Ég tel mig vera frekar hamingjusama manneskju og fæ oft
hrós fyrir hvað ég sé brosmild, sem ég er. Eitt af því skemmtilegasta sem ég
geri er að brosa (og tala ,enda er ég kölluð Vala ) J.
En já, ég er oftast frekar happy með lífið, enda er margt sem
ég get verið ánægð með. Fjölskylduna mína, vini, tækifærið til að leggja
málefnum sem mér eru kær lið, friðsæla landið sem ég er frá og auk þessa, hamingjugefandi
hluti sem eru í gangi í mínu lífi þá stundina.
Eins og núna þá er ég í vinnu sem ég hlakka alltaf til að
mæta í og líður alltaf rosalega vel í. Þar að auki er ég með frábæra
vinnuveitendur og vinnufélaga. Það er ekki annað hægt en að vera hamingjusöm
með það!
Sem hamingjusöm manneskja þá hef pælt í því hvað felst í því
að vera hamingjusamur með lífið. Er það að hafa allt sem maður óskar sér? Eiga
nóg af peningum? Eða taka á móti þeim rússíbana sem lífið er?
Fyrir mig þá er það rússíbanareiðin, því þannig hefur líf
mitt verið. Upp og niður með ótal dívum
og snúningum. En það er alveg sama hvað ég
hef orðið hrædd, stressuð eða reið þá hef ég hingað til lifað það af, næstum heil à húfi, alla leið.
En svo er það þannig að fólk höndlar erfiðleika, svo sem áföll,veikindi með mjög mismunandi hætti. Sumir verða
skapillir eða árásagjarnir meðan aðrir loka sig af og enn aðrir tækla hlutina
með gleði.
Ég tilheyri gleði hópnum. Ef mér líður illa og ég á erfitt
með einhverjar aðstæður þá set ég upp bros og geri gjarnan grín að aðstæðunum. Sérstaklega þegar
ég meiði mig (eins og flestir vita sem þekkja mig þá stunda ég slíkt stíft).
Þetta er eitthvað sem rugar oft fólk og fer í taugarnir því vegna þess að þetta eru ekki þau
viðbrögð sem fólk býst við. Mamma benti mér á þetta fyrir einu eða tveimur árum
síðan þar sem þessi viðbrögð mín komu henni að óvart.
Síðan þá hef ég pælt í þessu. Afhverju geri ég þetta, af
hverju bregst ég við með gleði í krefjandi aðstæðum? Jú, til þess að
mér líði aðeins betur í sálinni. En stærri faktor er, til þess að fólkinu í
kringum mig líði betur.

Þegar þú getur ekki hróflað við staðreyndum lífsins þá
verður maður bara að finna leið til að vinna með þeim svo afhverju ekki að
brosa yfir því spaugilega.
Að sjálfsögðu brotna ég niður öðru hverju leyfi mér að opna
flóðagáttirnar og emja smá. En ef ég myndi ekki setja hamingjuna í fyrsta sæti
þá held ég að líf mitt væri ein allsherjar
sorgarsaga.
Sérstaklega vegna þess að heimurinn er ekkert svo yndislegt
pleis og er fullur af skelfilegum atburðum og aðstæðum sem við mannfólkið
virðumst ekki geta ráðið við. Heimurinn er líka fullur af frábærum hlutum sem
við getum ráðið við og gert enn betri.
Ég er mjög fegin að hafa áttað mig á því, nokkuð ung, að
það er ómögulegt að bjarga öllum heiminum. Við getum bjargað einhverju einu sem
gæti einmitt verið hluturinn sem hjálpar enn fleirum.
Svo er ekki bara um að gera að byrja á því að brosa og láta
svo bara framhaldið ráðast?
-Bláklukka
Hugmyndin af titili bloggsins kemur frá Seirra
Leone en í skólanum sem við pabbi vorum að kenna landafræði í en þar hrósuðu
krakkarnir okkur með því að stafa orðið „happy“ fyrir okkur.