miðvikudagur, 19. ágúst 2015
Það skiptir víst máli að einhverjir ákveða að mennta sig í leikskólabörnum
Mér þykir mikilvægt að læra og nema allt sem við gerum
í sumar líkt og síðasta sumar hef ég verið að vinna á frábæra sveitahótelinu í Smáratúni.
Starfið mitt er fjölbreytt, krefjandi, spennandi og að mínu mati frábærlega skemmtilegt.
Það hefur ekki verið sá dagur í þessari vinnu sem ég hef ekki lært eða prófað eitthvað nýtt.
ég er alltaf að bæta í reynslubankann og viskubrunninn.
Svo fæ ég líka að vinna með ólíku fólki úr ýmsum áttum.
Í sumar hef ég verið að vinna með fólki frá níu mismunandi löndum. Það sem kom mér samt í raun að óvart að það var ekki samstarfsfólk mitt öðrum löndum sem gaf mér nýja innsýn á hluti. Heldur yndislega morgunverðardrottningin okkar á Hótel Fljótshlíð ,Erla Berglind.
Svo vill til að hún Erla er menntaður leikskólakennari. Ég hafði aldrei fyrr en í sumar pælt í því hvar munurinn fælist á leikskólakennara og svo leikskólaleiðbeinenda (eins og svo margir jafnaldrar mínir starfa sem eftir menntaskóla meðan þeir ákveða framtíðarplönin).
Þökk sé elsku Erla þá veit ég núna að þarna er töluverður munur.
Á hverjum einasta degi í sumar sem við unnum saman sýndi hún eða sagði mér eitthvað tendt við menntun hennar og reynslu. hvort sem það var þegar hún átti samskipti við börnin í Smáratúni eða þegar við staffið ræddum daginn og veginn í hádeginu.
leikskólakrakkar eru einstakar verur og það sem þau geta fengið tækifæri á að læra í skólanum hjá fólki sem er búið að mennta sig í sérhæfa sig í lífi þeirra er svo margt og mikilvægt.
En ég held að flestir hugsi líkt og ég hafði alltaf gert þar til í sumar að það sé sennilega ekkert sérstaklega mikill tilgangur að fólk mennti sig í að "passa" börnin. Það komi út á eitt í grunnskóla
En nú veit ég betur,
Þökk sé frábærum karakter og gáfumenni
Takk Erla Berglind
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)