það. Ég sofnaði ekki alveg svo ég heyri litla stelpu hrópa: Mamma,mamma sjáðu sofandi fjölskylduna eru þau veik?
kannski smá drusluleg að sjá á bekk umkringd ferðatöskum með úfið hár.
um 17 vorum við loksins kominn til Hollands skrýtið að finnast maður vera kominn heim þegar maður kemur á Schiphol. Við eyddum kvöldinu í að borða kebab ,fá víðáttufælni í stórmarkaði ,fara í sturtu með heitu vatni og liggja undir sæng að horfa á sjónvarpið og vera á netinu á sama tíma þar til við lognuðumst útaf frá DR. Phil.

Ég er farin að hlakka mikið til að fara til íslands þó það verði skrýtið á síðustu 20 dögum hef ég gist á 5 stöðum hver öðrum ólíkari og það verður mjög skemmtilegt að komast í sitt "nátturulega umhverfi" þar sem bíða min nóg af verkefnum ný vinna, framboð , Rauði Kross, nýtt heimili og íslenskt vor.

-Bláklukka