Nú er síðasta vikan okkar hér í Kenema að
líða undir lok og erum við að fara til
Freetown á föstudaginn. Það hefur verið frábært tækifæri að
búa hér síðustu tvo mánuði og kynnast lífi og landi sem er svona ólíkt því sem
maður hefur alist upp við. Það er líka skrýtið hvað margt hér er örðið svo
eðlilegt að mér þykjji það ekki frásögu færandi þó svo að það sé sennilega mjög áhugavert að segja frá og sumt sem ég
hef ákveðið að geya að segja frá þar til heim er komið þar sem það er ekki hægt
að segja frá því á “prenti”. En hér kemur samt síðasta bloggið um lífið hér í
Kenema.
Handtaka
og dómsmál
Á
dögunum var móðir mín handtekinn og leidd fyrir dóm. Hvaða glæp framdi hún er
spurt. Jú hún ferðaðist um hjálmlaus sem farþegi á mótorhjóli líkt og meiri
hluti fólks hér gerir svo reif hún kjaft við lögguna. Eða meira svona benti
lögregluþjóninum sem handtók hna að það væri frekar undarlegt að færa hana á
lögreglustöðina á mótorhjóli með engan hjálm fyrir þann glæp að vera á
mótorhjóli með engan hjálm. Löggur fíla það víst ekki að vera bent á mistök sín
samkvæmt föður mínum lögreglumanninum sjálfum.
Mamma
fékk leyfi til að hringja í mig og láta vita að hún hefði verið handtekin af
því hún hafði verið á leiðinni að hitta mig. Frekar fyndið símtal að fá frá
mömmu sinni. En ég mætti á lögreglustöðina fylgduliði af innfæddu fólki sem
ruglaði lögguna aðeins, þar sem hvítt fólk á ekki að þekkja svona mikið af
innfæddum hvað þá að búa með þeim.
Pabbi
fékk svo fregnir af handtöku eiginkonu sinnar nokkru síðar frá þriðja aðila
(sem er mjög algeng leið til þess að heyra fregnir hér). Pabba fannst þetta grunsamlegt að heyra og
hélt jafnvel að einhver væri að reyna ræna konunni sinni og væri þess vegna að
tæla hann í burtu. Svo hann hringdi í mömmu þar sem ég svaraði og staðfesti
handtöku móður minnar.
Í
ljós kom eftir skýrslutöku að mamma yrði leidd fyrir dóm vegna brota sinna og
var henna ekið þangað á mótorhjóli þó með hjálm í þetta skiptið. Í dómnum þótti hún ósiðsamlega klædd enda
hafði hún ekki gert ráð fyrir því að vera handtekinn hvað þá leidd fyrir dóm
þegar hún klæddi sig.
Klæðnaðinum
var þó bjargað með því að láta hana setja upp gríðarstórt hárnet. Við eigum því
miður ekki mynd.
Hún
var dæmd til þess að greiða 150 þúsund Leones eða mánaðarlaun meðal launþegi
hér í sekt fyrir brot sín og minnt á það að vera með hjálm framvegis.
Nú er hún orðin þekkt sem hvíta
glæpakvendið í Kenema og er stoppuð reglulega út á götu til þess að ræða
handtökuna.
Landafræðikennsla
og grunnskóli.
Síðustu vikur höfum við pabbi verið að
kenna landafræði í ríkisgrunnskóla hér í Nyandeyama hverfinu þar sem við búum.
Krakkarnir sem eru í 3-6.bekk og á
aldrinum 7-14 ára hafa flest ekki séð heimskort áður og þykjir því afar
spennandi að læra um heiminn og koma með frábærar og krefjandi spurningar, eins
og hver bjó til heiminn? Afhverju er fólk mismunandi á litinn? Hvað gerist inn
flugvél? Hvað gerist í Ameríku? Hér er Ameríka land draumana og var ég svo
“vond” að segja krökkunum frá því að Amerika væri ekki alveg eins og í
kvikmyndunum sem þau hafa séð. Þá kom spurning frá einni: Afhverju eru þeir þá
að búa til kvikmyndir ef það er ekki allt satt í þeim? Góð spurning.
Það sem mer þykir þó áhugaverðast við að
koma inn í grunnskóla hér er að sjá hvað hann er ólíkur íslenskum skóla. Hér
eru í kringum 90 börn í bekk stelpur í
meirihluta í yngri bekkjum. Skólastofurnar eru álíka stórar þeim íslensku en
aðeins 20 borð semsagt um 4 börn við hvert borð og fæst eiga fleira en eina
stílabók fyrir allar námsgreinar svo það þarf að nota plássið vel. Hér er
páfagaukslærdómur notuð mikið og rím. Svo eru sumir kennarana ekki að fullu
læsir. Að auki fer kennsla í skólum hér framm á ensku eða á að gera það. En
enska er ekki móðurmál nemanda. Svolítið skrítið að ætlast til þess að barn
taki mikið upp á tungumáli sem það talar ekki reiðbrennandi þess vegna stelast
kennarar til þess að kenna á kríó svo börnin skilji.
Einnig brýtur það gegn barnasáttmálanum
þar sem þar segjir að börn eigi rétt á
menntun á tungumáli sem það hefur góð völd á.
ÍÞRÓTTAVIÐBURÐIR
Spot
event eða íþrótta viðburður er mjög vinsælt meðal fólks hér að mæta á.
Sérstaklega hjá ungu kynslóðinni.
Á
hverju ári heldur hver og enn skóli semagt stóran íþróttadag. Þar sem nemendur
keppa sín á milli í liðakeppni og er skólanum skipt upp í 5 lið eftir litum.
Íþróttagreinarnar eru fjölbreyttar t.d Boðhlaup, hástökk,
nálarþræðingarboðhlaup og langstökk í öllum greinum er kept á sokkunum svo
allir standi jafnt að vígi fótalega séð.
Keppnin
stendur vanalega frá hádegi til sólseturs( kl 19) og er spiluð fimm laga mix
kasetta undir allan tímann á fullum hljóðstyrk svo allt hverfið heyri. Oftast
eru þetta lögin, All the ladys með fyrrnefndum texta,Moonlightshadow remix, To
late to love, Feeling og I like to move it move it remix.
Því
miður vitum við ekki hvar skólarnir finna allt þetta rafmagn, því ekki höfum
við kynnst því.
Ég hef nú þegar mætt á tvo íþróttaviðburði og leiddist jafn mikið í
bæði skiptin. Mögulöga afþví að mér þykir leiðinlegt að horfa á flestar
íþróttir og það voru engar íþróttir í gangi bara uppstillingar fyrir þær. Auk
þess eru alltaf um 500 “áhorfendur” sem eru næstum allir á röltinu á sama tíma
svo engine kemst neitt áfram og enginn
heyrir almennilega í hvorum öðrum vegna hárrar tónlistar.
Þó ætla ég í þriðja skiptið á morgun á
viðburð hjá half ríkisrekna múslimamenntaskólanum í Kenema. Þar sem Mariama
vinkona mín era ð fara keppa fyrir rauðaliðið og mun ég hvetja hana áfram að
íslenskum sið og dansa fyrir hana að hennar ósk.
Gangs og T.C.M
Hér í Kenema er mjög mikið um klíkur og
gengi. Það er mikil bárátta á milli gengja og innan þeirra um hverjir séu
bestir og æðstir í kenema en flest gera almenningi mjög lítið. Í raun eru þetta
bara vinahópar með heiti og sérmerkingar, klúbbkofa sem þau spila mjög háa tónlist í og fara um alla borg til
þess að graffa skammstöfun gengisins á veggi.
Sumar skammstafirnar eru net skondnar
eins og t.d K.K.K , S.S og L.A.M.E
Okkur Hassan þykja þessi gengi jafn
hallærisleg svo við ákvaðum að stofna okkar eigin. The cute mangos (T.C.M)
meðlimir eru aðeins fjórir. Ég,Hassan, Watta og Mariama, Svo höfum við tvær
vendar mæður mömmu og Henriettu. Pabbi bennti okkur á að við séum núþegar
varasöm þarsem við erum alþjóðlegt gengi með glæpakvenndi sem verndara.
Svo
passið ykkur meðlimur TCM er á leið til Íslands!
15 hlutir sem ég hafði ekki séð,gert eða upplifað
áður en við komum hingað.
1. Vera andvaka fyrir
klukkan 10 að kvöldi til.
2. Sjá börn leika sér með
sveðju úti á götu.
3. Sjá 2 ára barn leika sér
með þvottaefnispoka eitt úti á verönd.
4. Sofa út til klukkan 8
5. Geta ekki sturtað niður
sjálf, afþví vatnstunnan er svo stór.
6. Vera föst inni á
klósetti í niðamyrkri með niðurgang með
kakkalakka, eðlu og vespu mmér til félagsskaps.
7. Finna ekki
klósettpappírinn vegna myrkurs
8. Versla Klósettrúllur í
stykkjatali
9. Vera með einstakt hár
sem margir vilja snetra
10. Borða næstum hrísgrjón í
hvert mál (hélt alltaf að gjrón væri Asíumatur)
11. Vera voða hamingjusöm að
það sé ekki sól
12. Vera kalt í 25 stiga
hita
13. Eyða góðum tíma á hverju
kvöldi að leita að vasaljósum til þess að geta leitað að betri vasaljósum.
14. Geta aldrei verið alveg
ein.
Og að lokum.
15. Vera með nokkuð eðlilegt litaval á fötum. Allt í
lagi að vera í fimmlitum fatnaði.
Hlakka til að koma til
Íslands þann 12. Apríl
-Bláklukka