Ég fann dagbókarfærslu nýlega frá starfskynningu sem ég fór í við lok 10.bekkjar á landskrifstofu Rauða krossins. Frábær lesning að lesa núna hvernig ég upplifði sjá alla landskrifstofuna í fyrsta skipti.
Ákvað að breyta ekki neinu heldur bara skirfa orðrétt inn til þess að ég eigi þetta bæði í tölvu og í bók.
Í dag fór ég í starfskynningu hjá Rauða krossinum, btw það er farið að gjósa í Grímsvötnum svona akkurat þegar við errum búinn að hreinsa mestu öskuna. Það er líka frekar fyndið afþví ég sagði um daginn við Sólveigu að ef það færi að gjósa þá gæti verið vesen að fyrir mig að fara í starfskynningu hjá RKÍ.
Allavega þegar ég kom í Efstaleiti klukkan 10, þá var Imma (Hún lítur smá út eins og hjálpfús með ljóst hár og gleraugu,fyndið ætli það se plús í umsóknina þína að líta út eins og hjálpfús?) sem átti að taka á móti mér búinn að Steingleyma því að ég væri að koma í dag hélt að það væri í næstu viku. En hún púllaði það mjög vel þótt svipurinn á henni var smá "shit hverning endaði ég í þessu :S". En ég sat á skrifstofukróknum hennar í svona hálftíma og svo sýndi hún mér innviði heimasíðu Rauða krossins og hvernig á að finna upplýsingar á henni. og frá uppfærslu breytingum sem eru væntanlegar víst voða miklar á forsíðu vefsins. Þegar hún var búinn að því kynnti hún mig fyrir fólki á innanlandssviðinu og framkvæmdastjóra honum Kristjáni og skildi mig eftir hjá konu sem heitir Guðný, Hún sagði mér smá frá hvað hún gerir eitthvað með deildir og samhæftstarf....... og mér þætti það sennilega ekki spennandi svo hún sendi mig aftur til Immu, Sem sagði mér að skottast til Jón Brynjars. Ég hafði ekki hugmynd hvar hann var staðsettur og týndis á ganginum msvo hún fór með mér til hans. Loksins manneskja sem ég kannaðist við!! Anyhú þá var brjálað að gera hjá honum út af eldgosinu en hann sagði mér rosalega margt um neyðarvarnir og ís (frekar spes ) og hvernig þær virka og hverning allt í Skógarhlíð virkar. Hann reyndi meira að segja að fá leyfi til að fara með mig þangað en það gekk ekki upp :(. Nonni kynnti mig svo fyrir fullt af fólki sem vinnur í skrifstofu kjörnunum í kringum hann. Spennandi fólk. Svo þurfti hann að fara niður í Skógarhlíð og skildi mig eftir hjá Jóa sem er Sálfræðingur Rauða krossins mjög áhugaverður náungi. Svo var komið hádegi svo við fórum niður að borða hádegismat súpa og mjög sérkennilegt salat með mandarínum og bananasneiðum í. Í Hhádeginu hitti ég konur sem heita Gunnhildur? og Sólveig? náði ekki alveg við hvað þær starfa upplýsinga eitthvað? Skyndihjálp eða sendifulltrúar? Þær voru báðar samt mjög hressar og töluðu mjög mikið ,mjög hratt um mjög marga hluti svo ég var alveg orðin ringluð. Held samt að þær hafi báðar búið í Suð austurhluta Afríku á eitthverjum tímapunkti. (hversu kúl er það?) Þæt spurðu mig meðal annars hvort ég ætlaði ekki örugglega að vinna hjá Rauða krossinum eftir allt þetta spjall þegar ég yrði eldri veit ekki alveg með það. Veit ekki hvað ég ætti að vinna við. Geta mannfræðingar unnið hjá Rauða krossinu? ég gleymdi að spyrja að því.
Eftir hádegismatinn gleymdist ég eiginlega niðri svo ég hjálpaði Gullu (held hún sé mamma Unnar) að taka til. Þar til hún fór með mig til Þóris sem var að skrifa grein um óhæfuverk í stríði ( sem er hvað? mun vita það þegar ég les greinina). Þórir var einu sinni fréttamaður og starfaði líka í "kistan" löndunum við alskonar stórmerkilegt stöff. Svo hringdi síminn og það varð enn meira að gera hjá Þóri svo hann droppaði mér af hjá Atla sem er mikil mannréttindasérfræðingur miðað við hvernig hann talar. Svo sendi hann mig að skoða kort af hvar íslensku sendifulltrúarnir eru staddir. Þar hitti ég Gunnhildi eða Sólveigu aftur (náði ekki hvor er hvað) og spjallaði aðeins við hana.
Svo var klukkan bara kominn tími til að fara þvi ég þurfti að mæta í vinnuna. Svo ég þurfti að finna Immu aftur afþví tæknilega átti ég að elta hana allan daginn. Það var hraðara sagt en gert að finna hana sko. Svo það endaði með því að kona sem heitir Anna skrifaði undir hjá mér svo ég gæti farið.
Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur dagur og ég skemmti mér vel yfir því að vera svona á flakki í allan dag. Hins vegar er stóra spurningin hvaðan allt þetta fólk kemur. Landskrifstofan er nefnilega ekkert sérstaklega stórt hús en pakkað af fólki.og rosalega kósí stemmning.
Vel valin starfskynning að mínu mati.