Síðastliðið ár hefur alls þrisvar sinnum verið
hringt á sjúkrabíl fyrir mig. Þau skipti sem ég hef þurft á slíkum að halda eru
mögulega ögn fleiri.
Ég hef að auki einungis farið sjö sinnum til læknis
síðasta árið þrátt fyrir að líklega hafi verið þörf á fleiri heimsóknum og svo
hef ég bara tvisvar farið á slysó þetta sama ár.
Með undraverðum hætti hefur mér tekist að fá fólk
til þess að leggja frá sér símann og sleppa að hringja fyrir mig á sjúkrabíl
jafnvel þótt það hefði mögulega verið skynsamlegra að hringja.
Af hverju?
Af því það er bara mega dýrt að verða alvarlega
veikur á Íslandi.
Það kostar
rúmlega 6000 að vera fluttur með sjúkrabíl. Einstaklingur sem lendir þeirri
aðstöðu að þurfa á sjúkrabíl að halda á sjaldnast um val að ræða.
Komugjald á slysó er tæplega 6000. Það er tólf
þúsund kall bara að koma þér undir læknishendur en þá eru eftir rannsóknargjöld
og ýmis aukakostnaður þ.e.a.s. ef þú ert ekki lagður/lögð inn.
Soldið spes að þurfa að greiða allan þennan pening
fyrir þjónustu sem þú hefur ekkert val um hvort þú þiggur eða ekki.
Vegna þessa var kostnaður minn vegna læknisþjónustu
fljótur að safnast upp og mér var bent á að ég ætti brátt rétt á
afsláttarkorti. En þau réttindi færðu þegar þú hefur greitt 33.600 vegna
heilbrigðisþjónustu á árinu. 2014 borgaði ég
36.270 krónur og fékk því 2.670 krónur endurgreiddar. Jibbí kóla!
Hins vegar komst ég fljótlega að því að
afsláttarkort gefur engan sérstakan afslátt.
Jújú komugjöld og læknisreikningar lækka smávægilega en ekkert þannig að
um muni. Það er í bara ansi mikið að þurfa fyrst að greiða rúmlega 30 þúsund
krónur fyrir venjulega manneskju. Sama gildir um lyfjakostnað. Þar er að vísu
aðeins lægri mörk fyrir fólk undir 25 ára aldri.
Á dögunum fór ég í mína þriðju apóteksferð á árinu
og á hvíta bréfpokanum stóð: "Valgerður B. Fjölnisdóttir, nú greiðir þú
samkvæmt 2. gjaldskráflokki lyfja"! Mjög uppörvandi upplýsingar. Þetta
þýðir semsagt að ég greiði 15% af lyfjunum mínum út þetta
lyfjagreiðslutímabil. Þetta fékk mig
samt til að hugsa um það hversu halllærislegt það er í raun að það sem gerir
daginn hj´amér bjartari sé að vera kominn með afslátt á lyfjum.
Og að eftir að maður gengur út frá lækni sínum hugsi
maður: „shitt, ætli það sé næg heimild á kortinu til að borga"?
Ég var einnig spurð um daginn hvort ég treysti mér
til að koma rétt fyrir mánaðarmót til sérfræðilæknis. Sem ég gerði ekki og á
því bókaðan tíma í fyrstu viku næsta mánaðar.Því þá á ég örugglega pening fyrir
tímanum.
Eða að heilbrigiðsstarfsfólk sé farið að reyna létta
lund sjúklinga með glensi um galla heilbrigðiskerfisins. Ef þú ert á
heimilslæknis þá ertu kallaður "núllari" og það er gilt að segja að maður sé sko enn að
safna fyrir afsláttarkorti".
Ég held að
það sé öllum ljóst að þetta er algjörlega óeðlileg staða og það er ömurlegt að
verða veikur og þurfa hugsa hvort þú eigir fyrir því. Eða þurfa leggja fyrir
því.
Það væri svo einfalt að laga þetta og hver heilvita
manneskja veit að grunnþarfir þínar þurfa vera í lagi svo þú getir sinnt öllu
öðru. Ef heilsa er ekki grunþörf þa veit ég ekki hvað er það.
Það er bara mjög leitt að búa í landi þar sem ekki
er tryggt að allir geti fengið tækifæri að hlúa að sínum grunnþörfum. Afþví að
ef svo væri þá trúi ég ekki öðru en við gætm fækkað fólki sem ekki hefur
tækifæri á að vera virkir þáttakendur í að skapa gott samfélag til að búa í.
Stundum verð ég bara svo leið í hjartanu að það sé
bara ekkert gert í málunum og að allt fari bara hringiðu sem aldrei næst botn í
og hugmyndirnar að betra samfélagi fari aldrei af blaðinu og til þeirra sem
eiga að njóta hugmyndarinnar.
-Bláklukka