Kæri Sigmundur
Ég heiti Valgerður og er nýlega 18 ára sem þýðir... jú ég fékk nýlega kosningarétt. Þess hef ég beðið með eftir væntingu síðustu rúmlega 10 ár.
Frá því
að ég man eftir mér hef ég velt fyrir mér stjórnmálum og stjórnkerfinu á Íslandi
myndað mér skoðanir á málunum og þær hafa breyst mikið í gegnum árin helstu
áhrifavaldarnir í skoðunum mínum líkt og annara einstaklinga er aldur , búseta og
reynsla af lífinu.
Stjórnmálaskoðanir mínar þessa stundina hallast
mjög á vinstri vænginn .
En það þýðir þó ekki að ég sé sammála öllum innan flokksins, eða ég sé á móti öllum málefnum annara flokka.
En þetta veistu vonandi verandi maður á miðjum aldri með nokkra ára stjórnmálareynslu og þar að auki forsætisráðherra þjóðarinnar.
En það þýðir þó ekki að ég sé sammála öllum innan flokksins, eða ég sé á móti öllum málefnum annara flokka.
En þetta veistu vonandi verandi maður á miðjum aldri með nokkra ára stjórnmálareynslu og þar að auki forsætisráðherra þjóðarinnar.
Eins og áður sagði þá hef ég fylgst með
stjórnmálum á Íslandi frá blautu barnsbeini.
Nánast alla mína ævi hefur verið sami forsetinn
við völd.
Og í 16 af þeim 18 árum sem ég hef lifað, þá hefur Framsóknarflokkur og eða Sjálfstæðisflokkur setið í ríkisstjórn Íslands. Þetta er ansi langur tími en við búum í lýðræðisríki svo það er meirihlutinn sem ræður ,ekki satt?
Og í 16 af þeim 18 árum sem ég hef lifað, þá hefur Framsóknarflokkur og eða Sjálfstæðisflokkur setið í ríkisstjórn Íslands. Þetta er ansi langur tími en við búum í lýðræðisríki svo það er meirihlutinn sem ræður ,ekki satt?
Í öll þau ár sem þessir flokkar hafa verið við
stjórnvölin ,þá hef talið mig geta treyst ríkistjórnina , þó svo að ég hefði að öllu jafna ekki kosið þessa flokka sjálf.
En ég hef treyst ráðherrum ríkistjórnarinnar til þess að vinna þá vinnu sem þeir á inn á sitt borð eins vel og samviskusamlega og mögulegt er.
En ég hef treyst ráðherrum ríkistjórnarinnar til þess að vinna þá vinnu sem þeir á inn á sitt borð eins vel og samviskusamlega og mögulegt er.
Því miður þá get ég ekki sagt þetta um þá
ríkisstjórn sem nú situr ,þá sérstaklega ekki um þig. Ég hef jafnvel þann slæma grun að þið hafið ekki hugmynd hvað þið eruð að gera
Ég fæ
sting í hjartað í nánast hvert skipti sem ég sé mynd af þér,nafn þitt eða
starfstitil í fjölmiðlum og hugsa „hvað gerðist núna?“, „hversu slæmt er það...“
eða „ Hvað er hann að reyna verja núna..“.
Það gerir mig afar sorgmædda og vonsvikna að geta ekki treyst því að sjálfur forsætisráðherra sé að vinna störf sín almennilega.
Að sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar virðist ekki kunna að biðjast afsökunar á mistökum sínum , að sjálfur forsætisráðherra leyfi sér koma illa framm við fólk opinberlega og að sjálfur forsætisráðhera lands míns sem ég elska svo heitt virðist jafnvel vera óhæfur í starfi.
Það gerir mig afar sorgmædda og vonsvikna að geta ekki treyst því að sjálfur forsætisráðherra sé að vinna störf sín almennilega.
Að sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar virðist ekki kunna að biðjast afsökunar á mistökum sínum , að sjálfur forsætisráðherra leyfi sér koma illa framm við fólk opinberlega og að sjálfur forsætisráðhera lands míns sem ég elska svo heitt virðist jafnvel vera óhæfur í starfi.
Það er nefnilega eitt að vera óhæfur í starfi, Sigmundur.
Þegar þú ert fjölmiðlamaður eða rekur verslun. Það er öllu verra þegar þú ert óhæfur í valdamestu stöðu landsins. Það hefur nefnilega gríðarmikill áhrif á nánast alla íbúa landsins og út fyrir landsteinana. Svo ekki sé minnst á framtíðina.
Þegar þú ert fjölmiðlamaður eða rekur verslun. Það er öllu verra þegar þú ert óhæfur í valdamestu stöðu landsins. Það hefur nefnilega gríðarmikill áhrif á nánast alla íbúa landsins og út fyrir landsteinana. Svo ekki sé minnst á framtíðina.
Þú ræður að sjálfsögðu hvort þú takir þetta til
þín eða ákveður að hundsa þetta litla bréf mitt eins og svo margt annað.
En ég skrifa þér þetta bréf þar sem það er mér afar erfitt að vera frá jafn ríku og þróuðu landi okkar, en vera með sitjandi ríkisstjórn sem ég treysti að engu leiti.
En ég skrifa þér þetta bréf þar sem það er mér afar erfitt að vera frá jafn ríku og þróuðu landi okkar, en vera með sitjandi ríkisstjórn sem ég treysti að engu leiti.
Eitt hollráð að lokum „ Góð samvinna allra er lykill að farsælli
útkomu“.
Með kveðju
Valgerður