fimmtudagur, 21. maí 2015

Afhverju ungmennastarf?

Ég byrjaði í ungmennastarfi Rauða krossins í Hafnarfirði 
(URKÍ-H) þegar ég var nýorðin 13 ára.
Nú 8 árum seinna er ég formaður ungmennahreyfingar Rauða krossins á Íslandi.
Eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði og væri ekki ef ég hefði ekki fengið tækifærið að eyða unglingsárunum að læra á heiminn og samfélagið  í gegnum ungmennastarf.


En það var svolítið hrædd stelpa sem mætti í húsnæði Rauða krossins einn kaldan miðvikudag haustið 2008.
Ég mætti á vitlausum degi í starf fyrir 10-12 ára en staðinn fyrir að senda mig heim var mér bara boðið að vera með og koma svo aftur þegar minn aldurshópur ætti að mæta.
Næst mætti ég svo á réttum tíma og skemmti mér konunglega. Þarna hafði ég loksins fundið stað þar sem ég átti heima og mátti vera ég sjálf.
Mín yndislega Arna Beggí sem
er mín URKÍ fyrirmynd og hetja.
Það sem eftir var af vetri  mætti ég á hverjum einasta fimmtudegi í ungmennastarfið og skemmti mér og eignaðist nýja vini af öllum gerðum. Í þessa tvo klukkutíma sem starfið stóð , var ég í fríi frá lífinu mínu utan þess Ég var örugg!

Ég var bara Vala litríka brosmilda hressa stelpan. Það er enginn dæmdur út frá bakgrunni í Rauða krossinum.
Einn fimmtudag skömmu fyrir jólin 2009  hafði ég átt hræðilegan dag og langaði ekkert heitar en að hverfa og þurfa aldrei aftur að höndla lífið. 
En ég ákvað að fara samt í URKÍ starfið.
Á dagskrá var jólakortgerð fyrir elliheimilið að  Sólvangi. í starfið mætti enginn nema ég.
Meira að segja leiðbeinendurnir forfölluðust, en samt var starf.
Í tvo klukkutíma sat ég með starfsmönnum Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins þeim Áshildi og Kollu. Föndraði jólakort og setti upp jólaseríur meðan við spjölluðum um daginn og veginn.
Það hefði verið svo auðvelt að fella bara niður starfið þennan dag eða láta mig eina um jólaföndrið.
En ég man enn þá eftir þessu kvöldi og þykjir óendanlega vænt um þessa minningu að það hafi verið þeim mikilvægara að eyða tíma með mér einmitt þarna en allt annað. 
Þetta kvöld varð það mín ósk að geta skapað þessa tilfinningu einn daginn hjá einhverjum sem á því þyrfti að halda.


Fólk sem ég hefi aldrei kynnst
eru mér góðir vinir í dag
Sem sjálfboðaliði í ungmennastarfi síðustu 5 ár veit ég að það getur verið mjög erfitt að sjá og finna hvort vinnan þín sé að skila árangri. Þetta er ekki eins og skyndihjálp eða fataverkefnin við fáum enga beina efnislega eða sjáanlega 
Ég hef alltaf reynt að einblína á það ef ég get hjálpað einu ungmenni að verða að betri manneskju á eitthvern hátt þá er takmarkinu náð. Það eru nefnilega þessir agnarsmáu hlutir sem búa til keðju mannúðar vegna þess til þess að geta hjálpað öðrum þá þarft þú að vera sterkur og hafa bakland annara. Það er einfaldlega svo að bestu einstaklingarnir til þess að hjálpa fólki með verkefni er fólk sem hefur sjálft upplifað verkenfið eða hindrunina  og fengið tækifærið á að takast á við það.
Reynsla er besta tólið því hana getur enginn tekið frá þer.


Kosturinn við að byrja t.d 12 ára í ungmennastarfi er því sá að þegar einstaklingurinn hefur náð þeim aldri að honum gefst tækifæri á að leggja sitt af mörkum til heimssamfélagins í formi mannlegra samskipta hefur hann margra ára reynslu og visku í stað þess að byrja að týna í  viskupokann fyrst á fullorðins aldri.
"
If you want to go far, go alone, If you want to go long, go together"  - Þetta spakmæli heyrði ég fyrst frá armenskri Rauða kross vinkonu minni og mér finnst það lýsa vel hvað hjálparstarf á að ganga út á.


Með því að styðja við  unga fólkið til góðra verka erum við að byggja heiminn.
Þess vegna elska ég ungmennastarf.