Unglingsár mín hafa
af miklu leiti einkennst af samfélagsumræðu um skuldafjármögnun,niðurskurð, endurfjármögnunlána,
greiðsluvanda, samdrátt í samfélaginu,afskriftir ,bág kjör almennings, skuldaleiðréttingu, rannsóknarsýrslu alþingis, endurreisn banka, landsdóm,kennutöluflakk
og neikvæðni.
![]() |
Ungmennaráð Hafnarfjarðar vor 2013 |
Fyrir tómstundanörd
eins og mig þýddi þetta einfaldlega ekki væru lengur til peningar til að fjármagna tómstundastarfið.
Þá eru tveir möguleikar í boði. Gefast upp eða reka hlutina nánast á núlli.
Síðustu
ár hef ég setið óteljandi fundi þar sem hinir ýmsu aðilar hafa sagt mér sem og
öðrum félögum mínum á svipuðum aldri af fjármagni sem einu sinni var til. Fjármagn sem eldri systkyni okkar
fengu að njóta en við munum aðeins eftir að bíða spennt yfir að fá að njóta.
Í því ungmenna
félagsstarfi sem ég stunda hef ég fylgst með mörgum jafnöldrum mínum gefast upp
vegna skorts á þolinmæði og útsjónarsemi um hvernig sé hægt að halda áfram með
nánast ekkert í höndunum.
Aðrir eru eins og
ég sem hafa með árunum orðið sjálfmenntaðir snillingar í að reka hlutina á
núllinu. Já það er nefnilega hægt að reka hlutina á þannig og hafa það bara
nokkuð gott þegar allir leggja hönd á plóg.
Í stað þess að panta
mat í veisluna þá er hægt að gera annan skemmtilegan hitting til þess að búa til matinn fyrir veisluna.
Í stað þess að borga
fyrir dýran gestafyrirlesara á námskeið ,þá er hægt að finna einhvern annan jafn
góðan til að koma sem er til að fá aðeins gleði,kaffisopa og þakklæti fyrir.
Í staðinn fyrir tónleika
með þekktum tónlistarmönnum þá er hægt að halda frumkvöðla tónleika sem nýju fólki
sem vill koma sér á framfæri og oft miklu skemmtilegra.
Það að búa á Íslandi
þar sem hlutirnir eru aðeins einn tölvupóst eða tvö símtöl í burtu er oft ansi
gott.
Þetta er eitthvað
sem fáir hafa áttað sig á ,að margt það unga fólk sem er stíga sín fyrstu
skref í heimi þeirra fullorðnu nú. Er það fólk sem er búið að eyða sínum
unglingsárum í að hugsa út hvernig sé hagkvæmast og ódýrast að framkvæma hvern
einn og einasta viðburð, samkomu og
ferðalag.
Það er eitthvað sem
vð höfum þurft að gera algjörlega án þess að vera spurð áður. Afþví að fólk á
aldur við foreldra okkar eða sem stundum verra er í sumum tilfellum foreldrar okkar klúðruðu
fjármálum landsins sem bitnar svo á okkur algjörlega óumbeðið.
Ég tel nefnilega
lítið vit í því að fólk sem fæddist fyrir 1985 stjórni landinu og best væri að
fólk sem fætt er eftir 1990 fengi að stjórna við erum enn saklaus og eigum ekki
klúðurslega fjármálasögu að baki. Því miður verður þjóðin að bíða þar til að
við höfum efni á að mennta okkur og flytja að heiman.
Ungt fólk, sjáið þið
til er miðaldra fólk framtíðar.