En að undanförnu hefur margt orðið til þess að ég pælt tíl þessum málum.
Semsagt fötlunarfordómum og hvernig samfélagið í heild er óvant fötlun.
Frá því að ég var 9 ára þar til að ég var 15 ára var ég með strák með hreyfihömlun í bekk.
Honum Árna Pétri, ég pældi aldrei neitt sérstaklega í því að hann væri fatlaður.
![]() |
Hinn skrautlegi bekkur 8.OÞ |
Það var helst þegar fullorðna fólkið minnti okkur á að Árni væri fatlaður og gæti ekki gert hitt og þetta að ég pældi eitthvað í þessu.
Sérstaklega þegar einhver talaði við hann eins og smábarn. Það hlýtur að sökka að vera 13 ára og fá hrós fyrir að vera duglegur að borða eða að lesa, semsagt fyrir venjulega hluti.
Eða þurfa vera með fullorðin stuðningsfulltrúa (oft konur á milli 30 og 50 ára) með þér öllum stundum sem er kannski ekkert endilega beint alltaf næs ef þú ert unglingur.
En já fyrir mér var það að vera með fötluðum nemenda í skóla ekkert stórmál. Hann eins og við hin hluti af 95 árgangnum í Lækjarskóla. Bjó í sama hverfi og kom með svipað nesti og hinir.
Í Lækjarskóla er einnig sérdeild nemenda með fatlanir og móttökudeild nýbúa á grunnskólaaldri.
Krakkarnir í þessum deildum eru samt ekki bara í sérrstofum heldur hljóta stuðning við námið innan hinnar almennu skólastofu að miklu leiti.
Því er skólinn án aðgreiningar, sumir bekkjarfélagar voru kannski bara með okkur í stærðfræði , íþróttum.og nátturufræði og sumir voru ekki með okkur í íslensku.
Mér er minnisstætt að einu sinni var ég úti í frímó (hef verið sirka
10 ára ) með vinkonu minni sem var aðeins eldri en ég, þegar einhver kallar að henni stríðnislega "Hey, ertu eitthvað þroskaheft eða?" og hún svarar smá hissa en ákveðið "Já , reyndar er ég það afhverju spyrðu?" og hitt barnið varð vandræðalega kjaftstopp.
Þetta var mómentið sem ég komst að því að vinkona mín væri fötluð fram að því hafði hún bara verið hressa og ofurdramatíska vinkona mín. Þetta breytti samt engu fyrir okkur nema á næstu árum fór ég fram úr henni í þroska á mælikvarða samfélagsins.
![]() |
Hópavinna í unglingadeild. |
Mér finnst í þeirri umræðu sem hefur verið með skóla án aðgreiningar er allt of sjaldan talað um þann félagslega þátt sem börn fá að læra í fjölbreyttu skólaumverfi.
Læra að átta sig á því að ekki eru allir góðir í öllu. Hæfileikar fólks liggji víða og ekki allir eru eins,
Það er lagt mikið upp úr því að bakgrunnur skipti ekki máli eða frá hvaða landi þú ert og hvernig þú ert á litinn. En sjaldan er talað um að það skipti ekki máli hvernig við erum uppbyggð og hvaða leið við förum að lifa lífinu.
Sumir gangi um og aðrir rúlli um, Sumir nota orð til að tjá sig en sumir aðrar leiðir. Margir geta hreyft alla útlimi en sumir geta bara hreyft eina hönd.
Það að allir geti lifað jafn góðu lífi þrátt fyrir að við séum ólík.
Fyrir mitt leiti hefði ég ekki viljað missa af því að eiga skólafélaga sem kunni áætlanakerfi strætó utan af eða vinkonu sem borðar ekki rauðan mat.
Þegar ég byrjaði að vinna á leikjanámskeiðum og í frístundastarfi ,16 ára gömul fór ég að fá hrós fyrir það hvað ég næði vel í fatlaðra barna og "sérstöku" krakkana. Þetta var eitthvað sem ég sá ekki sjálf að ég væri sérstaklega góð í. Eitt sumarið var ég síðan stuðningsfulltrúi fyrir stelpu með Willams- heilkenni og fékk enn og aftur mikið lof hvað það gengi vel hjá mér að vinna með henni.
Hvað var eiginlega trixið mitt ?
Þá benti vinur minn mér á það , ég gerði einmitt ekkert, ég kem fram við alla á sama hátt.
Öll börnin fengu sömu meðferð hjá mér fötluð eða ófötluð.
Svo miða ég bara samskipti mín að hverjum og einum eftir persónuleika.
Þetta þótti mér svo sjálfsagt að ég hafði ekki pælt í því að ekki allir geri þetta.
Ég bara áttaði mig ekki á því að það ætti víst að nálgast suma öðruvísi samkvæmt "bókini".
Eins og einhverjir vita þá byrjuðum við Embla saman í nóvember.
Embla er jú fötluð og fjandi stolt af því ef ég á að segja rétt frá.
Fljótlega eftir að við byrjum saman komst ég að því að mörgum finnst í alvöru skrýtið að ófötluðmanneskja laðist að fatlaðri manneskju.
Samfélagið heldur það enn þá að langflest fatlað fólk sé kynlaust og að það sé skrýtið að það hafi kynhneigð og þörf fyrir að finna ástina.
Já ég var það bjartsýn þar til í haust að ég hélt að fatlaðir stæðu að þessu leiti á sama stað og aðrir.
Ég vissi auðvitað að þetta þætti ekki normið en hafði ekki ímyndað mér hversu merkilegt mörgum finnst samband okkar vera.
En eftir að ég kynntist Emblu hefur hún kennt mér svo margt um þessi mál og ég er alltaf jafn hissa hvað fatlað fólk þarf að díla við þúsund litla hluti á hverjum degi vegna fordóma og stimplunar frá umhverfinu.
Hvað málefnum á þessu sviði miðar hægt miðað við hvað þetta er í raun einfalt dæmi og hvernig fatlaðir eru talinn vera baggi fyrir samfélög.
Semsagt saklausarpælingar mínar um afhverju í ósköpunum fatlað fólk er enn álitið vesen en ekki frábær hluti fjölbreytilegs samfélags.
-Bláklukka