Að mínu mati er það jafn kúl að vera trúlaus og að vera vel upplýstur og kunna að gagnrýna trú sína.
Ég fermdist inn í kristnatrú eins og svo margir.
Sumarið sem ég varð 13 ára fór að líða að þeim áfanga að fermast eða fermast ekki. Það fóru miklar pælingar í gang hjá mér um þessi mál.Ég er skírð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hafði því tilheyrt þeim söfnuði eins og öll mín móður fjölskylda alla mína ævi.
En hafði aðeins sótt fermingar og skírnir frændsystkyna minna í kirkjuna. Að öðru leiti hafði ég ekki kynnst krikjunni sem ég tilheyrði.
Ég fór að vísu stundum í sunnudagaskóla sem barn en aðeins í Kópavogskirkju og hjá hvítasunnusöfnuðinum í Fljótshlíð. Auk þess tengdi ég það aldrei við að fara í kirkju meira svona bara á hitta önnur börn.
Ég er líkt og stór hluti barna sem skráð eru í lútherska söfnuði á Íslandi er ekki alin upp í við mikið kristnihald.
Þar að auki skilgreinir aðeins annað foreldri mitt sig sem kristinartrúar.
Þess vegna ákvað ég að skoða borgaralega fermingu.sem og hina "hefbundnu fermingu"
Eftir þó nokkrar pælingar ákvað ég að láta ferma mig í Fríkirkjunni og nota tækifærið og kynna mér þá trú sem ég hafði tilheyrt í síðustu 13 ár.
Ekki að ég hafi ekki fengið kristnifræði fræðslu (jája ég veit að þetta heitir trúarbragðafræði) í barnaskóla eins og önnur börn í landinu.
En í þeim fræðum er meira talað um söguna og staðreyndir en ekki íhuganir hvað hlutirnir merkja.
Þess vegna ólíkt að ég held mörgum fermingabörnum þá eyddi ég tíma í að skoða allt mögulegt fræðslu efni og ákvað að fara í fermingafræðslu með opin og jafnframt gagnrýnin huga.
Það hjálpaði mér mikið að leiða hugan að þessum efnum í 8.bekk. Ég varð fyrir miklu einelti á þessum tíma i skólanum og var því ekki í fermingafræðslu með skólafélögum mínum.
Svo ég kynntist nýjum krökkum og fékk fullkominn frið að vera "skrýtin" að hafa áhuga á kristni fræðslu.
Já ég skilgreini mig sem kristna manneskju .
Síðan ég fermdist fyrir næstum 6 árum síðan þá hef ég pælt mikið í trúarbrögðum og mér sem trúaða manneskju.Haldið í gagngrýnina ,en á margan hátt orðið trúaðari eða áttað mig á hvað ég hef alltaf verið trúuð.
Mér hefur alltaf liðið rosalega vel við að fara í messu en það þykir ekki kúl svo eg hef ekki gert mikið af því.
Eftir að ég varð veik af POTS hefur reynt mjög á mig að halda jákvæðu hugarfari og eldmóð.
Með því að hugleiða og lesa dæmisögur ekki bara kristnar er þær einnig lesa fallega texta og sálma. Það hefur hjálpað mikið. Ég hef alltaf verið smá fordómafull þegar ég hef heyrt fólk segja að það hafi fundið hjálp og stuðning í trúnni. En í alvöru trúin er ótrúleg hjálp þegar á reynir.
Í haust hef ég líka farið i messur öðru hverju til þess að hlusta og tæma hugann og líður svo miklu betur á eftir.
Bæði vegna þess að ég er orðin það gömul að það er orðið minna mál að synda á móti straumnum (ekki að ég hafi verið mikið í því að vera go with the flow í lífinu ) og vegna þess að í Sierra Leone fékk ég mjög oft þá spurningu hvers trúar ég væri og hvernig ég stundaði trú mína
Ég sagði fólki frá því hvernig á Íslandi það þætti ekki kúl að vera trúaður og því stundaði fók trú sína í svolitlu laumi til þess að vera ekki gagnrýnd.
Seting vinkonu minnar hana Maju situr eftir.
En sorglegt að fólk á Íslandi kunni ekki að virða einka lífskoðanir annara.
Þess vegna ákvað ég að byrja að fara í messu eins og mér hefur alltaf langað til að gera en ekki viljað vera gagnrýnd fyrir.
Trúarbrögð eiga það til að meika ekki sens
Hinsvegar leiðir þetta mig aftur að þeim pælingum afhverju er það skrýtið að barn sem er að fara fermast hafi áhuga á því að fermastJú því það virðist ekki vera kúl að vera trúaður.
Ætli það sé ekki hægt að koma með rökin að Biblían og þetta trúardæmi meiki bara ekki sens.
Það er rétt. Ég las Biblíuna nýlega, hún á margan hátt meikar ekkert sens.
og já Jesú hljómar eins sjalfselskur ungur maður sem talar um sig í 3. persónu ,þegar hann vill að fólk hlusti á hann (mannsonurinn) soldið spes.
En er þetta ekki bara túlkunaratriði.
Hún er líka skrifuð fyrir ótrúlega löngu síðan og fyrir þá sem ekki vita þá fyrir ótrúlega löngu síðan vissi fólk ekki jafnmikið um heiminn og við vitum í dag.
En trú var og er leið fólks til að skýra hið óútskýranlega. Líkt og Íslendingar trúðu/trúa á flökkusögur,álfa og tröll.
Það er nefnilega málið trú hver sem hún er. Er gerð til þess að hjálpa fólki að skýra það sem erfitt er að skýra út og koma orðum að því sem erfitt er að koma orðum að í gegnum dæmi sögur og umræður.
Og hjálpa fólki að leiða hugan og ræða það sem erfitt er að ræða.
Núna í seinni tíð er jú margt sem við höfum fengið skýringar á sem við höfðum ekki fyrir hundrað árum eða þúsund.
En það eru og verða alltaf mál sem erfitt er að ræða. dauðsföll, veikinda, samskiptavandamál.
Annað sem margir gagngrýna eru bænir.
Að biðja fyrir eða þakka guði fyrir hlutina. Guð hefur aldrei bjargað neinu eða hefur hann.
Það er öllum sem eru með réttu viti ljóst að það er ekki Guð sem er að lækna fólk.
Það er hins vegar þannig að þeir sem biðja fyrir veikum eða hlutunum fá oft ósk sína uppfyllta.
Að minu mati er það ekki vegna þess að þeir báðu guð og guð svaraði heldur vegna þess að hugur þeirra var við málefnið.
The secret sem var svo vinsælt hér fyrir nokkrum árum gengur út á það þar er bara búið að stroka trúarbrögð út.
Hún Henrietta sem við dvöldumm hja í Sierra Leone er mjög trúuð kona og jafnframt röggsöm kennir nemendum sínum að það sé gott að biðja til Guðs. En eins og með allt annað i lífinu þá á áttu ekki að ætlast til að aðrir geri hlutina fyrir þig jafnvel þegar Guð á í hlut.
Trúin er líka þannig að í raun er þetta bara fullt af fólki sem hefur valið sér eina og sömu fyrirmyndina út frá frásögnum af aðilanum.
Hvort sem það er Mohammed spámaður, Jesús Kristur eða John Lennon.
Þeir eru allir dauðir og höfðu allir góðan boðskap að bera. En einnig umdeildann.
Þess vegna skil ég ekki hvað er svona svakalega kúl að segjast vera trúleysingi.
Þegar þú hefur ekki kynnt þér hvað trú er.
Því jú ég á mjög góða vini sem eru trúlausir en það eru þeir afþví að þeir hafa skoðað trúarbrögð og fundið að það sé ekki við þeirra hæfi og svo einn sem virðist bara vera fæddur utan trúarbragða.
Svo ætli punkturinn minn sé ekki að það er bara ekkert kúl að vera trúlaus ef þú veist ekki hvað trúleysi er.
-Bláklukka