Þetta blogg hefur mér langað að skrifa lengi, þar sem ég mögulega hef aðeins annað sjónarhorn á deilur Palestínu og Ísreals en margir.
Nú þykjir mér tími til
Þannig vill til að ég á 11 ísrealeska víni. 8 þeirra eru verðandi eða verandi hermenn, 1 hann hefur lokið herskyldu og hefur ekki áhuga á frekari störfum fyrir ísrealeska herinn og svo eru tveir þeirra Salman og Ido eru Palistínu -Ísrealear* og munu því ekki þurfa að þjóna ísrealska hernum þar sem þeir gætu snúist gegn ísrealsmönnum á ögurstundi.
Þessir vinir mínir eiga það sameiginlegt að ég kynntist þeim í gegnum fríðarsumarbúðasamtökin CISV.
Þegar ég var á aldrinum 11 -17 ára.
Sumarið 2012 þegar ég var 17 ára, dvaldi ég í sumarverkefni í Tékklandi ásamt 28 öðrum ungmennum frá 17 löndum. Meðal þáttakanda voru 2 af vinum mínum frá Ísreal.
Keren sem ég hef þekkt frá því við vorum 11 ára og vorum saman í sumarbúðum í Danmörku 2006.
Og Ziv (sem ég hélt áður en ég hitti hann að væri stelpa af nafninu að dæma).
Ziv er sá ísrealski vinur minn sem fékk mig til að breyta hugmyndum mínum um þjóð sína.
Ziv er yndislegur ungur maður sem hefur mjög sterkar skoðanir á lífinu.
Hann dúxaði í menntaskóla sem þýðir að hann fær tækifærið að gerast orustuflugmaður. Sem sagt einn af þessum gæjum sem stjórnar tölvu og myrðir fullt af fólki án þess að þurfa nokkurn tímann að sjá það. bara ýta á takka og búmm fullt af fólki dautt.
Aðeins bestu nemendur landsins fá þetta tækifæri.
En Ziv vinur minn stóð frammi fyrir vandamáli.
Hann hafði enga löngun til þess að gerast orrustuflugmaður. Hann hafði og hefur enga löngun til þess að gerast hermaður yfirhööfuð.
Meðan bekkjarfélagar hans biðu spennt eftir því að komast i herinn. kveið Ziv þeim 2 árum sem herskyldan er meira og meira.Eftir því sem nær dróg.
Að vísu stendur til boða að þjóna ekki hernum en það hefur líka sínar afleiðingar.
Þeir einstaklingar í Ísrael sem ekki fara í herinn eru kallaðir "saravanim" sem á íslensku væri rola og aumingji.
Ef þú ferð ekki í herinn er það skráð í öll opinber gögn og þér ber að tilkynna að þú hafir ekki farið í herinn þegar þú sækjir um starf í Ísrael og það eru alls ekki allir sem vilja hafa "saravanim" í vinnu.
Fjölskyldan þin lifir gjarnan í skömm að einhver hafi ekki farið í herinn.
Eins og Ziv orðaði þetta sjálfur við mig þegar ég spurði hann afhverju hann sleppti því þá ekki að fara í herinn.
" Í Ísrael er ein og sértrúarsöfnuður við búum í ríkinu sem okkar var gefið og við fylgjum reglum trúarinnar. Öll sem eitt. Ef þú efast þá ertu útskúfaður."
Ég held nefnilega að það sé auðvelt fyrir okkur frá friðsælasta ríki í heimi að segja að strákur eins og Ziv sé bara gunga að fylgja sinnai sannfæringu og fara ekki í herinn ,hlut sem búið að búa hann undir frá blautu barnsbeini.
En þegar þú ert 17 að verða 18 er ekki eins og það sé ekkert mál að ákveða að gefa sér minni tækifæri í lífinu í heimalandi sínu og snúa baki við fjölskyldu sinni.
Flestir á þessum aldri eiga í vandræðum með að ákveða hvert þeir ætli í háskóla núna eða bíða í nokkur ár eða hvort þeir séu nógu þroskaðir til þess að flytja að heiman.
Vinur minn treysti sér ekki til þess að segja nei við herskyldunni. En fór í seinni inntöku 2013 og valdi sér það starf að starfa á skiptiborði þjónustumiðstövar.
.
*
Fyrir þá sem vilja lesa sér meira til um Palestínu Ísreala.
http://en.wikipedia.org/wiki/Arab_citizens_of_Israel
Vala og veröldin
Við getum öll gert heiminn að betra pleisi svona smá!!
miðvikudagur, 16. maí 2018
fimmtudagur, 21. janúar 2016
Sakleysislegar pælingar um fjölbreytni og fötlun og stöff.
Ég hef viljað skrifa þessa grein í töluverðan tíma en það hefur setið á hakanum og beðið ofan í kassa, skúffu eða eitthvað, allavega ekki komist á yfirborðiðþ
En að undanförnu hefur margt orðið til þess að ég pælt tíl þessum málum.
Semsagt fötlunarfordómum og hvernig samfélagið í heild er óvant fötlun.
Frá því að ég var 9 ára þar til að ég var 15 ára var ég með strák með hreyfihömlun í bekk.
Honum Árna Pétri, ég pældi aldrei neitt sérstaklega í því að hann væri fatlaður.
Ég held að það hafi aldrei neinn í bekknum pælt neitt mikið í því að Árni væri í hjólastól nema kannski að hann þurfti aldrei að fara úr skónum frekar en hann vildi og að við þurftum að passa að tærnar okkar yrðu ekki fyrir stólnum.
Það var helst þegar fullorðna fólkið minnti okkur á að Árni væri fatlaður og gæti ekki gert hitt og þetta að ég pældi eitthvað í þessu.
Sérstaklega þegar einhver talaði við hann eins og smábarn. Það hlýtur að sökka að vera 13 ára og fá hrós fyrir að vera duglegur að borða eða að lesa, semsagt fyrir venjulega hluti.
Eða þurfa vera með fullorðin stuðningsfulltrúa (oft konur á milli 30 og 50 ára) með þér öllum stundum sem er kannski ekkert endilega beint alltaf næs ef þú ert unglingur.
En já fyrir mér var það að vera með fötluðum nemenda í skóla ekkert stórmál. Hann eins og við hin hluti af 95 árgangnum í Lækjarskóla. Bjó í sama hverfi og kom með svipað nesti og hinir.
Í Lækjarskóla er einnig sérdeild nemenda með fatlanir og móttökudeild nýbúa á grunnskólaaldri.
Krakkarnir í þessum deildum eru samt ekki bara í sérrstofum heldur hljóta stuðning við námið innan hinnar almennu skólastofu að miklu leiti.
Því er skólinn án aðgreiningar, sumir bekkjarfélagar voru kannski bara með okkur í stærðfræði , íþróttum.og nátturufræði og sumir voru ekki með okkur í íslensku.
Mér er minnisstætt að einu sinni var ég úti í frímó (hef verið sirka
10 ára ) með vinkonu minni sem var aðeins eldri en ég, þegar einhver kallar að henni stríðnislega "Hey, ertu eitthvað þroskaheft eða?" og hún svarar smá hissa en ákveðið "Já , reyndar er ég það afhverju spyrðu?" og hitt barnið varð vandræðalega kjaftstopp.
Þetta var mómentið sem ég komst að því að vinkona mín væri fötluð fram að því hafði hún bara verið hressa og ofurdramatíska vinkona mín. Þetta breytti samt engu fyrir okkur nema á næstu árum fór ég fram úr henni í þroska á mælikvarða samfélagsins.
Mér finnst í þeirri umræðu sem hefur verið með skóla án aðgreiningar er allt of sjaldan talað um þann félagslega þátt sem börn fá að læra í fjölbreyttu skólaumverfi.
Læra að átta sig á því að ekki eru allir góðir í öllu. Hæfileikar fólks liggji víða og ekki allir eru eins,
Það er lagt mikið upp úr því að bakgrunnur skipti ekki máli eða frá hvaða landi þú ert og hvernig þú ert á litinn. En sjaldan er talað um að það skipti ekki máli hvernig við erum uppbyggð og hvaða leið við förum að lifa lífinu.
Sumir gangi um og aðrir rúlli um, Sumir nota orð til að tjá sig en sumir aðrar leiðir. Margir geta hreyft alla útlimi en sumir geta bara hreyft eina hönd.
Það að allir geti lifað jafn góðu lífi þrátt fyrir að við séum ólík.
Fyrir mitt leiti hefði ég ekki viljað missa af því að eiga skólafélaga sem kunni áætlanakerfi strætó utan af eða vinkonu sem borðar ekki rauðan mat.
Þegar ég byrjaði að vinna á leikjanámskeiðum og í frístundastarfi ,16 ára gömul fór ég að fá hrós fyrir það hvað ég næði vel í fatlaðra barna og "sérstöku" krakkana. Þetta var eitthvað sem ég sá ekki sjálf að ég væri sérstaklega góð í. Eitt sumarið var ég síðan stuðningsfulltrúi fyrir stelpu með Willams- heilkenni og fékk enn og aftur mikið lof hvað það gengi vel hjá mér að vinna með henni.
Hvað var eiginlega trixið mitt ?
Þá benti vinur minn mér á það , ég gerði einmitt ekkert, ég kem fram við alla á sama hátt.
Öll börnin fengu sömu meðferð hjá mér fötluð eða ófötluð.
Svo miða ég bara samskipti mín að hverjum og einum eftir persónuleika.
Þetta þótti mér svo sjálfsagt að ég hafði ekki pælt í því að ekki allir geri þetta.
Ég bara áttaði mig ekki á því að það ætti víst að nálgast suma öðruvísi samkvæmt "bókini".
Eins og einhverjir vita þá byrjuðum við Embla saman í nóvember.
Embla er jú fötluð og fjandi stolt af því ef ég á að segja rétt frá.
Fljótlega eftir að við byrjum saman komst ég að því að mörgum finnst í alvöru skrýtið að ófötluðmanneskja laðist að fatlaðri manneskju.
Samfélagið heldur það enn þá að langflest fatlað fólk sé kynlaust og að það sé skrýtið að það hafi kynhneigð og þörf fyrir að finna ástina.
Já ég var það bjartsýn þar til í haust að ég hélt að fatlaðir stæðu að þessu leiti á sama stað og aðrir.
Ég vissi auðvitað að þetta þætti ekki normið en hafði ekki ímyndað mér hversu merkilegt mörgum finnst samband okkar vera.
En eftir að ég kynntist Emblu hefur hún kennt mér svo margt um þessi mál og ég er alltaf jafn hissa hvað fatlað fólk þarf að díla við þúsund litla hluti á hverjum degi vegna fordóma og stimplunar frá umhverfinu.
Hvað málefnum á þessu sviði miðar hægt miðað við hvað þetta er í raun einfalt dæmi og hvernig fatlaðir eru talinn vera baggi fyrir samfélög.
Semsagt saklausarpælingar mínar um afhverju í ósköpunum fatlað fólk er enn álitið vesen en ekki frábær hluti fjölbreytilegs samfélags.
En að undanförnu hefur margt orðið til þess að ég pælt tíl þessum málum.
Semsagt fötlunarfordómum og hvernig samfélagið í heild er óvant fötlun.
Frá því að ég var 9 ára þar til að ég var 15 ára var ég með strák með hreyfihömlun í bekk.
Honum Árna Pétri, ég pældi aldrei neitt sérstaklega í því að hann væri fatlaður.
![]() |
Hinn skrautlegi bekkur 8.OÞ |
Það var helst þegar fullorðna fólkið minnti okkur á að Árni væri fatlaður og gæti ekki gert hitt og þetta að ég pældi eitthvað í þessu.
Sérstaklega þegar einhver talaði við hann eins og smábarn. Það hlýtur að sökka að vera 13 ára og fá hrós fyrir að vera duglegur að borða eða að lesa, semsagt fyrir venjulega hluti.
Eða þurfa vera með fullorðin stuðningsfulltrúa (oft konur á milli 30 og 50 ára) með þér öllum stundum sem er kannski ekkert endilega beint alltaf næs ef þú ert unglingur.
En já fyrir mér var það að vera með fötluðum nemenda í skóla ekkert stórmál. Hann eins og við hin hluti af 95 árgangnum í Lækjarskóla. Bjó í sama hverfi og kom með svipað nesti og hinir.
Í Lækjarskóla er einnig sérdeild nemenda með fatlanir og móttökudeild nýbúa á grunnskólaaldri.
Krakkarnir í þessum deildum eru samt ekki bara í sérrstofum heldur hljóta stuðning við námið innan hinnar almennu skólastofu að miklu leiti.
Því er skólinn án aðgreiningar, sumir bekkjarfélagar voru kannski bara með okkur í stærðfræði , íþróttum.og nátturufræði og sumir voru ekki með okkur í íslensku.
Mér er minnisstætt að einu sinni var ég úti í frímó (hef verið sirka
10 ára ) með vinkonu minni sem var aðeins eldri en ég, þegar einhver kallar að henni stríðnislega "Hey, ertu eitthvað þroskaheft eða?" og hún svarar smá hissa en ákveðið "Já , reyndar er ég það afhverju spyrðu?" og hitt barnið varð vandræðalega kjaftstopp.
Þetta var mómentið sem ég komst að því að vinkona mín væri fötluð fram að því hafði hún bara verið hressa og ofurdramatíska vinkona mín. Þetta breytti samt engu fyrir okkur nema á næstu árum fór ég fram úr henni í þroska á mælikvarða samfélagsins.
![]() |
Hópavinna í unglingadeild. |
Mér finnst í þeirri umræðu sem hefur verið með skóla án aðgreiningar er allt of sjaldan talað um þann félagslega þátt sem börn fá að læra í fjölbreyttu skólaumverfi.
Læra að átta sig á því að ekki eru allir góðir í öllu. Hæfileikar fólks liggji víða og ekki allir eru eins,
Það er lagt mikið upp úr því að bakgrunnur skipti ekki máli eða frá hvaða landi þú ert og hvernig þú ert á litinn. En sjaldan er talað um að það skipti ekki máli hvernig við erum uppbyggð og hvaða leið við förum að lifa lífinu.
Sumir gangi um og aðrir rúlli um, Sumir nota orð til að tjá sig en sumir aðrar leiðir. Margir geta hreyft alla útlimi en sumir geta bara hreyft eina hönd.
Það að allir geti lifað jafn góðu lífi þrátt fyrir að við séum ólík.
Fyrir mitt leiti hefði ég ekki viljað missa af því að eiga skólafélaga sem kunni áætlanakerfi strætó utan af eða vinkonu sem borðar ekki rauðan mat.
Þegar ég byrjaði að vinna á leikjanámskeiðum og í frístundastarfi ,16 ára gömul fór ég að fá hrós fyrir það hvað ég næði vel í fatlaðra barna og "sérstöku" krakkana. Þetta var eitthvað sem ég sá ekki sjálf að ég væri sérstaklega góð í. Eitt sumarið var ég síðan stuðningsfulltrúi fyrir stelpu með Willams- heilkenni og fékk enn og aftur mikið lof hvað það gengi vel hjá mér að vinna með henni.
Hvað var eiginlega trixið mitt ?
Þá benti vinur minn mér á það , ég gerði einmitt ekkert, ég kem fram við alla á sama hátt.
Öll börnin fengu sömu meðferð hjá mér fötluð eða ófötluð.
Svo miða ég bara samskipti mín að hverjum og einum eftir persónuleika.
Þetta þótti mér svo sjálfsagt að ég hafði ekki pælt í því að ekki allir geri þetta.
Ég bara áttaði mig ekki á því að það ætti víst að nálgast suma öðruvísi samkvæmt "bókini".
Eins og einhverjir vita þá byrjuðum við Embla saman í nóvember.
Embla er jú fötluð og fjandi stolt af því ef ég á að segja rétt frá.
Fljótlega eftir að við byrjum saman komst ég að því að mörgum finnst í alvöru skrýtið að ófötluðmanneskja laðist að fatlaðri manneskju.
Samfélagið heldur það enn þá að langflest fatlað fólk sé kynlaust og að það sé skrýtið að það hafi kynhneigð og þörf fyrir að finna ástina.
Já ég var það bjartsýn þar til í haust að ég hélt að fatlaðir stæðu að þessu leiti á sama stað og aðrir.
Ég vissi auðvitað að þetta þætti ekki normið en hafði ekki ímyndað mér hversu merkilegt mörgum finnst samband okkar vera.
En eftir að ég kynntist Emblu hefur hún kennt mér svo margt um þessi mál og ég er alltaf jafn hissa hvað fatlað fólk þarf að díla við þúsund litla hluti á hverjum degi vegna fordóma og stimplunar frá umhverfinu.
Hvað málefnum á þessu sviði miðar hægt miðað við hvað þetta er í raun einfalt dæmi og hvernig fatlaðir eru talinn vera baggi fyrir samfélög.
Semsagt saklausarpælingar mínar um afhverju í ósköpunum fatlað fólk er enn álitið vesen en ekki frábær hluti fjölbreytilegs samfélags.
-Bláklukka
miðvikudagur, 19. ágúst 2015
Það skiptir víst máli að einhverjir ákveða að mennta sig í leikskólabörnum
Mér þykir mikilvægt að læra og nema allt sem við gerum
í sumar líkt og síðasta sumar hef ég verið að vinna á frábæra sveitahótelinu í Smáratúni.
Starfið mitt er fjölbreytt, krefjandi, spennandi og að mínu mati frábærlega skemmtilegt.
Það hefur ekki verið sá dagur í þessari vinnu sem ég hef ekki lært eða prófað eitthvað nýtt.
ég er alltaf að bæta í reynslubankann og viskubrunninn.
Svo fæ ég líka að vinna með ólíku fólki úr ýmsum áttum.
Í sumar hef ég verið að vinna með fólki frá níu mismunandi löndum. Það sem kom mér samt í raun að óvart að það var ekki samstarfsfólk mitt öðrum löndum sem gaf mér nýja innsýn á hluti. Heldur yndislega morgunverðardrottningin okkar á Hótel Fljótshlíð ,Erla Berglind.
Svo vill til að hún Erla er menntaður leikskólakennari. Ég hafði aldrei fyrr en í sumar pælt í því hvar munurinn fælist á leikskólakennara og svo leikskólaleiðbeinenda (eins og svo margir jafnaldrar mínir starfa sem eftir menntaskóla meðan þeir ákveða framtíðarplönin).
Þökk sé elsku Erla þá veit ég núna að þarna er töluverður munur.
Á hverjum einasta degi í sumar sem við unnum saman sýndi hún eða sagði mér eitthvað tendt við menntun hennar og reynslu. hvort sem það var þegar hún átti samskipti við börnin í Smáratúni eða þegar við staffið ræddum daginn og veginn í hádeginu.
leikskólakrakkar eru einstakar verur og það sem þau geta fengið tækifæri á að læra í skólanum hjá fólki sem er búið að mennta sig í sérhæfa sig í lífi þeirra er svo margt og mikilvægt.
En ég held að flestir hugsi líkt og ég hafði alltaf gert þar til í sumar að það sé sennilega ekkert sérstaklega mikill tilgangur að fólk mennti sig í að "passa" börnin. Það komi út á eitt í grunnskóla
En nú veit ég betur,
Þökk sé frábærum karakter og gáfumenni
Takk Erla Berglind
fimmtudagur, 21. maí 2015
Afhverju ungmennastarf?
Ég byrjaði í ungmennastarfi Rauða krossins í Hafnarfirði
(URKÍ-H) þegar ég var nýorðin 13 ára.
Nú 8 árum seinna er ég formaður ungmennahreyfingar Rauða krossins á Íslandi.
Eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði og væri ekki ef ég hefði ekki fengið tækifærið að eyða unglingsárunum að læra á heiminn og samfélagið í gegnum ungmennastarf.
En það var svolítið hrædd stelpa sem mætti í húsnæði Rauða krossins einn kaldan miðvikudag haustið 2008.
Ég mætti á vitlausum degi í starf fyrir 10-12 ára en staðinn fyrir að senda mig heim var mér bara boðið að vera með og koma svo aftur þegar minn aldurshópur ætti að mæta.
Næst mætti ég svo á réttum tíma og skemmti mér konunglega. Þarna hafði ég loksins fundið stað þar sem ég átti heima og mátti vera ég sjálf.
Það sem eftir var af vetri mætti ég á hverjum einasta fimmtudegi í ungmennastarfið og skemmti mér og eignaðist nýja vini af öllum gerðum. Í þessa tvo klukkutíma sem starfið stóð , var ég í fríi frá lífinu mínu utan þess Ég var örugg!
Ég var bara Vala litríka brosmilda hressa stelpan. Það er enginn dæmdur út frá bakgrunni í Rauða krossinum.
Einn fimmtudag skömmu fyrir jólin 2009 hafði ég átt hræðilegan dag og langaði ekkert heitar en að hverfa og þurfa aldrei aftur að höndla lífið.
En ég ákvað að fara samt í URKÍ starfið.
Á dagskrá var jólakortgerð fyrir elliheimilið að Sólvangi. í starfið mætti enginn nema ég.
Meira að segja leiðbeinendurnir forfölluðust, en samt var starf.
Í tvo klukkutíma sat ég með starfsmönnum Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins þeim Áshildi og Kollu. Föndraði jólakort og setti upp jólaseríur meðan við spjölluðum um daginn og veginn.
Það hefði verið svo auðvelt að fella bara niður starfið þennan dag eða láta mig eina um jólaföndrið.
En ég man enn þá eftir þessu kvöldi og þykjir óendanlega vænt um þessa minningu að það hafi verið þeim mikilvægara að eyða tíma með mér einmitt þarna en allt annað.
Þetta kvöld varð það mín ósk að geta skapað þessa tilfinningu einn daginn hjá einhverjum sem á því þyrfti að halda.
Sem sjálfboðaliði í ungmennastarfi síðustu 5 ár veit ég að það getur verið mjög erfitt að sjá og finna hvort vinnan þín sé að skila árangri. Þetta er ekki eins og skyndihjálp eða fataverkefnin við fáum enga beina efnislega eða sjáanlega
Ég hef alltaf reynt að einblína á það ef ég get hjálpað einu ungmenni að verða að betri manneskju á eitthvern hátt þá er takmarkinu náð. Það eru nefnilega þessir agnarsmáu hlutir sem búa til keðju mannúðar vegna þess til þess að geta hjálpað öðrum þá þarft þú að vera sterkur og hafa bakland annara. Það er einfaldlega svo að bestu einstaklingarnir til þess að hjálpa fólki með verkefni er fólk sem hefur sjálft upplifað verkenfið eða hindrunina og fengið tækifærið á að takast á við það.
Reynsla er besta tólið því hana getur enginn tekið frá þer.

Kosturinn við að byrja t.d 12 ára í ungmennastarfi er því sá að þegar einstaklingurinn hefur náð þeim aldri að honum gefst tækifæri á að leggja sitt af mörkum til heimssamfélagins í formi mannlegra samskipta hefur hann margra ára reynslu og visku í stað þess að byrja að týna í viskupokann fyrst á fullorðins aldri.
"
If you want to go far, go alone, If you want to go long, go together" - Þetta spakmæli heyrði ég fyrst frá armenskri Rauða kross vinkonu minni og mér finnst það lýsa vel hvað hjálparstarf á að ganga út á.
Með því að styðja við unga fólkið til góðra verka erum við að byggja heiminn.
Þess vegna elska ég ungmennastarf.
(URKÍ-H) þegar ég var nýorðin 13 ára.
Nú 8 árum seinna er ég formaður ungmennahreyfingar Rauða krossins á Íslandi.
Eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði og væri ekki ef ég hefði ekki fengið tækifærið að eyða unglingsárunum að læra á heiminn og samfélagið í gegnum ungmennastarf.
En það var svolítið hrædd stelpa sem mætti í húsnæði Rauða krossins einn kaldan miðvikudag haustið 2008.
Ég mætti á vitlausum degi í starf fyrir 10-12 ára en staðinn fyrir að senda mig heim var mér bara boðið að vera með og koma svo aftur þegar minn aldurshópur ætti að mæta.
Næst mætti ég svo á réttum tíma og skemmti mér konunglega. Þarna hafði ég loksins fundið stað þar sem ég átti heima og mátti vera ég sjálf.
Mín yndislega Arna Beggí sem er mín URKÍ fyrirmynd og hetja. |
Ég var bara Vala litríka brosmilda hressa stelpan. Það er enginn dæmdur út frá bakgrunni í Rauða krossinum.
Einn fimmtudag skömmu fyrir jólin 2009 hafði ég átt hræðilegan dag og langaði ekkert heitar en að hverfa og þurfa aldrei aftur að höndla lífið.
En ég ákvað að fara samt í URKÍ starfið.
Á dagskrá var jólakortgerð fyrir elliheimilið að Sólvangi. í starfið mætti enginn nema ég.
Meira að segja leiðbeinendurnir forfölluðust, en samt var starf.
Í tvo klukkutíma sat ég með starfsmönnum Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins þeim Áshildi og Kollu. Föndraði jólakort og setti upp jólaseríur meðan við spjölluðum um daginn og veginn.
Það hefði verið svo auðvelt að fella bara niður starfið þennan dag eða láta mig eina um jólaföndrið.
En ég man enn þá eftir þessu kvöldi og þykjir óendanlega vænt um þessa minningu að það hafi verið þeim mikilvægara að eyða tíma með mér einmitt þarna en allt annað.
Þetta kvöld varð það mín ósk að geta skapað þessa tilfinningu einn daginn hjá einhverjum sem á því þyrfti að halda.
Fólk sem ég hefi aldrei kynnst eru mér góðir vinir í dag |
Ég hef alltaf reynt að einblína á það ef ég get hjálpað einu ungmenni að verða að betri manneskju á eitthvern hátt þá er takmarkinu náð. Það eru nefnilega þessir agnarsmáu hlutir sem búa til keðju mannúðar vegna þess til þess að geta hjálpað öðrum þá þarft þú að vera sterkur og hafa bakland annara. Það er einfaldlega svo að bestu einstaklingarnir til þess að hjálpa fólki með verkefni er fólk sem hefur sjálft upplifað verkenfið eða hindrunina og fengið tækifærið á að takast á við það.
Reynsla er besta tólið því hana getur enginn tekið frá þer.
Kosturinn við að byrja t.d 12 ára í ungmennastarfi er því sá að þegar einstaklingurinn hefur náð þeim aldri að honum gefst tækifæri á að leggja sitt af mörkum til heimssamfélagins í formi mannlegra samskipta hefur hann margra ára reynslu og visku í stað þess að byrja að týna í viskupokann fyrst á fullorðins aldri.
"
If you want to go far, go alone, If you want to go long, go together" - Þetta spakmæli heyrði ég fyrst frá armenskri Rauða kross vinkonu minni og mér finnst það lýsa vel hvað hjálparstarf á að ganga út á.
Með því að styðja við unga fólkið til góðra verka erum við að byggja heiminn.
Þess vegna elska ég ungmennastarf.
miðvikudagur, 4. mars 2015
Starfskynning Landskrifstofu Rauða krossins í 10.bekk
Ég fann dagbókarfærslu nýlega frá starfskynningu sem ég fór í við lok 10.bekkjar á landskrifstofu Rauða krossins. Frábær lesning að lesa núna hvernig ég upplifði sjá alla landskrifstofuna í fyrsta skipti.
Ákvað að breyta ekki neinu heldur bara skirfa orðrétt inn til þess að ég eigi þetta bæði í tölvu og í bók.
Í dag fór ég í starfskynningu hjá Rauða krossinum, btw það er farið að gjósa í Grímsvötnum svona akkurat þegar við errum búinn að hreinsa mestu öskuna. Það er líka frekar fyndið afþví ég sagði um daginn við Sólveigu að ef það færi að gjósa þá gæti verið vesen að fyrir mig að fara í starfskynningu hjá RKÍ.
Allavega þegar ég kom í Efstaleiti klukkan 10, þá var Imma (Hún lítur smá út eins og hjálpfús með ljóst hár og gleraugu,fyndið ætli það se plús í umsóknina þína að líta út eins og hjálpfús?) sem átti að taka á móti mér búinn að Steingleyma því að ég væri að koma í dag hélt að það væri í næstu viku. En hún púllaði það mjög vel þótt svipurinn á henni var smá "shit hverning endaði ég í þessu :S". En ég sat á skrifstofukróknum hennar í svona hálftíma og svo sýndi hún mér innviði heimasíðu Rauða krossins og hvernig á að finna upplýsingar á henni. og frá uppfærslu breytingum sem eru væntanlegar víst voða miklar á forsíðu vefsins. Þegar hún var búinn að því kynnti hún mig fyrir fólki á innanlandssviðinu og framkvæmdastjóra honum Kristjáni og skildi mig eftir hjá konu sem heitir Guðný, Hún sagði mér smá frá hvað hún gerir eitthvað með deildir og samhæftstarf....... og mér þætti það sennilega ekki spennandi svo hún sendi mig aftur til Immu, Sem sagði mér að skottast til Jón Brynjars. Ég hafði ekki hugmynd hvar hann var staðsettur og týndis á ganginum msvo hún fór með mér til hans. Loksins manneskja sem ég kannaðist við!! Anyhú þá var brjálað að gera hjá honum út af eldgosinu en hann sagði mér rosalega margt um neyðarvarnir og ís (frekar spes ) og hvernig þær virka og hverning allt í Skógarhlíð virkar. Hann reyndi meira að segja að fá leyfi til að fara með mig þangað en það gekk ekki upp :(. Nonni kynnti mig svo fyrir fullt af fólki sem vinnur í skrifstofu kjörnunum í kringum hann. Spennandi fólk. Svo þurfti hann að fara niður í Skógarhlíð og skildi mig eftir hjá Jóa sem er Sálfræðingur Rauða krossins mjög áhugaverður náungi. Svo var komið hádegi svo við fórum niður að borða hádegismat súpa og mjög sérkennilegt salat með mandarínum og bananasneiðum í. Í Hhádeginu hitti ég konur sem heita Gunnhildur? og Sólveig? náði ekki alveg við hvað þær starfa upplýsinga eitthvað? Skyndihjálp eða sendifulltrúar? Þær voru báðar samt mjög hressar og töluðu mjög mikið ,mjög hratt um mjög marga hluti svo ég var alveg orðin ringluð. Held samt að þær hafi báðar búið í Suð austurhluta Afríku á eitthverjum tímapunkti. (hversu kúl er það?) Þæt spurðu mig meðal annars hvort ég ætlaði ekki örugglega að vinna hjá Rauða krossinum eftir allt þetta spjall þegar ég yrði eldri veit ekki alveg með það. Veit ekki hvað ég ætti að vinna við. Geta mannfræðingar unnið hjá Rauða krossinu? ég gleymdi að spyrja að því.
Eftir hádegismatinn gleymdist ég eiginlega niðri svo ég hjálpaði Gullu (held hún sé mamma Unnar) að taka til. Þar til hún fór með mig til Þóris sem var að skrifa grein um óhæfuverk í stríði ( sem er hvað? mun vita það þegar ég les greinina). Þórir var einu sinni fréttamaður og starfaði líka í "kistan" löndunum við alskonar stórmerkilegt stöff. Svo hringdi síminn og það varð enn meira að gera hjá Þóri svo hann droppaði mér af hjá Atla sem er mikil mannréttindasérfræðingur miðað við hvernig hann talar. Svo sendi hann mig að skoða kort af hvar íslensku sendifulltrúarnir eru staddir. Þar hitti ég Gunnhildi eða Sólveigu aftur (náði ekki hvor er hvað) og spjallaði aðeins við hana.
Svo var klukkan bara kominn tími til að fara þvi ég þurfti að mæta í vinnuna. Svo ég þurfti að finna Immu aftur afþví tæknilega átti ég að elta hana allan daginn. Það var hraðara sagt en gert að finna hana sko. Svo það endaði með því að kona sem heitir Anna skrifaði undir hjá mér svo ég gæti farið.
Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur dagur og ég skemmti mér vel yfir því að vera svona á flakki í allan dag. Hins vegar er stóra spurningin hvaðan allt þetta fólk kemur. Landskrifstofan er nefnilega ekkert sérstaklega stórt hús en pakkað af fólki.og rosalega kósí stemmning.
Vel valin starfskynning að mínu mati.
Ákvað að breyta ekki neinu heldur bara skirfa orðrétt inn til þess að ég eigi þetta bæði í tölvu og í bók.
Í dag fór ég í starfskynningu hjá Rauða krossinum, btw það er farið að gjósa í Grímsvötnum svona akkurat þegar við errum búinn að hreinsa mestu öskuna. Það er líka frekar fyndið afþví ég sagði um daginn við Sólveigu að ef það færi að gjósa þá gæti verið vesen að fyrir mig að fara í starfskynningu hjá RKÍ.
Allavega þegar ég kom í Efstaleiti klukkan 10, þá var Imma (Hún lítur smá út eins og hjálpfús með ljóst hár og gleraugu,fyndið ætli það se plús í umsóknina þína að líta út eins og hjálpfús?) sem átti að taka á móti mér búinn að Steingleyma því að ég væri að koma í dag hélt að það væri í næstu viku. En hún púllaði það mjög vel þótt svipurinn á henni var smá "shit hverning endaði ég í þessu :S". En ég sat á skrifstofukróknum hennar í svona hálftíma og svo sýndi hún mér innviði heimasíðu Rauða krossins og hvernig á að finna upplýsingar á henni. og frá uppfærslu breytingum sem eru væntanlegar víst voða miklar á forsíðu vefsins. Þegar hún var búinn að því kynnti hún mig fyrir fólki á innanlandssviðinu og framkvæmdastjóra honum Kristjáni og skildi mig eftir hjá konu sem heitir Guðný, Hún sagði mér smá frá hvað hún gerir eitthvað með deildir og samhæftstarf....... og mér þætti það sennilega ekki spennandi svo hún sendi mig aftur til Immu, Sem sagði mér að skottast til Jón Brynjars. Ég hafði ekki hugmynd hvar hann var staðsettur og týndis á ganginum msvo hún fór með mér til hans. Loksins manneskja sem ég kannaðist við!! Anyhú þá var brjálað að gera hjá honum út af eldgosinu en hann sagði mér rosalega margt um neyðarvarnir og ís (frekar spes ) og hvernig þær virka og hverning allt í Skógarhlíð virkar. Hann reyndi meira að segja að fá leyfi til að fara með mig þangað en það gekk ekki upp :(. Nonni kynnti mig svo fyrir fullt af fólki sem vinnur í skrifstofu kjörnunum í kringum hann. Spennandi fólk. Svo þurfti hann að fara niður í Skógarhlíð og skildi mig eftir hjá Jóa sem er Sálfræðingur Rauða krossins mjög áhugaverður náungi. Svo var komið hádegi svo við fórum niður að borða hádegismat súpa og mjög sérkennilegt salat með mandarínum og bananasneiðum í. Í Hhádeginu hitti ég konur sem heita Gunnhildur? og Sólveig? náði ekki alveg við hvað þær starfa upplýsinga eitthvað? Skyndihjálp eða sendifulltrúar? Þær voru báðar samt mjög hressar og töluðu mjög mikið ,mjög hratt um mjög marga hluti svo ég var alveg orðin ringluð. Held samt að þær hafi báðar búið í Suð austurhluta Afríku á eitthverjum tímapunkti. (hversu kúl er það?) Þæt spurðu mig meðal annars hvort ég ætlaði ekki örugglega að vinna hjá Rauða krossinum eftir allt þetta spjall þegar ég yrði eldri veit ekki alveg með það. Veit ekki hvað ég ætti að vinna við. Geta mannfræðingar unnið hjá Rauða krossinu? ég gleymdi að spyrja að því.
Eftir hádegismatinn gleymdist ég eiginlega niðri svo ég hjálpaði Gullu (held hún sé mamma Unnar) að taka til. Þar til hún fór með mig til Þóris sem var að skrifa grein um óhæfuverk í stríði ( sem er hvað? mun vita það þegar ég les greinina). Þórir var einu sinni fréttamaður og starfaði líka í "kistan" löndunum við alskonar stórmerkilegt stöff. Svo hringdi síminn og það varð enn meira að gera hjá Þóri svo hann droppaði mér af hjá Atla sem er mikil mannréttindasérfræðingur miðað við hvernig hann talar. Svo sendi hann mig að skoða kort af hvar íslensku sendifulltrúarnir eru staddir. Þar hitti ég Gunnhildi eða Sólveigu aftur (náði ekki hvor er hvað) og spjallaði aðeins við hana.
Svo var klukkan bara kominn tími til að fara þvi ég þurfti að mæta í vinnuna. Svo ég þurfti að finna Immu aftur afþví tæknilega átti ég að elta hana allan daginn. Það var hraðara sagt en gert að finna hana sko. Svo það endaði með því að kona sem heitir Anna skrifaði undir hjá mér svo ég gæti farið.
Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur dagur og ég skemmti mér vel yfir því að vera svona á flakki í allan dag. Hins vegar er stóra spurningin hvaðan allt þetta fólk kemur. Landskrifstofan er nefnilega ekkert sérstaklega stórt hús en pakkað af fólki.og rosalega kósí stemmning.
Vel valin starfskynning að mínu mati.
laugardagur, 21. febrúar 2015
Plís ekki hringja á sjúkrabil.
S
Síðastliðið ár hefur alls þrisvar sinnum verið
hringt á sjúkrabíl fyrir mig. Þau skipti sem ég hef þurft á slíkum að halda eru
mögulega ögn fleiri.
Ég hef að auki einungis farið sjö sinnum til læknis
síðasta árið þrátt fyrir að líklega hafi verið þörf á fleiri heimsóknum og svo
hef ég bara tvisvar farið á slysó þetta sama ár.
Með undraverðum hætti hefur mér tekist að fá fólk
til þess að leggja frá sér símann og sleppa að hringja fyrir mig á sjúkrabíl
jafnvel þótt það hefði mögulega verið skynsamlegra að hringja.
Af hverju?
Af því það er bara mega dýrt að verða alvarlega
veikur á Íslandi.
Það kostar
rúmlega 6000 að vera fluttur með sjúkrabíl. Einstaklingur sem lendir þeirri
aðstöðu að þurfa á sjúkrabíl að halda á sjaldnast um val að ræða.
Komugjald á slysó er tæplega 6000. Það er tólf
þúsund kall bara að koma þér undir læknishendur en þá eru eftir rannsóknargjöld
og ýmis aukakostnaður þ.e.a.s. ef þú ert ekki lagður/lögð inn.
Soldið spes að þurfa að greiða allan þennan pening
fyrir þjónustu sem þú hefur ekkert val um hvort þú þiggur eða ekki.
Vegna þessa var kostnaður minn vegna læknisþjónustu
fljótur að safnast upp og mér var bent á að ég ætti brátt rétt á
afsláttarkorti. En þau réttindi færðu þegar þú hefur greitt 33.600 vegna
heilbrigðisþjónustu á árinu. 2014 borgaði ég
36.270 krónur og fékk því 2.670 krónur endurgreiddar. Jibbí kóla!
Hins vegar komst ég fljótlega að því að
afsláttarkort gefur engan sérstakan afslátt.
Jújú komugjöld og læknisreikningar lækka smávægilega en ekkert þannig að
um muni. Það er í bara ansi mikið að þurfa fyrst að greiða rúmlega 30 þúsund
krónur fyrir venjulega manneskju. Sama gildir um lyfjakostnað. Þar er að vísu
aðeins lægri mörk fyrir fólk undir 25 ára aldri.
Á dögunum fór ég í mína þriðju apóteksferð á árinu
og á hvíta bréfpokanum stóð: "Valgerður B. Fjölnisdóttir, nú greiðir þú
samkvæmt 2. gjaldskráflokki lyfja"! Mjög uppörvandi upplýsingar. Þetta
þýðir semsagt að ég greiði 15% af lyfjunum mínum út þetta
lyfjagreiðslutímabil. Þetta fékk mig
samt til að hugsa um það hversu halllærislegt það er í raun að það sem gerir
daginn hj´amér bjartari sé að vera kominn með afslátt á lyfjum.
Og að eftir að maður gengur út frá lækni sínum hugsi
maður: „shitt, ætli það sé næg heimild á kortinu til að borga"?
Ég var einnig spurð um daginn hvort ég treysti mér
til að koma rétt fyrir mánaðarmót til sérfræðilæknis. Sem ég gerði ekki og á
því bókaðan tíma í fyrstu viku næsta mánaðar.Því þá á ég örugglega pening fyrir
tímanum.
Eða að heilbrigiðsstarfsfólk sé farið að reyna létta
lund sjúklinga með glensi um galla heilbrigðiskerfisins. Ef þú ert á
heimilslæknis þá ertu kallaður "núllari" og það er gilt að segja að maður sé sko enn að
safna fyrir afsláttarkorti".
Ég held að
það sé öllum ljóst að þetta er algjörlega óeðlileg staða og það er ömurlegt að
verða veikur og þurfa hugsa hvort þú eigir fyrir því. Eða þurfa leggja fyrir
því.
Það væri svo einfalt að laga þetta og hver heilvita
manneskja veit að grunnþarfir þínar þurfa vera í lagi svo þú getir sinnt öllu
öðru. Ef heilsa er ekki grunþörf þa veit ég ekki hvað er það.
Það er bara mjög leitt að búa í landi þar sem ekki
er tryggt að allir geti fengið tækifæri að hlúa að sínum grunnþörfum. Afþví að
ef svo væri þá trúi ég ekki öðru en við gætm fækkað fólki sem ekki hefur
tækifæri á að vera virkir þáttakendur í að skapa gott samfélag til að búa í.
Stundum verð ég bara svo leið í hjartanu að það sé
bara ekkert gert í málunum og að allt fari bara hringiðu sem aldrei næst botn í
og hugmyndirnar að betra samfélagi fari aldrei af blaðinu og til þeirra sem
eiga að njóta hugmyndarinnar.
-Bláklukka
laugardagur, 29. nóvember 2014
Ef ég eignast einn daginn dóttur.
Ef ég eignast einn daginn dóttur, í staðinn fyrir að kalla mig mömmu. mun hún kalla mig punkt B.
Afþví að hvað sem gerist mun hún alltaf geta fundið leiðina til mín .
Ég mun mála sólkerfið á hendur hennar svo hún þurfi að læra allan heiminn ÁÐUR en hún getur sagt " oh, ég þekkji þetta eins og hendina á mér" og hún mun læra að þetta líf mun gefa þér kinnhest, bíða þess að þú standir aftur upp aðeins til þess að sparka þer aftur niður.
En með því að slá loftið úr þér er aðeins til þess að minna þig á hversu vel lungu þín elska bragðið af súrefni. Það eru sorgir sem ekki er hægt að laga með plástrum eða ljóðlist. Svo í fyrsta skiptið sem hún fattar að ofurhetjan er ekki að koma , tryggi ég að hún vita að hún þarf ekki að bera brigðina ein, afþví að það skiptir ekki máli hversu breitt þú teygjir fingur þína . hendur þínar verða ávallt of stuttar til þess að fanga allan þann sársauka sem þú vilt geta lagað. trúðu mér ég hef reynt, Og elskan ég mun segja henni. ekki setja nefið á þér upp í vindinn, ég kann þetta trick hef reynt það ótal sinnum.
Þú ert aðeins að finna lyktina af reyknum svo þú getir elst slóðina til brennandi hússins og fundið strákinn sem missti allt í brunanum. til þess að sjá hvort þú getir bjargað honum. Eða kannski að þú ættir að finna strákinn sem kveikti eldinn í upphafi,
En ég veit að hún mun gera það hvort sem er. svo í staðinn mun ég alltaf hafa auka súkkulaði og regnstígvél tilbúinn. Afþví að er ekkert hjartasár sem súkkulaði getur ekki lagað. Okei það eru sum hjártasár sem súkkulaði getur ekki lagað. En til þess eru stígvélin., Vegna þess að rigningin um hreinsa allt í burtu. Ef þú aðeins leyfir henni.
Ég vil að hún horfi á heiminn í gegnum stækkunargler til þess að hún geti uppgötvað sólkerfin sem aðeins finnast á í hugrheimi mannfólksins. Því það er þannig sem mamma kenndi mér. Það munu vera dagar eins og þessir, Það munu vera dagar eins og þessir sagði mamma. Þegar þú opnar hendur þínar til þess að grípa en endar aðeins með bruna og blöðrur., Þegar þú stígur út og reynir að fljúga og það sama fólk og þú reynir að bjarga eru þau sem standa á skikkjuni þinni. Þegar stígvélin þín eru full og þú stendur í vonbrigðum upp að hnjám. Þetta eru þeir dagar sem þú fræð enn meiri ástæðu til þess að segja takk. Því það er ekkert eins fallegt og hvernig hafið neitar að hætta að kyssa ströndina sama hversu oft hún sendir það í burtu. .Þú munt setja vindin í vinnuna , tapið. . Þú munt setja stjörnuna í nýtt upphaf aftur og aftur. og sama hversu oft nátturan þín er skemmd. Vertu viss um að hugur þinn lendi á fegurðinni sem kallað er lífið. Já á skalanaum einum til oftrausts Þá er ég fáranlega barnaleg. . En ég vil að hun viti að þessi heimur er gerður úr sykri. Hann getur molnað svo auðveldlega en þú átt ekki vera hrædd við að stnga tunguni út og finna bragðið.. "elskan" mun ég segja henni. Mundu að mamma þín er þinn verndari og pabbi þinn þinn varðmaður. og þú ert stúlkan með litlu hendurnar og stóru augun sem aldrei hættir að biðja um meira." mundu að góðir hlutir koma í þremur en það gera slæmir hlutir líka. Og afsakaðu þig alltaf ef þú hefur gert eitthvað rangt. en aldrei fyrir það hvernig augun þín hætta aldrei að skína. Rödd þín er lítil en aldrei nokkrun tíma hætta að láta hana heyrast. og þegar þeir finna þig og veita þér sársauka.Þegar þeir hræða þig með hörmungum heimsins og hatri. Beita þig áróðri á götum úti. Þá segjir þú þeim að þeir þurfi svo sannarlega að hitta móður þína.
Þetta ljóð er eftir ljóðlistakonuna Söruh Kay.
og er upprunalega á ensku.
Afþví að hvað sem gerist mun hún alltaf geta fundið leiðina til mín .
Ég mun mála sólkerfið á hendur hennar svo hún þurfi að læra allan heiminn ÁÐUR en hún getur sagt " oh, ég þekkji þetta eins og hendina á mér" og hún mun læra að þetta líf mun gefa þér kinnhest, bíða þess að þú standir aftur upp aðeins til þess að sparka þer aftur niður.
En með því að slá loftið úr þér er aðeins til þess að minna þig á hversu vel lungu þín elska bragðið af súrefni. Það eru sorgir sem ekki er hægt að laga með plástrum eða ljóðlist. Svo í fyrsta skiptið sem hún fattar að ofurhetjan er ekki að koma , tryggi ég að hún vita að hún þarf ekki að bera brigðina ein, afþví að það skiptir ekki máli hversu breitt þú teygjir fingur þína . hendur þínar verða ávallt of stuttar til þess að fanga allan þann sársauka sem þú vilt geta lagað. trúðu mér ég hef reynt, Og elskan ég mun segja henni. ekki setja nefið á þér upp í vindinn, ég kann þetta trick hef reynt það ótal sinnum.
Þú ert aðeins að finna lyktina af reyknum svo þú getir elst slóðina til brennandi hússins og fundið strákinn sem missti allt í brunanum. til þess að sjá hvort þú getir bjargað honum. Eða kannski að þú ættir að finna strákinn sem kveikti eldinn í upphafi,
En ég veit að hún mun gera það hvort sem er. svo í staðinn mun ég alltaf hafa auka súkkulaði og regnstígvél tilbúinn. Afþví að er ekkert hjartasár sem súkkulaði getur ekki lagað. Okei það eru sum hjártasár sem súkkulaði getur ekki lagað. En til þess eru stígvélin., Vegna þess að rigningin um hreinsa allt í burtu. Ef þú aðeins leyfir henni.
Ég vil að hún horfi á heiminn í gegnum stækkunargler til þess að hún geti uppgötvað sólkerfin sem aðeins finnast á í hugrheimi mannfólksins. Því það er þannig sem mamma kenndi mér. Það munu vera dagar eins og þessir, Það munu vera dagar eins og þessir sagði mamma. Þegar þú opnar hendur þínar til þess að grípa en endar aðeins með bruna og blöðrur., Þegar þú stígur út og reynir að fljúga og það sama fólk og þú reynir að bjarga eru þau sem standa á skikkjuni þinni. Þegar stígvélin þín eru full og þú stendur í vonbrigðum upp að hnjám. Þetta eru þeir dagar sem þú fræð enn meiri ástæðu til þess að segja takk. Því það er ekkert eins fallegt og hvernig hafið neitar að hætta að kyssa ströndina sama hversu oft hún sendir það í burtu. .Þú munt setja vindin í vinnuna , tapið. . Þú munt setja stjörnuna í nýtt upphaf aftur og aftur. og sama hversu oft nátturan þín er skemmd. Vertu viss um að hugur þinn lendi á fegurðinni sem kallað er lífið. Já á skalanaum einum til oftrausts Þá er ég fáranlega barnaleg. . En ég vil að hun viti að þessi heimur er gerður úr sykri. Hann getur molnað svo auðveldlega en þú átt ekki vera hrædd við að stnga tunguni út og finna bragðið.. "elskan" mun ég segja henni. Mundu að mamma þín er þinn verndari og pabbi þinn þinn varðmaður. og þú ert stúlkan með litlu hendurnar og stóru augun sem aldrei hættir að biðja um meira." mundu að góðir hlutir koma í þremur en það gera slæmir hlutir líka. Og afsakaðu þig alltaf ef þú hefur gert eitthvað rangt. en aldrei fyrir það hvernig augun þín hætta aldrei að skína. Rödd þín er lítil en aldrei nokkrun tíma hætta að láta hana heyrast. og þegar þeir finna þig og veita þér sársauka.Þegar þeir hræða þig með hörmungum heimsins og hatri. Beita þig áróðri á götum úti. Þá segjir þú þeim að þeir þurfi svo sannarlega að hitta móður þína.
Þetta ljóð er eftir ljóðlistakonuna Söruh Kay.
og er upprunalega á ensku.
laugardagur, 25. október 2014
Trúleysi er kúl eða hvað?
Ég hef oft pælt í því í gegnum tíðina afhverju það þykji svona merkilegt að vera trúlaus þá sérstaklega hjá ungu fólki? Setninguna "Ég fermdist í kirkju en er sko ekkert kristin" ,heyri ég mjög reglulega og öllum virðist þykja hún fullkomlega eðlileg.
Að mínu mati er það jafn kúl að vera trúlaus og að vera vel upplýstur og kunna að gagnrýna trú sína.
Ég er skírð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hafði því tilheyrt þeim söfnuði eins og öll mín móður fjölskylda alla mína ævi.
En hafði aðeins sótt fermingar og skírnir frændsystkyna minna í kirkjuna. Að öðru leiti hafði ég ekki kynnst krikjunni sem ég tilheyrði.
Ég fór að vísu stundum í sunnudagaskóla sem barn en aðeins í Kópavogskirkju og hjá hvítasunnusöfnuðinum í Fljótshlíð. Auk þess tengdi ég það aldrei við að fara í kirkju meira svona bara á hitta önnur börn.
Ég er líkt og stór hluti barna sem skráð eru í lútherska söfnuði á Íslandi er ekki alin upp í við mikið kristnihald.
Þar að auki skilgreinir aðeins annað foreldri mitt sig sem kristinartrúar.
Þess vegna ákvað ég að skoða borgaralega fermingu.sem og hina "hefbundnu fermingu"
Eftir þó nokkrar pælingar ákvað ég að láta ferma mig í Fríkirkjunni og nota tækifærið og kynna mér þá trú sem ég hafði tilheyrt í síðustu 13 ár.
Ekki að ég hafi ekki fengið kristnifræði fræðslu (jája ég veit að þetta heitir trúarbragðafræði) í barnaskóla eins og önnur börn í landinu.
En í þeim fræðum er meira talað um söguna og staðreyndir en ekki íhuganir hvað hlutirnir merkja.
Þess vegna ólíkt að ég held mörgum fermingabörnum þá eyddi ég tíma í að skoða allt mögulegt fræðslu efni og ákvað að fara í fermingafræðslu með opin og jafnframt gagnrýnin huga.
Það hjálpaði mér mikið að leiða hugan að þessum efnum í 8.bekk. Ég varð fyrir miklu einelti á þessum tíma i skólanum og var því ekki í fermingafræðslu með skólafélögum mínum.
Svo ég kynntist nýjum krökkum og fékk fullkominn frið að vera "skrýtin" að hafa áhuga á kristni fræðslu.
Haldið í gagngrýnina ,en á margan hátt orðið trúaðari eða áttað mig á hvað ég hef alltaf verið trúuð.
Mér hefur alltaf liðið rosalega vel við að fara í messu en það þykir ekki kúl svo eg hef ekki gert mikið af því.
Eftir að ég varð veik af POTS hefur reynt mjög á mig að halda jákvæðu hugarfari og eldmóð.
Með því að hugleiða og lesa dæmisögur ekki bara kristnar er þær einnig lesa fallega texta og sálma. Það hefur hjálpað mikið. Ég hef alltaf verið smá fordómafull þegar ég hef heyrt fólk segja að það hafi fundið hjálp og stuðning í trúnni. En í alvöru trúin er ótrúleg hjálp þegar á reynir.
Í haust hef ég líka farið i messur öðru hverju til þess að hlusta og tæma hugann og líður svo miklu betur á eftir.
Bæði vegna þess að ég er orðin það gömul að það er orðið minna mál að synda á móti straumnum (ekki að ég hafi verið mikið í því að vera go with the flow í lífinu ) og vegna þess að í Sierra Leone fékk ég mjög oft þá spurningu hvers trúar ég væri og hvernig ég stundaði trú mína
Ég sagði fólki frá því hvernig á Íslandi það þætti ekki kúl að vera trúaður og því stundaði fók trú sína í svolitlu laumi til þess að vera ekki gagnrýnd.
Seting vinkonu minnar hana Maju situr eftir.
En sorglegt að fólk á Íslandi kunni ekki að virða einka lífskoðanir annara.
Þess vegna ákvað ég að byrja að fara í messu eins og mér hefur alltaf langað til að gera en ekki viljað vera gagnrýnd fyrir.
Jú því það virðist ekki vera kúl að vera trúaður.
Ætli það sé ekki hægt að koma með rökin að Biblían og þetta trúardæmi meiki bara ekki sens.
Það er rétt. Ég las Biblíuna nýlega, hún á margan hátt meikar ekkert sens.
og já Jesú hljómar eins sjalfselskur ungur maður sem talar um sig í 3. persónu ,þegar hann vill að fólk hlusti á hann (mannsonurinn) soldið spes.
En er þetta ekki bara túlkunaratriði.
Hún er líka skrifuð fyrir ótrúlega löngu síðan og fyrir þá sem ekki vita þá fyrir ótrúlega löngu síðan vissi fólk ekki jafnmikið um heiminn og við vitum í dag.
En trú var og er leið fólks til að skýra hið óútskýranlega. Líkt og Íslendingar trúðu/trúa á flökkusögur,álfa og tröll.
Það er nefnilega málið trú hver sem hún er. Er gerð til þess að hjálpa fólki að skýra það sem erfitt er að skýra út og koma orðum að því sem erfitt er að koma orðum að í gegnum dæmi sögur og umræður.
Og hjálpa fólki að leiða hugan og ræða það sem erfitt er að ræða.
Núna í seinni tíð er jú margt sem við höfum fengið skýringar á sem við höfðum ekki fyrir hundrað árum eða þúsund.
En það eru og verða alltaf mál sem erfitt er að ræða. dauðsföll, veikinda, samskiptavandamál.
Annað sem margir gagngrýna eru bænir.
Að biðja fyrir eða þakka guði fyrir hlutina. Guð hefur aldrei bjargað neinu eða hefur hann.
Það er öllum sem eru með réttu viti ljóst að það er ekki Guð sem er að lækna fólk.
Það er hins vegar þannig að þeir sem biðja fyrir veikum eða hlutunum fá oft ósk sína uppfyllta.
Að minu mati er það ekki vegna þess að þeir báðu guð og guð svaraði heldur vegna þess að hugur þeirra var við málefnið.
The secret sem var svo vinsælt hér fyrir nokkrum árum gengur út á það þar er bara búið að stroka trúarbrögð út.
Hún Henrietta sem við dvöldumm hja í Sierra Leone er mjög trúuð kona og jafnframt röggsöm kennir nemendum sínum að það sé gott að biðja til Guðs. En eins og með allt annað i lífinu þá á áttu ekki að ætlast til að aðrir geri hlutina fyrir þig jafnvel þegar Guð á í hlut.
Trúin er líka þannig að í raun er þetta bara fullt af fólki sem hefur valið sér eina og sömu fyrirmyndina út frá frásögnum af aðilanum.
Hvort sem það er Mohammed spámaður, Jesús Kristur eða John Lennon.
Þeir eru allir dauðir og höfðu allir góðan boðskap að bera. En einnig umdeildann.
Þess vegna skil ég ekki hvað er svona svakalega kúl að segjast vera trúleysingi.
Þegar þú hefur ekki kynnt þér hvað trú er.
Því jú ég á mjög góða vini sem eru trúlausir en það eru þeir afþví að þeir hafa skoðað trúarbrögð og fundið að það sé ekki við þeirra hæfi og svo einn sem virðist bara vera fæddur utan trúarbragða.
Svo ætli punkturinn minn sé ekki að það er bara ekkert kúl að vera trúlaus ef þú veist ekki hvað trúleysi er.
Að mínu mati er það jafn kúl að vera trúlaus og að vera vel upplýstur og kunna að gagnrýna trú sína.
Ég fermdist inn í kristnatrú eins og svo margir.
Sumarið sem ég varð 13 ára fór að líða að þeim áfanga að fermast eða fermast ekki. Það fóru miklar pælingar í gang hjá mér um þessi mál.Ég er skírð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hafði því tilheyrt þeim söfnuði eins og öll mín móður fjölskylda alla mína ævi.
En hafði aðeins sótt fermingar og skírnir frændsystkyna minna í kirkjuna. Að öðru leiti hafði ég ekki kynnst krikjunni sem ég tilheyrði.
Ég fór að vísu stundum í sunnudagaskóla sem barn en aðeins í Kópavogskirkju og hjá hvítasunnusöfnuðinum í Fljótshlíð. Auk þess tengdi ég það aldrei við að fara í kirkju meira svona bara á hitta önnur börn.
Ég er líkt og stór hluti barna sem skráð eru í lútherska söfnuði á Íslandi er ekki alin upp í við mikið kristnihald.
Þar að auki skilgreinir aðeins annað foreldri mitt sig sem kristinartrúar.
Þess vegna ákvað ég að skoða borgaralega fermingu.sem og hina "hefbundnu fermingu"
Eftir þó nokkrar pælingar ákvað ég að láta ferma mig í Fríkirkjunni og nota tækifærið og kynna mér þá trú sem ég hafði tilheyrt í síðustu 13 ár.
Ekki að ég hafi ekki fengið kristnifræði fræðslu (jája ég veit að þetta heitir trúarbragðafræði) í barnaskóla eins og önnur börn í landinu.
En í þeim fræðum er meira talað um söguna og staðreyndir en ekki íhuganir hvað hlutirnir merkja.
Þess vegna ólíkt að ég held mörgum fermingabörnum þá eyddi ég tíma í að skoða allt mögulegt fræðslu efni og ákvað að fara í fermingafræðslu með opin og jafnframt gagnrýnin huga.
Það hjálpaði mér mikið að leiða hugan að þessum efnum í 8.bekk. Ég varð fyrir miklu einelti á þessum tíma i skólanum og var því ekki í fermingafræðslu með skólafélögum mínum.
Svo ég kynntist nýjum krökkum og fékk fullkominn frið að vera "skrýtin" að hafa áhuga á kristni fræðslu.
Já ég skilgreini mig sem kristna manneskju .
Síðan ég fermdist fyrir næstum 6 árum síðan þá hef ég pælt mikið í trúarbrögðum og mér sem trúaða manneskju.Haldið í gagngrýnina ,en á margan hátt orðið trúaðari eða áttað mig á hvað ég hef alltaf verið trúuð.
Mér hefur alltaf liðið rosalega vel við að fara í messu en það þykir ekki kúl svo eg hef ekki gert mikið af því.
Eftir að ég varð veik af POTS hefur reynt mjög á mig að halda jákvæðu hugarfari og eldmóð.
Með því að hugleiða og lesa dæmisögur ekki bara kristnar er þær einnig lesa fallega texta og sálma. Það hefur hjálpað mikið. Ég hef alltaf verið smá fordómafull þegar ég hef heyrt fólk segja að það hafi fundið hjálp og stuðning í trúnni. En í alvöru trúin er ótrúleg hjálp þegar á reynir.
Í haust hef ég líka farið i messur öðru hverju til þess að hlusta og tæma hugann og líður svo miklu betur á eftir.
Bæði vegna þess að ég er orðin það gömul að það er orðið minna mál að synda á móti straumnum (ekki að ég hafi verið mikið í því að vera go with the flow í lífinu ) og vegna þess að í Sierra Leone fékk ég mjög oft þá spurningu hvers trúar ég væri og hvernig ég stundaði trú mína
Ég sagði fólki frá því hvernig á Íslandi það þætti ekki kúl að vera trúaður og því stundaði fók trú sína í svolitlu laumi til þess að vera ekki gagnrýnd.
Seting vinkonu minnar hana Maju situr eftir.
En sorglegt að fólk á Íslandi kunni ekki að virða einka lífskoðanir annara.
Þess vegna ákvað ég að byrja að fara í messu eins og mér hefur alltaf langað til að gera en ekki viljað vera gagnrýnd fyrir.
Trúarbrögð eiga það til að meika ekki sens
Hinsvegar leiðir þetta mig aftur að þeim pælingum afhverju er það skrýtið að barn sem er að fara fermast hafi áhuga á því að fermastJú því það virðist ekki vera kúl að vera trúaður.
Ætli það sé ekki hægt að koma með rökin að Biblían og þetta trúardæmi meiki bara ekki sens.
Það er rétt. Ég las Biblíuna nýlega, hún á margan hátt meikar ekkert sens.
og já Jesú hljómar eins sjalfselskur ungur maður sem talar um sig í 3. persónu ,þegar hann vill að fólk hlusti á hann (mannsonurinn) soldið spes.
En er þetta ekki bara túlkunaratriði.
Hún er líka skrifuð fyrir ótrúlega löngu síðan og fyrir þá sem ekki vita þá fyrir ótrúlega löngu síðan vissi fólk ekki jafnmikið um heiminn og við vitum í dag.
En trú var og er leið fólks til að skýra hið óútskýranlega. Líkt og Íslendingar trúðu/trúa á flökkusögur,álfa og tröll.
Það er nefnilega málið trú hver sem hún er. Er gerð til þess að hjálpa fólki að skýra það sem erfitt er að skýra út og koma orðum að því sem erfitt er að koma orðum að í gegnum dæmi sögur og umræður.
Og hjálpa fólki að leiða hugan og ræða það sem erfitt er að ræða.
Núna í seinni tíð er jú margt sem við höfum fengið skýringar á sem við höfðum ekki fyrir hundrað árum eða þúsund.
En það eru og verða alltaf mál sem erfitt er að ræða. dauðsföll, veikinda, samskiptavandamál.
Annað sem margir gagngrýna eru bænir.
Að biðja fyrir eða þakka guði fyrir hlutina. Guð hefur aldrei bjargað neinu eða hefur hann.
Það er öllum sem eru með réttu viti ljóst að það er ekki Guð sem er að lækna fólk.
Það er hins vegar þannig að þeir sem biðja fyrir veikum eða hlutunum fá oft ósk sína uppfyllta.
Að minu mati er það ekki vegna þess að þeir báðu guð og guð svaraði heldur vegna þess að hugur þeirra var við málefnið.
The secret sem var svo vinsælt hér fyrir nokkrum árum gengur út á það þar er bara búið að stroka trúarbrögð út.
Hún Henrietta sem við dvöldumm hja í Sierra Leone er mjög trúuð kona og jafnframt röggsöm kennir nemendum sínum að það sé gott að biðja til Guðs. En eins og með allt annað i lífinu þá á áttu ekki að ætlast til að aðrir geri hlutina fyrir þig jafnvel þegar Guð á í hlut.
Trúin er líka þannig að í raun er þetta bara fullt af fólki sem hefur valið sér eina og sömu fyrirmyndina út frá frásögnum af aðilanum.
Hvort sem það er Mohammed spámaður, Jesús Kristur eða John Lennon.
Þeir eru allir dauðir og höfðu allir góðan boðskap að bera. En einnig umdeildann.
Þess vegna skil ég ekki hvað er svona svakalega kúl að segjast vera trúleysingi.
Þegar þú hefur ekki kynnt þér hvað trú er.
Því jú ég á mjög góða vini sem eru trúlausir en það eru þeir afþví að þeir hafa skoðað trúarbrögð og fundið að það sé ekki við þeirra hæfi og svo einn sem virðist bara vera fæddur utan trúarbragða.
Svo ætli punkturinn minn sé ekki að það er bara ekkert kúl að vera trúlaus ef þú veist ekki hvað trúleysi er.
-Bláklukka
sunnudagur, 7. september 2014
Ég ætla ekki að gefast upp.
Ég ætla ekki að gefast upp
Ég ætla ekki að gefast upp
ekki séns ,
En mér langar til að gefast upp
Hætta að berjast á móti.
eg veit að ég á ekki að þurfa að berjast.
við hvað er ég að berjast?
mig sjálfa.
Ef ég myndi bara geta slakað á.
Þá kannski væri allt í lagi
ég veit það ekki?
Því ég er bara svo ótrúlega hrædd.
Ég er hrædd við heiminn.
Heiminn sem tekur opnum örmum á móti mér
og kreistir mig svo fast að ég meiði mig.
ég er bara svo ótrúlega hrædd.
að einn daginn
gefi höfuðið undan
og ég fæ heilaskaða.
Kvíðahnútur í maga.
Hann var ekki þarna áður
en er þarna núna.
Það er erfitt að standa á fætur
það er erfitt að anda.
eg veit ekki hvernig það er að svima ekki
vera með hausverk
Vera alltaf með náladoða.
finnast hjartað ætla hoppa út.
Minn eigin líkami er að bregðast mér
eða er ég kannski bara að missa vitið.
Svo ég set upp brosið
geri grín,
reyni að gleyma
bara í smástund
þessum aðstæðum
aðstæðum sem eru svo ...
svo óraunverulegar.
Ég varð 19 ára í sumar
Fólk spyr mig
og hvað er svo verið að stefna á að læra?
ég svara draumum minum
áætlunum mínum sem ég trúði
ég trúi ekki lengur.
Já mér er ætlað að verða ..
Mikilsverð.
Bjarga heiminum.
Verða ráðherra ,kannski forseti
Þess vegna ætla ég ekki að gefast upp
ég held áfram.
Því kannski einn daginn...
ég ætla ekki að gefast upp
ég held áfram fyrir björtu dagana.
það er ekkert til hjá mér
sem heitir að taka því rólega.
Ef ég myndi bara geta slakað á
Þá ,þá líður mér að
ég missi þá litlu stjórn
þessa litlu stjórn sem ég á eftir.
Það er svo mikið farið þegar þú hefur
misst stjórn a meðvitund.
Það er erfitt að taka mark á manneskju
sem getur orðið ósjálfbjarga hvenar sem er.
Um leið og ég viðurkenni veikindi mín
þá finnst mér ég vera búinn að tapa
Tap fyrir sjálfri mér.
í hvert skipti sem ég kemst ekki
framm úr af svima.
Sem ég nærri æli af áreynsluna
við það eitt að fara upp stiga.
Titra svo mikið að ég get ekki borðað.
Eða bara sit í enskutíma og skil ekki.
einfalda setningu.
Þá finnst mér baráttu tapað.
vegið að sjálfstæði mínu.
ég er að gefast upp.
Ég segi sorrý.
Þegar það líður yfir mig.
Ég veit að þetta er ekki mín sök
en ykkur brá.
ofan á allt annað
þá langar mér ekki að hræða fólk.
Ég er með P.O.T syndrome.
Ein af þúsundum
það bara veit það enginn.
Afþví ég lít ekki út
fyrir að vera veik.
ég er orðin vön
því að ljúga
og segja
ha ég ?
ég er bara góð.
Myndbandið
https://www.youtube.com/watch?v=8ZT9wERMIfc&feature=youtu.be
Ég ætla ekki að gefast upp
ekki séns ,
En mér langar til að gefast upp
Hætta að berjast á móti.
eg veit að ég á ekki að þurfa að berjast.
við hvað er ég að berjast?
mig sjálfa.
Ef ég myndi bara geta slakað á.
Þá kannski væri allt í lagi
ég veit það ekki?
Því ég er bara svo ótrúlega hrædd.
Ég er hrædd við heiminn.
Heiminn sem tekur opnum örmum á móti mér
og kreistir mig svo fast að ég meiði mig.
ég er bara svo ótrúlega hrædd.
að einn daginn
gefi höfuðið undan
og ég fæ heilaskaða.
Kvíðahnútur í maga.
Hann var ekki þarna áður
en er þarna núna.
Það er erfitt að standa á fætur
það er erfitt að anda.
eg veit ekki hvernig það er að svima ekki
vera með hausverk
Vera alltaf með náladoða.
finnast hjartað ætla hoppa út.
Minn eigin líkami er að bregðast mér
eða er ég kannski bara að missa vitið.
Svo ég set upp brosið
geri grín,
reyni að gleyma
bara í smástund
þessum aðstæðum
aðstæðum sem eru svo ...
svo óraunverulegar.
Ég varð 19 ára í sumar
Fólk spyr mig
og hvað er svo verið að stefna á að læra?
ég svara draumum minum
áætlunum mínum sem ég trúði
ég trúi ekki lengur.
Já mér er ætlað að verða ..
Mikilsverð.
Bjarga heiminum.
Verða ráðherra ,kannski forseti
Þess vegna ætla ég ekki að gefast upp
ég held áfram.
Því kannski einn daginn...
ég ætla ekki að gefast upp
ég held áfram fyrir björtu dagana.
það er ekkert til hjá mér
sem heitir að taka því rólega.
Ef ég myndi bara geta slakað á
Nei , get ekki slakað á lífinu.
tekið því rólega. Þá ,þá líður mér að
ég missi þá litlu stjórn
þessa litlu stjórn sem ég á eftir.
Það er svo mikið farið þegar þú hefur
misst stjórn a meðvitund.
Það er erfitt að taka mark á manneskju
sem getur orðið ósjálfbjarga hvenar sem er.
Um leið og ég viðurkenni veikindi mín
þá finnst mér ég vera búinn að tapa
Tap fyrir sjálfri mér.
í hvert skipti sem ég kemst ekki
framm úr af svima.
Sem ég nærri æli af áreynsluna
við það eitt að fara upp stiga.
Titra svo mikið að ég get ekki borðað.
Eða bara sit í enskutíma og skil ekki.
einfalda setningu.
Þá finnst mér baráttu tapað.
vegið að sjálfstæði mínu.
ég er að gefast upp.
Ég segi sorrý.
Þegar það líður yfir mig.
Ég veit að þetta er ekki mín sök
en ykkur brá.
ofan á allt annað
þá langar mér ekki að hræða fólk.
Ég er með P.O.T syndrome.
Ein af þúsundum
það bara veit það enginn.
Afþví ég lít ekki út
fyrir að vera veik.
ég er orðin vön
því að ljúga
og segja
ha ég ?
ég er bara góð.
Myndbandið
https://www.youtube.com/watch?v=8ZT9wERMIfc&feature=youtu.be
-Bláklukka
sunnudagur, 6. júlí 2014
H-A-P-P-Y happy!!!
Ég tel mig vera frekar hamingjusama manneskju og fæ oft
hrós fyrir hvað ég sé brosmild, sem ég er. Eitt af því skemmtilegasta sem ég
geri er að brosa (og tala ,enda er ég kölluð Vala ) J.
En já, ég er oftast frekar happy með lífið, enda er margt sem
ég get verið ánægð með. Fjölskylduna mína, vini, tækifærið til að leggja
málefnum sem mér eru kær lið, friðsæla landið sem ég er frá og auk þessa, hamingjugefandi
hluti sem eru í gangi í mínu lífi þá stundina.
Eins og núna þá er ég í vinnu sem ég hlakka alltaf til að
mæta í og líður alltaf rosalega vel í. Þar að auki er ég með frábæra
vinnuveitendur og vinnufélaga. Það er ekki annað hægt en að vera hamingjusöm
með það!
Sem hamingjusöm manneskja þá hef pælt í því hvað felst í því
að vera hamingjusamur með lífið. Er það að hafa allt sem maður óskar sér? Eiga
nóg af peningum? Eða taka á móti þeim rússíbana sem lífið er?
Fyrir mig þá er það rússíbanareiðin, því þannig hefur líf
mitt verið. Upp og niður með ótal dívum
og snúningum. En það er alveg sama hvað ég
hef orðið hrædd, stressuð eða reið þá hef ég hingað til lifað það af, næstum heil à húfi, alla leið.
En svo er það þannig að fólk höndlar erfiðleika, svo sem áföll,veikindi með mjög mismunandi hætti. Sumir verða
skapillir eða árásagjarnir meðan aðrir loka sig af og enn aðrir tækla hlutina
með gleði.
Ég tilheyri gleði hópnum. Ef mér líður illa og ég á erfitt
með einhverjar aðstæður þá set ég upp bros og geri gjarnan grín að aðstæðunum. Sérstaklega þegar
ég meiði mig (eins og flestir vita sem þekkja mig þá stunda ég slíkt stíft).
Þetta er eitthvað sem rugar oft fólk og fer í taugarnir því vegna þess að þetta eru ekki þau
viðbrögð sem fólk býst við. Mamma benti mér á þetta fyrir einu eða tveimur árum
síðan þar sem þessi viðbrögð mín komu henni að óvart.
Síðan þá hef ég pælt í þessu. Afhverju geri ég þetta, af
hverju bregst ég við með gleði í krefjandi aðstæðum? Jú, til þess að
mér líði aðeins betur í sálinni. En stærri faktor er, til þess að fólkinu í
kringum mig líði betur.

Þegar þú getur ekki hróflað við staðreyndum lífsins þá
verður maður bara að finna leið til að vinna með þeim svo afhverju ekki að
brosa yfir því spaugilega.
Að sjálfsögðu brotna ég niður öðru hverju leyfi mér að opna
flóðagáttirnar og emja smá. En ef ég myndi ekki setja hamingjuna í fyrsta sæti
þá held ég að líf mitt væri ein allsherjar
sorgarsaga.
Sérstaklega vegna þess að heimurinn er ekkert svo yndislegt
pleis og er fullur af skelfilegum atburðum og aðstæðum sem við mannfólkið
virðumst ekki geta ráðið við. Heimurinn er líka fullur af frábærum hlutum sem
við getum ráðið við og gert enn betri.
Ég er mjög fegin að hafa áttað mig á því, nokkuð ung, að
það er ómögulegt að bjarga öllum heiminum. Við getum bjargað einhverju einu sem
gæti einmitt verið hluturinn sem hjálpar enn fleirum.
Svo er ekki bara um að gera að byrja á því að brosa og láta
svo bara framhaldið ráðast?
-Bláklukka
Hugmyndin af titili bloggsins kemur frá Seirra
Leone en í skólanum sem við pabbi vorum að kenna landafræði í en þar hrósuðu
krakkarnir okkur með því að stafa orðið „happy“ fyrir okkur.
föstudagur, 20. júní 2014
Bréf til forsætisráðherra
Kæri Sigmundur
Ég heiti Valgerður og er nýlega 18 ára sem þýðir... jú ég fékk nýlega kosningarétt. Þess hef ég beðið með eftir væntingu síðustu rúmlega 10 ár.
Frá því
að ég man eftir mér hef ég velt fyrir mér stjórnmálum og stjórnkerfinu á Íslandi
myndað mér skoðanir á málunum og þær hafa breyst mikið í gegnum árin helstu
áhrifavaldarnir í skoðunum mínum líkt og annara einstaklinga er aldur , búseta og
reynsla af lífinu.
Stjórnmálaskoðanir mínar þessa stundina hallast
mjög á vinstri vænginn .
En það þýðir þó ekki að ég sé sammála öllum innan flokksins, eða ég sé á móti öllum málefnum annara flokka.
En þetta veistu vonandi verandi maður á miðjum aldri með nokkra ára stjórnmálareynslu og þar að auki forsætisráðherra þjóðarinnar.
En það þýðir þó ekki að ég sé sammála öllum innan flokksins, eða ég sé á móti öllum málefnum annara flokka.
En þetta veistu vonandi verandi maður á miðjum aldri með nokkra ára stjórnmálareynslu og þar að auki forsætisráðherra þjóðarinnar.
Eins og áður sagði þá hef ég fylgst með
stjórnmálum á Íslandi frá blautu barnsbeini.
Nánast alla mína ævi hefur verið sami forsetinn
við völd.
Og í 16 af þeim 18 árum sem ég hef lifað, þá hefur Framsóknarflokkur og eða Sjálfstæðisflokkur setið í ríkisstjórn Íslands. Þetta er ansi langur tími en við búum í lýðræðisríki svo það er meirihlutinn sem ræður ,ekki satt?
Og í 16 af þeim 18 árum sem ég hef lifað, þá hefur Framsóknarflokkur og eða Sjálfstæðisflokkur setið í ríkisstjórn Íslands. Þetta er ansi langur tími en við búum í lýðræðisríki svo það er meirihlutinn sem ræður ,ekki satt?
Í öll þau ár sem þessir flokkar hafa verið við
stjórnvölin ,þá hef talið mig geta treyst ríkistjórnina , þó svo að ég hefði að öllu jafna ekki kosið þessa flokka sjálf.
En ég hef treyst ráðherrum ríkistjórnarinnar til þess að vinna þá vinnu sem þeir á inn á sitt borð eins vel og samviskusamlega og mögulegt er.
En ég hef treyst ráðherrum ríkistjórnarinnar til þess að vinna þá vinnu sem þeir á inn á sitt borð eins vel og samviskusamlega og mögulegt er.
Því miður þá get ég ekki sagt þetta um þá
ríkisstjórn sem nú situr ,þá sérstaklega ekki um þig. Ég hef jafnvel þann slæma grun að þið hafið ekki hugmynd hvað þið eruð að gera
Ég fæ
sting í hjartað í nánast hvert skipti sem ég sé mynd af þér,nafn þitt eða
starfstitil í fjölmiðlum og hugsa „hvað gerðist núna?“, „hversu slæmt er það...“
eða „ Hvað er hann að reyna verja núna..“.
Það gerir mig afar sorgmædda og vonsvikna að geta ekki treyst því að sjálfur forsætisráðherra sé að vinna störf sín almennilega.
Að sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar virðist ekki kunna að biðjast afsökunar á mistökum sínum , að sjálfur forsætisráðherra leyfi sér koma illa framm við fólk opinberlega og að sjálfur forsætisráðhera lands míns sem ég elska svo heitt virðist jafnvel vera óhæfur í starfi.
Það gerir mig afar sorgmædda og vonsvikna að geta ekki treyst því að sjálfur forsætisráðherra sé að vinna störf sín almennilega.
Að sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar virðist ekki kunna að biðjast afsökunar á mistökum sínum , að sjálfur forsætisráðherra leyfi sér koma illa framm við fólk opinberlega og að sjálfur forsætisráðhera lands míns sem ég elska svo heitt virðist jafnvel vera óhæfur í starfi.
Það er nefnilega eitt að vera óhæfur í starfi, Sigmundur.
Þegar þú ert fjölmiðlamaður eða rekur verslun. Það er öllu verra þegar þú ert óhæfur í valdamestu stöðu landsins. Það hefur nefnilega gríðarmikill áhrif á nánast alla íbúa landsins og út fyrir landsteinana. Svo ekki sé minnst á framtíðina.
Þegar þú ert fjölmiðlamaður eða rekur verslun. Það er öllu verra þegar þú ert óhæfur í valdamestu stöðu landsins. Það hefur nefnilega gríðarmikill áhrif á nánast alla íbúa landsins og út fyrir landsteinana. Svo ekki sé minnst á framtíðina.
Þú ræður að sjálfsögðu hvort þú takir þetta til
þín eða ákveður að hundsa þetta litla bréf mitt eins og svo margt annað.
En ég skrifa þér þetta bréf þar sem það er mér afar erfitt að vera frá jafn ríku og þróuðu landi okkar, en vera með sitjandi ríkisstjórn sem ég treysti að engu leiti.
En ég skrifa þér þetta bréf þar sem það er mér afar erfitt að vera frá jafn ríku og þróuðu landi okkar, en vera með sitjandi ríkisstjórn sem ég treysti að engu leiti.
Eitt hollráð að lokum „ Góð samvinna allra er lykill að farsælli
útkomu“.
Með kveðju
Valgerður
mánudagur, 26. maí 2014
Ungt fólk er miðaldra fólk framtíðar
Unglingsár mín hafa
af miklu leiti einkennst af samfélagsumræðu um skuldafjármögnun,niðurskurð, endurfjármögnunlána,
greiðsluvanda, samdrátt í samfélaginu,afskriftir ,bág kjör almennings, skuldaleiðréttingu, rannsóknarsýrslu alþingis, endurreisn banka, landsdóm,kennutöluflakk
og neikvæðni.
![]() |
Ungmennaráð Hafnarfjarðar vor 2013 |
Fyrir tómstundanörd
eins og mig þýddi þetta einfaldlega ekki væru lengur til peningar til að fjármagna tómstundastarfið.
Þá eru tveir möguleikar í boði. Gefast upp eða reka hlutina nánast á núlli.
Síðustu
ár hef ég setið óteljandi fundi þar sem hinir ýmsu aðilar hafa sagt mér sem og
öðrum félögum mínum á svipuðum aldri af fjármagni sem einu sinni var til. Fjármagn sem eldri systkyni okkar
fengu að njóta en við munum aðeins eftir að bíða spennt yfir að fá að njóta.
Í því ungmenna
félagsstarfi sem ég stunda hef ég fylgst með mörgum jafnöldrum mínum gefast upp
vegna skorts á þolinmæði og útsjónarsemi um hvernig sé hægt að halda áfram með
nánast ekkert í höndunum.
Aðrir eru eins og
ég sem hafa með árunum orðið sjálfmenntaðir snillingar í að reka hlutina á
núllinu. Já það er nefnilega hægt að reka hlutina á þannig og hafa það bara
nokkuð gott þegar allir leggja hönd á plóg.
Í stað þess að panta
mat í veisluna þá er hægt að gera annan skemmtilegan hitting til þess að búa til matinn fyrir veisluna.
Í stað þess að borga
fyrir dýran gestafyrirlesara á námskeið ,þá er hægt að finna einhvern annan jafn
góðan til að koma sem er til að fá aðeins gleði,kaffisopa og þakklæti fyrir.
Í staðinn fyrir tónleika
með þekktum tónlistarmönnum þá er hægt að halda frumkvöðla tónleika sem nýju fólki
sem vill koma sér á framfæri og oft miklu skemmtilegra.
Það að búa á Íslandi
þar sem hlutirnir eru aðeins einn tölvupóst eða tvö símtöl í burtu er oft ansi
gott.
Þetta er eitthvað
sem fáir hafa áttað sig á ,að margt það unga fólk sem er stíga sín fyrstu
skref í heimi þeirra fullorðnu nú. Er það fólk sem er búið að eyða sínum
unglingsárum í að hugsa út hvernig sé hagkvæmast og ódýrast að framkvæma hvern
einn og einasta viðburð, samkomu og
ferðalag.
Það er eitthvað sem
vð höfum þurft að gera algjörlega án þess að vera spurð áður. Afþví að fólk á
aldur við foreldra okkar eða sem stundum verra er í sumum tilfellum foreldrar okkar klúðruðu
fjármálum landsins sem bitnar svo á okkur algjörlega óumbeðið.
Ég tel nefnilega
lítið vit í því að fólk sem fæddist fyrir 1985 stjórni landinu og best væri að
fólk sem fætt er eftir 1990 fengi að stjórna við erum enn saklaus og eigum ekki
klúðurslega fjármálasögu að baki. Því miður verður þjóðin að bíða þar til að
við höfum efni á að mennta okkur og flytja að heiman.
Ungt fólk, sjáið þið
til er miðaldra fólk framtíðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)