miðvikudagur, 19. ágúst 2015

Það skiptir víst máli að einhverjir ákveða að mennta sig í leikskólabörnum



Mér þykir mikilvægt að læra og nema allt sem við gerum
í sumar líkt og síðasta sumar hef ég verið að vinna á frábæra sveitahótelinu í Smáratúni.
Starfið mitt er fjölbreytt, krefjandi, spennandi og að mínu mati frábærlega skemmtilegt.
Það hefur ekki verið sá dagur í þessari vinnu sem ég hef ekki lært eða prófað eitthvað nýtt.
ég er alltaf að bæta í reynslubankann og viskubrunninn.
Svo fæ ég líka að vinna með ólíku fólki úr ýmsum áttum.

Í sumar hef ég verið að vinna með fólki frá níu mismunandi löndum. Það sem kom mér samt í raun að óvart að það var ekki samstarfsfólk mitt öðrum löndum sem gaf mér nýja innsýn á hluti. Heldur yndislega morgunverðardrottningin okkar á Hótel Fljótshlíð ,Erla Berglind.

Svo vill til að hún Erla er menntaður leikskólakennari. Ég hafði aldrei fyrr en í sumar pælt í því hvar munurinn fælist á leikskólakennara og svo leikskólaleiðbeinenda (eins og svo margir jafnaldrar mínir starfa sem eftir menntaskóla meðan þeir ákveða framtíðarplönin).
Þökk sé elsku Erla þá veit ég núna að þarna er töluverður munur.
Á hverjum einasta degi í sumar sem við unnum saman sýndi hún eða sagði mér eitthvað tendt við menntun hennar og reynslu. hvort sem það var þegar hún átti samskipti við börnin í Smáratúni eða þegar við staffið ræddum daginn og veginn í hádeginu.
leikskólakrakkar eru einstakar verur og það sem þau geta fengið tækifæri á að læra í skólanum hjá fólki sem er búið að mennta sig í  sérhæfa sig í lífi þeirra er svo margt og mikilvægt.

 En ég held að flestir hugsi líkt og ég hafði alltaf gert þar til í sumar að það sé sennilega ekkert sérstaklega mikill tilgangur að fólk  mennti sig í að "passa" börnin. Það komi út á eitt í grunnskóla
En nú veit ég betur,
Þökk sé frábærum karakter og  gáfumenni
Takk Erla Berglind

fimmtudagur, 21. maí 2015

Afhverju ungmennastarf?

Ég byrjaði í ungmennastarfi Rauða krossins í Hafnarfirði 
(URKÍ-H) þegar ég var nýorðin 13 ára.
Nú 8 árum seinna er ég formaður ungmennahreyfingar Rauða krossins á Íslandi.
Eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði og væri ekki ef ég hefði ekki fengið tækifærið að eyða unglingsárunum að læra á heiminn og samfélagið  í gegnum ungmennastarf.


En það var svolítið hrædd stelpa sem mætti í húsnæði Rauða krossins einn kaldan miðvikudag haustið 2008.
Ég mætti á vitlausum degi í starf fyrir 10-12 ára en staðinn fyrir að senda mig heim var mér bara boðið að vera með og koma svo aftur þegar minn aldurshópur ætti að mæta.
Næst mætti ég svo á réttum tíma og skemmti mér konunglega. Þarna hafði ég loksins fundið stað þar sem ég átti heima og mátti vera ég sjálf.
Mín yndislega Arna Beggí sem
er mín URKÍ fyrirmynd og hetja.
Það sem eftir var af vetri  mætti ég á hverjum einasta fimmtudegi í ungmennastarfið og skemmti mér og eignaðist nýja vini af öllum gerðum. Í þessa tvo klukkutíma sem starfið stóð , var ég í fríi frá lífinu mínu utan þess Ég var örugg!

Ég var bara Vala litríka brosmilda hressa stelpan. Það er enginn dæmdur út frá bakgrunni í Rauða krossinum.
Einn fimmtudag skömmu fyrir jólin 2009  hafði ég átt hræðilegan dag og langaði ekkert heitar en að hverfa og þurfa aldrei aftur að höndla lífið. 
En ég ákvað að fara samt í URKÍ starfið.
Á dagskrá var jólakortgerð fyrir elliheimilið að  Sólvangi. í starfið mætti enginn nema ég.
Meira að segja leiðbeinendurnir forfölluðust, en samt var starf.
Í tvo klukkutíma sat ég með starfsmönnum Hafnarfjarðardeildar Rauða krossins þeim Áshildi og Kollu. Föndraði jólakort og setti upp jólaseríur meðan við spjölluðum um daginn og veginn.
Það hefði verið svo auðvelt að fella bara niður starfið þennan dag eða láta mig eina um jólaföndrið.
En ég man enn þá eftir þessu kvöldi og þykjir óendanlega vænt um þessa minningu að það hafi verið þeim mikilvægara að eyða tíma með mér einmitt þarna en allt annað. 
Þetta kvöld varð það mín ósk að geta skapað þessa tilfinningu einn daginn hjá einhverjum sem á því þyrfti að halda.


Fólk sem ég hefi aldrei kynnst
eru mér góðir vinir í dag
Sem sjálfboðaliði í ungmennastarfi síðustu 5 ár veit ég að það getur verið mjög erfitt að sjá og finna hvort vinnan þín sé að skila árangri. Þetta er ekki eins og skyndihjálp eða fataverkefnin við fáum enga beina efnislega eða sjáanlega 
Ég hef alltaf reynt að einblína á það ef ég get hjálpað einu ungmenni að verða að betri manneskju á eitthvern hátt þá er takmarkinu náð. Það eru nefnilega þessir agnarsmáu hlutir sem búa til keðju mannúðar vegna þess til þess að geta hjálpað öðrum þá þarft þú að vera sterkur og hafa bakland annara. Það er einfaldlega svo að bestu einstaklingarnir til þess að hjálpa fólki með verkefni er fólk sem hefur sjálft upplifað verkenfið eða hindrunina  og fengið tækifærið á að takast á við það.
Reynsla er besta tólið því hana getur enginn tekið frá þer.


Kosturinn við að byrja t.d 12 ára í ungmennastarfi er því sá að þegar einstaklingurinn hefur náð þeim aldri að honum gefst tækifæri á að leggja sitt af mörkum til heimssamfélagins í formi mannlegra samskipta hefur hann margra ára reynslu og visku í stað þess að byrja að týna í  viskupokann fyrst á fullorðins aldri.
"
If you want to go far, go alone, If you want to go long, go together"  - Þetta spakmæli heyrði ég fyrst frá armenskri Rauða kross vinkonu minni og mér finnst það lýsa vel hvað hjálparstarf á að ganga út á.


Með því að styðja við  unga fólkið til góðra verka erum við að byggja heiminn.
Þess vegna elska ég ungmennastarf.


miðvikudagur, 4. mars 2015

Starfskynning Landskrifstofu Rauða krossins í 10.bekk

Ég fann dagbókarfærslu nýlega frá  starfskynningu sem ég fór í við lok 10.bekkjar á landskrifstofu Rauða krossins. Frábær lesning að lesa núna hvernig ég upplifði  sjá alla  landskrifstofuna í fyrsta skipti.

Ákvað að breyta ekki neinu heldur bara skirfa orðrétt inn til þess að ég eigi þetta bæði í tölvu og í bók.

Í dag fór ég í starfskynningu hjá Rauða krossinum, btw það er farið að gjósa í Grímsvötnum svona akkurat þegar við errum búinn að hreinsa mestu öskuna. Það er líka frekar fyndið afþví ég sagði um daginn við Sólveigu að ef það færi að gjósa þá gæti verið vesen að fyrir mig að fara í starfskynningu hjá RKÍ.
Allavega þegar ég kom í Efstaleiti klukkan 10, þá var Imma (Hún lítur smá út eins og hjálpfús með ljóst hár og gleraugu,fyndið ætli það se plús í umsóknina þína að líta út eins og hjálpfús?) sem átti að taka á móti mér búinn að Steingleyma því að ég væri að koma í dag hélt að það væri í næstu viku. En hún púllaði það mjög vel þótt svipurinn á henni var smá "shit hverning endaði ég í þessu :S". En ég sat á skrifstofukróknum hennar í svona hálftíma og svo sýndi hún mér innviði heimasíðu Rauða krossins og hvernig á að finna upplýsingar á henni. og frá uppfærslu breytingum sem eru væntanlegar víst voða miklar á forsíðu vefsins. Þegar hún var búinn að því kynnti hún mig fyrir fólki á innanlandssviðinu og framkvæmdastjóra honum Kristjáni og skildi mig eftir hjá konu sem heitir Guðný, Hún sagði mér smá frá hvað hún gerir eitthvað með deildir og samhæftstarf....... og mér þætti það sennilega ekki spennandi svo hún sendi mig aftur til Immu, Sem sagði mér að skottast til Jón Brynjars. Ég hafði ekki hugmynd hvar hann var staðsettur og týndis á ganginum msvo hún fór með mér til hans. Loksins manneskja sem ég kannaðist við!! Anyhú þá var brjálað að gera hjá honum út af eldgosinu en hann sagði mér rosalega margt um neyðarvarnir og ís (frekar spes ) og hvernig þær virka og hverning allt í Skógarhlíð virkar. Hann reyndi meira að segja að fá leyfi til að fara með mig þangað en það gekk ekki upp :(.  Nonni kynnti mig svo fyrir fullt af fólki sem vinnur í skrifstofu kjörnunum í kringum hann. Spennandi fólk. Svo þurfti hann að fara niður í Skógarhlíð og skildi mig eftir hjá Jóa sem er Sálfræðingur Rauða krossins mjög áhugaverður náungi.  Svo var komið hádegi svo við fórum niður að borða hádegismat súpa og mjög sérkennilegt salat með mandarínum og bananasneiðum í. Í Hhádeginu hitti ég konur sem heita Gunnhildur? og Sólveig? náði ekki alveg við hvað þær starfa upplýsinga eitthvað? Skyndihjálp eða sendifulltrúar? Þær voru báðar samt  mjög hressar og töluðu mjög mikið ,mjög hratt um mjög marga hluti svo ég var alveg orðin ringluð. Held samt að þær hafi báðar búið í Suð austurhluta Afríku á eitthverjum tímapunkti. (hversu kúl er það?) Þæt spurðu mig meðal annars hvort ég ætlaði ekki örugglega að vinna hjá Rauða krossinum  eftir allt þetta spjall  þegar ég yrði  eldri veit ekki alveg með það. Veit ekki hvað ég ætti að vinna við. Geta mannfræðingar unnið hjá Rauða krossinu? ég gleymdi að spyrja að því.
Eftir hádegismatinn gleymdist ég eiginlega niðri svo ég hjálpaði Gullu (held hún sé mamma Unnar) að taka til. Þar til hún fór með mig til Þóris sem var að skrifa grein um óhæfuverk í stríði ( sem er hvað? mun vita það þegar ég les greinina). Þórir var einu sinni fréttamaður og starfaði líka í "kistan" löndunum við alskonar stórmerkilegt stöff. Svo hringdi síminn og það varð enn meira að gera hjá Þóri svo hann droppaði mér af hjá Atla sem er mikil mannréttindasérfræðingur miðað við hvernig hann talar. Svo sendi hann mig að skoða kort af hvar íslensku sendifulltrúarnir eru staddir. Þar hitti ég Gunnhildi eða Sólveigu aftur (náði ekki hvor er hvað) og spjallaði aðeins við hana.
Svo var klukkan bara kominn tími til að fara þvi ég þurfti að mæta í vinnuna. Svo ég þurfti að finna Immu aftur afþví tæknilega átti ég að elta hana allan daginn. Það var hraðara sagt en gert að finna hana sko. Svo það endaði með því að kona sem heitir Anna skrifaði undir hjá mér svo ég gæti farið.
Þetta var mjög áhugaverður og skemmtilegur dagur og ég skemmti mér vel yfir því að vera svona á flakki í allan dag. Hins vegar er stóra spurningin hvaðan allt þetta fólk kemur. Landskrifstofan er nefnilega ekkert sérstaklega stórt hús en pakkað af fólki.og rosalega kósí stemmning.
Vel valin starfskynning að mínu mati.



laugardagur, 21. febrúar 2015

Plís ekki hringja á sjúkrabil.

S

Síðastliðið ár hefur alls þrisvar sinnum verið hringt á sjúkrabíl fyrir mig. Þau skipti sem ég hef þurft á slíkum að halda eru mögulega ögn fleiri.
Ég hef að auki einungis farið sjö sinnum til læknis síðasta árið þrátt fyrir að líklega hafi verið þörf á fleiri heimsóknum og svo hef ég bara tvisvar farið á slysó þetta sama ár.
Með undraverðum hætti hefur mér tekist að fá fólk til þess að leggja frá sér símann og sleppa að hringja fyrir mig á sjúkrabíl jafnvel þótt það hefði mögulega verið skynsamlegra að hringja.
Af hverju?
Af því það er bara mega dýrt að verða alvarlega veikur á Íslandi.
 Það kostar rúmlega 6000 að vera fluttur með sjúkrabíl. Einstaklingur sem lendir þeirri aðstöðu að þurfa á sjúkrabíl að halda á sjaldnast um val að ræða.
Komugjald á slysó er tæplega 6000. Það er tólf þúsund kall bara að koma þér undir læknishendur en þá eru eftir rannsóknargjöld og ýmis aukakostnaður þ.e.a.s. ef þú ert ekki lagður/lögð inn.
Soldið spes að þurfa að greiða allan þennan pening fyrir þjónustu sem þú hefur ekkert val um hvort þú þiggur eða ekki.
Vegna þessa var kostnaður minn vegna læknisþjónustu fljótur að safnast upp og mér var bent á að ég ætti brátt rétt á afsláttarkorti. En þau réttindi færðu þegar þú hefur greitt 33.600 vegna heilbrigðisþjónustu á árinu. 2014 borgaði ég  36.270 krónur og fékk því 2.670 krónur endurgreiddar. Jibbí kóla!
Hins vegar komst ég fljótlega að því að afsláttarkort gefur engan sérstakan afslátt.  Jújú komugjöld og læknisreikningar lækka smávægilega en ekkert þannig að um muni. Það er í bara ansi mikið að þurfa fyrst að greiða rúmlega 30 þúsund krónur fyrir venjulega manneskju. Sama gildir um lyfjakostnað. Þar er að vísu aðeins lægri mörk fyrir fólk undir 25 ára aldri.
Á dögunum fór ég í mína þriðju apóteksferð á árinu og á hvíta bréfpokanum stóð: "Valgerður B. Fjölnisdóttir, nú greiðir þú samkvæmt 2. gjaldskráflokki lyfja"! Mjög uppörvandi upplýsingar. Þetta þýðir semsagt að ég greiði 15% af lyfjunum mínum út þetta lyfjagreiðslutímabil.  Þetta fékk mig samt til að hugsa um það hversu halllærislegt það er í raun að það sem gerir daginn hj´amér bjartari sé að vera kominn með afslátt á lyfjum.
Og að eftir að maður gengur út frá lækni sínum hugsi maður: „shitt, ætli það sé næg heimild á kortinu til að borga"?
Ég var einnig spurð um daginn hvort ég treysti mér til að koma rétt fyrir mánaðarmót til sérfræðilæknis. Sem ég gerði ekki og á því bókaðan tíma í fyrstu viku næsta mánaðar.Því þá á ég örugglega pening fyrir tímanum.
Eða að heilbrigiðsstarfsfólk sé farið að reyna létta lund sjúklinga með glensi um galla heilbrigðiskerfisins. Ef þú ert á heimilslæknis þá ertu kallaður "núllari" og  það er gilt að segja að maður sé sko enn að safna fyrir afsláttarkorti".

 Ég held að það sé öllum ljóst að þetta er algjörlega óeðlileg staða og það er ömurlegt að verða veikur og þurfa hugsa hvort þú eigir fyrir því. Eða þurfa leggja fyrir því.
Það væri svo einfalt að laga þetta og hver heilvita manneskja veit að grunnþarfir þínar þurfa vera í lagi svo þú getir sinnt öllu öðru. Ef heilsa er ekki grunþörf þa veit ég ekki hvað er það.
Það er bara mjög leitt að búa í landi þar sem ekki er tryggt að allir geti fengið tækifæri að hlúa að sínum grunnþörfum. Afþví að ef svo væri þá trúi ég ekki öðru en við gætm fækkað fólki sem ekki hefur tækifæri á að vera virkir þáttakendur í að skapa gott samfélag til að búa í.


Stundum verð ég bara svo leið í hjartanu að það sé bara ekkert gert í málunum og að allt fari bara hringiðu sem aldrei næst botn í og hugmyndirnar að betra samfélagi fari aldrei af blaðinu og til þeirra sem eiga að njóta hugmyndarinnar.


-Bláklukka