Ég ætla ekki að gefast upp
ekki séns ,
En mér langar til að gefast upp
Hætta að berjast á móti.
eg veit að ég á ekki að þurfa að berjast.
við hvað er ég að berjast?
mig sjálfa.
Ef ég myndi bara geta slakað á.
Þá kannski væri allt í lagi
ég veit það ekki?
Því ég er bara svo ótrúlega hrædd.
Ég er hrædd við heiminn.
Heiminn sem tekur opnum örmum á móti mér
og kreistir mig svo fast að ég meiði mig.
ég er bara svo ótrúlega hrædd.
að einn daginn
gefi höfuðið undan
og ég fæ heilaskaða.
Kvíðahnútur í maga.
Hann var ekki þarna áður
en er þarna núna.
Það er erfitt að standa á fætur
það er erfitt að anda.
eg veit ekki hvernig það er að svima ekki
vera með hausverk
Vera alltaf með náladoða.
finnast hjartað ætla hoppa út.
Minn eigin líkami er að bregðast mér
eða er ég kannski bara að missa vitið.
Svo ég set upp brosið
geri grín,
reyni að gleyma
bara í smástund
þessum aðstæðum
aðstæðum sem eru svo ...
svo óraunverulegar.
Ég varð 19 ára í sumar
Fólk spyr mig
og hvað er svo verið að stefna á að læra?
ég svara draumum minum
áætlunum mínum sem ég trúði
ég trúi ekki lengur.
Já mér er ætlað að verða ..
Mikilsverð.
Bjarga heiminum.
Verða ráðherra ,kannski forseti
Þess vegna ætla ég ekki að gefast upp
ég held áfram.
Því kannski einn daginn...
ég ætla ekki að gefast upp
ég held áfram fyrir björtu dagana.
það er ekkert til hjá mér
sem heitir að taka því rólega.
Ef ég myndi bara geta slakað á
Nei , get ekki slakað á lífinu.
tekið því rólega. Þá ,þá líður mér að
ég missi þá litlu stjórn
þessa litlu stjórn sem ég á eftir.
Það er svo mikið farið þegar þú hefur
misst stjórn a meðvitund.
Það er erfitt að taka mark á manneskju
sem getur orðið ósjálfbjarga hvenar sem er.
Um leið og ég viðurkenni veikindi mín
þá finnst mér ég vera búinn að tapa
Tap fyrir sjálfri mér.
í hvert skipti sem ég kemst ekki
framm úr af svima.
Sem ég nærri æli af áreynsluna
við það eitt að fara upp stiga.
Titra svo mikið að ég get ekki borðað.
Eða bara sit í enskutíma og skil ekki.
einfalda setningu.
Þá finnst mér baráttu tapað.
vegið að sjálfstæði mínu.
ég er að gefast upp.
Ég segi sorrý.
Þegar það líður yfir mig.
Ég veit að þetta er ekki mín sök
en ykkur brá.
ofan á allt annað
þá langar mér ekki að hræða fólk.
Ég er með P.O.T syndrome.
Ein af þúsundum
það bara veit það enginn.
Afþví ég lít ekki út
fyrir að vera veik.
ég er orðin vön
því að ljúga
og segja
ha ég ?
ég er bara góð.
Myndbandið
https://www.youtube.com/watch?v=8ZT9wERMIfc&feature=youtu.be
-Bláklukka